Öll fjölskyldan sefur í sama rúminu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. mars 2024 07:01 Björg segist ekki myndu vilja sofa á neinn annan hátt. Björg Kristjánsdóttir segist ekki geta hugsað sér að sofa öðruvísi en í fjölskyldurúmi. Hún og eiginmaður hennar sofa í 270 sentímetra rúmi með fjögurra ára dóttur sinni og hafa gert allt frá því dóttir þeirra fæddist. „Þegar við keyptum okkur hús fyrir tæpum tveimur árum höfðum við verið búin að láta okkur dreyma um að vera með risastórt rúm, þannig að sama hversu mörg börn kæmu þá ætti að vera pláss fyrir þau öll,“ segir Björg, sem búsett er í Óðinsvéum í Danmörku, í samtali við Vísi en þau hjónin eiga von á barni númer tvö. „Þannig að þegar við fluttum í þetta hús þá vorum við alveg: „Æi gerum bara heilan vegg að rúmi í þessu herbergi, stærsta herberginu og sjáum hversu margir komast fyrir.“ Björg birti myndir af rúmi fjölskyldunnar inni á Facebook hópnum Skreytum hús. Færslan vakti gríðarlega mikla athygli en Björg segir slík rúm á undanförnum árum hafa rutt sér til rúms í Danmörku í auknum mæli. Rúmið er rúmir þrír metrar á breidd. Nýta ekki alla sentímetrana „Ég hef séð aðra sem eru með svona stór rúm og svo hef ég líka alveg séð rúm sem eru stærri en okkar. Þar sem til dæmis sex manna fjölskylda er öll saman í rúmi,“ segir Björg. Hún segir fjölskylduna sofa miklu betur svona þó sömu lögmálin gildi um fjölskylduna upp í rúmi og aðrar. „Þetta er 270 sentímetra breitt rúm en við sofum mestmegnis bara á 180 sentímetrum,“ segir Björg hlæjandi. „Ég held að flestir foreldrar kannist við það að þó maður sé kannski með stórt rúm og það sé nóg pláss þá klessast börnin manns alltaf alveg upp að manni. Þannig maðurinn minn er kannski á 90 sentímetrum og ég og dóttir mín svo á 90.“ Gott að geta rúllað sér annað Björg segir skondið að lesa sumar athugasemdir við færslu hennar í Skreytum hús hópnum á Facebook. Margir deili þar sögum af sínum svefnaðstæðum og eru margir foreldrar í töluvert verri málum en Björg og fjölskylda þegar það kemur að plássi. „Sumir sögðu frá því að þau væru í 140 sentímetra breiðu rúmi en með tvö börn upp í. Það var kannski ekki planið en þegar börnin komast á aldur og vilja komast upp í til manns þá segir maður ekki nei og þá eru þetta allt í einu orðnar fjórar manneskjur á 140 sentímetrum. Eini munurinn á okkur og öðrum fjölskyldum sem kannski ekki eiga jafn stórt rúm er að við höfum möguleikann á því að rúlla okkur aðeins út í horn ef við vöknum á nóttinni og maður finnur að maður er alveg í kremju, á meðan aðrir þurfa kannski bara að venjast því að vera illt í bakinu.“ Nóg pláss er fyrir alla í rúminu. Björg segir fjölskylduna sofa betur með þessum hætti. Það hafi gerst náttúrulega að dóttir hennar hafi sofið upp í hjá foreldrum sínum allt frá því að hún var ungabarn. Björg, sem er læknir, bendir þó á að almennt sé ekki mælt með því að sofa með ungabarn upp í hjá sér, hvorki í Danmörku né á Íslandi vegna hættu á vöggudauða og því þurfi að huga að ýmsu. Í opinberum leiðbeiningum til foreldra á vef Heilsuveru kemur fram að rúm fullorðinna séu ekki öruggur svefnstaður fyrir börn. Það sé algengt að foreldrar haldi að best og öruggast sé fyrir ungbarnið að sofa uppi í rúmi hjá þeim og að æ fleiri foreldrar kjósi að nota ekki vöggu né ungbarnarúm fyrstu mánuðina. „Hættur í fullorðins rúmum eru dýnur, sængur koddar og bil sem geta myndast við dýnuendann þar sem hún mætir vegg eða rúmgafli. Dýnur í rúmum fullorðinna þurfa ekki að standast öndunarprófun. Þær eru oft mjúkar en ef barn veltur sér yfir á magann er köfnunarhætta af dýnunni. Koddar og sængur fullorðinna eru of þungar, stórar og þykkar fyrir ungabörn. Litlar líkur eru á að þau getu sparkað sænginni af sér en það getur leitt til ofhitnunar og köfnunar.