Fjármálafyrirtæki Forstjóri Kviku segir Stoðir vera að benda á hið „augljósa“ um virði bankans Bankastjóri Kviku, sem skilaði rúmlega 12 prósenta arðsemi á efnislegt eigið fé á fyrri árshelmingi, segist „persónulega ekkert ósammála“ því mati forstjóra Stoða að virði bankans á markaði ætti að vera hærra. Hann telur uppgjör Kviku fyrir tímabilið, sem litaðist af erfiðum aðstæðum á mörkuðum, vera „vel ásættanlegt“ og segir viðræður um mögulegan samruna við Íslandsbanka ekki hafa farið af stað að nýju. Innherji 17.8.2023 19:35 Stefán tekur við varaformennsku í stjórn Íslandsbanka Stefán Pétursson, sem var fjármálastjóri Arion banka í meira en áratug, hefur verið gerður að varaformanni stjórnar Íslandsbanka í kjölfar niðurstöðu hluthafafundar félagsins í lok síðasta mánaðar. Helga Hlín Hákonardóttir, sem kom sömuleiðis ný inn í stjórn Íslandsbanka, mun taka við sem formaður áhættunefndar bankans. Innherji 14.8.2023 18:59 Íslenskir bankar myndu glaðir borga ítalskan hvalrekaskatt Hvalrekaskattur, orð sem stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum hafa tileinkað sér, hefur verið í fréttunum undanfarna daga. Fréttir bárust af því að ítalska ríkisstjórnin hafi ákveðið að leggja 40% hvalrekaskatt á banka og nota fjármagnið til þess að styðja við fólk með húsnæðislán og lækka skatta. Skoðun 10.8.2023 14:30 Bankarnir liggi vel við höggi „einhverra hluta vegna“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra efast um að svokallaður hvalrekaskattur myndi bæta kjör heimilanna eða fyrirtækja. Nóg sé um sérsaka íslenska skatta og frekari skattlagning myndi minnka áhuga fjárfesta á bankakerfinu íslenska. Innlent 9.8.2023 17:15 Sértækir skattar á íslenska banka þrisvar sinnum hærri en hvalrekaskattur Ítala Sértækir skattar á íslenska banka eru þrisvar sinnum hærri en Ítalir áforma að leggja einu sinni á sína banka í formi svokallaðs hvalrekaskatts. Hafa ber í huga að arðsemi íslenskra banka er almennt minni en í nágrannalöndum okkar. „Það er ekki ofurhagnaður hjá íslenskum bönkum og þeir eru skattlagðir í meira mæli en erlendis,“ segir hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja. Innherji 9.8.2023 14:03 Eðlilegt að skoða hvalrekaskatt til að koma til móts við heimilin í landinu Starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar tekur undir með viðskiptaráðherra og segir eðlilegt að skoða að setja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana til að bregðast við stöðu heimilanna í landinu. Bankarnir séu að hagnast gríðarlega vegna vaxtahækkana. Innlent 9.8.2023 12:07 Hvalrekaskattur á bankana kemur til greina Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir koma til greina að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem má rekja til hærri vaxta. Það liggi þó ekkert fyrir um það innan ríkisstjórnar. Innlent 8.8.2023 20:06 Landsbankaappið komið í lag eftir bilun Landsbankaappið er komið í lag eftir bilun. Vísi barst fjöldi ábendinga frá viðskiptavinum sem annað hvort komust ekki inn í appið eða þá komust inn í það en reikningarnir sýndu tóma stöðu. Viðskipti innlent 3.8.2023 19:28 Lífeyrissjóðir ekki lánað meira til heimila frá því fyrir faraldurinn Hröð umskipti eru að verða á íbúðalánamarkaði þar sem hlutdeild bankanna er orðin hverfandi á sama tíma og lífeyrissjóðirnir, sem bjóða hægstæðari lánakjör um þessar mundir, eru farnir að auka talsvert umsvif sín. Hrein ný útlán lífeyrissjóðanna til heimila í júní voru þau mestu í einum mánuði frá því fyrir faraldurinn í upphafi ársins 2020 en sjóðirnir hafa lánað um helmingi meira en bankarnir á fyrri árshelmingi 2023. Innherji 3.8.2023 14:18 Skila betri arðsemi en íslensku bankarnir vegna stóraukinna vaxtatekna Helstu bankarnir á hinum Norðurlöndunum skiluðu í flestum tilfellum umtalsvert betri arðsemi en íslensku viðskiptabankarnir á fyrri árshelmingi sem má einkum rekja til þess að hreinar vaxtatekjur þeirra jukust mun meira og vaxtamunur fór hækkandi. Bankastjóri Arion hefur sagt að vegna meðal annars strangari eiginfjárkrafna þurfi íslensku bankarnir að viðhalda hærri vaxtamun en aðrir norrænir bankar til að ná viðunandi arðsemi á eigið fé. Innherji 2.8.2023 16:16 Bankarnir geti lækkað vexti miðað við hagnaðinn Formaður Neytendasamtakanna segir ljóst að stóru viðskiptabankarnir geti lækkað vexti sína miðað við hve mikið þeir hafa hagnast á fyrri hluta ársins. Bankarnir eigi ekki að vera undanskildir þegar kallað er eftir aðhaldi. Neytendur 29.7.2023 12:10 Virðisbreyting hífði upp afkomu Íslandsbanka en tekjur undir væntingum Umtalsverð jákvæð virðisbreyting á lánasafni Íslandsbanka – sem hlutabréfagreinendur sáu ekki fyrir – gerði það að verkum að hagnaður bankans fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi var níu prósentum hærri en meðalspá fimm greinenda. Virðisbreytingin gerði það að verkum að arðsemi eiginfjár var í takt við meðaltalsspá greiningardeilda eða 11,5 prósent. Hlutabréf Íslandsbanka hafa lækkað um 1,2 prósent það sem af er degi. Innherji 28.7.2023 13:15 Haukur Örn hlaut flest atkvæði og Helga Hlín komst að Helga Hlín Hákonardóttir hlaut brautargengi í stjórn Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu til stjórnarsetu. Haukur Örn Birgisson hlaut flest atkvæði í stjórnarkjörinu. Linda Jónsdóttir var ein í framboði til formanns stjórnar og fékk brautargengi í stjórnina. Hún var því sjálfkjörinn stjórnarformaður. Viðskipti innlent 28.7.2023 12:40 Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og þar af um 6,1 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður eykst milli ára en hann nam 11,1 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2022. Bankastjóri segir rekstur bankans hafa gengið vel á ársfjórðungnum sem hafi einnig einkennst af stórum áskorunum í tengslum við sölu á hlutum ríkisins í bankanum. Viðskipti innlent 27.7.2023 16:22 Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna á fyrri helmingi þessa árs. Þar af nam hagnaður 7,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 10,1 milljarða á sama tímabili í fyrra. Bankastjóri segir uppgjörið vera í takt við væntingar. Viðskipti innlent 26.7.2023 17:00 Þessi bjóða sig fram í stjórn Íslandsbanka Ellefu einstaklingar bjóða sig fram til setu í stjórn Íslandsbanka sem kjörin verður á hluthafafundi bankans föstudaginn 28. júlí. Fjögur bjóða sig fram til stjórnarsetu þrátt fyrir að vera ekki á lista tilnefningarnefndar yfir þá sem mælt er með að taki stjórnarsæti. Viðskipti innlent 25.7.2023 14:35 Þórður nýr innri endurskoðandi Landsbankans Þórður Örlygsson hefur verið ráðinn innri endurskoðandi Landsbankans en hann hefur gegnt stöðu regluvarðar hjá bankanum. Þórður tekur við af Kristínu Baldursdóttur sem hefur verið innri endurskoðandi Landsbankans frá árinu 2009. Viðskipti innlent 25.7.2023 13:48 Birna með 56,6 milljónir króna í starfslokasamning Ráðningarsamningur Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, kvað á um tólf mánaða uppsagnarfrest og er gjaldfærsla vegna launa og hlunninda 56,6 milljónir króna. Þetta kemur fram í svörum stjórnar bankans til hluthafa vegna fyrirhugaðs hluthafafundar sem fer fram þann 28. júlí næstkomandi. Viðskipti innlent 21.7.2023 18:12 Hagnast um 14,5 milljarða og greiða 16,5 fyrir nýjar höfuðstöðvar Landsbankinn hagnaðist um 14,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2023, þar af 6,7 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,6% milli ára og hreinar þjónustutekjur um 6,1%. Kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva hefur farið fram úr áætlun og er nú áætlaður 16,5 milljarðar Viðskipti innlent 20.7.2023 13:18 Stækkað stöðu sína í Íslandsbanka um nærri milljarð eftir sátt bankans við FME Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) hefur verið umsvifamestur meðal stærri hluthafa Íslandsbanka að auka við hlutabréfastöðu sína dagana eftir að bankinn tilkynnti í lok júní um sátt við fjármálaeftirlitið, sem fól í sér hæstu sektargreiðslu fjármálafyrirtækis í Íslandssögunni, vegna brota á lögum og innri reglum við sölu á hlutum í sjálfum sér í fyrra. Lífeyrissjóðurinn stækkaði eignarhlut sinn samhliða því að hlutabréfaverð Íslandsbanka fór lækkandi. Innherji 20.7.2023 11:47 Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar. Viðskipti innlent 18.7.2023 14:41 Keldan setur fjórtán ára barn varaþingmanns á áhættulista: „Mér finnst þetta svívirða“ Keldan hefur sett fjórtán ára gamalt barn á lista yfir í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla á grunni laga um peningaþvott og fjármögnun hryðjuverka. Varaþingmaður og faðir barnsins segir málið svívirðu. Innlent 17.7.2023 15:31 Íslandsbanki frestar birtingu tilnefninga til stjórnar Tilnefninganefnd Íslandsbanka hefur frestað birtingu tilnefninga til stjórnar bankans um eina viku. Viðskipti innlent 15.7.2023 09:46 Yfirtók gagnaverið af Íslandsbanka fyrir nærri milljarð Borealis Data Center keypti félagið Reykjavík DC, sem starfrækir gagnaver á Korputorgi, fyrir tæplega 900 milljónir íslenskra króna síðastliðið haust af Íslandsbanka. Vegna fjárhagsvandræða hafði gagnaverið verið yfirtekið af bankanum, stærsta lánadrottni sínum, í árslok 2021 og í kjölfarið voru meðal annars um 400 milljónir af skuldum félagsins afskrifaðar samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu. Innherji 13.7.2023 07:44 Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. Innlent 8.7.2023 10:38 Landsbankinn varar við svikaskilaboðum Landsbankinn varar við smáskilaboðum sem viðskiptavinir bankans kunna að hafa fengið en skilaboðin eru ekki á vegum bankans. Innlent 7.7.2023 16:58 Brot bankans mögulega rakin til brotalama hjá Bankasýslunni Ríkisendurskoðandi segir að ef Bankasýsla ríkisins hefði lagt betri grunn að söluferlinu á Íslandsbanka hefði mátt komast hjá fjölda brota sem sátt Fjármálaeftirlitsins við bankann tekur til. Ekki megi gleyma að Bankasýslan hafi verið framkvæmdaraðili sölunnar og beri því víðtæka ábyrgð. Viðskipti innlent 5.7.2023 12:10 Bankasýslan ekki dregið neinn lærdóm og hyggist ekki axla ábyrgð Ríkisendurskoðun getur ekki dregið aðra ályktun en að Bankasýsla ríkisins hafi fyrir sitt leyti engan lærdóm dregið af skýrslu embættisins um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Jafnframt standi ekki til af hálfu Bankasýslunnar að axla neina þá ábyrgð sem henni beri sem framkvæmdaraðila útboðsins og fjallað er um í skýrslunni. Viðskipti innlent 4.7.2023 18:51 Fær 47 milljónir vegna starfslokanna Bankastjóri Íslandsbanka segir stemningu meðal starfsmanna bankans þunga og mikla sorg ríkja eftir erfiða viku. Hann fundar með formanni VR í vikunni og mun gera sitt besta til að endurvinna traust hans. Viðskipti innlent 3.7.2023 18:31 Ákveða framhald viðskipta eftir hluthafafund bankans Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn félagsins muni ákveða framhald viðskipta við Íslandsbanka að loknum hluthafafundi 28. júlí. Á fundinum verður ný stjórn kjörin. Viðskipti innlent 3.7.2023 16:55 « ‹ 11 12 13 14 15 16 17 18 19 … 58 ›
