Hagnaður Íslandsbanka 24,6 milljarðar á síðasta ári Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2024 07:57 Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, segir horfur í rekstri bankans eru jákvæðar og stoðir hans styrkar. Vísir/Vilhelm Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 6,2 milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi 2023. Hagnaður af rekstri bankans nam því 24,6 milljarðar króna á síðasta ári. Stjórn Íslandsbanka mun leggja til 12,3 milljarða króna arðgreiðslu við aðalfund bankans í mars. Þetta kemur fram í uppgjöri Íslandsbanka sem birt var í gær. Fram kemur að arðsemi eigin fjár á fjórða ársfjórðungi hafi verið 11,2 prósent á ársgrundvelli sem sé í samræmi við uppfærða afkomuspá bankans fyrir árið 2023, sem gerði ráð fyrir að arðsemi væri á bilinu 10,7 til 11,7 prósent. Er það hærra en fjárhagslegt markmið bankans um að arðsemi eigin fjár sé yfir 10 prósent. Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa nú allir skilað uppgjörum fyrir síðasta ári, en hagnaður Arion banka nam 25,7 milljarðar og Landsbankans 33,2 milljarðar. „Helstu atriðin í afkomu ársins 2023 Hagnaður af rekstri á árinu 2023 nam 24,6 milljörðum króna (2022: 24,5 milljarðar króna), og arðsemi eigin fjár var 11,3% á ársgrundvelli, samanborið við 11,8% fyrir árið 2022. Hreinar vaxtatekjur námu 48,6 milljörðum króna á árinu, sem er aukning um 12,7% samanborið við fyrra ár. Vaxtamunur á árinu 2023 var 3,0%, en var 2,9% árið áður. Hreinar þóknanatekjur jukust um 1,3% á milli ára, og námu 14,2 milljörðum króna á árinu, samanborið við 14,1 milljarð króna fyrir árið 2022. Hreinar fjármagnstekjur voru 241 milljón króna á árinu 2023, samanborið við fjármagnsgjöld að fjárhæð 1.257 milljónir króna árið 2022. Stjórnunarkostnaður á árinu 2023 nam 26,7 milljörðum króna, ef frá er talin 860 milljón króna stjórnvaldssekt sem gjaldfærð var á öðrum ársfjórðungi. Samanborið við 2022 þegar stjórnunarkostnaðurinn var 23,6 milljarðar króna, þegar frá er talin stjórnvaldssekt að fjárhæð 300 milljónir króna, sem gjaldfærð var á fjórða ársfjórðungi 2022. Kostnaðarhlutfall fyrir árið 2023 var 41,6%, hið sama og það var fyrir árið 2022. Innlán frá viðskiptavinum jukust milli ára um 7,7%, úr 790 milljörðum króna í lok árs 2022 í 851 milljarð króna í lok árs 2023. Virðisrýrnun á fjáreignum nam 1.015 milljónum króna árið 2023 en var jákvæð um 1.576 milljónir króna árið 2022. Bestun efnahagsreiknings, arðgreiðslur og útgreiðsla á umfram eigin fé Stjórn Íslandsbanka mun leggja til 12,3 milljarða króna arðgreiðslu við aðalfund bankans í mars. Það er í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans um að greiða um 50% af hagnaði fyrra árs í arð til hluthafa. Samhliða birtingu ársuppgjörs fyrir árið 2022 í febrúar 2023 kynnti Íslandsbanki áform sín um að hefja 5 milljarða króna endurkaup á eigin bréfum. Árið 2023 keypti bankinn samtals 20.390.831 eigin hluti, sem samsvarar 1,02% af útgefnu hlutafé á grundvelli endurkaupaáætlunar sinnar. Heildarfjárhæð sem varið var til endurkaupa á árinu nam alls 2,3 milljörðum króna. Bankinn heldur áfram að kanna leiðir til að ná fram bestun á eiginfjársamsetningu sinni. Útgreiðsla á allt að 10 milljörðum króna af umfram eigin fé almenns þáttar 1 (CET1), með endurkaupum á eigin bréfum, mun halda áfram á árinu 2024, að því gefnu að aðalfundur samþykki tillögu þess efnis á aðalfundi bankans. Frekari bestun á samsetningu eiginfjár er áætluð fyrir lok árs 2025, að teknu tilliti til markaðsaðstæðna. Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Viðburðaríku og annasömu ári lokið Haft er eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra Íslandsbanka, að síðasti ársfjórðungur ársins 2023 hafi verið góður í rekstri Íslandsbanka og hafi þar með lokið viðburðaríku og annasömu ári. „Tekjur bankans á árinu hækkuðu um rúm 12% frá fyrra ári, og munar þar mestu um aukningu á vaxtatekjum. Kostnaðarhlutfall fyrir árið í heild var 41,6% en markmið bankans er að hlutfallið sé lægra en 45%. Borið saman við árslokatölur 2022 jukust útlán um 3,1% á ársgrundvelli sem er hægari vöxtur en árið á undan og hefur hátt vaxtastig þar klárlega áhrif. Gæði lánasafnsins eru góð og sjáum við litla aukningu í vanskilum. Aukning í innlánum frá viðskiptavinum um tæp 8% á árinu styrkti enn frekar megin fjármögnunarstoð bankans. Það er ánægjulegt að sjá þann góða árangur sem náðist innan allra viðskiptaeininga bankans. Mikil velta var í gjaldeyrismiðlun og undir árslok mátti loks sjá merki um jákvæðan viðsnúning á verðbréfamörkuðum, bæði hér á landi sem og erlendis. Fyrirtækjaráðgjöfin tók þátt í mörgum vel heppnuðum verkefnum, þar á meðal skráningu Ísfélags hf. á aðalmarkað Nasdaq Iceland undir lok árs. Árið einkenndist af góðum vexti í útlánum hjá Viðskiptabankanum, þar með talið hjá Ergo. Þá skila áherslur á þróun stafræns vöruframboðs sér í fjölbreyttum vörum og auknum möguleikum á persónubundinni þjónustu við viðskiptavini okkar. Sjálfbærni skipar áfram veigamikinn sess í daglegum verkefnum bankans og hafa verið sett metnaðarfull markmið á sviði sjálfbærni til ársins 2025 eins og sjá má í Árs- og sjálfbærniskýrslu bankans fyrir árið 2023 sem aðgengileg er á vef bankans. Erlendum útgáfum bankans var vel tekið og þegar líða tók á árið má segja að markaðir erlendis hafi færst nær eðlilegu horfi eftir krefjandi tíma undanfarna 18 mánuði. Alþjóðlegu lánshæfismatsfyrirtækin S&P Global Ratings (S&P) og Moody's hafa einnig verið jákvæð í garð bankans, sér í lagi þegar Moody's veitti bankanum einkunnina A3 í ágúst. Bæði fyrirtæki vísa í afstöðu sinni meðal annars til sterkrar eiginfjárstöðu og góðrar og stöðugrar arðsemi. Nýju ári fylgja í senn bæði tækifæri og áskoranir. Við erum minnt á þann ógnarkraft sem býr í náttúrunni hér á landi og líkt og þjóðin öll stöndum við með Grindvíkingum vegna yfirstandandi jarðhræringa og eldsumbrota á Reykjanesi. Horfur í rekstri bankans eru jákvæðar og stoðir hans styrkar. Íslandsbanki er vel undir það búinn að takast á við þau verkefni sem að höndum ber með viðskiptavinum okkar og öðrum samstarfsaðilum,“ er haft eftir Jóni Guðna í tilkynningunni. Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þetta kemur fram í uppgjöri Íslandsbanka sem birt var í gær. Fram kemur að arðsemi eigin fjár á fjórða ársfjórðungi hafi verið 11,2 prósent á ársgrundvelli sem sé í samræmi við uppfærða afkomuspá bankans fyrir árið 2023, sem gerði ráð fyrir að arðsemi væri á bilinu 10,7 til 11,7 prósent. Er það hærra en fjárhagslegt markmið bankans um að arðsemi eigin fjár sé yfir 10 prósent. Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa nú allir skilað uppgjörum fyrir síðasta ári, en hagnaður Arion banka nam 25,7 milljarðar og Landsbankans 33,2 milljarðar. „Helstu atriðin í afkomu ársins 2023 Hagnaður af rekstri á árinu 2023 nam 24,6 milljörðum króna (2022: 24,5 milljarðar króna), og arðsemi eigin fjár var 11,3% á ársgrundvelli, samanborið við 11,8% fyrir árið 2022. Hreinar vaxtatekjur námu 48,6 milljörðum króna á árinu, sem er aukning um 12,7% samanborið við fyrra ár. Vaxtamunur á árinu 2023 var 3,0%, en var 2,9% árið áður. Hreinar þóknanatekjur jukust um 1,3% á milli ára, og námu 14,2 milljörðum króna á árinu, samanborið við 14,1 milljarð króna fyrir árið 2022. Hreinar fjármagnstekjur voru 241 milljón króna á árinu 2023, samanborið við fjármagnsgjöld að fjárhæð 1.257 milljónir króna árið 2022. Stjórnunarkostnaður á árinu 2023 nam 26,7 milljörðum króna, ef frá er talin 860 milljón króna stjórnvaldssekt sem gjaldfærð var á öðrum ársfjórðungi. Samanborið við 2022 þegar stjórnunarkostnaðurinn var 23,6 milljarðar króna, þegar frá er talin stjórnvaldssekt að fjárhæð 300 milljónir króna, sem gjaldfærð var á fjórða ársfjórðungi 2022. Kostnaðarhlutfall fyrir árið 2023 var 41,6%, hið sama og það var fyrir árið 2022. Innlán frá viðskiptavinum jukust milli ára um 7,7%, úr 790 milljörðum króna í lok árs 2022 í 851 milljarð króna í lok árs 2023. Virðisrýrnun á fjáreignum nam 1.015 milljónum króna árið 2023 en var jákvæð um 1.576 milljónir króna árið 2022. Bestun efnahagsreiknings, arðgreiðslur og útgreiðsla á umfram eigin fé Stjórn Íslandsbanka mun leggja til 12,3 milljarða króna arðgreiðslu við aðalfund bankans í mars. Það er í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans um að greiða um 50% af hagnaði fyrra árs í arð til hluthafa. Samhliða birtingu ársuppgjörs fyrir árið 2022 í febrúar 2023 kynnti Íslandsbanki áform sín um að hefja 5 milljarða króna endurkaup á eigin bréfum. Árið 2023 keypti bankinn samtals 20.390.831 eigin hluti, sem samsvarar 1,02% af útgefnu hlutafé á grundvelli endurkaupaáætlunar sinnar. Heildarfjárhæð sem varið var til endurkaupa á árinu nam alls 2,3 milljörðum króna. Bankinn heldur áfram að kanna leiðir til að ná fram bestun á eiginfjársamsetningu sinni. Útgreiðsla á allt að 10 milljörðum króna af umfram eigin fé almenns þáttar 1 (CET1), með endurkaupum á eigin bréfum, mun halda áfram á árinu 2024, að því gefnu að aðalfundur samþykki tillögu þess efnis á aðalfundi bankans. Frekari bestun á samsetningu eiginfjár er áætluð fyrir lok árs 2025, að teknu tilliti til markaðsaðstæðna. Höfuðstöðvar Íslandsbanka í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Viðburðaríku og annasömu ári lokið Haft er eftir Jóni Guðna Ómarssyni, bankastjóra Íslandsbanka, að síðasti ársfjórðungur ársins 2023 hafi verið góður í rekstri Íslandsbanka og hafi þar með lokið viðburðaríku og annasömu ári. „Tekjur bankans á árinu hækkuðu um rúm 12% frá fyrra ári, og munar þar mestu um aukningu á vaxtatekjum. Kostnaðarhlutfall fyrir árið í heild var 41,6% en markmið bankans er að hlutfallið sé lægra en 45%. Borið saman við árslokatölur 2022 jukust útlán um 3,1% á ársgrundvelli sem er hægari vöxtur en árið á undan og hefur hátt vaxtastig þar klárlega áhrif. Gæði lánasafnsins eru góð og sjáum við litla aukningu í vanskilum. Aukning í innlánum frá viðskiptavinum um tæp 8% á árinu styrkti enn frekar megin fjármögnunarstoð bankans. Það er ánægjulegt að sjá þann góða árangur sem náðist innan allra viðskiptaeininga bankans. Mikil velta var í gjaldeyrismiðlun og undir árslok mátti loks sjá merki um jákvæðan viðsnúning á verðbréfamörkuðum, bæði hér á landi sem og erlendis. Fyrirtækjaráðgjöfin tók þátt í mörgum vel heppnuðum verkefnum, þar á meðal skráningu Ísfélags hf. á aðalmarkað Nasdaq Iceland undir lok árs. Árið einkenndist af góðum vexti í útlánum hjá Viðskiptabankanum, þar með talið hjá Ergo. Þá skila áherslur á þróun stafræns vöruframboðs sér í fjölbreyttum vörum og auknum möguleikum á persónubundinni þjónustu við viðskiptavini okkar. Sjálfbærni skipar áfram veigamikinn sess í daglegum verkefnum bankans og hafa verið sett metnaðarfull markmið á sviði sjálfbærni til ársins 2025 eins og sjá má í Árs- og sjálfbærniskýrslu bankans fyrir árið 2023 sem aðgengileg er á vef bankans. Erlendum útgáfum bankans var vel tekið og þegar líða tók á árið má segja að markaðir erlendis hafi færst nær eðlilegu horfi eftir krefjandi tíma undanfarna 18 mánuði. Alþjóðlegu lánshæfismatsfyrirtækin S&P Global Ratings (S&P) og Moody's hafa einnig verið jákvæð í garð bankans, sér í lagi þegar Moody's veitti bankanum einkunnina A3 í ágúst. Bæði fyrirtæki vísa í afstöðu sinni meðal annars til sterkrar eiginfjárstöðu og góðrar og stöðugrar arðsemi. Nýju ári fylgja í senn bæði tækifæri og áskoranir. Við erum minnt á þann ógnarkraft sem býr í náttúrunni hér á landi og líkt og þjóðin öll stöndum við með Grindvíkingum vegna yfirstandandi jarðhræringa og eldsumbrota á Reykjanesi. Horfur í rekstri bankans eru jákvæðar og stoðir hans styrkar. Íslandsbanki er vel undir það búinn að takast á við þau verkefni sem að höndum ber með viðskiptavinum okkar og öðrum samstarfsaðilum,“ er haft eftir Jóni Guðna í tilkynningunni.
Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira