Danmörk

Fréttamynd

Ein­stakt peninga­safn Freys á upp­boð í Dan­mörku

Því sem lýst er sem „besta einkasafn íslenskra peningaseðla sem fyrirfinnst“ og er í eigu Freys Jóhannessonar hefur verið sett á sett á uppboð hjá danska uppboðsfyrirtækinu Bruun Rasmussen. Uppboðið fer fram í beinni útsendingu þann 7. nóvember næstkomandi og verður það fyrsta í nýju aðsetri Bruun Rasmussen í Lyngby.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Hvert land verður að bera ábyrgð á atkvæði sínu“

Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir aldrei hafa komið til greina að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir hverja Norðurlandaþjóð verða að taka ákvörðun fyrir sig. Þjóðirnar séu þegar á heildina er litið sammála.

Erlent
Fréttamynd

Tungu­mála­vandi skútu­málsins

Snemma síðastliðinn þriðjudagsmorgun í Héraðsdómi Reykjaness, skömmu áður en þinghald í skútumálinu svokallaða hófst, höfðu lögmenn og verjendur orð á því að búast mætti við því að skýrslutökurnar myndu taka sinn tíma. Ástæðan má finna í tungumálaörðugleikum sem hafa einkennt málið.

Innlent
Fréttamynd

Svona komst lögreglan á snoðir um skútuna

Rannsóknarlögreglumaður, sem stjórnaði rannsókninni á skútumálinu svokallaða, útskýrði fyrir dómi á þriðjudag hvernig lögregla komst á snoðir um skútuna sem í fundust tæplega 160 kíló af hassi. Mennirnir voru handteknir í júní á þessu ári við Garðskagavita á Reykjanesi.

Innlent
Fréttamynd

Býður sig fram til formanns í Ven­stre

Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram til formennsku í Venstre. Hann segir að hann og varaformaðurinn Stephanie Lose geti saman myndað sterka forystu í flokknum.

Erlent
Fréttamynd

Skútumálið: Tapaði öllu með því að fara til Íslands

Jonaz Rud Vodder, einn sakborninga í skútumálinu svokallaða, segist sjá eftir því að hafa farið í verkefni til Íslands þar sem hann var beðinn um að kaupa og afhenda vistir til skipverjanna sem voru í skútunni sem var að flytja tæplega 160 kíló af hassi til Grænlands í júní á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Hrika­leg til­finning að vita að fólk svelti

Nýr svæðisstjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum segir stöðuna sífellt versna og fleiri upplifa hungur. Færri gefi og neyðin sé meiri. Það verði að bregðast við til að koma í veg fyrir að hungursneyðin verði alvarlegri. 

Erlent
Fréttamynd

Sveitapiltur úr Biskupstungum fékk myndarlegan styrk frá ESB

Þorvaldur Skúli Pálsson, sveitastrákur frá Laugarási í Biskupstungum er kátur þessa dagana því teymi, sem hann stýrir við Háskólasjúkrahúsið í Álaborg var að fá á þriðja hundrað milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu (ESB), sem fer í að útbúa gagnvirkt upplýsingaefni vegna stoðkerfisverkja fólks.

Innlent
Fréttamynd

Friður sé forsenda framfara í loftslagsmálum

Utanríkisráðherra Danmerkur segir stríðsátök í heiminum geta haft neikvæð áhrif á samstarf þjóða í loftslagsmálum. Hringborð norðurslóða hafi því sjaldan verið eins mikilvægt. Forsætisráðherra er á sama máli. Friður sé forsenda framfara.

Innlent
Fréttamynd

Níunda gagna­ver atNorth rís í Dan­mörku

Nýtt gagnaver atNorth rís í Danmörku. Varmi frá gagnaverinu verður nýttur til að hita fjölda heimila á Kaupmannahafnarsvæðinu. Gagnaverið verður níunda gagnaver atNorth, en með þessari viðbót verður fyrirtækið með starfsemi í fjórum af Norðurlöndunum fimm.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Danskir elli­líf­eyris­þegar mala gull á megrunar­lyfjum

Ofsa­gróði danska lyfja­fyrir­tækisins Novo Nor­disk vegna sölu þess á megruna­lyfinu Wegovy mun hafa gríðar­leg á­hrif á efna­hags­legan upp­gang í Dan­mörku og mikinn gróða í för með sér fyrir fjöl­marga Dani sem eru hlut­hafar í fyrir­tækinu. Hag­fræðingur segir þó ýmsar hættur felast í á­standinu fyrir efna­hag Dana.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Enn lítið um svör, ári frá sprengingunum

Ár er liðið frá því Nord Stream gasleiðslurnar voru skemmdar í sprengingum á botni Eystrasalts. Skemmdarverkið er til rannsóknar í nokkrum ríkjum en enn er ekki búið að varpa ljósi á því hverjir sprengdu leiðslurnar.

Erlent
Fréttamynd

Danir slaufa „ní­tján gráðu reglunni“ í opin­berum byggingum

Stjórnvöld í Danmörku hafa ákveðið að slaufa reglunni um að einungis megi kynda opinberar byggingar upp í nítján gráður að hámarki vegna orkusparnaðar. Reglunni var komið á fyrir um ári síðan vegna stöðunnar á evrópskum orkumarkaði í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Rússar segja sig úr Barentsráðinu

Yfirvöld í Rússlandi hafa ákveðið að segja sig úr Barentsráðinu og saka nágranna sína um að hafa gert ráðið óstarfhæft. Rússar segja Finna ekki hafa viljað afhenda þeim forsæti ráðsins.

Erlent
Fréttamynd

Myrti hvít­voðung sinn

Kona á þrí­tugs­aldri verður sótt til saka fyrir að hafa myrt ný­fætt barn sitt stuttu eftir að hafa fætt það í gær­morgun í bænum Næst­ved á Sjá­landi í Dan­mörku.

Erlent
Fréttamynd

Hræðist framtíðina og hefur beðið um frið

Móðir ellefu ára drengs með ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm og krabbamein segir það hafa gert honum erfiðara fyrir hvað hann sé klár. Hann geti því reiknað út hvað bíði hans. Það sé hræðilegt að horfa upp á drenginn sinn, sem þrái að verða betri í fótbolta, verða sífellt lélegri sama hvað hann æfi sig. Vinir og vandamenn standa fyrir tónleikum til styrktar Mikael í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Andrea Eyland flutt til Danmerkur

Andrea Eyland þáttastjórnandi Kviknar hlaðvarpsins er flutt frá Íslandi til Danmerkur. Þetta segir Andrea á Instagram þar sem hún tekur við spurningum fylgjenda sinna um breytta stöðu.

Lífið