Ómar bjargaði lífi fimm einstaklinga Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. janúar 2024 07:00 Áður en Ómar Andrés lést hafði hann gefið það skýrt til kynna að hann vildi láta gefa líffæri sín ef til þess kæmi. Aðsend Ómar Andrés Ottósson var einungis tvítugur að aldri og verðandi stúdent í Kaupmannahöfn þegar hann varð bráðkvaddur vegna heilablæðingar. Aðstandendur hans, sem sátu eftir harmi slegnir, tóku þá ákvörðun að gefa líffæri hans, enda þótti það í anda Ómars að enda jarðvist sína með slíkri gjöf. Andlát Ómars leiddi þannig til þess að hvorki meira né minna en fimm einstaklingar fengu nýtt og betra líf. Blómstraði í Danmörku Ómar Andrés ólst upp í Breiðholti og gekk í Hólabrekkuskóla og Seljaskóla. Hann hafði upplifað meira en flestir á hans aldri þar sem hann hafði misst báðar ömmur sínar og pabba sinn þegar hann var einungis sjö ára gamall. „Hann var því með meiri tilfinninga þroska en flestir jafnaldrar hans,“ segir Sigurlína Andrésdóttir, móðir Ómars, sem oftast er kölluð Lína. „Það voru svo mörg ár þar sem við vorum alltaf bara við tvö. Við vorum búin að ganga í gegnum svo mikið saman og vorum svo ofboðslega náin og samrýmd. Hann var orkubolti, og það fór aldrei fram hjá manni hvar hann var í húsinu, af því það heyrðist alveg í honum. Hann tók hlutina, sem hann hafði áhuga á alla leið; þegar hann var lítill var það Lego og hann gat setið tímunum saman í því. Seinni árin voru það það síðan tölvur og tölvuleikir, sem hann hafði mestan áhuga á. Hann var mikill húmoristi, hafði svolítið kaldhæðinn húmor og var til dæmis alltaf að senda manni einhver fyndin myndbönd. Hann var vinur vina sinna og hugsaði vel um sitt fólk. Hann var eimakær, mátti ekkert aumt sjá og mikill dýravinur, en hann dreymdi alltaf um að eignast hund.“ Mæðginin Lína og Ómar voru nánari en gengur og gerist, enda höfðu þau gengið í gegnum ýmislegt saman.Aðsend Eignaðist fósturpabba og bróður Árið 2015 urðu stór kaflaskipti í lífi mæðginanna. Lína kynntist núverandi eiginmanni sínum, Snorra Valberg en fyrir átti Snorri soninn Egil Orra sem var jafngamall Ómari. Fjölskyldurnar tvær sameinuðust og komu sér síðan fyrir í Kaupmannahöfn. Ómar, þá 14 ára gamall, eignaðist stjúpföður og bróður á sama tíma en að sögn Línu myndaðist frá fyrstu tíð einstök vinátta og væntumþykja á milli þeirra Ómars og Egils. Árið 2017 stækkaði fjölskyldan þegar litla systir bræðranna, Auður Ísadóra kom í heiminn. Ómar hafði að sögn Línu átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Hann glímdi til að mynda við lesblindu og hafði hún þurft að berjast mikið til að hann fengi viðeigandi aðstoð. Það breyttist eftir að þau mæðgin fluttu út til Danmerkur og Ómar byrjaði í grunnskóla þar. „Það var bara yndislegt að fylgjast með honum. Þarna fékk hann að blómstra og fékk alla þá hjálp sem hann þurfti. Það var einhvern vegin allt önnur nálgun í danska skólakerfinu heldur en því íslenska.“ Að loknum grunnskóla fór Ómar í verknám í TEC (Technical Education Copenhagen) þar sem hann lauk öllu bóklegu námi til pípara. Hann ákvað síðan að ljúka stúdentsprófi, og stefndi á að læra sálfræði við Kaupmannahafnarháskóla eftir það. Fyrirhugað var að Ómar myndi útskrifast með stúdentspróf frá Copenhagen South HF & VUC þann 24. júní 2022. Það varð hins vegar aldrei úr því. Fjölskyldan á góðri stundu,Aðsend Súrrealískt, óraunverulegt og skrítið Að morgni 8. maí 2022 birtist frétt á vef TV2 í Danmörku þar sem fram kom að um hálffimmleytið aðfaranótt sunnudags hefði lögreglu borist tilkynning um tvítugan karlmann sem fannst meðvitundarlaus á Amager Strand lestarstöðinni í Kaupmannahöfn. Flestir vefmiðlar í Danmörku greindu einnig frá málinu. Vegfarandi hafði komið að honum við einn brautarpallinn. Fram kom að eftir hnoð- og blásturslífgun hefði ungi maðurinn verið fluttur á Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn, en það var um seinan. Hann var úrskurðaður látinn. Ungi maðurinn var Ómar Andrés. Kvöldið áður var haldið svokallað „galafest“ í skólanum hans Ómars, þar sem útskriftarnemendur komu saman og fögnuðu námslokum. Þaðan lá leiðin niður í bæ þar sem hópurinn kíkti út á lífið. Í millitíðinni kom Ómar við heima hjá sér, til að ná í skilríki. Línu og Snorra grunaði ekki að þetta ætti eftir að verða seinasta skiptið sem þau sáu Ómar á lífi. „Þetta var notalegt kvöld hjá okkur, við vorum heima í rólegheitum að kjafta og spila og dóttir okkar var í pössun. Svo vöknum við um hálf sex leytið þegar lögreglan bankar upp á hjá okkur. Við fengum að vita að Ómar hefði fundist meðvitundarlaus á lestarstöðinni sem er rétt hjá húsinu okkar, að hann hefði farið í hjartastopp en þeir hefðu náð að „koma honum í gang“ aftur. Þeir vissu ekkert meir og sögðu okkur að við þyrftum að fara strax upp á spítala. Þetta var allt svo súrrealískt, óraunverulegt og skrítið,“ rifjar Lína upp. „Við rukum strax upp á spítala í leigubíl. Okkur var vísað á bráðamóttökuna og þegar við komum þangað var akkúrat verið að keyra Ómar út úr herberginu og hann var í öndunarvél. Hann gat ekki andað. Okkur var sagt að hann hefði fengið heilablæðingu, og að við þyrftum að fara upp á gjörgæslu og tala við læknana þar.“ Þegar á gjörgæsluna var komið var þeim Snorra og Línu vísað á lækna sem upplýstu þau um stöðuna. Blákalt. „Þeir sögðu okkar þetta hreint út; heilablæðingin var það mikil að það var ljóst að hann myndi ekki lifa af.“ Lína hafði áður upplifað sorg og missi. „En þarna var ég að missa barnið mitt. Það var annað,“ segir hún. „Við vorum bara í sjokki og maður áttaði sig ekki alveg á hvað var að gerast. Við fórum bara á einhverja sjálfstýringu, fórum strax í það að láta fólkið í kringum okkur vita, hringdum í fjölskyldu og vini.