Björgunarsveitir Einsamall maður á vélarvana smábát fékk aðstoð Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Þór í Vestmannaeyjum, kom smábát til aðstoðar um hádegi í dag. Smábáturinn hafði misst vélarafl undan Kötlutanga, í grennd við Vík í Mýrdal. Beiðni um aðstoð kom á ellefta tímanum og lagði áhöfn Þórs af stað fljótlega eftir það. Innlent 9.5.2023 15:30 Leituðu að hring en fundu bíl Hringur sem maður á þrítugsaldri týndi á dögunum í Reykjavíkurtjörn fannst ekki við nánari leit í dag. Hins vegar fannst fullt annað, þar á meðal annar hringur. Ákveðið hefur verið að ljúka leitinni í bili. Innlent 9.5.2023 14:49 Komu lekum strandveiðibát til bjargar Áhöfn björgunarskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Bjargar á Rifi, kom í dag strandveiðibát til bjargar sem leki hafði komið að. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út. Innlent 8.5.2023 17:33 Leituðu að hring látinnar frænku í Reykjavíkurtjörn Maður á þrítugsaldri tapaði hring sínum er hann var að gefa öndunum í Reykjavíkurtjörn brauð. Kallað var eftir aðstoð björgunarsveitar til að leita að hringnum. Kafarar sem áttu lausa stund mættu á vettvang en leitin bar ekki árangur. Innlent 8.5.2023 15:20 Kölluð út eftir að ekki náðist samband við strandveiðibát á Faxaflóa Sjóbjörgunarsveit og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út klukkan 12:45 eftir að strandveiðibátur í Faxaflóa datt úr sjálfvirkri tilkynningaskyldu Landhelgisgæslunnar og ekki náist samband við bátinn í gegnum síma. Innlent 8.5.2023 13:32 Hundrað manns tóku þátt í æfingu Landhelgisgæslunnar Umfangsmikil æfing Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og annarra helstu björgunaraðila fór fram á Faxaflóa í dag. Að sögn æfingastjóra eru æfingar sem þessar mikilvægur liður í að samhæfa verklag allra sem koma að björgunaraðgerðum á sjó. Innlent 6.5.2023 18:30 Komu hlaupara til aðstoðar í Vestmannaeyjum Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út í dag til að hjálpa hlaupara sem virðist hafa dottið á hlaupum. Hlauparinn var að taka þátt í Puffin Run sem fram fór í Vestmannaeyjum í dag. Hlauparinn var fluttur til aðhlynningar. Innlent 6.5.2023 17:55 Drógu tvo strandveiðibáta til hafnar Sjóbjörgunarsveitir aðstoðuðu tvo vélarvana strandveiðibáta, annan fyrir utan Vestmannaeyjar en hinn í Faxaflóa, í morgunsárið. Bátarnir voru báðir dregnir til næstu hafnar. Innlent 2.5.2023 09:00 Vélarrýmið fylltist af gufu Vélarrúm björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein fylltist af gufu þegar kælirör sprakk í æfingasiglingu út frá Sandgerði. Ekkert björgunarskip verður til taks í Sandgerði á næstunni. Innlent 30.4.2023 16:41 Kajakræðari féll útbyrðis við Hrísey Björgunarsveitir í Eyjafirði voru boðaðar út á hæsta forgang rétt upp úr klukkan 14 í dag vegna kajakræðara sem fallið hafði útbyrðis af bát sínum austan við Hrísey. Innlent 29.4.2023 15:44 Æfðu viðbragð við flugslysi á Bíldudal Flugslysaæfing fór fram á Bíldudalsflugvelli í morgun. Samkvæmt Landsbjörgu fór allt vel fram og náðust öll markmiðin sem voru sett. Innlent 29.4.2023 14:55 Íslenskar björgunarsveitir fengu viðurkenningu frá Erdogan Tyrkir héldu í dag athöfn til að þakka erlendum og tyrkneskum björgunarsveitum sem sinntu björgunarstarfsemi í kjölfar jarðskjálftanna sem riðu yfir í Tyrklandi sjötta febrúar. Fulltrúi íslenskra