Ástralía Djokovic fær undanþágu og getur varið titilinn í Ástralíu Tenniskappinn Novak Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur eður ei. Það stefndi þátttöku hans á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í hættu en nú hefur Serbinn staðfest að hann verði meðal keppenda á mótinu. Sport 4.1.2022 19:30 Kveiktu í gamla þinghúsinu í Canberra Hópur mótmælenda í áströlsku höfuðborginni Canberra kveiktu í gamla þinghúsi landsins í morgun. Miklar skemmdir voru unnar á inngangi byggingarinnar sem nú hýsir safn tileinkuðu þróun lýðræðis í landinu. Erlent 30.12.2021 14:01 Stefna á afléttingar þrátt fyrir fyrsta dauðsfallið vegna ómíkron Áströlsk stjórnvöld stefna á afléttingar sóttvarnaaðgerða þrátt fyrir að fyrsta dauðsfallið af völdum nýs ómíkron-afbrigðis hafi verið staðfest. Fleiri hafa þá aldrei greinst smitaðir af veirunni á einum degi í landinu en fáir eru þó inniliggjandi á spítala vegna veirunnar. Erlent 27.12.2021 10:32 Sjötta barnið látið eftir hoppukastalaslysið Lögregluyfirvöld í Tasmaníu í Ástralíu hafa greint frá því að sjötta barnið sé látið eftir hoppukastalaslys sem átti sér stað á fimmtudag. Ellefu ára drengur lést á spítala í morgun en áður hafði verið greint frá því að ellefu ára barn og fjögur 12 ára hefðu látist. Erlent 19.12.2021 09:46 Fjögur börn látin og fimm slösuð eftir hoppukastalaslys í Ástralíu Fjögur börn eru látin og fimm slösuð eftir að þau féllu úr hoppukastala sem fauk upp í loft þegar sterk vindhviða hrifsaði hann með sér. Slysið átti sér stað við leikskóla í Devonport í Tasmaníu í Ástralíu. Erlent 16.12.2021 06:32 Umdeilt námufyrirtæki yfirgefur Grænland Námufyrirtækið Greenland Minerals hefur yfirgefið Grænland, nú fáeinum vikum eftir eftir að ákveðið var að banna vinnslu úrans í landinu. Erlent 13.12.2021 11:15 Kínverjar segja ríki munu gjalda fyrir að sniðganga Ólympíuleikana Ráðamenn í Kína segja að Ástralir, Bretar og Bandaríkjamenn muni gjalda fyrir þau mistök sín að senda ekki opinberar sendinefndir á Ólympíuleikana í Pekíng í febrúar. Erlent 9.12.2021 11:53 Ómíkron greinist í Ástralíu og WHO gagnrýnir auðugri þjóðir heims Yfirvöld í Ástralíu hafa staðfest að tveir íbúar eru smitaðir af ómíkron-afbrigði Covid-19. Báðir voru að koma til landsins erlendis frá og eru fullbólusettir. Fólkið er nýkomið frá Suður-Afríku og greindist smitað í sóttkví í Sydney, höfuðborg Ástralíu. Erlent 28.11.2021 12:00 Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. Erlent 26.11.2021 08:40 Flugmaður sakaður um morð á tveimur Áströlum í gæsluvarðhald Flugmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna morða á eldri manni og eldri konu sem voru á tjaldferðalagi í Ástralíu og hurfu sporlaust fyrir tæpum tveimur árum. Erlent 26.11.2021 08:07 Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. Erlent 24.11.2021 15:00 Missti einkaviðtal við Adele því hann hlustaði ekki á nýju plötuna Ástralskur fjölmiðlamaður kveðst í molum eftir að afdrifarík yfirsjón af hans hálfu kostaði vinnuveitanda hans tugi milljóna króna og einkaviðtal við ensku tónlistarstjörnuna Adele. Lífið 22.11.2021 23:47 Óbólusettir fá ekki keppnisrétt á Opna ástralska Til þess að fá keppnisrétt á Opna ástralska meistaramótinu í tennis þá þurfa keppendur að hafa gengist undir bólusetningu við Covid-19. Þetta sagði stjórnandi mótsins, Craig Tiley, í gær. Sport 20.11.2021 11:30 Hafa borið kennsl á „óþekkta sjómanninn“ Yfirvöldum í Ástralíu hefur tekist að bera kennsl á „óþekkta sjómanninn“; mann sem fórst með HMAS