Erlent

Met­fjöldi greindist í Fær­eyjum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá Þórshöfn, höfuðstað Færeyja.
Frá Þórshöfn, höfuðstað Færeyja. Sven-Erik Arndt/Arterra/Universal Images Group via Getty

Nýtt met yfir fjölda þeirra sem greindust með kórónuveiruna á einum degi féll í Færeyjum í dag, líkt og á Íslandi.

Í Færeyjum greindust 180 í gær, og hafa aldrei verið fleiri. Á sama tíma greindust 836 hér á landi. Samkvæmt Kringvarpinu, ríkisútvarpi Færeyja, voru tekin 2.394 sýni þar í gær.

Virk smit eru 549 í Færeyjum og liggja tveir inni á sjúkrahúsi þar í landi með Covid-19. Fyrra met yfir fjölda nýgreindra í Færeyjum var 111 manns á einum degi, þann 3. nóvember síðastliðinn.

Fyrra metið hér á landi, áður en 836 greindust í gær, var í fyrradag. Þá greindust 664 innanlands með veiruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×