Forstjóri Kviku segir Stoðir vera að benda á hið „augljósa“ um virði bankans Bankastjóri Kviku, sem skilaði rúmlega 12 prósenta arðsemi á efnislegt eigið fé á fyrri árshelmingi, segist „persónulega ekkert ósammála“ því mati forstjóra Stoða að virði bankans á markaði ætti að vera hærra. Hann telur uppgjör Kviku fyrir tímabilið, sem litaðist af erfiðum aðstæðum á mörkuðum, vera „vel ásættanlegt“ og segir viðræður um mögulegan samruna við Íslandsbanka ekki hafa farið af stað að nýju. Innherji 17.8.2023 19:35
Stefán tekur við varaformennsku í stjórn Íslandsbanka Stefán Pétursson, sem var fjármálastjóri Arion banka í meira en áratug, hefur verið gerður að varaformanni stjórnar Íslandsbanka í kjölfar niðurstöðu hluthafafundar félagsins í lok síðasta mánaðar. Helga Hlín Hákonardóttir, sem kom sömuleiðis ný inn í stjórn Íslandsbanka, mun taka við sem formaður áhættunefndar bankans. Innherji 14.8.2023 18:59
Íslenskir bankar myndu glaðir borga ítalskan hvalrekaskatt Hvalrekaskattur, orð sem stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum hafa tileinkað sér, hefur verið í fréttunum undanfarna daga. Fréttir bárust af því að ítalska ríkisstjórnin hafi ákveðið að leggja 40% hvalrekaskatt á banka og nota fjármagnið til þess að styðja við fólk með húsnæðislán og lækka skatta. Skoðun 10.8.2023 14:30
Bankarnir liggi vel við höggi „einhverra hluta vegna“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra efast um að svokallaður hvalrekaskattur myndi bæta kjör heimilanna eða fyrirtækja. Nóg sé um sérsaka íslenska skatta og frekari skattlagning myndi minnka áhuga fjárfesta á bankakerfinu íslenska. Innlent 9.8.2023 17:15
Sértækir skattar á íslenska banka þrisvar sinnum hærri en hvalrekaskattur Ítala Sértækir skattar á íslenska banka eru þrisvar sinnum hærri en Ítalir áforma að leggja einu sinni á sína banka í formi svokallaðs hvalrekaskatts. Hafa ber í huga að arðsemi íslenskra banka er almennt minni en í nágrannalöndum okkar. „Það er ekki ofurhagnaður hjá íslenskum bönkum og þeir eru skattlagðir í meira mæli en erlendis,“ segir hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja. Innherji 9.8.2023 14:03
Eðlilegt að skoða hvalrekaskatt til að koma til móts við heimilin í landinu Starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar tekur undir með viðskiptaráðherra og segir eðlilegt að skoða að setja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana til að bregðast við stöðu heimilanna í landinu. Bankarnir séu að hagnast gríðarlega vegna vaxtahækkana. Innlent 9.8.2023 12:07
Hvalrekaskattur á bankana kemur til greina Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir koma til greina að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem má rekja til hærri vaxta. Það liggi þó ekkert fyrir um það innan ríkisstjórnar. Innlent 8.8.2023 20:06
Landsbankaappið komið í lag eftir bilun Landsbankaappið er komið í lag eftir bilun. Vísi barst fjöldi ábendinga frá viðskiptavinum sem annað hvort komust ekki inn í appið eða þá komust inn í það en reikningarnir sýndu tóma stöðu. Viðskipti innlent 3.8.2023 19:28
Lífeyrissjóðir ekki lánað meira til heimila frá því fyrir faraldurinn Hröð umskipti eru að verða á íbúðalánamarkaði þar sem hlutdeild bankanna er orðin hverfandi á sama tíma og lífeyrissjóðirnir, sem bjóða hægstæðari lánakjör um þessar mundir, eru farnir að auka talsvert umsvif sín. Hrein ný útlán lífeyrissjóðanna til heimila í júní voru þau mestu í einum mánuði frá því fyrir faraldurinn í upphafi ársins 2020 en sjóðirnir hafa lánað um helmingi meira en bankarnir á fyrri árshelmingi 2023. Innherji 3.8.2023 14:18
Skila betri arðsemi en íslensku bankarnir vegna stóraukinna vaxtatekna Helstu bankarnir á hinum Norðurlöndunum skiluðu í flestum tilfellum umtalsvert betri arðsemi en íslensku viðskiptabankarnir á fyrri árshelmingi sem má einkum rekja til þess að hreinar vaxtatekjur þeirra jukust mun meira og vaxtamunur fór hækkandi. Bankastjóri Arion hefur sagt að vegna meðal annars strangari eiginfjárkrafna þurfi íslensku bankarnir að viðhalda hærri vaxtamun en aðrir norrænir bankar til að ná viðunandi arðsemi á eigið fé. Innherji 2.8.2023 16:16