“ Lína bætir við að það hafi verið afskaplega skrítið að lesa fréttir af andláti sonar síns í fjölmiðlum, þegar ekki var búið að úrskurða hann löglega látinn. „Blöðin voru búin að birta fréttir um þetta strax um morguninn og í þeim stóð að hann hefði fundist meðvitundarlaus og eftir hnoð og blásturslífgun hefði hann verið úrskurðaður látinn á Ríkisspítalanum. Ég man að ég sat fyrir utan Ríkisspítalann, hafði farið aðeins út til að fá ferskt loft og vinir okkar, sem voru komnir á spítalann sýndu mér þessa fréttir. Ég skildi ekkert í því af hverju fjölmiðlarnir voru að segja að hann væri dáinn, af því að hann var enn þá þarna inni og það var ekki búið að úrskurða hann látinn. Ég var bara í sjokki og var ekki búin að meðtaka þetta allt.” Að kvöldi 7.maí 2022 sá Lína son sinn á seinasta skipti á lífi.Aðsend Ótrúleg tilviljun Þegar upp kemur sú staða að líffæragjöf er raunhæfur möguleiki þá þurfa hlutirnir að gerast hratt. Það leið því ekki á löngu þar til læknarnir kölluðu Snorra og Línu á sinn fund og báru fram spurninguna. Íslendingar byggja löggjöf sína um líffæragjafir á ætluðu samþykki og verða því allir þegnar sjálfkrafa líffæragjafar við andlát, hafi þeir ekki áður lýst sig andvíga líffæragjöf. Löggjöfin er hins vegar ekki þannig í Danmörku. Þar þurfa aðstandendur hins látna að taka virka afstöðu. „Læknarnir sögðu okkur að til þess að úrskurða hann löglega látinn, þyrfti að gera rannsóknir á heilavirkni og hvort hann sýndi einhver viðbrögð. Þá rannsókn væri ekki heimilt að gera fyrr en sex tímum eftir að hann hefði andað síðast „sjálfur“, það er að segja án öndunarvélar. Þeir vildu þess vegna fá okkar afstöðu, til að geta sett ferlið í gang, en við höfðum þarna nokkra tíma til að taka afstöðu. Við vorum auðvitað ringluð í öllu þessu en við Snorri komumst að þeirri niðurstöðu að við ættum að samþykkja þetta, því að vissum hvernig karakter Ómar var. Við fórum svo aftur inn á stofuna þar sem Ómar lá og þá voru þeir mættir þangað; Egill bróðir hans og vinir þeirra tveir, Kristján og Jóel. Ómar og þeir þrír voru rosalega samrýmdir. Við greindum þeim frá því sem læknarnir höfðu sagt okkur og spurðum þá hvað þeir héldu; hefði Ómar viljað gefa líffæri sín?“ Viðbrögð strákanna voru ekki þau sem Snorri og Lína höfðu búist við. Þeir fóru að hlæja. „Við skildum auðvitað ekki neitt í neinu og sögðum þeim að þetta væri ekki fyndið. En þá kom í ljós að þeim fannst þetta fyndið, af því að þetta var svo fáránleg tilviljun.“ Helgina áður en Ómar dó höfðu þeir félagar verið að spila tölvuleik saman á netinu þegar Egill bróðir Ómars, minntist á það að hann hefði skráð sig sem líffæragjafi. „Og mér skilst að þegar Egill hafi tilkynnt þeim þetta þá hafi Ómar sagt að hann ætlaði sko að gera þetta líka. Jóel tók upp á því þarna að stríða honum aðeins, af því að strákunum fannst svo gaman að espa Ómar upp. Hann sagði við Ómar: „Ómar, þegar ég dey, þá tek ég sko allt með mér!“ Og þá svaraði Ómar: „Ertu að grínast! Auðvitað gefurðu líffærin þegar þú deyrð! Hvað ætlar þú eiginlega að gera við þau annars?“ Svo spurði hann Egil hvernig hann ætti að skrá sig sem líffæragjafa og Egill sagði honum að hann þyrfti rafræn skilríki til þess. Ómar sagðist ætla að gera það seinna. Mér finnst ótrúlegt að hugsa til þess að þetta hafi verið helgina áður en hann dó. Um leið og strákarnir sögðu okkur þetta þá var þetta ákveðið. Við þurftum ekki að hugsa um þetta meir.“ Erfitt að meðtaka andlátið Innan við sólarhring síðar fór Ómar í níu klukkustunda langa aðgerð þar sem líffærin voru fjarlægð. En í millitíðinni þurfti að gera ótal ráðstafanir, og það þurfti að gerast hratt. Vegna þess að Ómar var einungis tvítugur að aldri, ungur og hraustur maður þá reyndust mörg af líffærum hans hentug til að gefa. Í ljós kom að heilablæðingin hafði orsakast af fæðingargalla í höfði Ómars, sem enginn hafði haft nokkra vitneskju um að væri til staðar. „Það var víst einhver æðahnútur sem varð til þess að þrýstingur á einn æðavegginn var meiri en átti að vera og það kom bara smá rifa á æðina, sem varð til þess að hann dó. Læknarnir sögðu að sumir væru með þetta allt sitt líf án þess að það gerðist nokkuð en svo gæti svona gerst eins og með Ómar," segir Lína. „En að öðru leyti var Ómar alla tíð rosalega hraustur og það amaði ekkert að honum. Og vegna þess að hann var svo ungur og vel á sig kominn líkamlega þá var hann það sem kallað er „multi-organdonor en það þýðir að hann gat gefið öll þessi venjulegu líffæri eins og hjarta, lungu, lifur og nýru. Þau spurðu einnig sérstaklega hvort þau mættu taka hornhimnurnar úr augunum og sinarnar í fótunum. Ég man að ég sagði við þau að svo lengi sem það sæist ekki utan á honum að þá mættu þau taka það sem gæti nýst öðrum. Mig langaði ekki að hann breyttist útlitslega því við áttum öll eftir að kveðja hann“ segir Lína. Ómar var ungur og hraustur maður í blóma lífsins og því reyndust mörg af líffærum hans hentug til líffæragjafar.Aðsend „Þetta gerðist allt svo rosalega hratt. Það þurfti að passa upp á líffærin og passa til dæmis að það færi ekki vatn í lungun. Hjúkrunarfræðingarnir komu á tveggja tíma fresti til að snúa honum og taka blóðprufur. Þetta gerðist svo hratt að við náðum í raun ekki að „prósessa“ þetta, við náðum ekki að meðtaka það að hann væri látinn. Af því að hann var ennþá heitur og hann „andaði“ en auðvitað með hjálp öndunarvélarinnar. Þetta er öðruvísi en þegar einhver er að deyja og þú veist að það er yfirvofandi, þegar þú færð tækifæri til að eiga kveðjustund með viðkomandi og fylgjast með honum draga seinasta andardráttinn.“ Hún tekur fram að vinnubrögð og framkoma starfsfólks sjúkrahússins hafi verið til fyrirmyndar. Þau hafi nálgast fjölskylduna af umhyggju og nærgætni. „Þau gerðu þetta allt af rosalega mikilli virðingu, bæði við hann og okkur. Þau gerðu þetta allt mjög fallega.“ En hún á erfitt með að rifja upp þessa stund. „Svo komu þau að sækja hann til að fara með hann í aðgerðina, aftengdu öll tækin í kringum hann og rúlluðu honum út af stofunni. Það var eiginlega ekki fyrr en þarna, á þessari stundu að það rann upp fyrir mér að Ómar var í alvörunni dáinn. Svo tóku við allar þessar ráðstafanir sem þurfti að gera varðandi útförina.“ Blómahaf á lestarstöðinni Þar sem að Ómar hafði fundist á lestarstöðinni þá þurfti lögreglan að rannsaka málið og útiloka að andlát hans hefði borið að með saknæmum hætti. „Lögreglan þurfti skiljanlega að rannsaka málið, skoða upptökur úr öryggismyndavélum og þess háttar. Þeir lokuðu lestarstöðinni í tvo tíma á meðan rannsóknin var í gangi og ræddu við okkur á spítalanum, en það kom fljótt í ljós að það hafði ekkert saknæmt átt sér stað. ” Tveimur dögum eftir andlátið, fóru Lína og Snorri síðan á lestarstöðina þar sem Ómar hafði fundist en þar mætti þeim dálítið óvænt. „Þegar við fórum í lestarundirgöngin tveimur dögum seinna þá var búið að leggja þar ótrúlega mikið af blómum, kertum og kortum, frá skólafélögum hans og fólki í hverfinu. Það var ótrúlega fallegt og við fundum meðal annars fallegt kort sem var skrifað af einhverjum vini hans, sem skrifaði að vísu ekki undir kortið. Bekkjarfélagar hans höfðu sett upp mynd af honum þar sem þau höfðu skrifað texta