Innlent

Semjið strax!

„Réttið hlut grunnskólans og semjið strax!“ er yfirskrift funda sem haldnir verða í framhaldsskólum milli klukkan 10 og 12 á morgun. Fundarefnið verður yfirstandandi kjaradeila grunnskólans.   Í bréfi sem stjórn Félags framhaldsskólakennara hefur ritað formönnum félagsdeilda er lögð áhersla á að ríki og sveitarfélög taki þegar í stað höndum saman um að rétta hlut grunnskólakennara. Hvatt er til þess að hver framhaldsskólakennari styðji einn grunnskólakennara einn dag í verkfalli með 3000 króna framlagi sem afhent verði á fundunum. Í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands segir að vonast sé til að allir félagsmenn KÍ í framhaldsskólum taki þátt í fundunum og sýni með því samstöðu sína með kennurum og skólastjórnendum í grunnskólum í kjarabaráttu þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×