Kennaraverkfall

Fréttamynd

Óvíst hvernig bæta á skaðann

"Við vitum ekkert hvernig eða hvort á að bæta börnum upp þennan tíma sem fallið hefur úr," segir Hanna Hjartardóttir, formaður Skólastjórafélags Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Frístundaheimilin verða opin

Fyrirhuguðu vetrarfríi starfsfólks frístundaheimila Reykjavíkurborgar sem átti að vera í næstu viku verður að öllum líkindum frestað og skóladagheimilin verða opin, að sögn Önnu Kristjánsdóttur, borgarfulltrúa R-listans.

Innlent
Fréttamynd

Kaupmáttarrýrnun hjá kennurum

Kennari í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur segir að laun sumra kennara muni lækka þegar launaflokkar í potti verða festir í launatöflu. Eiríkur Jónsson segir breytinguna eina af forgangskröfum grunnskólakennara.

Innlent
Fréttamynd

Hæfilega bjartsýnn

Ríkissáttasemjari segist hæfilega bjartsýnn á að miðlunartillagan sem hann lagði fram aðfaranótt föstudags verði samþykkt.

Innlent
Fréttamynd

Miðlunartillaga er neyðarúrræði

Miðlunartillaga er ekki lög fram nema samningsaðilar telji að aðrar leiðir hafi verið reyndar til þrautar. Samkvæmt upplýsingum frá Alþýðusambandi Íslands hefur ríkissáttasemjari lagt fram miðlunartillögu í nokkur skipti. Til dæmis var lögð fram slík tillaga í deilu verslunarmanna árið 1988.

Innlent
Fréttamynd

Laun kennara hækka um 16,5%

Miðlunartillaga ríkissáttasemara er á svipuðum nótum og innanhússtillagan sem hann lagði fram á föstudaginn fyrir viku síðan. Kostnaðarhækkun sveitarfélaganna vegna miðlunartillögunnar er rétt rúmlega 26 prósent en var tæplega 26 prósent samkvæmt innanhússtillögunni.

Innlent
Fréttamynd

Enginn þrýstingur á félagsmenn

Miðlunartillagan leiðréttir ekki kjör kennara á þann hátt sem samninganefnd Kennnarasambands Íslands vonaðist eftir að sögn Eiríks Jónssonar, formanns sambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Hópur kennara vill fella tillöguna

Ólga er meðal stórs hóps kennara sem beinlínis vinnur gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara og vill fella hana. Samkvæmt viðmælundum Fréttablaðsins telur þessi hópur tillöguna vera hreina móðgun við stéttina og kjarabaráttuna sem hún hefur staðið í undanfarnar sex vikur.

Innlent
Fréttamynd

Samþykktin berst seint

Formenn allra svæðafélaga kennara á höfuðborgarsvæðinu samþykktu einróma á fundi á fimmtudagskvöldið að ef miðlunartillaga kæmi fram skyldi verkfalli ekki frestað heldur gengið til atkvæða um hana eins fljótt og mögulegt væri. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær.

Innlent
Fréttamynd

Vetrarfríi grunnskólanna aflýst

Vetrarfríi grunnskólanna í Reykavík, sem átti að hefjast á miðvikudaginn og standa út vikuna, verður aflýst. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi fræðslunefndar borgarinnar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Ný drög að sáttatillögu

Forystumenn samninganefnda kennara og sveitarfélaga hafa verið boðaðir til fundar hjá Ríkissáttasemjara fyrir hádegi og samninganefndirnar í heild hafa svo verið boðaðar til sáttasemjara síðar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Miðlunartillaga lögð fram?

Ríkissáttasemjari vill ekki segja hvort miðlunartillaga verður lögð fram á næstunni í kennaradeilunni. Sá möguleiki var ræddur á fundi með forystumönnum samninganefndanna í morgun. Formlegur samningafundur hefur ekki verið haldinn í dag.

Innlent
Fréttamynd

Enginn samningafundur boðaður

Enginn samningafundur hefur enn verið boðaður í deilu grunnskólakennara. Forystumenn deilenda voru á fundi hjá ríkissáttasemjara frá klukkan átta í morgun og fram undir hádegi en eiginlegur samningafundur hefur enn ekki verið boðaður.