til minningar um hann og sett inn upplýsingar um söfnunina sem sett hafði verið af stað. Það var svo fallegt og það var lagt inn á söfnunina hér í Danmörku. Meðal annars kom millifærsla frá lækninum sem var í sjúkrabílnum sem kom að honum, en hann skrifaði „Innilegar samúðarkveðjur, við gerðum allt sem við gátum, kveðja frá lækninum sem kom að honum.” Hér má sjá það sem mætti Línu og Snorra á lestarstöðinni.Aðsend Kostnaðarsamt og flókið ferli Að sögn Línu kom aldrei annað til greina en að Ómar yrði jarðaður heima á Íslandi. „Honum leið vel í Danmörku og hafði það gott en hann var stoltur af sínum íslenska uppruna og hafði meðal annars hannað stúdentshúfuna sína sjálfur með íslenska fánanum inni í húfunni.” Að flytja látinn einstakling heim er hins vegar gríðarlega dýrt og flókið ferli. „Við þurftum til dæmis að fá aðstoð frá útfarastofu bæði hér í Danmörku og Íslandi. Það er margt sem þarf að huga að, þannig að vinkonur mínar stungu upp á því að setja af stað söfnun til að hjálpa okkur. Ég á aldrei erfitt með að safna fyrir aðra, en mér fannst erfitt að þiggja þessa hjálp,“ segir Lína. „Vinkonur mínar eiginlega bara þrábáðu mig um að fá að gera þetta fyrir okkur og á endanum gat ég ekki sagt annað en „já,takk.“ En viðbrögðin, þau voru ótrúleg. Við vorum svo þakklát, og erum enn svo þakklát öllu þessi fólki sem sýndi okkur stuðning á allan mögulegan máta. Við erum rík af góðum vinum og fjölskyldu en það var fólk úr öllum áttum að veita okkur stuðning. Það var ómetanlegt og magnað að sjá hvað það eru margir sem standa á bak við mann þegar á reynir.“ Útskriftarhúfan fékk að vera með Tæpum sjö vikum eftir að Ómar lést rann upp dagurinn þar sem hann hefði átt að útskrifast sem stúdent. Í Danmörku er það áratugahefð að útskriftarnemar haldi upp á daginn með því að ferðast saman á milli heimila á skreyttum pallbíl, með miklum látum og fjöri. „Krakkarnir spurðu okkur hvort þau mættu koma við á lestarstöðinni þar sem Ómar fannst, og skála fyrir honum þar. Okkur þótti voðalega vænt um það, en buðum þeim að koma frekar við hjá okkur þegar þau færu að keyra á pallbílnum og skála fyrir honum með okkur þar. Áður en Ómar dó hafði planið verið þannig að þau myndu koma síðast til okkar, og við vorum búin að gefa leyfi fyrir því að krakkarnir gætu haldið loka partíið hjá okkur. Við breyttum því þannig að þau komu og sóttu stúdentshúfuna hans kvöldið áður og síðan vorum við fyrsta stopp hjá þeim í staðinn. Þau komu til okkar og skáluðu fyrir Ómari.“ Á pallbíl skólafélaganna var stór íslenskur fáni og skilti þar sem stóð: „Ómar, við skálum fyrir þér“. „Þetta var svo fallegt og við vorum svo þakklát þeim fyrir að minnast hans á þennan hátt. Þau tóku síðan húfuna hans með á rúntinn, þannig að þegar hann var að vissu leyti með þeim. Þau skrifuðu svo kveðjur inn í húfuna hans og komu með hana nokkrum dögum seinna. Þá var hún orðin skítug og með bjórblettum, alveg eins og ef hann hefði verið með hana sjálfur á hausnum. Þetta þótti okkur ótrúlega fallegt af bekknum hans og fallegur virðingarvottur.“ Skólafélagar Ómars heiðruðu minningu hans með eftirminnilegum hætti.Aðsend Leið á klisjunum Í september 2022, tæpum fjórum mánuðum eftir að Ómar lést, fékk fjölskyldan ánægjulegar fréttir. Í ljós kom að með líffæragjöfinni hafði Ómar veitt fimm einstaklingum nýtt og betra líf. Hjartað fór til miðaldra manns, lungun fóru til miðaldra konu og lifrin fór til barns. Annað nýrað fór til ungrar stúlku á aldur við Ómar og hitt nýrað fór til miðaldra manns. „Mér skildist á hjúkrunarfræðingnum sem hafði samband við okkur að allir þessir einstaklingar væru nú útskrifaðir og komnir aftur út í lífið,“ segir Lína. „Ég er ótrúlega stolt af stráknum mínum, fyrir að hafa verið svona óeigingjarn og fyrir að hafa verið með þessa vangaveltur þrátt fyrir að vera bara tvítugur. Það eru held ég ekki margir strákar á hans aldri sem eru eitthvað að hugsa út í þetta,“ segir hún jafnframt og bætir við að andlát Ómars hafi haft óvænta en mjög fallega keðjuverkun í för með sér. „Margar vinkonur mínar hérna í Danmörku og í Svíþjóð eiga unga stráka á svipuðum aldri og Ómar. Eftir að hann dó fékk ég að vita að þeir hefðu skráð sig sem líffæragjafar.“ Lína tekur fram að þó svo að það sé gott að hugsa til þess að fimm aðrir einstaklingar hafi fengið nýtt líf vegna Ómars, þá fylli það enginn veginn upp í skarðið sem andlát hans skildi eftir sig. „Ég hef verið spurð að því hvort ég sé ekki þakklát fyrir að það hafi eitthvað gott komið út úr þessu. Og ég hef fengið að heyra frasa eins og: „Þetta er nú ljós í myrkrinu.“ En það var ekki tilgangur Ómars í lífinu að deyja og gefa líffærin sín.“ Hún bendir á að það er mikilvægt hvernig hlutirnir eru orðaðir. „Það að missa barn, það er eitthvað sem allir hræðast svo mikið. Og ég skil vel að fólk viti kannski ekki alveg hvað er rétt að segja eða hvernig það á að haga sér gagnvart manni. Þá er kannski ekki skrítið að fólk grípi í einhverja svona frasa, og að sjálfsögðu er það bara vel meint. En ég held að það besta sem fólk geti gert er að vera bara til staðar og að það þurfi ekki endilega að segja neitt. Af því að það er alveg sama hvað þú segir, það breytir ekki stöðunni. Ég hef fengið að heyri hluti eins og : „Nú er hann Ómar kominn á betri stað.“ Mér finnst erfitt að vera sammála því, af því að Ómar var ekki háaldraður, dauðvona maður. Hann var tvítugur strákur sem átti allt lífið fram undan. Það er enginn betri staður fyrir hann heldur en akkúrat hér, lifandi. Ég er orðin mjög leið á þessum frasa: „Þetta er ljós í myrkrinu“ af því að það er ekki mín upplifun. Það færir mér ekki Ómar aftur. Það eina sem ég vil er að fá strákinn minn aftur til mín. Það væri kannski öðruvísi ef um væri að ræða níræðan mann sem væri búinn að liggja lengi á dánarbeðinu. Ég á aldrei eftir að verða sátt við að þetta hafi verið örlög Ómars, en úr því að þetta fór allt svona, þá lít ég á það þannig að þetta hafi verið það fallegasta sem gat komið út úr þessum aðstæðum. Sérstaklega af því að við vissum að Ómar hefði sjálfur viljað þetta.“ Lína hefur verið spurð að því hvort henni finnist það ekki erfið tilhugsun að láta skera í son sinn og taka úr honum líffærin. Mörgum finnst tilhugsunin óhugnanleg og ógeðfelld. „Mér finnst sú hugsun ekkert erfið. Það er eins og Ómar sagði sjálfur, að hann væri ekki að fara að nota líffærin sín meir. Svo er það bara þannig að maður veit að það er ofboðslega mikil þörf þarna úti, það eru margir líffæraþegar á biðlista og eftirspurnin er miklu meiri en framboðið. Það er bara staðreynd.