Fjármálafyrirtæki

Fréttamynd

Nýr bankastjóri Kviku kaupir í félaginu fyrir 34 milljónir

Ármann Þorvaldsson, sem var ráðinn bankastjóri Kviku í síðustu viku, hefur keypt bréf í bankanum fyrir jafnvirði tæplega 34 milljónir króna. Hlutabréfaverð Kviku hefur verið undir þrýstingi til lækkunar um langt skeið og er niður um nærri 20 prósent á síðustu tólf mánuðum.

Innherji
Fréttamynd

Fyrir­tækin sækja í verð­tryggð lán sam­hliða hækkandi vaxta­stigi

Útlánavöxtur til atvinnulífsins er núna í auknum mæli borinn uppi af verðtryggðum lánum samhliða hækkandi vaxtastigi en ásókn fyrirtækja í slík lán hefur ekki verið meiri um langt skeið. Eftir vísbendingar um að draga væri nokkuð úr nýjum útlánum til fyrirtækja jukust þau talsvert að nýju í liðnum mánuði.

Innherji
Fréttamynd

Vaxta­á­lag á lánum banka til heimila og fyrir­tækja sjaldan verið lægra

Vaxtaálagið á nýjum útlánum í bankakerfinu til atvinnulífsins og heimila hefur fallið skarpt á síðustu misserum, einkum þegar kemur að íbúðalánum en munurinn á markaðsvöxtum og þeim vaxtakjörum sem bankarnir bjóða á slíkum lánum er nú sögulega lítill. Aukin samkeppni á innlánamarkaði á síðustu árum hefur meðal annars valdið því að vextir á óbundnum sparireikningum hafa nú aldrei verið hærri sem hlutfall af stýrivöxtum Seðlabankans.

Innherji
Fréttamynd

Marinó hættir sem for­stjóri Kviku

Marinó Örn Tryggva­son hefur látið af störfum sem for­stjóri Kviku banka. Þetta kemur fram í til­kynningu til Kaup­hallarinnar. Þar segir að Ár­mann Þor­valds­son hafi verið ráðinn til starfa í stað Marinós og hefur hann þegar störf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Benedikt er launahæsti bankastjórinn

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka var launahæsti bankastjóri landsins árið 2022. Hann er þó langt því frá launahæsti starfsmaður fjármálafyrirtækja. Birna Einarsdóttir fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka kemst ekki inn á lista yfir tíu launahæstu starfsmennina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

VR hættir við­skiptum við Ís­lands­banka

Stjórn stéttarfélagsins VR hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka vegna brota bankans við sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í sjálfum sér. Eru viðbrögð bankans og forsvarsmanna hans ófullnægjandi að mati stéttarfélagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Undrandi á því að bankarnir meini við­skipta­vinum Indó að nálgast gjald­eyri

Sam­kvæmt nýjum reglum við­skipta­bankanna þriggja þurfa við­skipta­vinir nú að vera búnir að svara á­reiðan­leika­könnun og vera í við­skiptum við bankanna áður en þeir skipta gjald­eyri hjá bönkunum. Við­skipta­vinir sem hafa fært sig annað, til að mynda til spari­sjóðsins Indó hafa lent í vand­ræðum vegna þessa. Fram­kvæmda­stjóri Indó segir vert að at­hugað sé hvort nýjar reglur sam­rýmist sátt bankanna við Sam­keppnis­eftir­litið frá 2017.

Neytendur
Fréttamynd

Forstjóri Kviku segir Stoðir vera að benda á hið „augljósa“ um virði bankans

Bankastjóri Kviku, sem skilaði rúmlega 12 prósenta arðsemi á efnislegt eigið fé á fyrri árshelmingi, segist „persónulega ekkert ósammála“ því mati forstjóra Stoða að virði bankans á markaði ætti að vera hærra. Hann telur uppgjör Kviku fyrir tímabilið, sem litaðist af erfiðum aðstæðum á mörkuðum, vera „vel ásættanlegt“ og segir viðræður um mögulegan samruna við Íslandsbanka ekki hafa farið af stað að nýju.

Innherji
Fréttamynd

Stefán tekur við vara­for­mennsku í stjórn Ís­lands­banka

Stefán Pétursson, sem var fjármálastjóri Arion banka í meira en áratug, hefur verið gerður að varaformanni stjórnar Íslandsbanka í kjölfar niðurstöðu hluthafafundar félagsins í lok síðasta mánaðar. Helga Hlín Hákonardóttir, sem kom sömuleiðis ný inn í stjórn Íslandsbanka, mun taka við sem formaður áhættunefndar bankans.

Innherji
Fréttamynd

Ís­lenskir bankar myndu glaðir borga ítalskan hval­reka­skatt

Hvalrekaskattur, orð sem stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum hafa tileinkað sér, hefur verið í fréttunum undanfarna daga. Fréttir bárust af því að ítalska ríkisstjórnin hafi ákveðið að leggja 40% hvalrekaskatt á banka og nota fjármagnið til þess að styðja við fólk með húsnæðislán og lækka skatta.

Skoðun
Fréttamynd

Sér­tæk­ir skatt­ar á ís­lensk­a bank­a þrisv­ar sinn­um hærr­i en hval­rek­a­skatt­ur Ítal­a

Sértækir skattar á íslenska banka eru þrisvar sinnum hærri en Ítalir áforma að leggja einu sinni á sína banka í formi svokallaðs hvalrekaskatts. Hafa ber í huga að arðsemi íslenskra banka er almennt minni en í nágrannalöndum okkar. „Það er ekki ofurhagnaður hjá íslenskum bönkum og þeir eru skattlagðir í meira mæli en erlendis,“ segir hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja.

Innherji
Fréttamynd

Hvalrekaskattur á bankana kemur til greina

Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir koma til greina að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á bankana vegna ofurhagnaðar sem má rekja til hærri vaxta. Það liggi þó ekkert fyrir um það innan ríkisstjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Lífeyrissjóðir ekki lánað meira til heimila frá því fyrir faraldurinn

Hröð umskipti eru að verða á íbúðalánamarkaði þar sem hlutdeild bankanna er orðin hverfandi á sama tíma og lífeyrissjóðirnir, sem bjóða hægstæðari lánakjör um þessar mundir, eru farnir að auka talsvert umsvif sín. Hrein ný útlán lífeyrissjóðanna til heimila í júní voru þau mestu í einum mánuði frá því fyrir faraldurinn í upphafi ársins 2020 en sjóðirnir hafa lánað um helmingi meira en bankarnir á fyrri árshelmingi 2023.

Innherji
Fréttamynd

Skila betri arð­semi en ís­lensku bankarnir vegna stór­aukinna vaxta­tekna

Helstu bankarnir á hinum Norðurlöndunum skiluðu í flestum tilfellum umtalsvert betri arðsemi en íslensku viðskiptabankarnir á fyrri árshelmingi sem má einkum rekja til þess að hreinar vaxtatekjur þeirra jukust mun meira og vaxtamunur fór hækkandi. Bankastjóri Arion hefur sagt að vegna meðal annars strangari eiginfjárkrafna þurfi íslensku bankarnir að viðhalda hærri vaxtamun en aðrir norrænir bankar til að ná viðunandi arðsemi á eigið fé.

Innherji
Fréttamynd

Bankarnir geti lækkað vexti miðað við hagnaðinn

Formaður Neytendasamtakanna segir ljóst að stóru viðskiptabankarnir geti lækkað vexti sína miðað við hve mikið þeir hafa hagnast á fyrri hluta ársins. Bankarnir eigi ekki að vera undanskildir þegar kallað er eftir aðhaldi.

Neytendur
Fréttamynd

Virð­is­breyt­ing hífð­i upp af­kom­u Ís­lands­bank­a en tekj­ur und­ir vænt­ing­um

Umtalsverð jákvæð virðisbreyting á lánasafni Íslandsbanka – sem hlutabréfagreinendur sáu ekki fyrir – gerði það að verkum að hagnaður bankans fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi var níu prósentum hærri en meðalspá fimm greinenda. Virðisbreytingin gerði það að verkum að arðsemi eiginfjár var í takt við meðaltalsspá greiningardeilda eða 11,5 prósent. Hlutabréf Íslandsbanka hafa lækkað um 1,2 prósent það sem af er degi.

Innherji
Fréttamynd

Haukur Örn hlaut flest atkvæði og Helga Hlín komst að

Helga Hlín Hákonardóttir hlaut brautargengi í stjórn Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa ekki hlotið tilnefningu til stjórnarsetu. Haukur Örn Birgisson hlaut flest atkvæði í stjórnarkjörinu. Linda Jónsdóttir var ein í framboði til formanns stjórnar og fékk brautargengi í stjórnina. Hún var því sjálfkjörinn stjórnarformaður.

Viðskipti innlent