“ Myndi ekki gera þetta öðruvísi „Þetta á sérstaklega við ef foreldrarnir eru í yfirþyngd, reykja eða eru undir áhrifum áfengis eða einhverja lyfja, þá getur það aukið líkurnar á vöggudauða. Þannig ef maður ætlar að vera með ungabarnið sitt upp í rúmi þá þarf maður að vita hvaða aðstæður þurfa að vera í kringum það,“ segir Björg. „Það þarf að vera nóg pláss fyrir barnið. Ekki fullt af koddum og sængum uppi í rúmi sem geta farið yfir barnið. Það er mjög mikilvægt þegar maður gerir eitthvað sem almennt er ekki mælt með að maður kynni sér hlutina vel, þannig að þetta sé öruggt.“ Björg segist hafa lesið allskonar greinar sem sýni fram á að barnið sofi betur upp í rúmi hjá foreldrum sínum. Margir lýsi erfiðu tímabili í lífi barnsins með svefnlausum nóttum. „En ég fann ekki fyrir þessu því ég svaf bara með hana upp í hjá mér. Svo þegar hún vaknaði á nóttunni og vildi fá brjóst þá var brjóstið bara við hliðina á henni. Þannig að það er oft sem þetta byrjar svona hjá fólki, sem svona lausn við svefnvandamálum í byrjun lífs barnsins. Svo er þetta bara eitthvað sem heldur áfram af því að þetta er kósý og allir sofa betur svona.“ Varstu aldrei stressuð í svefni að vera með barnið uppi í rúmi? „Jú, ég held það séu allir foreldrar sem séu þannig í byrjun, þegar barnið er pínulítið. Maður hrekkur í kút af því að maður heldur að barnið sé ekki að anda. Það kannast allir við þetta. En þegar maður vaknar í hvert sinn og sér að barnið manns er bara við hliðina á manni, þá er það miklu þægilegra en að þurfa að standa upp úr rúminu og rölta kannski yfir í næsta herbergi. En ég bara gæti ekki ímyndað mér aðra leið til þess að lifa.“ Danmörk Svefn Íslendingar erlendis Ástin og lífið Börn og uppeldi Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira
„Þegar við keyptum okkur hús fyrir tæpum tveimur árum höfðum við verið búin að láta okkur dreyma um að vera með risastórt rúm, þannig að sama hversu mörg börn kæmu þá ætti að vera pláss fyrir þau öll,“ segir Björg, sem búsett er í Óðinsvéum í Danmörku, í samtali við Vísi en þau hjónin eiga von á barni númer tvö. „Þannig að þegar við fluttum í þetta hús þá vorum við alveg: „Æi gerum bara heilan vegg að rúmi í þessu herbergi, stærsta herberginu og sjáum hversu margir komast fyrir.“ Björg birti myndir af rúmi fjölskyldunnar inni á Facebook hópnum Skreytum hús. Færslan vakti gríðarlega mikla athygli en Björg segir slík rúm á undanförnum árum hafa rutt sér til rúms í Danmörku í auknum mæli. Rúmið er rúmir þrír metrar á breidd. Nýta ekki alla sentímetrana „Ég hef séð aðra sem eru með svona stór rúm og svo hef ég líka alveg séð rúm sem eru stærri en okkar. Þar sem til dæmis sex manna fjölskylda er öll saman í rúmi,“ segir Björg. Hún segir fjölskylduna sofa miklu betur svona þó sömu lögmálin gildi um fjölskylduna upp í rúmi og aðrar. „Þetta er 270 sentímetra breitt rúm en við sofum mestmegnis bara á 180 sentímetrum,“ segir Björg hlæjandi. „Ég held að flestir foreldrar kannist við það að þó maður sé kannski með stórt rúm og það sé nóg pláss þá klessast börnin manns alltaf alveg upp að manni. Þannig maðurinn minn er kannski á 90 sentímetrum og ég og dóttir mín svo á 90.“ Gott að geta rúllað sér annað Björg segir skondið að lesa sumar athugasemdir við færslu hennar í Skreytum hús hópnum á Facebook. Margir deili þar sögum af sínum svefnaðstæðum og eru margir foreldrar í töluvert verri málum en Björg og fjölskylda þegar það kemur að plássi. „Sumir sögðu frá því að þau væru í 140 sentímetra breiðu rúmi en með tvö börn upp í. Það var kannski ekki planið en þegar börnin komast á aldur og vilja komast upp í til manns þá segir maður ekki nei og þá eru þetta allt í einu orðnar fjórar manneskjur á 140 sentímetrum. Eini munurinn á okkur og öðrum fjölskyldum sem kannski ekki eiga jafn stórt rúm er að við höfum möguleikann á því að rúlla okkur aðeins út í horn ef við vöknum á nóttinni og maður finnur að maður er alveg í kremju, á meðan aðrir þurfa kannski bara að venjast því að vera illt í bakinu.