“ Passa upp á hvort annað Í sorgarferlinu hefur fjölskyldan sótt stuðning til samtaka í Danmörku, fyrir foreldra sem misst hafa börn. „Þar erum við í sorgargrúbbu og ég held að það hafi hjálpað okkur mest af öllu. Ég hef líka leitað til sálfræðings, og við höfum öll leitað okkur hjálpar á einn eða annan hátt. Við erum öll ólík, ég er til dæmis mjög opin á meðan maðurinn minn er meira lokaður. En það sem hefur reynst okkur best er að ræða saman, ræða hlutina opinskátt. Við höfum lagt okkur fram við að útskýra þetta fyrir Auði. Við höfum sagt henni að Ómar gat ekki lengur notað hjartað sitt af því að heilinn hans virkaði ekki lengur, en hjartað hans gat samt virkað hjá öðrum. Börn geta verið svo opin. Þau eru ekki eins mikið að flækja hlutina og ofhugsa allt eins og við fullorðna fólkið.“ Lína og fjölskyldan eru einnig í góðu sambandi við vini hans Ómars. „Þetta hefur auðvitað verið hrikalega erfitt fyrir þessa ungu stráka að missa vin svona snögglega.“ Egill bróðir Ómars og vinir þeirra tveir eru allir með sama tattúið á upphandleggnum. Setninguna „Án djóks“. Það er til að heiðra minningu Ómars, sem notaði þessi orð óspart. „Við erum saman og pössum upp á hvort annað, við fjölskyldan og vinir Ómars líka. Og við gerum hluti saman til minningar um hann. Það styrkir okkur.“ Í október síðastliðnum var Línu og Snorra boðið á árlegan viðburð hjá samtökum um líffæragjöf í Danmörku. Öllum aðstandendum þeirra sem gáfu líffæri sín á árinu 2022 var boðið á viðburðinn sem haldinn var í Aarhus. Fjölskyldan stendur þétt saman.Aðsend „Við fórum öll, ég, Snorri, Egill og Auður, og Jóel vinur Ómars kom með líka. Þessi viðburður er fyrst og fremst hugsaður fyrir aðstandendur líffæragjafa, og mér finnst það ótrúlega mikilvægt líka. Það var öllum raðað niður á borð, og fjölskyldum var blandað saman til að fólk gæti spjallað saman og deilt reynslu sinni. Þetta var ofboðslega tilfinningaþrunginn og erfiður viðburður. En á sama tíma var þetta svo heilandi. Maður áttaði sig á því þegar þetta var búið." „Ég held að það sé mjög mikilvægt að hlúa að aðstandendum líffæragjafa í gegnum allt þetta ferli. Þeirra hlið má ekki gleymast. Það má ekki gleyma því að þetta eru einstaklingar sem hafa þurft að upplifa hræðilegan sársauka til þess að öðrum einstaklingum sé gert kleift að öðlast nýtt líf. Þess vegna var ofboðslega gott að ræða við hinar fjölskyldurnar. Þá sá maður að það voru fleiri sem höfðu verið í sömu stöðu og við.“ Allt er leyfilegt Það eru engin rétt eða röng viðbrögð við sorg, eins og Lína bendir á. „Það má alls ekki ýta á fólk í þessu ferli. Þegar þú ert að glíma við áfall af þessu tagi þá sýgur það úr manni alla orku, og maður hefur ekki burði til að framkvæma minnstu verk. Maður er alltaf þreyttur og maður höndlar engan veginn áreiti. Ég held að það sé mikilvægt að gefa fólki það svigrúm sem það þarf til að syrgja, á sinn hátt. Málið er að það er allt leyfilegt í sorgarferli. Þér ber engin skylda til að vera svona eða hinsegin. Það er ekkert rétt eða rangt, þú mátt vera reiður, þú mátt vera glaður.“ Lína bendir á að hver og einn hefur sína leið til að takast á við sorgarferli.Aðsend Hún tekur sem dæmi að hún hafi lengi vel átt afskaplega erfitt með að leyfa sér að vera glöð og leyfa sér að finna til ánægju. „Auðvitað þarf maður að halda áfram með lífið. En ég fékk samviskubit þegar ég fann til gleði yfir einhverju. En ein tilfinning útilokar ekki aðra og við getum verið þakklát og glöð en líka sorgmædd. Einn daginn sá ég enskan texta sem talaði strax til mín og ég þýddi það yfir á íslensku. Síðan bjó ég til plaggat með textanum sem er búið að hanga við hliðina á rúminu mínu og það er mín daglega mantra.“ Setningin er þessi: „Ég mun heiðra minningu þína með því að finna gleði á ný.“ „Arna Fríða vinkona mín er grafískur hönnuður og ég var búin að vera með hugmynd um að gera eitthvað meira við þennan texta og ræða það við hana. Hún síðan kom mér verulega á óvart núna um jólin en þá var hún búin að setja upp og hanna plaggatið eins og við höfðum rætt, og gaf mér það í jólagjöf. Ég fór bara að gráta því þetta var svo fallegt og táknrænt fyrir mig. Ég þarf að minna mig á þetta reglulega, að ég má halda áfram. Ómar fékk ekki að halda áfram að lifa lífinu. En ég má leyfa mér að lifa lífinu,“ segir Lína. Veggspjaldið inniheldur setninguna góðu sem Lína minnir sig reglulega á.Aðsend „Það er fyrst núna, rúmlega einu og hálfu ári seinna, að mér finnst eins og ég sé að verða aftur sú sem ég var, eins mikið og það er hægt. Maður verður aldrei sama manneskjan eftir svona missi og lífið skiptist í fyrir og eftir að Ómar dó. Sumir halda að sorgin verði minni með tímanum. En málið er að sorgin minnkar ekki, heldur eru það við sem stækkum; við þroskumst og lærum í gegnum lífið. Að missa barnið sitt er eitthvað sem fylgir manni út ævina. En með því að sækja sér og þiggja alla mögulega hjálp lærir maður á lífið upp á nýtt og mögulega getur maður nýtt sína reynslu til að hjálpa öðrum.“ Líffæragjöf Heilbrigðismál Danmörk Helgarviðtal Tengdar fréttir Vilji Ívars var skýr Ívar Örn Edvardsson var einungis 54 ára þegar hann lést í fyrravor. Hann hafði alla tíð verið mikill talsmaður líffæragjafar. Fjölskylda hans finnur huggun í því að annað fólk lifi áfram fyrir tilstilli Ívars. Áhugi þeirra á gjöfinni var slíkur að þau festu á filmu þegar líffærin voru flutt úr landi og á sjúkrahús í Svíþjóð. 21. október 2023 07:01 Fékk nýra úr frænku sinni og öðlaðist nýtt líf um leið Ísfirðingurinn Glóð Jónsdóttir öðlaðist nýtt líf fyrir tæpu ári þegar frænka hennar Svanlaug Björg Másdóttir gaf henni nýra. Reynslan hefur tengt þær stöllur órjúfanlegum böndum og 30. maí hefur nú ávallt sérstaka merkingu í huga Glóðar. 29. júlí 2023 08:30 4.048 Íslendingar hafa hafnað því alfarið að gefa líffæri Frá því að breytt lög um líffæragjafir tóku gildi í byrjun árs 2019 hafa 4.048 einstaklingar alfarið hafnað líffæragjöf en 2.013 hafnað líffæragjöf að hluta. Lítill munur er á milli kynjanna hvað þetta varðar; 2.018 karlar hafa alfarið hafnað líffæragjöf en 1.940 konur. 