Innlent
Fréttamynd

Óbreytt ástand í kennaradeilunni

Ekkert markvert gerðist á fundi forystumanna samninganefnda kennara, sveitarfélaga og skólastjóra, sem hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan átta í morgun og lauk á tólfta tímanum. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari sagði að ekkert nýtt hefði gerst á fundinum en þar hafi verið farið yfir stöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Skólastjórar enn á fundi

Skólastjórar eru nú á fundi hjá ríkissáttasemjara en samningar þeirra eru lausir eins og samningar kennara. Fundur þeirra hófst klukkan hálf ellefu. Skólastjórar hafa ekki boðað til aðgerða svo sem verkfalls. Næsti fundur í deilu grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna verður klukkan átta í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælafundur á Austurvelli

Eftir tæpa klukkustund, eða klukkan fjögur, hefst mótmælafundur Heimilis og skóla á Austurvelli þar sem verkfalli grunnskólakennara verður mótmælt og hvetja samtökin foreldra og börn til að mæta. Stutt ávörp verða flutt, söngvar sungnir og ljóð um börn lesin upp.

Innlent
Fréttamynd

Semjið strax!

„Réttið hlut grunnskólans og semjið strax!“ er yfirskrift funda sem haldnir verða í framhaldsskólum milli klukkan 10 og 12 á morgun. Fundarefnið verður yfirstandandi kjaradeila grunnskólans. 

Innlent
Fréttamynd

Ábyrgir feður skora á deiluaðila

Félag ábyrgra feðra skorar á deiluaðila að binda endi á verkfall grunnskólakennara sem fyrst og skorar á alla feður, hvort sem þeir eru í hjónbandi, sambúð eða forsjárlausir, að veita börnum sínum allan mögulegan stuðning á meðan á verkfallinu stendur. 

Innlent
Fréttamynd

Funda hjá sáttasemjara á morgun

Samningamenn kennara og sveitarfélaganna hafa verið boðaðir til fundar hjá Ríkissáttasemjara á morgun en þeir áttu fund með sáttasemjara í gær. Eftir þann fund létu þeir ekkert uppi um gang viðræðna. Í dag hittast samningamenn sveitarfélaga og félags skólastjórnenda hjá Ríkissáttasemjara.

Innlent
Fréttamynd

500 manns mótmæltu á Austurvelli

Töluverður mannfjöldi, eða um fimm hundruð manns að mati lögreglu, kom saman á fimmta tímanum á Austurvelli þar sem samtökin Heimili og skóli mótmæltu verkfalli grunnskólakennara. Bæði komu þar fullorðnir og börn.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæli á Austurvelli

"Hæ, ég heiti Pálmi. Ég er í fyrsta bekk og mér langar að fara í skólann af því að það er svo gaman þar. Þegar ég fer aftur í skólann þá byrja ég að lækna. Takk fyrir," sagði nemandi í 1. bekk á útifundi Heimilis og skóla á Austurvelli í gær.

Innlent
Fréttamynd

Miðlunartillaga lausn verkfallsins

Miðlunartillaga frá ríkissáttasemjara er vænlegasta leiðin til að ljúka verkfalli kennara, segir Gunnar I. Birgisson, formaður menntamálanefndar Alþingis og formaður bæjarráðs Kópavogs.

Innlent
Fréttamynd

Ekki meira maraþonþras

Nú væri nóg komið var viðkvæði foreldra og barna sem mótmæltu verkfalli kennara á útifundi Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra á Austurvelli í gær.

Innlent
Fréttamynd

Fundartími ekki ákveðinn

Ekki hefur verið ákveðið hvenær undanþágunefnd kennara og sveitarfélaga fundar. Undanþágunefnd átti síðast fund á föstudag.

Innlent
Fréttamynd

Óbreytt staða í kennaradeilunni

"Það gerðist ekkert á fundinum. Staðan er ekki önnur en var kvöldinu áður," sagði Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands eftir að fundi þeirra og launanefndar sveitarfélaganna lauk rétt um átta leytið í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Vímuefnaneysla eykst í verkfalli

Kennaraverkfallið er að skapa hættulegt ástand í sumum hverfum borgarinnar að mati Láru Björnsdóttur, félagsmálastjóra Reykjavíkurborgar. Félagsmálaráð borgarinnar ákvað að fylgjast sérstaklega með ungmennum í borginni eftir að verkfallið hófst. Unglingafulltrúar sem hafa farið um hverfin sjá að vímuefnaneysla unglinga er að aukast að sögn Láru.

Innlent
Fréttamynd

Langflestir eru sómakrakkar

"Það hefur verið heldur dauft í verkfallinu," segir Þorleifur G. Sigurðsson, umsjónarmaður í Austurbæjarskóla þar sem hann hefur starfað í tólf ár, þegar hann er spurður að því hvað sé að frétta.

Innlent
Fréttamynd

Aftur í Karphúsið án lausnar

"Menn koma fullkomlega óbundnir til fundarins," segir Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari sem boðað hefur samninganefndir kennara og sveitarfélaganna í Karphúsið eftir fund með forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Fötluð börn fá gæslu

Rúmlega 60 fötluðum börnum í Reykjavík hefur verið boðið að nýta frístundarheimili Íþrótta- og tómstundaráðs í verkfalli kennara.

Innlent