Bankarnir geti lækkað vexti miðað við hagnaðinn Formaður Neytendasamtakanna segir ljóst að stóru viðskiptabankarnir geti lækkað vexti sína miðað við hve mikið þeir hafa hagnast á fyrri hluta ársins. Bankarnir eigi ekki að vera undanskildir þegar kallað er eftir aðhaldi. Neytendur 29.7.2023 12:10
Virðisbreyting hífði upp afkomu Íslandsbanka en tekjur undir væntingum Umtalsverð jákvæð virðisbreyting á lánasafni Íslandsbanka – sem hlutabréfagreinendur sáu ekki fyrir – gerði það að verkum að hagnaður bankans fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi var níu prósentum hærri en meðalspá fimm greinenda. Virðisbreytingin gerði það að verkum að arðsemi eiginfjár var í takt við meðaltalsspá greiningardeilda eða 11,5 prósent. Hlutabréf Íslandsbanka hafa lækkað um 1,2 prósent það sem af er degi. Innherji 28.7.2023 13:15
Haukur Örn hlaut flest atkvæði og Helga Hlín komst að Helga Hlín Hákonardóttir hlaut brautargengi í stjórn Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu til stjórnarsetu. Haukur Örn Birgisson hlaut flest atkvæði í stjórnarkjörinu. Linda Jónsdóttir var ein í framboði til formanns stjórnar og fékk brautargengi í stjórnina. Hún var því sjálfkjörinn stjórnarformaður. Viðskipti innlent 28.7.2023 12:40
Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og þar af um 6,1 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður eykst milli ára en hann nam 11,1 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2022. Bankastjóri segir rekstur bankans hafa gengið vel á ársfjórðungnum sem hafi einnig einkennst af stórum áskorunum í tengslum við sölu á hlutum ríkisins í bankanum. Viðskipti innlent 27.7.2023 16:22
Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna á fyrri helmingi þessa árs. Þar af nam hagnaður 7,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 10,1 milljarða á sama tímabili í fyrra. Bankastjóri segir uppgjörið vera í takt við væntingar. Viðskipti innlent 26.7.2023 17:00
Þessi bjóða sig fram í stjórn Íslandsbanka Ellefu einstaklingar bjóða sig fram til setu í stjórn Íslandsbanka sem kjörin verður á hluthafafundi bankans föstudaginn 28. júlí. Fjögur bjóða sig fram til stjórnarsetu þrátt fyrir að vera ekki á lista tilnefningarnefndar yfir þá sem mælt er með að taki stjórnarsæti. Viðskipti innlent 25.7.2023 14:35
Þórður nýr innri endurskoðandi Landsbankans Þórður Örlygsson hefur verið ráðinn innri endurskoðandi Landsbankans en hann hefur gegnt stöðu regluvarðar hjá bankanum. Þórður tekur við af Kristínu Baldursdóttur sem hefur verið innri endurskoðandi Landsbankans frá árinu 2009. Viðskipti innlent 25.7.2023 13:48
Birna með 56,6 milljónir króna í starfslokasamning Ráðningarsamningur Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, kvað á um tólf mánaða uppsagnarfrest og er gjaldfærsla vegna launa og hlunninda 56,6 milljónir króna. Þetta kemur fram í svörum stjórnar bankans til hluthafa vegna fyrirhugaðs hluthafafundar sem fer fram þann 28. júlí næstkomandi. Viðskipti innlent 21.7.2023 18:12
Hagnast um 14,5 milljarða og greiða 16,5 fyrir nýjar höfuðstöðvar Landsbankinn hagnaðist um 14,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2023, þar af 6,7 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,6% milli ára og hreinar þjónustutekjur um 6,1%. Kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva hefur farið fram úr áætlun og er nú áætlaður 16,5 milljarðar Viðskipti innlent 20.7.2023 13:18
