Hópur kennara vill fella tillöguna 29. október 2004 00:01 Ólga er meðal stórs hóps kennara sem beinlínis vinnur gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara og vill fella hana. Samkvæmt viðmælundum Fréttablaðsins telur þessi hópur tillöguna vera hreina móðgun við stéttina og kjarabaráttuna sem hún hefur staðið í undanfarnar sex vikur. Heimildir Fréttablaðsins herma að forystumenn svæðafélaga kennara víðsvegar um land séu mjög ósáttir við tillöguna og að sú óánægja sé smám saman að smita út frá sér til almennra félagsmanna. Einn angi af þessari óánægju kristallaðist á trúnaðarfundi svæðafélaganna á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudagskvöldið þegar samþykkt var ályktun um að ef miðlunartillaga kæmi fram ætti ekki að fresta verkfalli. Ályktunin var send samninganefnd kennara en Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir hana hafa borist til nefndarinnar eftir að hún hafði tekið ákvörðun um að fresta verkfallinu. Samkvæmt heimldum blaðsins telur samninganefndin sig hafa komist eins langt og mögulegt sé í samningaviðræðunum nema lagt verði út í mjög langt verkfall. Jafnvel það langt að verkfallsjóður dugi ekki til að brúa bilið. Ef nefndin hefði talið sig getað gert betur hefði hún aldrei samþykkt að fresta verkfallinu. Vegna þessa er nokkur pirringur í nefndinni út í þá sem tala gegn miðlunartillögunni. Sérstaklega þar sem það verða ekki þeir sem axla ábyrgðina ef verkfallið skellur aftur á og dregst á langinn. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara er nánast eins og innanhússtilagan sem hann bar á borð viðsemjenda á föstudaginn fyrir viku síðan. Sú tillaga fól í sér tæplega 26 prósent kostnaðarhækkun fyrir sveitarfélögin en miðlunartillagan felur í sér rétt rúmlega 26 prósenta kostnaðarhækkun. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Ólga er meðal stórs hóps kennara sem beinlínis vinnur gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara og vill fella hana. Samkvæmt viðmælundum Fréttablaðsins telur þessi hópur tillöguna vera hreina móðgun við stéttina og kjarabaráttuna sem hún hefur staðið í undanfarnar sex vikur. Heimildir Fréttablaðsins herma að forystumenn svæðafélaga kennara víðsvegar um land séu mjög ósáttir við tillöguna og að sú óánægja sé smám saman að smita út frá sér til almennra félagsmanna. Einn angi af þessari óánægju kristallaðist á trúnaðarfundi svæðafélaganna á höfuðborgarsvæðinu á fimmtudagskvöldið þegar samþykkt var ályktun um að ef miðlunartillaga kæmi fram ætti ekki að fresta verkfalli. Ályktunin var send samninganefnd kennara en Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir hana hafa borist til nefndarinnar eftir að hún hafði tekið ákvörðun um að fresta verkfallinu. Samkvæmt heimldum blaðsins telur samninganefndin sig hafa komist eins langt og mögulegt sé í samningaviðræðunum nema lagt verði út í mjög langt verkfall. Jafnvel það langt að verkfallsjóður dugi ekki til að brúa bilið. Ef nefndin hefði talið sig getað gert betur hefði hún aldrei samþykkt að fresta verkfallinu. Vegna þessa er nokkur pirringur í nefndinni út í þá sem tala gegn miðlunartillögunni. Sérstaklega þar sem það verða ekki þeir sem axla ábyrgðina ef verkfallið skellur aftur á og dregst á langinn. Miðlunartillaga ríkissáttasemjara er nánast eins og innanhússtilagan sem hann bar á borð viðsemjenda á föstudaginn fyrir viku síðan. Sú tillaga fól í sér tæplega 26 prósent kostnaðarhækkun fyrir sveitarfélögin en miðlunartillagan felur í sér rétt rúmlega 26 prósenta kostnaðarhækkun.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira