Innlent

Bíll al­elda í bíla­stæða­húsi í mið­bæ Reykja­víkur

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hér má sjá slökkvilið að störfum.
Hér má sjá slökkvilið að störfum. Vísir/Bjarni

Eldur kom upp í bíl í opnu bílastæðahúsi í Þingholtsstræti í Reykjavík. 

Jónas Árnason, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir erfitt að svara því hvað olli en bíllinn var alelda þegar slökkvilið kom á svæðið. 

Tilkynning um eld í bílnum barst slökkviliðinu upp úr klukkan 21:30 og þegar slökkviliðið mætti á staðinn var hann alelda.  

Klukkan 21:55 var slökkvistarfi lokið. 

Aðspurður hvort að byggingar nálægt hafi verið í hættu segir Jónas einhverjar byggingar yfirleitt vera í hættu þegar eldur kemur upp í bílastæðahúsum en allt hafi farið vel. 

Hann segir reykræstingu í húsunum í kring vera óþarfa.

„Vissulega tökum við alltaf öllu með mikilli varúð þegar þetta er bílastæðahús, það er bara þannig. Þetta var bara metið þannig að það væri nóg fyrir eina stöð að fara,“ segir Jónas. 

Hér að ofan má sjá myndband af vettvangi. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×