Stækkað stöðu sína í Íslandsbanka um nærri milljarð eftir sátt bankans við FME Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) hefur verið umsvifamestur meðal stærri hluthafa Íslandsbanka að auka við hlutabréfastöðu sína dagana eftir að bankinn tilkynnti í lok júní um sátt við fjármálaeftirlitið, sem fól í sér hæstu sektargreiðslu fjármálafyrirtækis í Íslandssögunni, vegna brota á lögum og innri reglum við sölu á hlutum í sjálfum sér í fyrra. Lífeyrissjóðurinn stækkaði eignarhlut sinn samhliða því að hlutabréfaverð Íslandsbanka fór lækkandi. Innherji 20.7.2023 11:47
Formaður og varaformaður hætta í stjórn Íslandsbanka Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Tilnefningarnefnd bankans leggur til að Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel, verði kjörin nýr formaður stjórnar. Viðskipti innlent 18.7.2023 14:41
Keldan setur fjórtán ára barn varaþingmanns á áhættulista: „Mér finnst þetta svívirða“ Keldan hefur sett fjórtán ára gamalt barn á lista yfir í áhættuhópi vegna stjórnmálalegra tengsla á grunni laga um peningaþvott og fjármögnun hryðjuverka. Varaþingmaður og faðir barnsins segir málið svívirðu. Innlent 17.7.2023 15:31
Íslandsbanki frestar birtingu tilnefninga til stjórnar Tilnefninganefnd Íslandsbanka hefur frestað birtingu tilnefninga til stjórnar bankans um eina viku. Viðskipti innlent 15.7.2023 09:46
Yfirtók gagnaverið af Íslandsbanka fyrir nærri milljarð Borealis Data Center keypti félagið Reykjavík DC, sem starfrækir gagnaver á Korputorgi, fyrir tæplega 900 milljónir íslenskra króna síðastliðið haust af Íslandsbanka. Vegna fjárhagsvandræða hafði gagnaverið verið yfirtekið af bankanum, stærsta lánadrottni sínum, í árslok 2021 og í kjölfarið voru meðal annars um 400 milljónir af skuldum félagsins afskrifaðar samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu. Innherji 13.7.2023 07:44
Ekki verið að neita þingmönnum um upplýsingar um bankasöluna Þingmaður Viðreisnar furðar sig á því að formaður fjárlaganefndar Alþingis vilji ekki óska strax eftir upplýsingum er varða söluna á Íslandsbanka. Formaðurinn segir að boða verði til nefndarfundar áður en óskað sé eftir þeim. Gert sé ráð fyrir að þeir hefjist aftur í ágúst og einungis hægt að boða aukafund í sumar ef brýna nauðsyn beri til. Innlent 8.7.2023 10:38
Landsbankinn varar við svikaskilaboðum Landsbankinn varar við smáskilaboðum sem viðskiptavinir bankans kunna að hafa fengið en skilaboðin eru ekki á vegum bankans. Innlent 7.7.2023 16:58
Brot bankans mögulega rakin til brotalama hjá Bankasýslunni Ríkisendurskoðandi segir að ef Bankasýsla ríkisins hefði lagt betri grunn að söluferlinu á Íslandsbanka hefði mátt komast hjá fjölda brota sem sátt Fjármálaeftirlitsins við bankann tekur til. Ekki megi gleyma að Bankasýslan hafi verið framkvæmdaraðili sölunnar og beri því víðtæka ábyrgð. Viðskipti innlent 5.7.2023 12:10
Bankasýslan ekki dregið neinn lærdóm og hyggist ekki axla ábyrgð Ríkisendurskoðun getur ekki dregið aðra ályktun en að Bankasýsla ríkisins hafi fyrir sitt leyti engan lærdóm dregið af skýrslu embættisins um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Jafnframt standi ekki til af hálfu Bankasýslunnar að axla neina þá ábyrgð sem henni beri sem framkvæmdaraðila útboðsins og fjallað er um í skýrslunni. Viðskipti innlent 4.7.2023 18:51
Fær 47 milljónir vegna starfslokanna Bankastjóri Íslandsbanka segir stemningu meðal starfsmanna bankans þunga og mikla sorg ríkja eftir erfiða viku. Hann fundar með formanni VR í vikunni og mun gera sitt besta til að endurvinna traust hans. Viðskipti innlent 3.7.2023 18:31
Ákveða framhald viðskipta eftir hluthafafund bankans Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn félagsins muni ákveða framhald viðskipta við Íslandsbanka að loknum hluthafafundi 28. júlí. Á fundinum verður ný stjórn kjörin. Viðskipti innlent 3.7.2023 16:55