10. nóvember 2022 06:38 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Blómstraði í Danmörku Ómar Andrés ólst upp í Breiðholti og gekk í Hólabrekkuskóla og Seljaskóla. Hann hafði upplifað meira en flestir á hans aldri þar sem hann hafði misst báðar ömmur sínar og pabba sinn þegar hann var einungis sjö ára gamall. „Hann var því með meiri tilfinninga þroska en flestir jafnaldrar hans,“ segir Sigurlína Andrésdóttir, móðir Ómars, sem oftast er kölluð Lína. „Það voru svo mörg ár þar sem við vorum alltaf bara við tvö. Við vorum búin að ganga í gegnum svo mikið saman og vorum svo ofboðslega náin og samrýmd. Hann var orkubolti, og það fór aldrei fram hjá manni hvar hann var í húsinu, af því það heyrðist alveg í honum. Hann tók hlutina, sem hann hafði áhuga á alla leið; þegar hann var lítill var það Lego og hann gat setið tímunum saman í því. Seinni árin voru það það síðan tölvur og tölvuleikir, sem hann hafði mestan áhuga á. Hann var mikill húmoristi, hafði svolítið kaldhæðinn húmor og var til dæmis alltaf að senda manni einhver fyndin myndbönd. Hann var vinur vina sinna og hugsaði vel um sitt fólk. Hann var eimakær, mátti ekkert aumt sjá og mikill dýravinur, en hann dreymdi alltaf um að eignast hund.“ Mæðginin Lína og Ómar voru nánari en gengur og gerist, enda höfðu þau gengið í gegnum ýmislegt saman.Aðsend Eignaðist fósturpabba og bróður Árið 2015 urðu stór kaflaskipti í lífi mæðginanna. Lína kynntist núverandi eiginmanni sínum, Snorra Valberg en fyrir átti Snorri soninn Egil Orra sem var jafngamall Ómari. Fjölskyldurnar tvær sameinuðust og komu sér síðan fyrir í Kaupmannahöfn. Ómar, þá 14 ára gamall, eignaðist stjúpföður og bróður á sama tíma en að sögn Línu myndaðist frá fyrstu tíð einstök vinátta og væntumþykja á milli þeirra Ómars og Egils. Árið 2017 stækkaði fjölskyldan þegar litla systir bræðranna, Auður Ísadóra kom í heiminn. Ómar hafði að sögn Línu átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Hann glímdi til að mynda við lesblindu og hafði hún þurft að berjast mikið til að hann fengi viðeigandi aðstoð. Það breyttist eftir að þau mæðgin fluttu út til Danmerkur og Ómar byrjaði í grunnskóla þar. „Það var bara yndislegt að fylgjast með honum. Þarna fékk hann að blómstra og fékk alla þá hjálp sem hann þurfti. Það var einhvern vegin allt önnur nálgun í danska skólakerfinu heldur en því íslenska.“ Að loknum grunnskóla fór Ómar í verknám í TEC (Technical Education Copenhagen) þar sem hann lauk öllu bóklegu námi til pípara. Hann ákvað síðan að ljúka stúdentsprófi, og stefndi á að læra sálfræði við Kaupmannahafnarháskóla eftir það. Fyrirhugað var að Ómar myndi útskrifast með stúdentspróf frá Copenhagen South HF & VUC þann 24. júní 2022. Það varð hins vegar aldrei úr því. Fjölskyldan á góðri stundu,Aðsend Súrrealískt, óraunverulegt og skrítið Að morgni 8. maí 2022 birtist frétt á vef TV2 í Danmörku þar sem fram kom að um hálffimmleytið aðfaranótt sunnudags hefði lögreglu borist tilkynning um tvítugan karlmann sem fannst meðvitundarlaus á Amager Strand lestarstöðinni í Kaupmannahöfn. Flestir vefmiðlar í Danmörku greindu einnig frá málinu. Vegfarandi hafði komið að honum við einn brautarpallinn. Fram kom að eftir hnoð- og blásturslífgun hefði ungi maðurinn verið fluttur á Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn, en það var um seinan. Hann var úrskurðaður látinn. Ungi maðurinn var Ómar Andrés. Kvöldið áður var haldið svokallað „galafest“ í skólanum hans Ómars, þar sem útskriftarnemendur komu saman og fögnuðu námslokum. Þaðan lá leiðin niður í bæ þar sem hópurinn kíkti út á lífið. Í millitíðinni kom Ómar við heima hjá sér, til að ná í skilríki. Línu og Snorra grunaði ekki að þetta ætti eftir að verða seinasta skiptið sem þau sáu Ómar á lífi. „Þetta var notalegt kvöld hjá okkur, við vorum heima í rólegheitum að kjafta og spila og dóttir okkar var í pössun. Svo vöknum við um hálf sex leytið þegar lögreglan bankar upp á hjá okkur. Við fengum að vita að Ómar hefði fundist meðvitundarlaus á lestarstöðinni sem er rétt hjá húsinu okkar, að hann hefði farið í hjartastopp en þeir hefðu náð að „koma honum í gang“ aftur. Þeir vissu ekkert meir og sögðu okkur að við þyrftum að fara strax upp á spítala. Þetta var allt svo súrrealískt, óraunverulegt og skrítið,“ rifjar Lína upp. „Við rukum strax upp á spítala í leigubíl. Okkur var vísað á bráðamóttökuna og þegar við komum þangað var akkúrat verið að keyra Ómar út úr herberginu og hann var í öndunarvél. Hann gat ekki andað. Okkur var sagt að hann hefði fengið heilablæðingu, og að við þyrftum að fara upp á gjörgæslu og tala við læknana þar.“ Þegar á gjörgæsluna var komið var þeim Snorra og Línu vísað á lækna sem upplýstu þau um stöðuna. Blákalt. „Þeir sögðu okkar þetta hreint út; heilablæðingin var það mikil að það var ljóst að hann myndi ekki lifa af.“ Lína hafði áður upplifað sorg og missi. „En þarna var ég að missa barnið mitt. Það var annað,“ segir hún. „Við vorum bara í sjokki og maður áttaði sig ekki alveg á hvað var að gerast. Við fórum bara á einhverja sjálfstýringu, fórum strax í það að láta fólkið í kringum okkur vita, hringdum í fjölskyldu og vini.“ Lína bætir við að það hafi verið afskaplega skrítið að lesa fréttir af andláti sonar síns í fjölmiðlum, þegar ekki var búið að úrskurða hann löglega látinn. „Blöðin voru búin að birta fréttir um þetta strax um morguninn og í þeim stóð að hann hefði fundist meðvitundarlaus og eftir hnoð og blásturslífgun hefði hann verið úrskurðaður látinn á Ríkisspítalanum. Ég man að ég sat fyrir utan Ríkisspítalann, hafði farið aðeins út til að fá ferskt loft og vinir okkar, sem voru komnir á spítalann sýndu mér þessa fréttir. Ég skildi ekkert í því af hverju fjölmiðlarnir voru að segja að hann væri dáinn, af því að hann var enn þá þarna inni og það var ekki búið að úrskurða hann látinn. Ég var bara í sjokki og var ekki búin að meðtaka þetta allt.” Að kvöldi 7.maí 2022 sá Lína son sinn á seinasta skipti á lífi.Aðsend Ótrúleg tilviljun Þegar upp kemur sú staða að líffæragjöf er raunhæfur möguleiki þá þurfa hlutirnir að gerast hratt. Það leið því ekki á löngu þar til læknarnir kölluðu Snorra og Línu á sinn fund og báru fram spurninguna. Íslendingar byggja löggjöf sína um líffæragjafir á ætluðu samþykki og verða því allir þegnar sjálfkrafa líffæragjafar við andlát, hafi þeir ekki áður lýst sig andvíga líffæragjöf. Löggjöfin er hins vegar ekki þannig í Danmörku. Þar þurfa aðstandendur hins látna að taka virka afstöðu. „Læknarnir sögðu okkur að til þess að úrskurða hann löglega látinn, þyrfti að gera rannsóknir á heilavirkni og hvort hann sýndi einhver viðbrögð. Þá rannsókn væri ekki heimilt að gera fyrr en sex tímum eftir að hann hefði andað síðast „sjálfur“, það er að segja án öndunarvélar. Þeir vildu þess vegna fá okkar afstöðu, til að geta sett ferlið í gang, en við höfðum þarna nokkra tíma til að taka afstöðu. Við vorum auðvitað ringluð í öllu þessu en við Snorri komumst að þeirri niðurstöðu að við ættum að samþykkja þetta, því að vissum hvernig karakter Ómar var. Við fórum svo aftur inn á stofuna þar sem Ómar lá og þá voru þeir mættir þangað; Egill bróðir hans og vinir þeirra tveir, Kristján og Jóel. Ómar og þeir þrír voru rosalega samrýmdir. Við greindum þeim frá því sem læknarnir höfðu sagt okkur og spurðum þá hvað þeir héldu; hefði Ómar viljað gefa líffæri sín?