Fjármálafyrirtæki Viðræðum Kviku og Íslandsbanka slitið: „Það kom mér á óvart hvernig þessar niðurstöður voru“ Forstjóri Kviku banka segir Íslandsbanka eftir sem áður gott fyrirtæki og að hann sjái vel fyrir sér að hægt verði að taka upp þráðinn í viðræðum um sameiningu félaganna tveggja, að loknum hluthafafundi Íslandsbanka. Viðskipti innlent 29.6.2023 20:10 Segist maðurinn til að leiða bankann áfram og tekur varnaðarorðum VR alvarlega Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. Viðskipti innlent 29.6.2023 18:47 Kvika slítur samrunaviðræðum við Íslandsbanka „í ljósi atburða síðustu daga“ Stjórn Kviku banka telur ekki forsendur til þess að halda áfram viðræðum um mögulegan samruna við Íslandsbanka, sem hafa staðið yfir síðustu mánuði, og hefur því slitið þeim. Ekki var búið að komast að sameiginlegri niðurstöðu um skiptihlutföll. Innherji 29.6.2023 16:45 Kvika slítur samrunaviðræðum við Íslandsbanka Kvika banki hefur tilkynnt að bankinn hafi slitið viðræðum um mögulegan samruna bankans við Íslandsbanka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til Kauphallarinnar. Íslandsbanki segist sammála þeirri ákvörðun. Viðskipti innlent 29.6.2023 16:14 Páll segir „hvellskýrt“ að fjármálaráðherra beri ábyrgð Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, talaði tæpitungulaust um Íslandsbankamálið í Morgunútvarpinu á Rás 2 og segir „hvellskýrt“ í huga sínum að hin endanlega pólitíska ábyrgð á Íslandsbankasölunni liggi hjá Bjarna Benediktssyni fjármála-og efnahagsráðherra. Innlent 29.6.2023 14:27 Hóta að færa milljarða viðskipti frá Íslandsbanka Stjórn VR fordæmir viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn bankans hafi framið við útboð á um fjórðungs hlut ríksins í bankanum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins segir VR vera með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Í niðurstöðu stjórnar VR felist hótun um að hætta viðskiptum við bankann bregðist hann ekki betur við stöðu mála. Innlent 29.6.2023 12:36 Einkavædd einkavæðing Fjármálaráðherra hneykslast á þeim sem vilja kalla hann til ábyrgðar vegna alvarlegra og kerfislægra lögbrota sem framin voru við sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor. Sama hneykslun birtist í viðbrögðum forstjóra og stjórnarformanns Bankasýslunnar við spurningum á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Skoðun 29.6.2023 10:33 Framboð íbúða eykst enn og sölutíminn lengist Framboð íbúða hefur haldið áfram að aukast, aðallega vegna lengri sölutíma, og þá hefur þeim íbúðum fjölgað hlutfallslega sem seljast undir ásettu verði. Íbúðum til sölu hefur fjölgað um 300 á þremur mánuðum og eru nú 1.800 talsins. Viðskipti innlent 29.6.2023 09:01 Katastrófísk krísustjórnun Íslandsbanka Þeir sem sinna almannatengslum klóra sér margir hverjir í kolli vegna viðbragða Birnu Einarsdóttur fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka og samskiptadeildar bankans í aðdraganda þess að hún þurfti svo nauðbeygð að segja upp störfum. Innlent 28.6.2023 17:15 Íslandsbankasalan eitt farsælasta útboðið í Evrópu Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins segja það hafa verið mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þeir standa við orð sín um að hlutafjárútboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni og segja það eitt af farsælli útboðum Evrópu. Viðskipti innlent 28.6.2023 15:58 Ekki hægt að gera starfsmenn persónulega ábyrga fyrir sektargreiðslum Hægt er að hafa fullt traust á íslensku fjármálakerfi þrátt fyrir þá atvikalýsingu sem lesa má um í sátt Fjármálaeftirlitsins við Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Betra væri að ræða um játningu en sátt. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnum fundi í efnahags-og viðskiptanefnd fyrir skemmstu. Fulltrúar frá Seðlabankanum voru gestir á fyrri hluta fundarins. Viðskipti innlent 28.6.2023 14:34 Landsbankinn hefur fundið ný heimkynni á Akureyri Landsbankinn á Akureyri mun flytja sig yfir í Hofsbót 2-4 á Akureyri fyrir árslok 2024, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við eigendur húsanna. Viðskipti innlent 28.6.2023 14:14 Bein útsending: Ræða brot Íslandsbanka á nefndarfundi Brot Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum verða til umræðu á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem hefst klukkan 13. Innlent 28.6.2023 12:15 Boðað til hluthafafundar í lok júlí Finnur Árnason, formaður stjórnar Íslandsbanka, segir að boðað verði til hluthafafundar bankans þann 28. júlí. Hann segir síðustu daga hafa verið erfiða. Nýr bankastjóri er tekinn við. Viðskipti innlent 28.6.2023 11:59 Ótrúverðugt að „undirbúningur upp á tíu“ hafi leitt til niðurstöðu „drekkhlöðnum lögbrotum“ „Við þurfum að fá að sjá spilin um það hver var aðdragandinn því það er einfaldlega ekki trúverðugt að einhver undirbúningur hafi verið upp á tíu hafi leitt til niðurstöðu sem er drekkhlaðin lögbrotum.“ Innlent 28.6.2023 10:26 Jón Guðni ráðinn bankastjóri af stjórn Íslandsbanka Stjórn Íslandsbanka hefur komist að samkomulagi við Birnu Einarsdóttur um starfslok hennar hjá bankanum og ráðið Jón Guðna Ómarsson í starf bankastjóra. Jón Guðni hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra fjármála bankans og mun sinna því áfram þar til ráðið hefur verið í þá stöðu. Viðskipti innlent 28.6.2023 06:26 Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. Viðskipti innlent 28.6.2023 06:07 Yfirgefa Íslandsbanka og vilja að stjórnendur greiði sekt úr eigin vasa Stjórn Neytendasamtakanna hefur tekið ákvörðun um að færa viðskipti félagsins frá Íslandsbanka vegna þeirra brota sem stjórnendur hans hafa gerst uppvísir að í tengslum við sölu hluta í bankanum. Viðskipti innlent 27.6.2023 23:50 Fékk 11 milljónir aukalega vegna undirbúnings sölunnar Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, fékk 10,9 milljónir greiddar aukalega árið 2021 vegna yfirvinnu í tengslum við undirbúning hlutafjárútboðs og skráningar bankans á markað. Viðskipti innlent 27.6.2023 18:10 Brotin geti haft mikið að segja um orðspor Íslandsbanka Það að Íslandsbanki hafi hvorki greint hagsmunaárekstra með fullnægjandi hætti né tryggt að þeir sköðuðu ekki hagsmuni viðskiptavina þegar bankinn seldi hluti í sjálfum sér er ein af stærstu orðsporsáhættum bankans í sáttinni við fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Þetta segir Andri Fannar Bergþórsson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, lögmaður hjá Advel lögmönnum og fyrrverandi nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd. Innherji 27.6.2023 12:11 Stjórn Íslandsbanka boðar til hluthafafundar Stjórn Íslandsbanka ætlar að bjóða til hluthafafundar á næstu dögum. Á fundinum mun stjórn og stjórnendur bankans fjalla um framkvæmd bankans á útboði Bankasýslu ríkisins sem fram fór þann 22. mars árið 2022. Viðskipti innlent 26.6.2023 21:50 Fengið um 400 nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn Indó hefur fengið inn til sín hátt í fjögur hundruð nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn. Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar af stofnendum Indó, segist ekki geta fullyrt hvort það tengist sáttinni sem Íslandsbanki gerði við fjármálaeftirlitið. Viðskipti innlent 26.6.2023 21:28 Sáttin öllu verri en Bankasýsla ríkisins átti von á Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sátt fjármálaeftirlits Seðlabankans og Íslandsbanka um sölu bankans á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum öllu verri heldur en þau hafi átt von á. Innlent 26.6.2023 18:59 Bankasýsla ríkisins lýsir yfir miklum vonbrigðum Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins. Viðskipti innlent 26.6.2023 16:24 Vill að stjórnendur axli ábyrgð: „Það blasir við að þetta er áfellisdómur“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skýrsluna um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka áfellisdóm. Það sé eðlileg krafa almennings að stjórnendur bankans axli með einhverjum hætti ábyrgð. Innlent 26.6.2023 12:21 Segir það ekki Íslandsbanka að birta sáttina Birting sáttar sem Íslandsbanki gerði við Fjármálaeftirlitið strandar ekki á