Sydney í seinni heimstyrjöldinni. Líkamsleifar Thomas Welsby Clark voru þær einu sem voru heimtar eftir að skipið sökk en allir um borð, 645 menn, fórust. Erlent 19.11.2021 09:03 Hættur sem fyrirliði ástralska landsliðsins vegna typpamynda Tim Paine hefur stigið til hliðar sem fyrirliði ástralska krikketlandsliðsins vegna rannsóknar á dónalegum skilaboðum sem hann sendi samstarfskonu sinni. Sport 19.11.2021 08:31 Stefnir sjónvarpsstöð sem bendlaði hann við mannránið Ástralskur karlmaður hefur stefnt einni stærstu sjónvarpsfréttastöð landsins eftir að hún sagði hann ranglega vera manninn sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku sem hvarf úr tjaldi foreldra sinna í síðasta mánuði en fannst síðar heil á húfi. Erlent 17.11.2021 12:32 Forsætisráðherra Ástralíu vill ríghalda í kolin Áströlsk kolaorkuver verða starfandi í áratugi til viðbótar, að sögn Scotts Morrison, forsætisráðherra kolaframleiðsluríkisins Ástralíu. Hann hafnar því að samkomulag sem náðist á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow boði endalok kola sem orkugjafa. Erlent 17.11.2021 10:29 Vilja að stjórnvöld í Ástralíu horfi á framboðið og stefni á smásölubann Sérfræðingar í heilbrigðismálum hafa ráðlagt stjórnvöldum í Ástralíu að hætta að einblína eingöngu á eftirspurnina eftir sígarettum og einbeita sér í auknum mæli að framboðinu. Erlent 15.11.2021 12:26 Kanna hvort mannræninginn hafi verið einn að verki Ástralska lögreglan rannsakar nú hvort að karlmaður á fertugsaldri hafi verið einn að verki þegar hann rændi fjögurra ára gamalli stúlku úr tjaldi foreldra hanna í Vestur-Ástralíu í síðasta mánuði. Stúlkan fannst heil á húfi eftir hátt í þriggja vikna umfangsmikla leit. Erlent 9.11.2021 08:38 Ræningi fjögurra ára stúlku færður í hámarksöryggisfangelsi Karlmaður sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku, úr tjaldi foreldra hennar fyrir tæpum þremur vikum var færður í hámarksöryggisfangelsi í Perth í Ástralíu í dag. Hann hefur reynt að valda sér skaða í fangelsi. Erlent 5.11.2021 11:02 Telja Kóralrifið mikla geta lifað af hlýnun innan við 1,5 gráður Ástralskir vísindamenn telja að samsetning Kóralrifsins mikla undan ströndum Ástralíu muni breytast ef hnattrænni hlýnun verður haldið innan við 1,5°C en að það gæti lifað af. Verði hlýnunin meiri séu dagar þess og annarra kóralrifja á jörðinni taldir. Erlent 5.11.2021 10:02 Lögregla segir ákæru væntanlega í máli stúlkunnar sem var numin á brott Lögregluyfivöld í Vestur-Ástralíu gera ráð fyrir að maður sem er grunaður um að hafa numið hina fjögurra ára Cleo Smith á brott frá fjölskyldu sinni og haldið fanginni á heimili sínu í tvær vikur verði ákærður innan tíðar. Erlent 4.11.2021 08:14 Hæstiréttur Ástralíu segir skattayfirvöld hafa mismunað eftir þjóðerni Hæstiréttur Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að skattalöggjöf landsins mismuni einstaklingum eftir þjóðerni. Þannig þurfti bresk kona að greiða skatt af heildarlaunum á meðan ástralskir samstarfsmenn hennar nutu ákveðins frítekjumarks. Erlent 3.11.2021 09:41 Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu. Erlent 2.11.2021 22:03 Tveggja mánaða fangelsi fyrir strok úr fangelsi fyrir 29 árum Karlmaður sem gaf sig fram við lögreglu eftir nærri þriggja áratuga flótta undan réttvísinni var á dögunum dæmdur til að sæta fangelsisvist í tvo mánuði auk þess tíma sem hann átti eftir að afplána þegar hann strauk. Erlent 30.10.2021 21:07 Fyrsti atvinnufótboltamaðurinn sem kemur út úr skápnum Ástralinn Josh Cavallo