Slökkvilið

Fréttamynd

Brjálað veður á Kjalar­nesi: Veginum lokað

Brjálað veður er á Kjalarnesi þessa stundina og búið er að loka veginum vegna hvassviðris. Flutningabíll fauk á fólksbíl og ökumaður fólksbílsins var fluttur á sjúkrahús með minniháttar meiðsl.

Innlent
Fréttamynd

Eldsvoði við Grandagarð í nótt

Eldur kviknaði í bakhúsi við Grandagarð í nótt. Mikill eldur og reykur var á svæðinu þegar slökkviliðið kom á staðinn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og ná tökum á honum.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í fjöl­býlis­húsi í Kópa­vogi

Á sjötta tímanum var tilkynnt um eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Lómasölum í Kópavogi. Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang en greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins, sem reyndist minniháttar.

Innlent
Fréttamynd

Stytting vinnuvikunnar kostar Slökkviliðið 418 milljónir

Gert er ráð fyrir að stytting vinnuvikunnar muni auka launakostnað Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um 418 milljónir króna eða um tólf prósent á milli ára. Aukninguna má einkum rekja til þess að það varð að ráða 24 starfsmenn til að viðhalda þjónustustigi. Þetta kemur fram í svari frá Slökkviliðinu við fyrirspurn Innherja.

Innherji
Fréttamynd

Þung umferð í Ártúnsbrekku eftir árekstur

Töluverð umferð er á annantímanum nú síðdegis upp Ártúnsbrekkuna. Árekstur tveggja fólksbíla í neðri hluta brekkunnar hefur hægt enn frekar á umferð sem allajafna er nokkuð þung á þessum tíma dags.

Innlent
Fréttamynd

Vinnu­skúr al­elda í Urriða­holti

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu hefur borist mikill fjöldi tilkynninga vegna elds í Urriðaholti í Garðabæ. Slökkvilið kom á vettvang rétt í þessu og vinnur nú að því að slökkva mikinn eld sem kviknaði í vinnuskúr í hverfinu.

Innlent
Fréttamynd

Íbúar sofi með lokaða glugga

Lögreglan á Austurlandi biður fólk á Egilsstöðum um að hafa glugga lokaða bæði í kvöld í nótt til að tryggja að reykur berist ekki inn í hús eftir stórfelldan bruna í bænum. Búið er að ná tökum á brunanum.

Innlent
Fréttamynd

Opna þakið á þeim hluta sem brennur ekki

Mikill eldur logar í húsnæði Vasks á Egilsstöðum. Vaskur er þvottahús, efnalaug og verslun með hreinlætisvörur, skrifstofuvörur, hljóðfæri, víngerðarefni, búsáhöld, leikföng og hannyrðavörur. Þvottahús er í húsinu þar sem talið er líklegt að eldurinn hafi komið upp.

Innlent
Fréttamynd

Mikið hvassviðri og alls konar foktjón

Mikið hvassviðri var á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Að sögn lögreglu fuku hlutir í öllum hverfum, þar á meðal þakplötur, girðingar og fellihýsi. Veður versnar með deginum á austfjörðum þar sem rauð viðvörun er í gildi.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kom upp í þaki Lava Show

Eldur kom upp í þaki húsnæðis Lava Show við Fiskislóð í Reykjavík í nótt. Eldurinn sjálfur var ekki mikill en töluverður reykur kom frá honum og þurfti slökkviliðið að rífa svæðið í kringum strompinn.

Innlent
Fréttamynd

Þrjátíu forgangsverkefni sjúkrabifreiða

Alls fór Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í 99 sjúkraflutninga útköll síðasta sólarhringinn en af þeim voru þrjátíu forgangsverkefni. Þrjár tilkynningar um eld þar sem enginn eldur var bárust lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Þykkur reykur fyllti Vaðlaheiðargöngin á einstakri æfingu

Slökkviliðsmenn hvaðanæva af landinu voru samankomnir á Akureyri í dag til að fylgjast með brunaæfingu inn í Vaðlaheiðargöngunum. Göngin voru fyllt af reyk með nýjum búnaði sem auðveldar til muna brunaæfingar í jarðgöngum. Sams konar hefur æfing hefur ekki áður verið haldin hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Fjölgun eldsvoða af völdum rafmagnshjóla

Nokkrir alvarlegir eldsvoðar hafa verið undanfarið á höfuðborgarsvæðinu eftir að það kviknaði í út frá rafmagnshlaupahjólum. Slökkvilið varar fólk við að hlaða slík farartæki inni hjá sér.

Innlent
Fréttamynd

Sóttu slasaðan göngu­mann á Esjuna

Óskað var eftir aðstoð Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu vegna slasaðs göngumanns á Esjunni á áttunda tímanum í kvöld. Talið er að göngumaðurinn hafi ökklabrotnað.

Innlent
Fréttamynd

Kviknaði í á elli­heimilinu Grund

Eldur braust út í herbergi á elliheimilinu Grund í Vesturbæ Reykjavíkur á fimmta tímanum í dag. Starfsmenn komu íbúum í öruggt skjól og réðu niðurlögum eldsins, sem var staðbundinn í einu herbergja elliheimilisins.

Innlent
Fréttamynd

„Ansi þéttum sólar­hring lokið“

„Þá er ansi þéttum sólarhring lokið,“ segir í færslu frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, en slökkviliðið fór í samtals 135 sjúkraflutninga síðasta sólarhringinn, þar af 43 forgangsflutninga.

Innlent
Fréttamynd

Fór í sundur á samskeytum

Ljóst er að kaldavatnslögnin sem fór í sundur með látum í Hvassaleitinu á föstudagskvöld sem leið rofnaði á samskeytum. Enn er til skoðunar hvers vegna. Um er að ræða stóra stofnlögn sem flytur kalt vatn úr Heiðmörk og í gegnum höfuðborgina.

Innlent