Innlent

Leitin að Illes bar ekki árangur í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Síðast sást til Illes í fyrrinótt.
Síðast sást til Illes í fyrrinótt. Lögreglan

Leitin að Illes Benedek Incze sem hófst í gærkvöldi á svæðinu í kringum Vík í Mýrdal hefur enn engan árangur borið.

Þetta segir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu í morgun. Leit hófst að Illes í gærkvöldi þegar tekið var að skyggja og var meðal annars notast við dróna og sporhunda. Veðurskilyrði voru hinsvegar ekki góð á svæðinu rigning og rok.

Leit verður að öllum líkindum fram haldið í dag en staðan verður tekin á fundum nú í morgunsárið. Jón Þór segir að alls hafi rúmlega níutíu manns komið að leitinni.

Síðast spurðist til Illes, sem býr í Vík, um klukkan þrjú í fyrrinótt og eru allir sem geta mögulega veitt upplýsingar um ferðir hans eftir þann tíma beðnir um að hafa samband við 112.


Tengdar fréttir

Leita að Illes Benedek Incze í leiðindaveðri í Vík

Maðurinn sem leitað er að í Vík og nágrenni heitir Illes Benedek Incze og er búsettur í bænum. Síðast sást til Illes klukkan þrjú síðastliðna nótt en lögreglan á Suðurlandi leggur mikla áherslu á leitina vegna leiðindaveðurs sem er á svæðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×