greindi opinberlega frá því að hann væri hommi. Hann er fyrsti atvinnufótboltamaðurinn sem kemur út úr skápnum svo vitað sé. Fótbolti 27.10.2021 13:30 Assange gæti afplánað dóm í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld segja að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, gæti fengið að afplána mögulegan fangelsisdóm í heimalandi sínu Ástralíu verði hann framseldur til Bandaríkjanna og sakfelldur þar. Áfrýjun vegna framsalskröfunnar er tekin fyrir í Bretlandi í dag. Erlent 27.10.2021 10:38 Stefna áströlskum stjórnvöldum vegna aðgerðaleysis í loftslagsmálum Frumbyggjar á tveimur afskekktum eyjum hafa stefnt áströlsku ríkisstjórninni fyrir að hafa látið hjá liggja að vernda þá fyrir loftslagsbreytingum sem ógna nú heimkynum þeirra. Erlent 27.10.2021 08:42 Svara fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan ástralska landsliðsins Sam Kerr og stöllur hennar í ástralska fótboltalandsliðinu hafa svarað fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og einelti innan liðsins. Fótbolti 12.10.2021 13:00 Loks slakað á sóttvarnareglum eftir 107 daga gildistíma Ástralska borgin Sydney hefur nú loks slakað á hörðum sóttvarnareglum sem voru í gildi í heila 107 daga vegna kórónuveirufaraldursins. Á miðnætti stóð fólk í biðröðum fyrir utan verslanir og veitingastaði sem opnuðu loks dyr sínar fyrir gestum. Erlent 11.10.2021 06:45 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 21 ›
Djokovic fær undanþágu og getur varið titilinn í Ástralíu Tenniskappinn Novak Djokovic hefur ekki viljað gefa upp hvort hann sé bólusettur eður ei. Það stefndi þátttöku hans á Opna ástralska meistaramótinu í tennis í hættu en nú hefur Serbinn staðfest að hann verði meðal keppenda á mótinu. Sport 4.1.2022 19:30
Kveiktu í gamla þinghúsinu í Canberra Hópur mótmælenda í áströlsku höfuðborginni Canberra kveiktu í gamla þinghúsi landsins í morgun. Miklar skemmdir voru unnar á inngangi byggingarinnar sem nú hýsir safn tileinkuðu þróun lýðræðis í landinu. Erlent 30.12.2021 14:01
Stefna á afléttingar þrátt fyrir fyrsta dauðsfallið vegna ómíkron Áströlsk stjórnvöld stefna á afléttingar sóttvarnaaðgerða þrátt fyrir að fyrsta dauðsfallið af völdum nýs ómíkron-afbrigðis hafi verið staðfest. Fleiri hafa þá aldrei greinst smitaðir af veirunni á einum degi í landinu en fáir eru þó inniliggjandi á spítala vegna veirunnar. Erlent 27.12.2021 10:32
Sjötta barnið látið eftir hoppukastalaslysið Lögregluyfirvöld í Tasmaníu í Ástralíu hafa greint frá því að sjötta barnið sé látið eftir hoppukastalaslys sem átti sér stað á fimmtudag. Ellefu ára drengur lést á spítala í morgun en áður hafði verið greint frá því að ellefu ára barn og fjögur 12 ára hefðu látist. Erlent 19.12.2021 09:46
Fjögur börn látin og fimm slösuð eftir hoppukastalaslys í Ástralíu Fjögur börn eru látin og fimm slösuð eftir að þau féllu úr hoppukastala sem fauk upp í loft þegar sterk vindhviða hrifsaði hann með sér. Slysið átti sér stað við leikskóla í Devonport í Tasmaníu í Ástralíu. Erlent 16.12.2021 06:32
Umdeilt námufyrirtæki yfirgefur Grænland Námufyrirtækið Greenland Minerals hefur yfirgefið Grænland, nú fáeinum vikum eftir eftir að ákveðið var að banna vinnslu úrans í landinu. Erlent 13.12.2021 11:15
Kínverjar segja ríki munu gjalda fyrir að sniðganga Ólympíuleikana Ráðamenn í Kína segja að Ástralir, Bretar og Bandaríkjamenn muni gjalda fyrir þau mistök sín að senda ekki opinberar sendinefndir á Ólympíuleikana í Pekíng í febrúar. Erlent 9.12.2021 11:53
