Innlent

Harpa rýmd vegna bilunar á úðunarkerfi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. aðsend

Harpa var rýmd nú rétt í þessu vegna bilunar á úðunarkerfi. Gestir á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar þurftu að yfirgefa Eldborgarsalinn. 

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var um að ræða bilun á eldsviðvörunarkerfi sem varð til þess að úðunarkerfi fór í gang. Enginn eldur hafi komið upp en skömmu síðar var gestum hleypt aftur inn á tónleikana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×