björgunarsveita var meðal þeirra sem tóku við heiðursorðu frá Tyrklandsforseta á athöfninni. Innlent 25.4.2023 19:01 Unglingsdrengur í sjálfheldu úti á Laugarvatni Björgunarsveitin Ingunn bjargaði fjórtán ára dreng í fyrr í kvöld sem var í sjálfheldu úti á Laugarvatni. Hann var á lítilli bátkænu, áralaus og bátinn rak hratt undan vindi út á vatnið. Innlent 22.4.2023 21:00 Rútan enn í ánni Rútan, sem valt út í á skammt frá Vindheimamelum í Skagafirði um hálf þrjú í dag, liggur enn í ánni. Sex farþegar voru fluttir á slysadeild á Akureyri en hlúð var að öllum í húsi flugbjörgunarsveitar í Varmahlíð. Innlent 19.4.2023 22:35 Sex fluttir á slysadeild eftir að rúta valt út í á Sex voru fluttir á slysadeild eftir að rúta valt út í á við skammt frá Vindheimamelum í Skagafirði um hálf þrjú í dag. Alls voru fimmtán manns í rútunni, þrettán farþegar ásamt bílstjóra og leiðsögumanns. Innlent 19.4.2023 17:24 Allar björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins kallaðar út vegna hvassviðris Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út vegna gríðarlegs fjölda tilkynninga um foktjón. Meðal þeirra verkefna björgunarsveita, sem eru orðin hundrað talsins, er hjólhýsi sem fauk á hliðina í Kórahverfinu. Flugvél Play neyddist til að lenda á Akureyri þar sem ekki tókst að lenda henni í Keflavík. Innlent 7.4.2023 16:16 Sálfélagslegur stuðningur í þjónustumiðstöð í Neskaupstað Almannavarnir hafa opnað þjónustumiðstöð í Neskaupstað sem á að aðstoða við hinar ýmsu áskoranir sem fólk á svæðinu glímir við eftir snjóflóð síðustu viku. Búið er að hrinda af stað söfnun fyrir þá sem sjá fram á mikinn kostnað vegna flóðanna. Innlent 4.4.2023 01:13 Rýmingu aflétt Rýmingu á reitum 4 og 16 í Neskaupstað verður aflétt klukkan 16 í dag. Þar með hefur rýmingu í öllum bænum vegna snjóflóðahættu verið aflétt. Innlent 1.4.2023 14:52 Björgunarsveitir halda heim Það björgunarfólk sem ferðaðist til Austfjarða í vikunni til að aðstoða heimafólk mun ferðast aftur til sín heima í dag. Björgunarfólk frá öllu landinu tóku þátt í aðgerðum þar vegna snjóflóða sem féllu í vikunni. Innlent 1.4.2023 12:19 Víðtækar lokanir þjóðvega í strandbyggðum Austfjarða Appelsínugul viðvörun er enn í gildi á Austfjörðum og er áfram talin mikil hætta á snjóflóðum og krapaflóðum. Almannavarnir hafa í dag gripið til frekari rýminga í Neskaupstað og á Eskifirði. Þá hafa hús einnig verið rýmd í Mjóafirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði, auk Seyðisfjarðar. Innlent 30.3.2023 21:42 Tvöhundruð manns viðbúin að hefja björgun ef kallið kemur Almannavarnir hafa enn aukið viðbúnað sinn á Austfjörðum vegna mjög slæmrar veðurspár næsta sólarhring og mikillar hættu á snjóflóðum. Hættuástand er áfram í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Innlent 29.3.2023 22:20 Senda liðsauka austur áður en veðrið skellur á Tuttugu björgunarsveitarmenn verða sendir með flugi til Austfjarða í dag til viðbótar við þá tugi sem þar eru þegar að störfum. Snjóflóðahætta á svæðinu hefur aukist með versnandi veðurspá. Mikil snjókoma er í kortunum í kvöld og úrkomuviðvörun á svæðinu orðin appelsínugul. Innlent 29.3.2023 11:44 Aðstoðuðu um fimmtíu manns við Pétursey í nótt Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í nótt þar sem fjöldi fólks hafði fest bíla sína á þjóðvegi 1 við Pétursey. Ófærð var þá orðin mikil á svæðinu. Innlent 29.3.2023 09:48 Tveimur fjallgöngumönnum bjargað á Hamragarðaheiði Tveir lentu í hremmingum í nótt þar sem þeir voru að klífa Fagrafell á Hamragarðaheiði við Eyjafjallajökul. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að annar maðurinn hafi fallið niður fellið nokkurn spöl og við það endaði hinn í sjálfheldu og komst ekki niður til félaga síns. Innlent 28.3.2023 07:46 „Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. Innlent 27.3.2023 21:14 Snjóflóð féll á yfirgefna byggingu á Seyðisfirði Snjóflóð féll á byggingu á Seyðisfirði í dag. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Landsbjargar var um að ræða yfirgefna byggingu. Töluverður fjöldi björgunarsveitarmanna eru nú komnir austur og tilbúnir til aðstoðar. Innlent 27.3.2023 18:45 Mættir austur með tryllitæki Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun. Björgunarsveitarmenn hafa fjölmennt þangað og í önnur bæjarfélög á svæðinu til að hjálpa og vera til taks ef önnur snjóflóð falla. Innlent 27.3.2023 17:49 Leitarhundar á leiðinni austur með þyrlu Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í loftið með þrjá björgunarsveitarmenn og jafnmarga leitarhunda á Hornafjörð til að vera til taks vegna snjóflóðanna og viðvarandi snjóflóðahættu á Austfjörðum. Innlent 27.3.2023 10:36 Slasaðist á Úlfarsfelli Fjallgöngumaður slasaðist á ökkla á Úlfarsfelli í dag. Björgunarsveitin kom sjúkraflutningamönnum til aðstoðar. Innlent 25.3.2023 18:13 Nýtt björgunarskip til heimahafnar á Siglufirði Eftir hádegi í dag kom nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Sigurvin, til hafnar á Siglufirði. Innlent 25.3.2023 17:17 « ‹ 9 10 11 12 13 14 15 16 17 … 45 ›
Einsamall maður á vélarvana smábát fékk aðstoð Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Þór í Vestmannaeyjum, kom smábát til aðstoðar um hádegi í dag. Smábáturinn hafði misst vélarafl undan Kötlutanga, í grennd við Vík í Mýrdal. Beiðni um aðstoð kom á ellefta tímanum og lagði áhöfn Þórs af stað fljótlega eftir það. Innlent 9.5.2023 15:30
Leituðu að hring en fundu bíl Hringur sem maður á þrítugsaldri týndi á dögunum í Reykjavíkurtjörn fannst ekki við nánari leit í dag. Hins vegar fannst fullt annað, þar á meðal annar hringur. Ákveðið hefur verið að ljúka leitinni í bili. Innlent 9.5.2023 14:49
Komu lekum strandveiðibát til bjargar Áhöfn björgunarskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Bjargar á Rifi, kom í dag strandveiðibát til bjargar sem leki hafði komið að. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út. Innlent 8.5.2023 17:33
Leituðu að hring látinnar frænku í Reykjavíkurtjörn Maður á þrítugsaldri tapaði hring sínum er hann var að gefa öndunum í Reykjavíkurtjörn brauð. Kallað var eftir aðstoð björgunarsveitar til að leita að hringnum. Kafarar sem áttu lausa stund mættu á vettvang en leitin bar ekki árangur. Innlent 8.5.2023 15:20
Kölluð út eftir að ekki náðist samband við strandveiðibát á Faxaflóa Sjóbjörgunarsveit og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út klukkan 12:45 eftir að strandveiðibátur í Faxaflóa datt úr sjálfvirkri tilkynningaskyldu Landhelgisgæslunnar og ekki náist samband við bátinn í gegnum síma. Innlent 8.5.2023 13:32
