Bretland

Fréttamynd

Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna

Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Misstu af þúsundum smita vegna klúðurs í Excel

Bresk yfirvöld vantöldu um 16.000 manns sem greindust smitaðir af kórónuveirunni vegna mistaka í Excel-skjali þar sem haldið var utan um tölurnar. Þeir smituðu voru upplýstir um greiningu sína en mistökin eru talin þýða að fólk sem var útsett fyrir smiti hafi ekki verið látið vita.

Erlent
Fréttamynd

ESB í hart við Breta

Forsvarsmenn Evrópusambandsins hófu í morgun ákveðið lagaferli gegn Bretlandi eftir að ríkisstjórn Boris Johnson neitaði að láta af áætlunum sem fara gegn úrgöngusamkomulagi ESB og Bretlands.

Erlent
Fréttamynd

Vilja fá tönn sem Attenborough gaf prinsinum aftur

Yfirvöld á Möltu munu mögulega krefjast þess að beingervingi hákarlatannar verði skilað til landsins. Hinn víðfrægi David Attenborough gaf Georg prinsi tönnina en hann fann hana í fríi á Möltu fyrir rúmum fimmtíu árum.

Erlent
Fréttamynd

Ísland á rauðan lista Breta

Frá og með klukkan fjögur að morgni laugardagsins 26. september þurfa ferðamenn frá Íslandi, Danmörku, Slóvakíu og Curacao að fara í fjórtán daga sóttkví.

Erlent
Fréttamynd

Leyfðu glæpa­mönnum að þvætta háar upp­hæðir

Enn einn lekinn innan úr fjármálageira heimsins skekur nú stærstu banka veraldar en hann sýnir fram á að bankar á borð við HSBC í Bretlandi leyfðu svikahröppum og glæpamönnum að færa milljarða Bandaríkjadala á milli banka, eftir að ljóst var orðið að um illa fengið fé var að ræða.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hjaltlendingar stíga skref til sjálfstæðis

Héraðsráð Hjaltlandseyja hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta að kanna möguleika á „aukinni fjárhags- og pólitískri sjálfsstjórn“ frá Skotlandi. Allt þar til fyrir um tvöhundruð árum töluðu íbúarnir tungumál sem líktist íslensku.

Erlent
Fréttamynd

Stappaði ítrekað á höfði 63 ára manns

Lögreglan í London leitar nú manns sem réðst grimmilega á 63 ára gamlan mann í strætó. Fórnarlamb árásarinnar var á leið heim úr vinnu þegar ráðist var á hann í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Allir núlifandi forsætisráðherrar gagnrýna Johnson

David Cameron varð fimmti fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands til þess að gagnrýna áform Boris Johnson, forsætisráðherra, um að brjóta útgöngusamninginn sem hann gerði sjálfur við Evrópusambandið. Breska þingið greiðir atkvæði um frumvarp þess efnis síðar í dag.

Erlent