Björgunarsveitir

Fréttamynd

Einsamall maður á vélarvana smábát fékk aðstoð

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Þór í Vestmannaeyjum, kom smábát til aðstoðar um hádegi í dag. Smábáturinn hafði misst vélarafl undan Kötlutanga, í grennd við Vík í Mýrdal. Beiðni um aðstoð kom á ellefta tímanum og lagði áhöfn Þórs af stað fljótlega eftir það.

Innlent
Fréttamynd

Leituðu að hring en fundu bíl

Hringur sem maður á þrítugsaldri týndi á dögunum í Reykjavíkurtjörn fannst ekki við nánari leit í dag. Hins vegar fannst fullt annað, þar á meðal annar hringur. Ákveðið hefur verið að ljúka leitinni í bili.

Innlent
Fréttamynd

Komu lekum strand­veiði­bát til bjargar

Áhöfn björgunarskips Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Bjargar á Rifi, kom í dag strandveiðibát til bjargar sem leki hafði komið að. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað manns tóku þátt í æfingu Landhelgisgæslunnar

Umfangsmikil æfing Landhelgisgæslunnar, slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og annarra helstu björgunaraðila fór fram á Faxaflóa í dag. Að sögn æfingastjóra eru æfingar sem þessar mikilvægur liður í að samhæfa verklag allra sem koma að björgunaraðgerðum á sjó.

Innlent
Fréttamynd

Komu hlaupara til að­stoðar í Vest­manna­eyjum

Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út í dag til að hjálpa hlaupara sem virðist hafa dottið á hlaupum. Hlauparinn var að taka þátt í Puffin Run sem fram fór í Vestmannaeyjum í dag. Hlauparinn var fluttur til aðhlynningar.

Innlent
Fréttamynd

Drógu tvo strandveiðibáta til hafnar

Sjóbjörgunarsveitir aðstoðuðu tvo vélarvana strandveiðibáta, annan fyrir utan Vestmannaeyjar en hinn í Faxaflóa, í morgunsárið. Bátarnir voru báðir dregnir til næstu hafnar.

Innlent
Fréttamynd

Vélar­rýmið fylltist af gufu

Vélarrúm björgunarskipsins Hannesar Þ. Hafstein fylltist af gufu þegar kælirör sprakk í æfingasiglingu út frá Sandgerði. Ekkert björgunarskip verður til taks í Sandgerði á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskar björgunarsveitir fengu viðurkenningu frá Erdogan

Tyrkir héldu í dag athöfn til að þakka erlendum og tyrkneskum björgunarsveitum sem sinntu björgunarstarfsemi í kjölfar jarðskjálftanna sem riðu yfir í Tyrklandi sjötta febrúar. Fulltrúi íslenskra björgunarsveita var meðal þeirra sem tóku við heiðursorðu frá Tyrklandsforseta á athöfninni.

Innlent
Fréttamynd

Rútan enn í ánni

Rútan, sem valt út í á skammt frá Vindheimamelum í Skagafirði um hálf þrjú í dag, liggur enn í ánni. Sex farþegar voru fluttir á slysadeild á Akureyri en hlúð var að öllum í húsi flugbjörgunarsveitar í Varmahlíð.

Innlent
Fréttamynd

Rýmingu af­létt

Rýmingu á reitum 4 og 16 í Neskaupstað verður aflétt klukkan 16 í dag. Þar með hefur rýmingu í öllum bænum vegna snjóflóðahættu verið aflétt.

Innlent
Fréttamynd

Björgunar­sveitir halda heim

Það björgunarfólk sem ferðaðist til Austfjarða í vikunni til að aðstoða heimafólk mun ferðast aftur til sín heima í dag. Björgunarfólk frá öllu landinu tóku þátt í aðgerðum þar vegna snjóflóða sem féllu í vikunni. 

Innlent
Fréttamynd

Víðtækar lokanir þjóðvega í strandbyggðum Austfjarða

Appelsínugul viðvörun er enn í gildi á Austfjörðum og er áfram talin mikil hætta á snjóflóðum og krapaflóðum. Almannavarnir hafa í dag gripið til frekari rýminga í Neskaupstað og á Eskifirði. Þá hafa hús einnig verið rýmd í Mjóafirði, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði, auk Seyðisfjarðar.

Innlent
Fréttamynd

Senda liðsauka austur áður en veðrið skellur á

Tuttugu björgunarsveitarmenn verða sendir með flugi til Austfjarða í dag til viðbótar við þá tugi sem þar eru þegar að störfum. Snjóflóðahætta á svæðinu hefur aukist með versnandi veðurspá. Mikil snjókoma er í kortunum í kvöld og úrkomuviðvörun á svæðinu orðin appelsínugul.

Innlent
Fréttamynd

Tveimur fjall­göngu­mönnum bjargað á Hamra­garða­heiði

Tveir lentu í hremmingum í nótt þar sem þeir voru að klífa Fagrafell á Hamragarðaheiði við Eyjafjallajökul. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að annar maðurinn hafi fallið niður fellið nokkurn spöl og við það endaði hinn í sjálfheldu og komst ekki niður til félaga síns.

Innlent
Fréttamynd

„Fólkinu líður eðli­lega illa, þetta er mikið á­fall“

Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í morgun í Neskaupstað og síðan þá hafa önnur flóð fallið fyrir austan. Fjölmargir viðbragðsaðilar hafa streymt austur og eru til taks ef fleiri flóð verða. Að sögn lögreglustjórans á Austurlandi líður fólki á svæðinu illa.

Innlent
Fréttamynd

Mættir austur með trylli­tæki

Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun. Björgunarsveitarmenn hafa fjölmennt þangað og í önnur bæjarfélög á svæðinu til að hjálpa og vera til taks ef önnur snjóflóð falla.

Innlent
Fréttamynd

Leitarhundar á leiðinni austur með þyrlu

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í loftið með þrjá björgunarsveitarmenn og jafnmarga leitarhunda á Hornafjörð til að vera til taks vegna snjóflóðanna og viðvarandi snjóflóðahættu á Austfjörðum.

Innlent