Ómíkron greinist í Ástralíu og WHO gagnrýnir auðugri þjóðir heims Yfirvöld í Ástralíu hafa staðfest að tveir íbúar eru smitaðir af ómíkron-afbrigði Covid-19. Báðir voru að koma til landsins erlendis frá og eru fullbólusettir. Fólkið er nýkomið frá Suður-Afríku og greindist smitað í sóttkví í Sydney, höfuðborg Ástralíu. Erlent 28.11.2021 12:00
Ástralskir lögreglumenn skerast í leikinn á Salómonseyjum Útgöngubanni hefur verið komið á yfir nótt á Salómonseyjum í Kyrrahafi þar sem óeirðir hafa geisað undanfarna þrjá daga. Ástralskir lögreglumenn sem voru sendir til að aðstoða stjórnvöld á eyjunum hafa tekið sér stöðu á lykilstöðum í höfuðborginni Honiara. Erlent 26.11.2021 08:40
Flugmaður sakaður um morð á tveimur Áströlum í gæsluvarðhald Flugmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna morða á eldri manni og eldri konu sem voru á tjaldferðalagi í Ástralíu og hurfu sporlaust fyrir tæpum tveimur árum. Erlent 26.11.2021 08:07
Kóralrifið í blóma eftir mikla fölnun Vísindamenn sem fylgjast með Kólalrifinu mikla undan ströndum Ástralíu fagna nú að það stendur í blóma eftir ítrekuð fölnunartímabil sem ógnuðu lífi stórs hluta þess. Hrygningartímabil hófst í gærkvöldi sem gæti staðið í tvo til þrjá daga. Erlent 24.11.2021 15:00
Missti einkaviðtal við Adele því hann hlustaði ekki á nýju plötuna Ástralskur fjölmiðlamaður kveðst í molum eftir að afdrifarík yfirsjón af hans hálfu kostaði vinnuveitanda hans tugi milljóna króna og einkaviðtal við ensku tónlistarstjörnuna Adele. Lífið 22.11.2021 23:47
Óbólusettir fá ekki keppnisrétt á Opna ástralska Til þess að fá keppnisrétt á Opna ástralska meistaramótinu í tennis þá þurfa keppendur að hafa gengist undir bólusetningu við Covid-19. Þetta sagði stjórnandi mótsins, Craig Tiley, í gær. Sport 20.11.2021 11:30
Hafa borið kennsl á „óþekkta sjómanninn“ Yfirvöldum í Ástralíu hefur tekist að bera kennsl á „óþekkta sjómanninn“; mann sem fórst með HMAS Sydney í seinni heimstyrjöldinni. Líkamsleifar Thomas Welsby Clark voru þær einu sem voru heimtar eftir að skipið sökk en allir um borð, 645 menn, fórust. Erlent 19.11.2021 09:03
Hættur sem fyrirliði ástralska landsliðsins vegna typpamynda Tim Paine hefur stigið til hliðar sem fyrirliði ástralska krikketlandsliðsins vegna rannsóknar á dónalegum skilaboðum sem hann sendi samstarfskonu sinni. Sport 19.11.2021 08:31
Stefnir sjónvarpsstöð sem bendlaði hann við mannránið Ástralskur karlmaður hefur stefnt einni stærstu sjónvarpsfréttastöð landsins eftir að hún sagði hann ranglega vera manninn sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku sem hvarf úr tjaldi foreldra sinna í síðasta mánuði en fannst síðar heil á húfi. Erlent 17.11.2021 12:32
Forsætisráðherra Ástralíu vill ríghalda í kolin Áströlsk kolaorkuver verða starfandi í áratugi til viðbótar, að sögn Scotts Morrison, forsætisráðherra kolaframleiðsluríkisins Ástralíu. Hann hafnar því að samkomulag sem náðist á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow boði endalok kola sem orkugjafa. Erlent 17.11.2021 10:29
Vilja að stjórnvöld í Ástralíu horfi á framboðið og stefni á smásölubann Sérfræðingar í heilbrigðismálum hafa ráðlagt stjórnvöldum í Ástralíu að hætta að einblína eingöngu á eftirspurnina eftir sígarettum og einbeita sér í auknum mæli að framboðinu. Erlent 15.11.2021 12:26
Kanna hvort mannræninginn hafi verið einn að verki Ástralska lögreglan rannsakar nú hvort að karlmaður á fertugsaldri hafi verið einn að verki þegar hann rændi fjögurra ára gamalli stúlku úr tjaldi foreldra hanna í Vestur-Ástralíu í síðasta mánuði. Stúlkan fannst heil á húfi eftir hátt í þriggja vikna umfangsmikla leit. Erlent 9.11.2021 08:38
