Björgunarsveitir

Fréttamynd

Út­kall vegna ferða­manna sem segjast lokaðir inni í helli

Björgunarsveitir á Suðurlandi og rústabjörgunarhópar á höfuðborgarsvæði hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um ferðamenn sem hafi fest sig inni í helli á Suðurlandi. Um stórt útkall er að ræða en lélegt skyggni á svæðinu hjálpar ekki til. 

Innlent
Fréttamynd

Kobbi Láki kom stýrisvana skútu til bjargar

Landhelgisgæslunni barst boð frá skútu með tólf manns um borð sem var stödd um fimm kílómetrum norður af Straumnesi á Hornströndum. Gír hafði brotnað og björgunarbáturinn Kobbi Láka frá Bolungarvík tók skútuna í tog.

Innlent
Fréttamynd

Ferða­menn festu bíl á Fjalla­baks­leið nyrðri

Ferðamenn festu bíl af gerðinni Dacia Duster í Jökulgilskvísl rétt vestan við Kýlinga á Fjallabaksleið nyrðri rétt fyrir hádegi í dag. Björgunarsveitir brugðust skjótt við, komu fólkinu til bjargar og fjarlægðu bílinn úr ánni.

Innlent
Fréttamynd

Féllu ofan í jökul­lón Sólheimajökuls

Þyrla landhelgisgæslunnar auk björgunarsveita á Norður- og Suðurlandi var kölluð út nú fyrir skömmu. Fyrst vegna reiðhjólaslyss í Ásbyrgi og síðan vegna tveggja ferðalanga sem féllu af sporði Sólheimajökuls og ofan í jökullónið. 

Innlent
Fréttamynd

Þyrlan flutti slasaða göngukonu

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða göngukonu skammt frá Álftavatni, sem liggur við Laugaveginn, síðdegis í dag. Aðstandendur hennar voru í kjölfarið fluttir til byggða. 

Innlent
Fréttamynd

Fannst fyrir botni Birnudals

Björgunaraðilar fundu göngumanninn sem leitað var í gær fyrir botni Birnudals og var hann látinn þegar þeir komu að honum.

Innlent
Fréttamynd

Ekki spurst til mannsins síðan snemma í gær

Leit stendur enn yfir að manni við Skálafellsjökul á Suð-Austurlandi en mannsins hefur verið leitað síðan klukkan sjö í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út ásamt björgunarfólki Hornafjarðar en talið er að maðurinn sé búinn að vera einn á gangi á svæðinu síðan í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Skip­verji á strandveiðibát í bráðri hættu

Þyrla Landhelgisgæslunnar og þrír björgunarbátar voru kallaðir út um klukkan 23 í gærkvöldi vegna leka í strandveiðibáti. Einn var um borð og var hann fluttur á slysadeild Landspítalans vegna áverka. Viggó M. Sigurðsson, hjá aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar, segir að Landhelgisgæslan hafi metið það svo að hann hafi verið í bráðri hættu.

Innlent
Fréttamynd

Trillan komin í land

Björgunarsveitum barst tilkynning snemma í morgun um vélarvana trillu utan við Stafsnes á Reykjanesskaga. Einn var um borð í trillunni sem siglt var með í togi til Sandgerðis

Innlent