Innlent

Hífðu slasaðan mann upp úr gili í Skafta­felli

Eiður Þór Árnason skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í aðgerðum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í aðgerðum. Vísir/Vilhelm

Maður féll nokkra metra niður í gil í Skaftafelli síðdegis í dag og var hífður upp með aðstoð þyrluáhafnar Landhelgisgæslunnar. Verið er að leggja mat á ástand mannsins en hann virðist hafa sloppið við meiriháttar meiðsli, að sögn aðalvarðstjóra lögreglunnar á Suðurlandi.

Mbl.is greindi fyrst frá. Tilkynning barst um málið klukkan 14:36 og tóku lögregla, sjúkralið, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar þátt í aðgerðinni.

„Það er verið að meta hann en það lítur allt vel út,“ segir Þor­steinn Matth­ías Krist­ins­son, aðalvarðstjóri lög­regl­unn­ar á Suður­landi um ástand mannsins. Enn sé óljóst hvort hann verði fluttur á heilbrigðisstofnun til aðhlynningar.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×