Erlent

Ástralir og Nýsjálendingar senda vélar til Tonga til að kanna tjónið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Japanska veðurstofan náði gervihnattamyndum af gosinu.
Japanska veðurstofan náði gervihnattamyndum af gosinu. AP/NICT

Flugvélar hafa verið sendar af stað frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til að leggja mat á tjónið á Tonga eyjaklasanum eftir neðansjávareldgosið öfluga sem orsakaði flóðbylgju á eyjunum.

Auk flóðbylgjunnar hefur þykkt öskulag nú lagst yfir smáríkið en Tonga samanstendur af 170 eyjum í Kyrrahafi. 

Gosið varð á laugardag en ekki þótti óhætt að senda vélar á staðinn fyrr en nú vegna öskuskýsins. Rafmagn er farið af húsum á Tonga og flest öll samskipti liggja niðri og því er óvíst um hvernig fjölda fólks hefur reitt af. 

Rúmlega hundrað þúsund manns búa á öllum eyjaklasanum en talið er að gosið og flóðbylgjan sem kom í kjölfarið hafi haft áhrif á um 80 þúsund þeirra með einum eða öðrum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×