Noregur

Fréttamynd

Gómuðu norskt línuskip á bannsvæði

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gómuðu norskt línuskip við veiðar á bannsvæði í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Áhöfn skipsins var gert að sigla því til hafnar í Reykjavík en þangað kom það í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Gísli Örn leikstýrir Frozen á öllum Norðurlöndunum

Söngleikurinn Frost byggður á Disney-myndinni Frozen verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu næsta vetur. Gísli Örn Garðarsson er með réttinn að sýningunni á öllum Norðurlöndunum. Hann mun því ekki aðeins leikstýra uppfærslu söngleiksins hérlendis heldur einnig á hinum fjórum Norðurlöndunum.

Menning
Fréttamynd

Ó­hugnan­legt og erfitt að finna líkamann hrörna meðan lyf eru í boði

Kona sem fær ekki lyf við taugahrörnunarsjúkdóminum SMA sökum aldurs segir stefnu íslenskra yfirvalda óskiljanlega en ljóst sé að kostnaður ráði för. Ákvörðun Norðmanna í dag um að leyfa fullorðnum að fá lyf við sjúkdóminum hljóti að hreyfa við íslenskum yfirvöldum. Það eitt að geta stöðvað sjúkdóminn, þó hún fengi enga færni til baka, væri guðsgjöf.

Innlent
Fréttamynd

Skemmdu sæ­strenginn til Sval­barða í fyrra

Rússneskur togari skemmdi fjarskiptasæstrenginn sem liggur frá Noregi til Svalbarða í janúar árið 2022. Talið er að um viljaverk sé að ræða en togarinn sigldi fram og til baka með veiðarfærin yfir strenginn.

Erlent
Fréttamynd

Norski olíu­sjóðurinn seldi stóran hluta eigna sinna í ís­lenskum ríkis­bréfum

Olíusjóður Noregs, stærsti fjárfestingasjóður í ríkiseigu í heiminum, seldi nærri helming allra skuldabréfa sem hann átti á íslenska ríkið á liðnu ári á sama tíma og hann jók talsvert við stöðu sína í skuldabréfum á bankanna hér á landi. Verðbréfaeign sjóðsins á Íslandi, sem nemur jafnvirði um 30 milljarðar króna, hélst nánast óbreytt á milli ára.

Innherji
Fréttamynd

Ís­lenskur kokka­nemi vann Masterchef í Noregi

Róbert Ómarsson, Íslendingur sem búsettur er í Noregi, stóð uppi sem sigurvegari í Masterchef – Unge Talenter í Noregi. Hann er á þriðja ári í kokkanáminu og starfar sem kokkanemi á Michelin-veitingastað í Osló.

Lífið
Fréttamynd

ISIS-systur aftur komnar til Noregs

Tvær systur frá Bærum í Noregi og þrjú börn þeirra hafa verið flutt frá Sýrlandi til Noregs. Konurnar tilheyra hóp sem kallaður hefur verið „eiginkonur ISIS“ en þær gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin á árum áður.

Erlent
Fréttamynd

Stoltenberg lætur af embætti í október

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO hyggst láta af embætti í október líkt og stóð til. Fjölmiðlar höfðu undanfarið greint frá því að framlenging á hans samningi væri í kortunum.

Erlent
Fréttamynd

Arne Treholt látinn

Norski njósnarinn Arne Treholt er látinn, áttatíu ára gamall. Hann lést á heimili sínu á Moskvu þar sem hann hefur verið búsettur síðustu ár. Hann lætur eftir sig son og tvö barnabörn.

Erlent
Fréttamynd

Kastaði sér í snjóinn eftir sprengingu á Greni­vík og vaknaði í Noregi

Kona sem slasaðist alvarlega í sprengingu í verksmiðju Pharmarctica á Grenivík á síðasta ári hefur náð undraverðum bata í Noregi. Hún segist muna eftir því að hafa kastað sér í snjóinn fyrir utan verksmiðjuna strax eftir sprenginguna. Því næst rankaði hún við sér á spítala í Noregi, mánuði eftir slysið.

Innlent
Fréttamynd

Norð­menn völdu fram­lagið og Subwool­fer felldi grímurnar

Norðmenn völdu framlag sitt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöld. Það var hin tvítuga Alessandra Mele sem bar sigur úr býtum í Melodi Grand Prix keppninni. Þá vakti athygli að tvíeykið Subwoolfer, sem kom fram fyrir hönd Noregs í Eurovision í fyrra, felldi gulu úlfagrímurnar frægu í beinni útsendingu.

Lífið
Fréttamynd

Flug­fé­lagið Flyr gjald­þrota

Norska flugfélagið Flyr mun á morgun óska eftir því að verða skráð gjaldþrota. Yfir fjögur hundruð manns vinna hjá flugfélaginu og hefur öllum flugferðum félagsins verið aflýst. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Ljóst að yfir­standandi at­burðir hafa stór­skaðað sam­starf norður­skauts­ríkja“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Tromsø í Noregi en þar stendur yfir norðurslóðaráðstefnan Arctic Frontiers. Innrás Rússlands í Úkraínu og afleiðingar hennar fyrir norðurslóðasamstarf voru efst á baugi í umræðum utanríkisráðherra Íslands, Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra finnska utanríkisráðuneytisins á ráðstefnunni í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Verð á ferskum þorski aldrei verið hærra í Noregi

Verð á ferskum þorski á norskum fiskmarkaði hefur aldrei verið hærra á þessum tíma árs, samkvæmt gögnum frá Norges Råfisklag, sölusamlagi í Noregi. Þorskverðið á íslenska markaðnum hefur hækkað um fimmtung á milli ára og útlit fyrir frekari verðhækkun.

Innherji
Fréttamynd

Konan ekki talin í lífs­hættu

Íslenska konan sem stungin var á fimmtudag af fyrrverandi eiginmanni sínum er ekki talin í lífshættu. Henni er þó haldið sofandi í öndunarvél.

Erlent