undirskrift stjórnenda bankans samkvæmt svörum frá samskiptastjóra. Skrifað var undir sáttina í gær og verður hún væntanlega gerð opinber á morgun. Þá skýrist meðal annars hvort kaup eiginmanns samskiptastjóra í bankanum hafi verið lögleg. Innlent 25.6.2023 14:47 Skorar á stjórnendur Íslandsbanka að birta sáttina í dag Menningar- og viðskiptaráðherra skorar á stjórnendur Íslandsbanka að birta sátt sem bankinn gerði við Fjármálaeftirlitið, ekki síðar en í dag. Hún segir framkomu stjórnenda bankans í garð almennings einkennast af virðingarleysi. Innlent 25.6.2023 12:03 „Menn geta ekki lagt á flótta þegar þeir þurfa að svara“ Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir svör bankastjóra Íslandsbanka varðandi sáttagreiðslu bankans við fjármálaeftirlitið í meira lagi loðin. Hún kallar eftir útskýringum fjármálaráðherra sem beri ábyrgð á málinu og segir ekki eðlilegt að menn leggi á flótta þegar svara er krafist. Bjarni Benediktsson hyggst ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Innlent 24.6.2023 11:42 Bankasýslan hafði enga aðkomu að sátt Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitsins Bankasýsla ríkisins segist ekki hafa haft neina aðkomu að sátt Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitsins í tengslum við bankasöluna á síðasta ári. Bankasýslan segist ekki geta brugðist við fréttunum þar sem sáttin hefur ekki verið birt. Innlent 23.6.2023 17:40 Enn þarf að bíða eftir að vaxtahækkanir hemji útlánavöxt bankanna Áfram er mikill þróttur í útlánum banka þrátt fyrir brattar stýrivaxtahækkanir að undanförnu. Hagfræðingur bendir á að tíminn frá því að ákveðið sé að fara af stað í fjárfestingarverkefni og þar til banki láni til þeirra geti verið nokkuð langur. Þess vegna þurfi að bíða aðeins lengur til að sjá hver áhrifin verði af nýlegum vaxtahækkunum. Innherji 23.6.2023 14:01 « ‹ 11 12 13 14 15 16 17 18 19 … 56 ›
Viðræðum Kviku og Íslandsbanka slitið: „Það kom mér á óvart hvernig þessar niðurstöður voru“ Forstjóri Kviku banka segir Íslandsbanka eftir sem áður gott fyrirtæki og að hann sjái vel fyrir sér að hægt verði að taka upp þráðinn í viðræðum um sameiningu félaganna tveggja, að loknum hluthafafundi Íslandsbanka. Viðskipti innlent 29.6.2023 20:10
Segist maðurinn til að leiða bankann áfram og tekur varnaðarorðum VR alvarlega Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. Viðskipti innlent 29.6.2023 18:47
Kvika slítur samrunaviðræðum við Íslandsbanka „í ljósi atburða síðustu daga“ Stjórn Kviku banka telur ekki forsendur til þess að halda áfram viðræðum um mögulegan samruna við Íslandsbanka, sem hafa staðið yfir síðustu mánuði, og hefur því slitið þeim. Ekki var búið að komast að sameiginlegri niðurstöðu um skiptihlutföll. Innherji 29.6.2023 16:45
Kvika slítur samrunaviðræðum við Íslandsbanka Kvika banki hefur tilkynnt að bankinn hafi slitið viðræðum um mögulegan samruna bankans við Íslandsbanka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til Kauphallarinnar. Íslandsbanki segist sammála þeirri ákvörðun. Viðskipti innlent 29.6.2023 16:14
Páll segir „hvellskýrt“ að fjármálaráðherra beri ábyrgð Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og núverandi forseti bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum, talaði tæpitungulaust um Íslandsbankamálið í Morgunútvarpinu á Rás 2 og segir „hvellskýrt“ í huga sínum að hin endanlega pólitíska ábyrgð á Íslandsbankasölunni liggi hjá Bjarna Benediktssyni fjármála-og efnahagsráðherra. Innlent 29.6.2023 14:27
Hóta að færa milljarða viðskipti frá Íslandsbanka Stjórn VR fordæmir viðbrögð Íslandsbanka við þeim brotum sem starfsmenn bankans hafi framið við útboð á um fjórðungs hlut ríksins í bankanum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins segir VR vera með milljarða í eignastýringu og viðskiptum við Íslandsbanka og aðra aðila. Í niðurstöðu stjórnar VR felist hótun um að hætta viðskiptum við bankann bregðist hann ekki betur við stöðu mála. Innlent 29.6.2023 12:36