“ Viðbrögð strákanna voru ekki þau sem Snorri og Lína höfðu búist við. Þeir fóru að hlæja. „Við skildum auðvitað ekki neitt í neinu og sögðum þeim að þetta væri ekki fyndið. En þá kom í ljós að þeim fannst þetta fyndið, af því að þetta var svo fáránleg tilviljun.“ Helgina áður en Ómar dó höfðu þeir félagar verið að spila tölvuleik saman á netinu þegar Egill bróðir Ómars, minntist á það að hann hefði skráð sig sem líffæragjafi. „Og mér skilst að þegar Egill hafi tilkynnt þeim þetta þá hafi Ómar sagt að hann ætlaði sko að gera þetta líka. Jóel tók upp á því þarna að stríða honum aðeins, af því að strákunum fannst svo gaman að espa Ómar upp. Hann sagði við Ómar: „Ómar, þegar ég dey, þá tek ég sko allt með mér!“ Og þá svaraði Ómar: „Ertu að grínast! Auðvitað gefurðu líffærin þegar þú deyrð! Hvað ætlar þú eiginlega að gera við þau annars?“ Svo spurði hann Egil hvernig hann ætti að skrá sig sem líffæragjafa og Egill sagði honum að hann þyrfti rafræn skilríki til þess. Ómar sagðist ætla að gera það seinna. Mér finnst ótrúlegt að hugsa til þess að þetta hafi verið helgina áður en hann dó. Um leið og strákarnir sögðu okkur þetta þá var þetta ákveðið. Við þurftum ekki að hugsa um þetta meir.“ Erfitt að meðtaka andlátið Innan við sólarhring síðar fór Ómar í níu klukkustunda langa aðgerð þar sem líffærin voru fjarlægð. En í millitíðinni þurfti að gera ótal ráðstafanir, og það þurfti að gerast hratt. Vegna þess að Ómar var einungis tvítugur að aldri, ungur og hraustur maður þá reyndust mörg af líffærum hans hentug til að gefa. Í ljós kom að heilablæðingin hafði orsakast af fæðingargalla í höfði Ómars, sem enginn hafði haft nokkra vitneskju um að væri til staðar. „Það var víst einhver æðahnútur sem varð til þess að þrýstingur á einn æðavegginn var meiri en átti að vera og það kom bara smá rifa á æðina, sem varð til þess að hann dó. Læknarnir sögðu að sumir væru með þetta allt sitt líf án þess að það gerðist nokkuð en svo gæti svona gerst eins og með Ómar," segir Lína. „En að öðru leyti var Ómar alla tíð rosalega hraustur og það amaði ekkert að honum. Og vegna þess að hann var svo ungur og vel á sig kominn líkamlega þá var hann það sem kallað er „multi-organdonor en það þýðir að hann gat gefið öll þessi venjulegu líffæri eins og hjarta, lungu, lifur og nýru. Þau spurðu einnig sérstaklega hvort þau mættu taka hornhimnurnar úr augunum og sinarnar í fótunum. Ég man að ég sagði við þau að svo lengi sem það sæist ekki utan á honum að þá mættu þau taka það sem gæti nýst öðrum. Mig langaði ekki að hann breyttist útlitslega því við áttum öll eftir að kveðja hann“ segir Lína. Ómar var ungur og hraustur maður í blóma lífsins og því reyndust mörg af líffærum hans hentug til líffæragjafar.Aðsend „Þetta gerðist allt svo rosalega hratt. Það þurfti að passa upp á líffærin og passa til dæmis að það færi ekki vatn í lungun. Hjúkrunarfræðingarnir komu á tveggja tíma fresti til að snúa honum og taka blóðprufur. Þetta gerðist svo hratt að við náðum í raun ekki að „prósessa“ þetta, við náðum ekki að meðtaka það að hann væri látinn. Af því að hann var ennþá heitur og hann „andaði“ en auðvitað með hjálp öndunarvélarinnar. Þetta er öðruvísi en þegar einhver er að deyja og þú veist að það er yfirvofandi, þegar þú færð tækifæri til að eiga kveðjustund með viðkomandi og fylgjast með honum draga seinasta andardráttinn.“ Hún tekur fram að vinnubrögð og framkoma starfsfólks sjúkrahússins hafi verið til fyrirmyndar. Þau hafi nálgast fjölskylduna af umhyggju og nærgætni. „Þau gerðu þetta allt af rosalega mikilli virðingu, bæði við hann og okkur. Þau gerðu þetta allt mjög fallega.“ En hún á erfitt með að rifja upp þessa stund. „Svo komu þau að sækja hann til að fara með hann í aðgerðina, aftengdu öll tækin í kringum hann og rúlluðu honum út af stofunni. Það var eiginlega ekki fyrr en þarna, á þessari stundu að það rann upp fyrir mér að Ómar var í alvörunni dáinn. Svo tóku við allar þessar ráðstafanir sem þurfti að gera varðandi útförina.“ Blómahaf á lestarstöðinni Þar sem að Ómar hafði fundist á lestarstöðinni þá þurfti lögreglan að rannsaka málið og útiloka að andlát hans hefði borið að með saknæmum hætti. „Lögreglan þurfti skiljanlega að rannsaka málið, skoða upptökur úr öryggismyndavélum og þess háttar. Þeir lokuðu lestarstöðinni í tvo tíma á meðan rannsóknin var í gangi og ræddu við okkur á spítalanum, en það kom fljótt í ljós að það hafði ekkert saknæmt átt sér stað. ” Tveimur dögum eftir andlátið, fóru Lína og Snorri síðan á lestarstöðina þar sem Ómar hafði fundist en þar mætti þeim dálítið óvænt. „Þegar við fórum í lestarundirgöngin tveimur dögum seinna þá var búið að leggja þar ótrúlega mikið af blómum, kertum og kortum, frá skólafélögum hans og fólki í hverfinu. Það var ótrúlega fallegt og við fundum meðal annars fallegt kort sem var skrifað af einhverjum vini hans, sem skrifaði að vísu ekki undir kortið. Bekkjarfélagar hans höfðu sett upp mynd af honum þar sem þau höfðu skrifað texta til minningar um hann og sett inn upplýsingar um söfnunina sem sett hafði verið af stað. Það var svo fallegt og það var lagt inn á söfnunina hér í Danmörku. Meðal annars kom millifærsla frá lækninum sem var í sjúkrabílnum sem kom að honum, en hann skrifaði „Innilegar samúðarkveðjur, við gerðum allt sem við gátum, kveðja frá lækninum sem kom að honum.” Hér má sjá það sem mætti Línu og Snorra á lestarstöðinni.Aðsend Kostnaðarsamt og flókið ferli Að sögn Línu kom aldrei annað til greina en að Ómar yrði jarðaður heima á Íslandi. „Honum leið vel í Danmörku og hafði það gott en hann var stoltur af sínum íslenska uppruna og hafði meðal annars hannað stúdentshúfuna sína sjálfur með íslenska fánanum inni í húfunni.” Að flytja látinn einstakling heim er hins vegar gríðarlega dýrt og flókið ferli. „Við þurftum til dæmis að fá aðstoð frá útfarastofu bæði hér í Danmörku og Íslandi. Það er margt sem þarf að huga að, þannig að vinkonur mínar stungu upp á því að setja af stað söfnun til að hjálpa okkur. Ég á aldrei erfitt með að safna fyrir aðra, en mér fannst erfitt að þiggja þessa hjálp,“ segir Lína. „Vinkonur mínar eiginlega bara þrábáðu mig um að fá að gera þetta fyrir okkur og á endanum gat ég ekki sagt annað en „já,takk.