Hundrað manns tóku þátt í æfingu Landhelgisgæslunnar Umfangsmikil æfing Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og annarra helstu björgunaraðila fór fram á Faxaflóa í dag. Að sögn æfingastjóra eru æfingar sem þessar mikilvægur liður í að samhæfa verklag allra sem koma að björgunaraðgerðum á sjó. Innlent 6.5.2023 18:30
Komu hlaupara til aðstoðar í Vestmannaeyjum Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út í dag til að hjálpa hlaupara sem virðist hafa dottið á hlaupum. Hlauparinn var að taka þátt í Puffin Run sem fram fór í Vestmannaeyjum í dag. Hlauparinn var fluttur til aðhlynningar. Innlent 6.5.2023 17:55
Drógu tvo strandveiðibáta til hafnar Sjóbjörgunarsveitir aðstoðuðu tvo vélarvana strandveiðibáta, annan fyrir utan Vestmannaeyjar en hinn í Faxaflóa, í morgunsárið. Bátarnir voru báðir dregnir til næstu hafnar. Innlent 2.5.2023 09:00
Vélarrýmið fylltist af gufu Vélarrúm björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein fylltist af gufu þegar kælirör sprakk í æfingasiglingu út frá Sandgerði. Ekkert björgunarskip verður til taks í Sandgerði á næstunni. Innlent 30.4.2023 16:41
Kajakræðari féll útbyrðis við Hrísey Björgunarsveitir í Eyjafirði voru boðaðar út á hæsta forgang rétt upp úr klukkan 14 í dag vegna kajakræðara sem fallið hafði útbyrðis af bát sínum austan við Hrísey. Innlent 29.4.2023 15:44
Æfðu viðbragð við flugslysi á Bíldudal Flugslysaæfing fór fram á Bíldudalsflugvelli í morgun. Samkvæmt Landsbjörgu fór allt vel fram og náðust öll markmiðin sem voru sett. Innlent 29.4.2023 14:55
Íslenskar björgunarsveitir fengu viðurkenningu frá Erdogan Tyrkir héldu í dag athöfn til að þakka erlendum og tyrkneskum björgunarsveitum sem sinntu björgunarstarfsemi í kjölfar jarðskjálftanna sem riðu yfir í Tyrklandi sjötta febrúar. Fulltrúi íslenskra björgunarsveita var meðal þeirra sem tóku við heiðursorðu frá Tyrklandsforseta á athöfninni. Innlent 25.4.2023 19:01
Unglingsdrengur í sjálfheldu úti á Laugarvatni Björgunarsveitin Ingunn bjargaði fjórtán ára dreng í fyrr í kvöld sem var í sjálfheldu úti á Laugarvatni. Hann var á lítilli bátkænu, áralaus og bátinn rak hratt undan vindi út á vatnið. Innlent 22.4.2023 21:00
Rútan enn í ánni Rútan, sem valt út í á skammt frá Vindheimamelum í Skagafirði um hálf þrjú í dag, liggur enn í ánni. Sex farþegar voru fluttir á slysadeild á Akureyri en hlúð var að öllum í húsi flugbjörgunarsveitar í Varmahlíð. Innlent 19.4.2023 22:35
Sex fluttir á slysadeild eftir að rúta valt út í á Sex voru fluttir á slysadeild eftir að rúta valt út í á við skammt frá Vindheimamelum í Skagafirði um hálf þrjú í dag. Alls voru fimmtán manns í rútunni, þrettán farþegar ásamt bílstjóra og leiðsögumanns. Innlent 19.4.2023 17:24
Allar björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins kallaðar út vegna hvassviðris Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út vegna gríðarlegs fjölda tilkynninga um foktjón. Meðal þeirra verkefna björgunarsveita, sem eru orðin hundrað talsins, er hjólhýsi sem fauk á hliðina í Kórahverfinu. Flugvél Play neyddist til að lenda á Akureyri þar sem ekki tókst að lenda henni í Keflavík. Innlent 7.4.2023 16:16
Sálfélagslegur stuðningur í þjónustumiðstöð í Neskaupstað Almannavarnir hafa opnað þjónustumiðstöð í Neskaupstað sem á að aðstoða við hinar ýmsu áskoranir sem fólk á svæðinu glímir við eftir snjóflóð síðustu viku. Búið er að hrinda af stað söfnun fyrir þá sem sjá fram á mikinn kostnað vegna flóðanna. Innlent 4.4.2023 01:13