Ræningi fjögurra ára stúlku færður í hámarksöryggisfangelsi Karlmaður sem rændi Cleo Smith, fjögurra ára gamalli stúlku, úr tjaldi foreldra hennar fyrir tæpum þremur vikum var færður í hámarksöryggisfangelsi í Perth í Ástralíu í dag. Hann hefur reynt að valda sér skaða í fangelsi. Erlent 5.11.2021 11:02
Telja Kóralrifið mikla geta lifað af hlýnun innan við 1,5 gráður Ástralskir vísindamenn telja að samsetning Kóralrifsins mikla undan ströndum Ástralíu muni breytast ef hnattrænni hlýnun verður haldið innan við 1,5°C en að það gæti lifað af. Verði hlýnunin meiri séu dagar þess og annarra kóralrifja á jörðinni taldir. Erlent 5.11.2021 10:02
Lögregla segir ákæru væntanlega í máli stúlkunnar sem var numin á brott Lögregluyfivöld í Vestur-Ástralíu gera ráð fyrir að maður sem er grunaður um að hafa numið hina fjögurra ára Cleo Smith á brott frá fjölskyldu sinni og haldið fanginni á heimili sínu í tvær vikur verði ákærður innan tíðar. Erlent 4.11.2021 08:14
Hæstiréttur Ástralíu segir skattayfirvöld hafa mismunað eftir þjóðerni Hæstiréttur Ástralíu hefur komist að þeirri niðurstöðu að skattalöggjöf landsins mismuni einstaklingum eftir þjóðerni. Þannig þurfti bresk kona að greiða skatt af heildarlaunum á meðan ástralskir samstarfsmenn hennar nutu ákveðins frítekjumarks. Erlent 3.11.2021 09:41
Fjögurra ára stúlka sem var saknað í meira en tvær vikur fannst á lífi Lögreglan í Ástralíu fann fjögurra ára gamla stúlku sem hafði verið saknað í átján daga á lífi í læstu húsi. Stúlkan hvarf af tjaldstæði í vestanverðu landinu þar sem hún var með foreldrum sínum í fríi. Karlmaður er í haldi lögreglu. Erlent 2.11.2021 22:03
Tveggja mánaða fangelsi fyrir strok úr fangelsi fyrir 29 árum Karlmaður sem gaf sig fram við lögreglu eftir nærri þriggja áratuga flótta undan réttvísinni var á dögunum dæmdur til að sæta fangelsisvist í tvo mánuði auk þess tíma sem hann átti eftir að afplána þegar hann strauk. Erlent 30.10.2021 21:07
Fyrsti atvinnufótboltamaðurinn sem kemur út úr skápnum Ástralinn Josh Cavallo greindi opinberlega frá því að hann væri hommi. Hann er fyrsti atvinnufótboltamaðurinn sem kemur út úr skápnum svo vitað sé. Fótbolti 27.10.2021 13:30
Assange gæti afplánað dóm í Ástralíu Bandarísk stjórnvöld segja að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, gæti fengið að afplána mögulegan fangelsisdóm í heimalandi sínu Ástralíu verði hann framseldur til Bandaríkjanna og sakfelldur þar. Áfrýjun vegna framsalskröfunnar er tekin fyrir í Bretlandi í dag. Erlent 27.10.2021 10:38
Stefna áströlskum stjórnvöldum vegna aðgerðaleysis í loftslagsmálum Frumbyggjar á tveimur afskekktum eyjum hafa stefnt áströlsku ríkisstjórninni fyrir að hafa látið hjá liggja að vernda þá fyrir loftslagsbreytingum sem ógna nú heimkynum þeirra. Erlent 27.10.2021 08:42
Svara fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan ástralska landsliðsins Sam Kerr og stöllur hennar í ástralska fótboltalandsliðinu hafa svarað fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og einelti innan liðsins. Fótbolti 12.10.2021 13:00
Loks slakað á sóttvarnareglum eftir 107 daga gildistíma Ástralska borgin Sydney hefur nú loks slakað á hörðum sóttvarnareglum sem voru í gildi í heila 107 daga vegna kórónuveirufaraldursins. Á miðnætti stóð fólk í biðröðum fyrir utan verslanir og veitingastaði sem opnuðu loks dyr sínar fyrir gestum. Erlent 11.10.2021 06:45