“ En viðbrögðin, þau voru ótrúleg. Við vorum svo þakklát, og erum enn svo þakklát öllu þessi fólki sem sýndi okkur stuðning á allan mögulegan máta. Við erum rík af góðum vinum og fjölskyldu en það var fólk úr öllum áttum að veita okkur stuðning. Það var ómetanlegt og magnað að sjá hvað það eru margir sem standa á bak við mann þegar á reynir.“ Útskriftarhúfan fékk að vera með Tæpum sjö vikum eftir að Ómar lést rann upp dagurinn þar sem hann hefði átt að útskrifast sem stúdent. Í Danmörku er það áratugahefð að útskriftarnemar haldi upp á daginn með því að ferðast saman á milli heimila á skreyttum pallbíl, með miklum látum og fjöri. „Krakkarnir spurðu okkur hvort þau mættu koma við á lestarstöðinni þar sem Ómar fannst, og skála fyrir honum þar. Okkur þótti voðalega vænt um það, en buðum þeim að koma frekar við hjá okkur þegar þau færu að keyra á pallbílnum og skála fyrir honum með okkur þar. Áður en Ómar dó hafði planið verið þannig að þau myndu koma síðast til okkar, og við vorum búin að gefa leyfi fyrir því að krakkarnir gætu haldið loka partíið hjá okkur. Við breyttum því þannig að þau komu og sóttu stúdentshúfuna hans kvöldið áður og síðan vorum við fyrsta stopp hjá þeim í staðinn. Þau komu til okkar og skáluðu fyrir Ómari.“ Á pallbíl skólafélaganna var stór íslenskur fáni og skilti þar sem stóð: „Ómar, við skálum fyrir þér“. „Þetta var svo fallegt og við vorum svo þakklát þeim fyrir að minnast hans á þennan hátt. Þau tóku síðan húfuna hans með á rúntinn, þannig að þegar hann var að vissu leyti með þeim. Þau skrifuðu svo kveðjur inn í húfuna hans og komu með hana nokkrum dögum seinna. Þá var hún orðin skítug og með bjórblettum, alveg eins og ef hann hefði verið með hana sjálfur á hausnum. Þetta þótti okkur ótrúlega fallegt af bekknum hans og fallegur virðingarvottur.“ Skólafélagar Ómars heiðruðu minningu hans með eftirminnilegum hætti.Aðsend Leið á klisjunum Í september 2022, tæpum fjórum mánuðum eftir að Ómar lést, fékk fjölskyldan ánægjulegar fréttir. Í ljós kom að með líffæragjöfinni hafði Ómar veitt fimm einstaklingum nýtt og betra líf. Hjartað fór til miðaldra manns, lungun fóru til miðaldra konu og lifrin fór til barns. Annað nýrað fór til ungrar stúlku á aldur við Ómar og hitt nýrað fór til miðaldra manns. „Mér skildist á hjúkrunarfræðingnum sem hafði samband við okkur að allir þessir einstaklingar væru nú útskrifaðir og komnir aftur út í lífið,“ segir Lína. „Ég er ótrúlega stolt af stráknum mínum, fyrir að hafa verið svona óeigingjarn og fyrir að hafa verið með þessa vangaveltur þrátt fyrir að vera bara tvítugur. Það eru held ég ekki margir strákar á hans aldri sem eru eitthvað að hugsa út í þetta,“ segir hún jafnframt og bætir við að andlát Ómars hafi haft óvænta en mjög fallega keðjuverkun í för með sér. „Margar vinkonur mínar hérna í Danmörku og í Svíþjóð eiga unga stráka á svipuðum aldri og Ómar. Eftir að hann dó fékk ég að vita að þeir hefðu skráð sig sem líffæragjafar.“ Lína tekur fram að þó svo að það sé gott að hugsa til þess að fimm aðrir einstaklingar hafi fengið nýtt líf vegna Ómars, þá fylli það enginn veginn upp í skarðið sem andlát hans skildi eftir sig. „Ég hef verið spurð að því hvort ég sé ekki þakklát fyrir að það hafi eitthvað gott komið út úr þessu. Og ég hef fengið að heyra frasa eins og: „Þetta er nú ljós í myrkrinu.“ En það var ekki tilgangur Ómars í lífinu að deyja og gefa líffærin sín.“ Hún bendir á að það er mikilvægt hvernig hlutirnir eru orðaðir. „Það að missa barn, það er eitthvað sem allir hræðast svo mikið. Og ég skil vel að fólk viti kannski ekki alveg hvað er rétt að segja eða hvernig það á að haga sér gagnvart manni. Þá er kannski ekki skrítið að fólk grípi í einhverja svona frasa, og að sjálfsögðu er það bara vel meint. En ég held að það besta sem fólk geti gert er að vera bara til staðar og að það þurfi ekki endilega að segja neitt. Af því að það er alveg sama hvað þú segir, það breytir ekki stöðunni. Ég hef fengið að heyri hluti eins og : „Nú er hann Ómar kominn á betri stað.“ Mér finnst erfitt að vera sammála því, af því að Ómar var ekki háaldraður, dauðvona maður. Hann var tvítugur strákur sem átti allt lífið fram undan. Það er enginn betri staður fyrir hann heldur en akkúrat hér, lifandi. Ég er orðin mjög leið á þessum frasa: „Þetta er ljós í myrkrinu“ af því að það er ekki mín upplifun. Það færir mér ekki Ómar aftur. Það eina sem ég vil er að fá strákinn minn aftur til mín. Það væri kannski öðruvísi ef um væri að ræða níræðan mann sem væri búinn að liggja lengi á dánarbeðinu. Ég á aldrei eftir að verða sátt við að þetta hafi verið örlög Ómars, en úr því að þetta fór allt svona, þá lít ég á það þannig að þetta hafi verið það fallegasta sem gat komið út úr þessum aðstæðum. Sérstaklega af því að við vissum að Ómar hefði sjálfur viljað þetta.“ Lína hefur verið spurð að því hvort henni finnist það ekki erfið tilhugsun að láta skera í son sinn og taka úr honum líffærin. Mörgum finnst tilhugsunin óhugnanleg og ógeðfelld. „Mér finnst sú hugsun ekkert erfið. Það er eins og Ómar sagði sjálfur, að hann væri ekki að fara að nota líffærin sín meir. Svo er það bara þannig að maður veit að það er ofboðslega mikil þörf þarna úti, það eru margir líffæraþegar á biðlista og eftirspurnin er miklu meiri en framboðið. Það er bara staðreynd.“ Passa upp á hvort annað Í sorgarferlinu hefur fjölskyldan sótt stuðning til samtaka í Danmörku, fyrir foreldra sem misst hafa börn. „Þar erum við í sorgargrúbbu og ég held að það hafi hjálpað okkur mest af öllu. Ég hef líka leitað til sálfræðings, og við höfum öll leitað okkur hjálpar á einn eða annan hátt. Við erum öll ólík, ég er til dæmis mjög opin á meðan maðurinn minn er meira lokaður. En það sem hefur reynst okkur best er að ræða saman, ræða hlutina opinskátt. Við höfum lagt okkur fram við að útskýra þetta fyrir Auði. Við höfum sagt henni að Ómar gat ekki lengur notað hjartað sitt af því að heilinn hans virkaði ekki lengur, en hjartað hans gat samt virkað hjá öðrum. Börn geta verið svo opin. Þau eru ekki eins mikið að flækja hlutina og ofhugsa allt eins og við fullorðna fólkið.