Rýmingu aflétt Rýmingu á reitum 4 og 16 í Neskaupstað verður aflétt klukkan 16 í dag. Þar með hefur rýmingu í öllum bænum vegna snjóflóðahættu verið aflétt. Innlent 1.4.2023 14:52
Björgunarsveitir halda heim Það björgunarfólk sem ferðaðist til Austfjarða í vikunni til að aðstoða heimafólk mun ferðast aftur til sín heima í dag. Björgunarfólk frá öllu landinu tóku þátt í aðgerðum þar vegna snjóflóða sem féllu í vikunni. Innlent 1.4.2023 12:19
Víðtækar lokanir þjóðvega í strandbyggðum Austfjarða Appelsínugul viðvörun er enn í gildi á Austfjörðum og er áfram talin mikil hætta á snjóflóðum og krapaflóðum. Almannavarnir hafa í dag gripið til frekari rýminga í Neskaupstað og á Eskifirði. Þá hafa hús einnig verið rýmd í Mjóafirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði, auk Seyðisfjarðar. Innlent 30.3.2023 21:42
Tvöhundruð manns viðbúin að hefja björgun ef kallið kemur Almannavarnir hafa enn aukið viðbúnað sinn á Austfjörðum vegna mjög slæmrar veðurspár næsta sólarhring og mikillar hættu á snjóflóðum. Hættuástand er áfram í gildi á Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað. Innlent 29.3.2023 22:20
Senda liðsauka austur áður en veðrið skellur á Tuttugu björgunarsveitarmenn verða sendir með flugi til Austfjarða í dag til viðbótar við þá tugi sem þar eru þegar að störfum. Snjóflóðahætta á svæðinu hefur aukist með versnandi veðurspá. Mikil snjókoma er í kortunum í kvöld og úrkomuviðvörun á svæðinu orðin appelsínugul. Innlent 29.3.2023 11:44
Aðstoðuðu um fimmtíu manns við Pétursey í nótt Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í nótt þar sem fjöldi fólks hafði fest bíla sína á þjóðvegi 1 við Pétursey. Ófærð var þá orðin mikil á svæðinu. Innlent 29.3.2023 09:48
Tveimur fjallgöngumönnum bjargað á Hamragarðaheiði Tveir lentu í hremmingum í nótt þar sem þeir voru að klífa Fagrafell á Hamragarðaheiði við Eyjafjallajökul. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að annar maðurinn hafi fallið niður fellið nokkurn spöl og við það endaði hinn í sjálfheldu og komst ekki niður til félaga síns. Innlent 28.3.2023 07:46
„Fólkinu líður eðlilega illa, þetta er mikið áfall“ Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa. Innlent 27.3.2023 21:14
Snjóflóð féll á yfirgefna byggingu á Seyðisfirði Snjóflóð féll á byggingu á Seyðisfirði í dag. Samkvæmt upplýsingafulltrúa Landsbjargar var um að ræða yfirgefna byggingu. Töluverður fjöldi björgunarsveitarmanna eru nú komnir austur og tilbúnir til aðstoðar. Innlent 27.3.2023 18:45
Mættir austur með tryllitæki Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun. Björgunarsveitarmenn hafa fjölmennt þangað og í önnur bæjarfélög á svæðinu til að hjálpa og vera til taks ef önnur snjóflóð falla. Innlent 27.3.2023 17:49
Leitarhundar á leiðinni austur með þyrlu Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í loftið með þrjá björgunarsveitarmenn og jafnmarga leitarhunda á Hornafjörð til að vera til taks vegna snjóflóðanna og viðvarandi snjóflóðahættu á Austfjörðum. Innlent 27.3.2023 10:36
Slasaðist á Úlfarsfelli Fjallgöngumaður slasaðist á ökkla á Úlfarsfelli í dag. Björgunarsveitin kom sjúkraflutningamönnum til aðstoðar. Innlent 25.3.2023 18:13
Nýtt björgunarskip til heimahafnar á Siglufirði Eftir hádegi í dag kom nýtt björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Sigurvin, til hafnar á Siglufirði. Innlent 25.3.2023 17:17