Einkavædd einkavæðing Fjármálaráðherra hneykslast á þeim sem vilja kalla hann til ábyrgðar vegna alvarlegra og kerfislægra lögbrota sem framin voru við sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor. Sama hneykslun birtist í viðbrögðum forstjóra og stjórnarformanns Bankasýslunnar við spurningum á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Skoðun 29.6.2023 10:33
Framboð íbúða eykst enn og sölutíminn lengist Framboð íbúða hefur haldið áfram að aukast, aðallega vegna lengri sölutíma, og þá hefur þeim íbúðum fjölgað hlutfallslega sem seljast undir ásettu verði. Íbúðum til sölu hefur fjölgað um 300 á þremur mánuðum og eru nú 1.800 talsins. Viðskipti innlent 29.6.2023 09:01
Katastrófísk krísustjórnun Íslandsbanka Þeir sem sinna almannatengslum klóra sér margir hverjir í kolli vegna viðbragða Birnu Einarsdóttur fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka og samskiptadeildar bankans í aðdraganda þess að hún þurfti svo nauðbeygð að segja upp störfum. Innlent 28.6.2023 17:15
Íslandsbankasalan eitt farsælasta útboðið í Evrópu Stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins segja það hafa verið mikil vonbrigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þeir standa við orð sín um að hlutafjárútboðið hafi verið það farsælasta í Íslandssögunni og segja það eitt af farsælli útboðum Evrópu. Viðskipti innlent 28.6.2023 15:58
Ekki hægt að gera starfsmenn persónulega ábyrga fyrir sektargreiðslum Hægt er að hafa fullt traust á íslensku fjármálakerfi þrátt fyrir þá atvikalýsingu sem lesa má um í sátt Fjármálaeftirlitsins við Íslandsbanka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Betra væri að ræða um játningu en sátt. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnum fundi í efnahags-og viðskiptanefnd fyrir skemmstu. Fulltrúar frá Seðlabankanum voru gestir á fyrri hluta fundarins. Viðskipti innlent 28.6.2023 14:34
Landsbankinn hefur fundið ný heimkynni á Akureyri Landsbankinn á Akureyri mun flytja sig yfir í Hofsbót 2-4 á Akureyri fyrir árslok 2024, samkvæmt langtímaleigusamningi sem gerður hefur verið við eigendur húsanna. Viðskipti innlent 28.6.2023 14:14
Bein útsending: Ræða brot Íslandsbanka á nefndarfundi Brot Íslandsbanka við sölumeðferð eignarhluta ríkisins í bankanum verða til umræðu á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem hefst klukkan 13. Innlent 28.6.2023 12:15
Boðað til hluthafafundar í lok júlí Finnur Árnason, formaður stjórnar Íslandsbanka, segir að boðað verði til hluthafafundar bankans þann 28. júlí. Hann segir síðustu daga hafa verið erfiða. Nýr bankastjóri er tekinn við. Viðskipti innlent 28.6.2023 11:59
Ótrúverðugt að „undirbúningur upp á tíu“ hafi leitt til niðurstöðu „drekkhlöðnum lögbrotum“ „Við þurfum að fá að sjá spilin um það hver var aðdragandinn því það er einfaldlega ekki trúverðugt að einhver undirbúningur hafi verið upp á tíu hafi leitt til niðurstöðu sem er drekkhlaðin lögbrotum.“ Innlent 28.6.2023 10:26
Jón Guðni ráðinn bankastjóri af stjórn Íslandsbanka Stjórn Íslandsbanka hefur komist að samkomulagi við Birnu Einarsdóttur um starfslok hennar hjá bankanum og ráðið Jón Guðna Ómarsson í starf bankastjóra. Jón Guðni hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra fjármála bankans og mun sinna því áfram þar til ráðið hefur verið í þá stöðu. Viðskipti innlent 28.6.2023 06:26
Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. Viðskipti innlent 28.6.2023 06:07
Yfirgefa Íslandsbanka og vilja að stjórnendur greiði sekt úr eigin vasa Stjórn Neytendasamtakanna hefur tekið ákvörðun um að færa viðskipti félagsins frá Íslandsbanka vegna þeirra brota sem stjórnendur hans hafa gerst uppvísir að í tengslum við sölu hluta í bankanum. Viðskipti innlent 27.6.2023 23:50
Fékk 11 milljónir aukalega vegna undirbúnings sölunnar Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, fékk 10,9 milljónir greiddar aukalega árið 2021 vegna yfirvinnu í tengslum við undirbúning hlutafjárútboðs og skráningar bankans á markað. Viðskipti innlent 27.6.2023 18:10