“ Nóg pláss er fyrir alla í rúminu. Björg segir fjölskylduna sofa betur með þessum hætti. Það hafi gerst náttúrulega að dóttir hennar hafi sofið upp í hjá foreldrum sínum allt frá því að hún var ungabarn. Björg, sem er læknir, bendir þó á að almennt sé ekki mælt með því að sofa með ungabarn upp í hjá sér, hvorki í Danmörku né á Íslandi vegna hættu á vöggudauða og því þurfi að huga að ýmsu. Í opinberum leiðbeiningum til foreldra á vef Heilsuveru kemur fram að rúm fullorðinna séu ekki öruggur svefnstaður fyrir börn. Það sé algengt að foreldrar haldi að best og öruggast sé fyrir ungbarnið að sofa uppi í rúmi hjá þeim og að æ fleiri foreldrar kjósi að nota ekki vöggu né ungbarnarúm fyrstu mánuðina. „Hættur í fullorðins rúmum eru dýnur, sængur koddar og bil sem geta myndast við dýnuendann þar sem hún mætir vegg eða rúmgafli. Dýnur í rúmum fullorðinna þurfa ekki að standast öndunarprófun. Þær eru oft mjúkar en ef barn veltur sér yfir á magann er köfnunarhætta af dýnunni. Koddar og sængur fullorðinna eru of þungar, stórar og þykkar fyrir ungabörn. Litlar líkur eru á að þau getu sparkað sænginni af sér en það getur leitt til ofhitnunar og köfnunar.“ Myndi ekki gera þetta öðruvísi „Þetta á sérstaklega við ef foreldrarnir eru í yfirþyngd, reykja eða eru undir áhrifum áfengis eða einhverja lyfja, þá getur það aukið líkurnar á vöggudauða. Þannig ef maður ætlar að vera með ungabarnið sitt upp í rúmi þá þarf maður að vita hvaða aðstæður þurfa að vera í kringum það,“ segir Björg. „Það þarf að vera nóg pláss fyrir barnið. Ekki fullt af koddum og sængum uppi í rúmi sem geta farið yfir barnið. Það er mjög mikilvægt þegar maður gerir eitthvað sem almennt er ekki mælt með að maður kynni sér hlutina vel, þannig að þetta sé öruggt.“ Björg segist hafa lesið allskonar greinar sem sýni fram á að barnið sofi betur upp í rúmi hjá foreldrum sínum. Margir lýsi erfiðu tímabili í lífi barnsins með svefnlausum nóttum. „En ég fann ekki fyrir þessu því ég svaf bara með hana upp í hjá mér. Svo þegar hún vaknaði á nóttunni og vildi fá brjóst þá var brjóstið bara við hliðina á henni. Þannig að það er oft sem þetta byrjar svona hjá fólki, sem svona lausn við svefnvandamálum í byrjun lífs barnsins. Svo er þetta bara eitthvað sem heldur áfram af því að þetta er kósý og allir sofa betur svona.“ Varstu aldrei stressuð í svefni að vera með barnið uppi í rúmi? „Jú, ég held það séu allir foreldrar sem séu þannig í byrjun, þegar barnið er pínulítið. Maður hrekkur í kút af því að maður heldur að barnið sé ekki að anda. Það kannast allir við þetta. En þegar maður vaknar í hvert sinn og sér að barnið manns er bara við hliðina á manni, þá er það miklu þægilegra en að þurfa að standa upp úr rúminu og rölta kannski yfir í næsta herbergi. En ég bara gæti ekki ímyndað mér aðra leið til þess að lifa.“
„Hættur í fullorðins rúmum eru dýnur, sængur koddar og bil sem geta myndast við dýnuendann þar sem hún mætir vegg eða rúmgafli. Dýnur í rúmum fullorðinna þurfa ekki að standast öndunarprófun. Þær eru oft mjúkar en ef barn veltur sér yfir á magann er köfnunarhætta af dýnunni. Koddar og sængur fullorðinna eru of þungar, stórar og þykkar fyrir ungabörn. Litlar líkur eru á að þau getu sparkað sænginni af sér en það getur leitt til ofhitnunar og köfnunar.“
Danmörk Svefn Íslendingar erlendis Ástin og lífið Börn og uppeldi Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira