Lífið

Støre í sundi og Macron á Þing­völlum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Það fór vel á með þeim Emmanuel Macron og Dúa J. Landmark á Þingvöllum í morgun.
Það fór vel á með þeim Emmanuel Macron og Dúa J. Landmark á Þingvöllum í morgun. Dúi Landmark

Jonas Gahr Støre, for­sætis­ráð­herra Noregs, heim­sótti Sund­höll Reykja­víkur í gær og skellti sér í heita pottinn. Emmanuel Macron, for­seti Frakk­lands, fór á Þing­velli í morgun á­samt Dúa J. Land­mark og þjóð­garðs­verði.

Evrópskir þjóðar­leið­togar hafa ýmsir nýtt tæki­færið og stytt sér stundir á meðan hægt er þessa tvo daga sem leið­toga­fundur Evrópu­ráðsins í Reykja­vík fer fram. Norska ríkis­út­varpið fylgdi norska for­sætis­ráð­herranum eftir en hann segist alltaf skella sér í sund þegar hann er á Ís­landi.

Með sund­siðina á hreinu

„Ég kem alltaf hingað þegar ég er á Ís­landi, þetta er ís­lensk hefð að skella sér í þessi böð,“ segir for­sætis­ráð­herrann við NRK. Hann segir Ís­land eiga sér­stakan stað í hjörtum Norð­manna.

„Það er eitt­hvað við þá stað­reynd að þau tala sama tungu­mál og við töluðum fyrir hundruðum ára. Ég upp­lifi alltaf hlýjar til­finningar,“ segir ráð­herrann og bendir um leið á vatnið í pottinum. „Þegar ég er hér.“

Haft er eftir Støre að það séu á­kveðnar sam­skipta­reglur og hefðir þegar kemur að því að slaka á í heita pottinum á Ís­landi. Það mikil­vægasta sé að slaka á og spjalla, ef þess sé kostur.

Er þess getið í um­fjöllun NRK að þjóð­há­tíðar­dagur Noregs sé í dag 17. maí og heldur ráð­herrann heim á leið í há­deginu til þess að vera við­staddur há­tíðar­höld þar í landi síð­degis.

Norski forsætisráðherrann er með íslensk pottalögmál á hreinu. NRK

Vildi lengja göngu­ferðina

Emmanuel Macron, Frakk­lands­for­seti, kom við á Þing­völlum í morgun og gekk þar um á­samt föru­neyti, sem í voru meðal annars þjóð­garðs­vörður og Dúi J. Land­mark, upp­lýsinga­full­trúi mat­væla­ráðu­neytisins.

„Ég fékk sím­tal seint í gær­kvöldi og var beðinn um að fara með honum um Þing­velli sem leið­sögu­maður. Mér var það auð­vitað bara ljúft og skylt,“ segir Dúi sem er með diplóma í frönsku og starfaði eitt sinn hjá Land­græðslunni og átti því auð­velt með að kynna Þing­velli fyrir for­setanum.

„Þannig að þetta var einka­heim­sókn og þjóð­garðs­vörður var með í för,“ segir Dúi sem ber Frakk­lands­for­seta góða sögu.

„Hann er hinn al­menni­legasti maður og var virki­lega á­huga­samur um svæðið og með fullt af spurningum um land og þjóð,“ segir Dúi sem segir for­setann hafa viljað bera Öxar­ár­foss augum áður en heim­sókn var kláruð.

„Hann var mjög hrifinn af lands­laginu og það var ekkert á planinu að labba að Öxar­ár­fossi en hann vildi bæta því við og okkur fannst það bara um að gera fyrst hann væri mættur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×