Erlent

Fjögur börn látin og fimm slösuð eftir hoppukastalaslys í Ástralíu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tveir drengir og tvær stúlkur létust þegar þau féllu úr uppblásnum kastalanum.
Tveir drengir og tvær stúlkur létust þegar þau féllu úr uppblásnum kastalanum.

Fjögur börn eru látin og fimm slösuð eftir að þau féllu úr hoppukastala sem fauk upp í loft þegar sterk vindhviða hrifsaði hann með sér. Slysið átti sér stað við leikskóla í Devonport í Tasmaníu í Ástralíu.

Að sögn lögreglu féllu börnin til jarðar úr um tíu metra hæð. Aldur þeirra hefur ekki verið gefinn upp en tveir drengir og tvær stúlkur létust.

Forsætisráðherran Scott Morrison hefur tjáð sig um slysið segir um að ræða hryllilegan harmleik.

Bráðaliðar mættu á svæðið skömmu eftir slysið og fengu börnin fyrstu hjálp áður en flogið var með þau á sjúkrahús. Foreldrar voru strax látnir vita. Ríkisstjórinn Peter Gutwein sagði hug allra hjá þeim.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dauðsföll verða í hoppukastala en árið 2019 létust tvö börn og tuttugu önnur slösuðust í svipuðu slysi í Kína. Ári áður lést stúlka í Bretlandi þegar hoppukastali sprakk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×