Færeyjar

Fréttamynd

Vilja styrkja frekar sam­bandið við Fær­eyjar

Margvísleg tækifæri eru til þess að efla tvíhliða tengsl og samstarf Íslands og Færeyja á hinum ýmsu sviðum, meðal annars hvað varðar viðskipti, heilbrigðismál og menntamál. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin er af starfshóp sem Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, skipaði.

Innlent
Fréttamynd

Hvorki fót­bolti né messur vegna smita

Engir fótboltaleikir munu fara fram í Færeyjum í dag og guðsþjónustum hefur verið aflýst vegna fjölda smita sem greindust í gær. Sextán manns greindust með veiruna og hafa ekki fleiri smit greinst á einum degi frá því í desember síðastliðnum.

Erlent
Fréttamynd

Harmar að em­bættis­fólk hafi fengið bólu­setningu fyrr en for­gangs­hópar

Sendiherra Færeyja í London fékk ásamt maka sínum bólusetningu í lok janúar eftir að mennta- og utanríkisráðuneytið þar í landi hafði sent beiðni þess efnis til landlæknisins í lok síðasta árs. Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, segir að héðan í frá verði öllum bólusetningaráætlunum fylgt og forgangshópar virtir.

Erlent
Fréttamynd

Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma

Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum.

Erlent
Fréttamynd

Breska af­brigðið greindist í Fær­eyjum

Fyrsta tilfelli breska afbrigðis kórónuveirunnar hefur nú verið staðfest í Færeyjum. Sá sem greindist með afbrigðið hafði ferðast til Færeyja frá Afríku og var í sóttkví eftir komuna til landsins.

Erlent
Fréttamynd

Jólaboð Evu: Allar uppskriftirnar úr lokaþættinum

Á sunnudaginn var lokaþátturinn í Jólaboð Evu. Í þættinum eldaði Eva Laufey í beinni útsendingu í eldhúsinu heima hjá sér. Fékk hún til sín góða gesti samhliða því sem hún útbjó flotta smárétti sem tilvalið er að bera fram um hátíðirnar eða við annað gott tilefni.

Matur
Fréttamynd

RAX Augnablik: Folaldið sem dansaði í Sandey

„Ég fer oft til Færeyja og árið 1989 fór ég í enn eina ferðina og fór út í Sandey. Ég frétti af manni þar, Jónasi Madsen, sem að spilaði á munnhörpu fyrir kindurnar sínar og hestana. Mig langaði að sjá hvernig þetta færi fram,“

Menning