Brotin geti haft mikið að segja um orðspor Íslandsbanka Það að Íslandsbanki hafi hvorki greint hagsmunaárekstra með fullnægjandi hætti né tryggt að þeir sköðuðu ekki hagsmuni viðskiptavina þegar bankinn seldi hluti í sjálfum sér er ein af stærstu orðsporsáhættum bankans í sáttinni við fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Þetta segir Andri Fannar Bergþórsson, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík, lögmaður hjá Advel lögmönnum og fyrrverandi nefndarmaður í fjármálaeftirlitsnefnd. Innherji 27.6.2023 12:11
Stjórn Íslandsbanka boðar til hluthafafundar Stjórn Íslandsbanka ætlar að bjóða til hluthafafundar á næstu dögum. Á fundinum mun stjórn og stjórnendur bankans fjalla um framkvæmd bankans á útboði Bankasýslu ríkisins sem fram fór þann 22. mars árið 2022. Viðskipti innlent 26.6.2023 21:50
Fengið um 400 nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn Indó hefur fengið inn til sín hátt í fjögur hundruð nýja viðskiptavini síðan á föstudaginn. Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og annar af stofnendum Indó, segist ekki geta fullyrt hvort það tengist sáttinni sem Íslandsbanki gerði við fjármálaeftirlitið. Viðskipti innlent 26.6.2023 21:28
Sáttin öllu verri en Bankasýsla ríkisins átti von á Stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sátt fjármálaeftirlits Seðlabankans og Íslandsbanka um sölu bankans á 22,5 prósenta hlut ríkisins í bankanum öllu verri heldur en þau hafi átt von á. Innlent 26.6.2023 18:59
Bankasýsla ríkisins lýsir yfir miklum vonbrigðum Í fréttatilkynningu segir að Bankasýsla ríkisins lýsi yfir miklum vonbrigðum með vinnubrögð Íslandsbanka við útboð á 22,5 prósent eignarhlut ríkisins í bankanum, í ljósi þess sem fram kemur í nýgerðri sátt bankans við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands. Boðað verður til hluthafafundar vegna málsins. Viðskipti innlent 26.6.2023 16:24
Vill að stjórnendur axli ábyrgð: „Það blasir við að þetta er áfellisdómur“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skýrsluna um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka áfellisdóm. Það sé eðlileg krafa almennings að stjórnendur bankans axli með einhverjum hætti ábyrgð. Innlent 26.6.2023 12:21
Segir það ekki Íslandsbanka að birta sáttina Birting sáttar sem Íslandsbanki gerði við Fjármálaeftirlitið strandar ekki á undirskrift stjórnenda bankans samkvæmt svörum frá samskiptastjóra. Skrifað var undir sáttina í gær og verður hún væntanlega gerð opinber á morgun. Þá skýrist meðal annars hvort kaup eiginmanns samskiptastjóra í bankanum hafi verið lögleg. Innlent 25.6.2023 14:47
Skorar á stjórnendur Íslandsbanka að birta sáttina í dag Menningar- og viðskiptaráðherra skorar á stjórnendur Íslandsbanka að birta sátt sem bankinn gerði við Fjármálaeftirlitið, ekki síðar en í dag. Hún segir framkomu stjórnenda bankans í garð almennings einkennast af virðingarleysi. Innlent 25.6.2023 12:03
„Menn geta ekki lagt á flótta þegar þeir þurfa að svara“ Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir svör bankastjóra Íslandsbanka varðandi sáttagreiðslu bankans við fjármálaeftirlitið í meira lagi loðin. Hún kallar eftir útskýringum fjármálaráðherra sem beri ábyrgð á málinu og segir ekki eðlilegt að menn leggi á flótta þegar svara er krafist. Bjarni Benediktsson hyggst ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Innlent 24.6.2023 11:42
Bankasýslan hafði enga aðkomu að sátt Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitsins Bankasýsla ríkisins segist ekki hafa haft neina aðkomu að sátt Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitsins í tengslum við bankasöluna á síðasta ári. Bankasýslan segist ekki geta brugðist við fréttunum þar sem sáttin hefur ekki verið birt. Innlent 23.6.2023 17:40
Enn þarf að bíða eftir að vaxtahækkanir hemji útlánavöxt bankanna Áfram er mikill þróttur í útlánum banka þrátt fyrir brattar stýrivaxtahækkanir að undanförnu. Hagfræðingur bendir á að tíminn frá því að ákveðið sé að fara af stað í fjárfestingarverkefni og þar til banki láni til þeirra geti verið nokkuð langur. Þess vegna þurfi að bíða aðeins lengur til að sjá hver áhrifin verði af nýlegum vaxtahækkunum. Innherji 23.6.2023 14:01