“ Lína og fjölskyldan eru einnig í góðu sambandi við vini hans Ómars. „Þetta hefur auðvitað verið hrikalega erfitt fyrir þessa ungu stráka að missa vin svona snögglega.“ Egill bróðir Ómars og vinir þeirra tveir eru allir með sama tattúið á upphandleggnum. Setninguna „Án djóks“. Það er til að heiðra minningu Ómars, sem notaði þessi orð óspart. „Við erum saman og pössum upp á hvort annað, við fjölskyldan og vinir Ómars líka. Og við gerum hluti saman til minningar um hann. Það styrkir okkur.“ Í október síðastliðnum var Línu og Snorra boðið á árlegan viðburð hjá samtökum um líffæragjöf í Danmörku. Öllum aðstandendum þeirra sem gáfu líffæri sín á árinu 2022 var boðið á viðburðinn sem haldinn var í Aarhus. Fjölskyldan stendur þétt saman.Aðsend „Við fórum öll, ég, Snorri, Egill og Auður, og Jóel vinur Ómars kom með líka. Þessi viðburður er fyrst og fremst hugsaður fyrir aðstandendur líffæragjafa, og mér finnst það ótrúlega mikilvægt líka. Það var öllum raðað niður á borð, og fjölskyldum var blandað saman til að fólk gæti spjallað saman og deilt reynslu sinni. Þetta var ofboðslega tilfinningaþrunginn og erfiður viðburður. En á sama tíma var þetta svo heilandi. Maður áttaði sig á því þegar þetta var búið." „Ég held að það sé mjög mikilvægt að hlúa að aðstandendum líffæragjafa í gegnum allt þetta ferli. Þeirra hlið má ekki gleymast. Það má ekki gleyma því að þetta eru einstaklingar sem hafa þurft að upplifa hræðilegan sársauka til þess að öðrum einstaklingum sé gert kleift að öðlast nýtt líf. Þess vegna var ofboðslega gott að ræða við hinar fjölskyldurnar. Þá sá maður að það voru fleiri sem höfðu verið í sömu stöðu og við.“ Allt er leyfilegt Það eru engin rétt eða röng viðbrögð við sorg, eins og Lína bendir á. „Það má alls ekki ýta á fólk í þessu ferli. Þegar þú ert að glíma við áfall af þessu tagi þá sýgur það úr manni alla orku, og maður hefur ekki burði til að framkvæma minnstu verk. Maður er alltaf þreyttur og maður höndlar engan veginn áreiti. Ég held að það sé mikilvægt að gefa fólki það svigrúm sem það þarf til að syrgja, á sinn hátt. Málið er að það er allt leyfilegt í sorgarferli. Þér ber engin skylda til að vera svona eða hinsegin. Það er ekkert rétt eða rangt, þú mátt vera reiður, þú mátt vera glaður.“ Lína bendir á að hver og einn hefur sína leið til að takast á við sorgarferli.Aðsend Hún tekur sem dæmi að hún hafi lengi vel átt afskaplega erfitt með að leyfa sér að vera glöð og leyfa sér að finna til ánægju. „Auðvitað þarf maður að halda áfram með lífið. En ég fékk samviskubit þegar ég fann til gleði yfir einhverju. En ein tilfinning útilokar ekki aðra og við getum verið þakklát og glöð en líka sorgmædd. Einn daginn sá ég enskan texta sem talaði strax til mín og ég þýddi það yfir á íslensku. Síðan bjó ég til plaggat með textanum sem er búið að hanga við hliðina á rúminu mínu og það er mín daglega mantra.“ Setningin er þessi: „Ég mun heiðra minningu þína með því að finna gleði á ný.“ „Arna Fríða vinkona mín er grafískur hönnuður og ég var búin að vera með hugmynd um að gera eitthvað meira við þennan texta og ræða það við hana. Hún síðan kom mér verulega á óvart núna um jólin en þá var hún búin að setja upp og hanna plaggatið eins og við höfðum rætt, og gaf mér það í jólagjöf. Ég fór bara að gráta því þetta var svo fallegt og táknrænt fyrir mig. Ég þarf að minna mig á þetta reglulega, að ég má halda áfram. Ómar fékk ekki að halda áfram að lifa lífinu. En ég má leyfa mér að lifa lífinu,“ segir Lína. Veggspjaldið inniheldur setninguna góðu sem Lína minnir sig reglulega á.Aðsend „Það er fyrst núna, rúmlega einu og hálfu ári seinna, að mér finnst eins og ég sé að verða aftur sú sem ég var, eins mikið og það er hægt. Maður verður aldrei sama manneskjan eftir svona missi og lífið skiptist í fyrir og eftir að Ómar dó. Sumir halda að sorgin verði minni með tímanum. En málið er að sorgin minnkar ekki, heldur eru það við sem stækkum; við þroskumst og lærum í gegnum lífið. Að missa barnið sitt er eitthvað sem fylgir manni út ævina. En með því að sækja sér og þiggja alla mögulega hjálp lærir maður á lífið upp á nýtt og mögulega getur maður nýtt sína reynslu til að hjálpa öðrum.“
Líffæragjöf Heilbrigðismál Danmörk Helgarviðtal Tengdar fréttir Vilji Ívars var skýr Ívar Örn Edvardsson var einungis 54 ára þegar hann lést í fyrravor. Hann hafði alla tíð verið mikill talsmaður líffæragjafar. Fjölskylda hans finnur huggun í því að annað fólk lifi áfram fyrir tilstilli Ívars. Áhugi þeirra á gjöfinni var slíkur að þau festu á filmu þegar líffærin voru flutt úr landi og á sjúkrahús í Svíþjóð. 21. október 2023 07:01 Fékk nýra úr frænku sinni og öðlaðist nýtt líf um leið Ísfirðingurinn Glóð Jónsdóttir öðlaðist nýtt líf fyrir tæpu ári þegar frænka hennar Svanlaug Björg Másdóttir gaf henni nýra. Reynslan hefur tengt þær stöllur órjúfanlegum böndum og 30. maí hefur nú ávallt sérstaka merkingu í huga Glóðar. 29. júlí 2023 08:30 4.048 Íslendingar hafa hafnað því alfarið að gefa líffæri Frá því að breytt lög um líffæragjafir tóku gildi í byrjun árs 2019 hafa 4.048 einstaklingar alfarið hafnað líffæragjöf en 2.013 hafnað líffæragjöf að hluta. Lítill munur er á milli kynjanna hvað þetta varðar; 2.018 karlar hafa alfarið hafnað líffæragjöf en 1.940 konur. 10. nóvember 2022 06:38 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Vilji Ívars var skýr Ívar Örn Edvardsson var einungis 54 ára þegar hann lést í fyrravor. Hann hafði alla tíð verið mikill talsmaður líffæragjafar. Fjölskylda hans finnur huggun í því að annað fólk lifi áfram fyrir tilstilli Ívars. Áhugi þeirra á gjöfinni var slíkur að þau festu á filmu þegar líffærin voru flutt úr landi og á sjúkrahús í Svíþjóð. 21. október 2023 07:01
Fékk nýra úr frænku sinni og öðlaðist nýtt líf um leið Ísfirðingurinn Glóð Jónsdóttir öðlaðist nýtt líf fyrir tæpu ári þegar frænka hennar Svanlaug Björg Másdóttir gaf henni nýra. Reynslan hefur tengt þær stöllur órjúfanlegum böndum og 30. maí hefur nú ávallt sérstaka merkingu í huga Glóðar. 29. júlí 2023 08:30
4.048 Íslendingar hafa hafnað því alfarið að gefa líffæri Frá því að breytt lög um líffæragjafir tóku gildi í byrjun árs 2019 hafa 4.048 einstaklingar alfarið hafnað líffæragjöf en 2.013 hafnað líffæragjöf að hluta. Lítill munur er á milli kynjanna hvað þetta varðar; 2.018 karlar hafa alfarið hafnað líffæragjöf en 1.940 konur. 10. nóvember 2022 06:38