Svartsýni ríkir í Brussel Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. desember 2020 16:39 Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Getty/WPA Pool Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. Leiðtogar Breta og ESB funda saman í Brussel í kvöld í von um að klára málið á lokametrunum. Miðað við ummæli undanfarinna daga eru leiðtogarnir vongóðir en ekkert sérstaklega bjartsýnir. Þannig sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari að enn væri möguleiki á því að ná samningi þótt hún gæti engu slíku lofað. Breski forsætisráðherrann Boris Johnson tók í sama streng og sagði að þótt menn yrðu að vera jákvæðir væri staðan afskaplega erfið. Hvað breytist um áramótin? Frá og með 1. janúar mun EES-samningurinn ekki gilda lengur um Bretland og þýðir þetta þó nokkrar breytingar fyrir Íslendinga. Samkvæmt utanríkisráðuneytinu eru það einna helst þessi atriði sem er vert að hafa í huga: Íslendingar sem flytja til Bretlands þurfa að sækja um dvalarleyfi og uppfylla skilyrði samkvæmt nýju innflytjendakerfi Reglur EES-samningsins um gagnkvæma viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi gilda ekki lengur Ekki verður lengur sjálfkrafa viðurkenning á að vörur uppfylli tæknilegar reglur og staðla Evrópska sjúkratryggingakortið gildir ekki lengur og þurfa þeir sem fara til Bretlands að huga að viðeigandi tryggingum Hvað breytist ekki? Sumt breytist þó ekki, meðal annars vegna bráðabirgðafríverslunarsamningsins sem Ísland, og Bretland undirrituðu í gær. Íslendingar búsettir í Bretlandi fyrir lok árs 2020 halda dvalar- og búseturéttindum sínum en verða að sækja um svokallaðan „settled status“. Áfram verður hægt að heimsækja Bretland án vegabréfsáritunar. Óbreytt tollkjör verða í vöruviðskiptum vegna bráðabirgðafríverslunarsamnings. Réttindi þeirra sem hafa fengið prófskírteini frá Bretlandi viðurkennd fyrir lok aðlögunartímabilsins, eða umsókn um slíkt lögð fram fyrir lok aðlögunartímabilsins, hafa verið tryggð. Evrópusambandið Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Ráðist á ferðamann í borginni Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Sjá meira
Leiðtogar Breta og ESB funda saman í Brussel í kvöld í von um að klára málið á lokametrunum. Miðað við ummæli undanfarinna daga eru leiðtogarnir vongóðir en ekkert sérstaklega bjartsýnir. Þannig sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari að enn væri möguleiki á því að ná samningi þótt hún gæti engu slíku lofað. Breski forsætisráðherrann Boris Johnson tók í sama streng og sagði að þótt menn yrðu að vera jákvæðir væri staðan afskaplega erfið. Hvað breytist um áramótin? Frá og með 1. janúar mun EES-samningurinn ekki gilda lengur um Bretland og þýðir þetta þó nokkrar breytingar fyrir Íslendinga. Samkvæmt utanríkisráðuneytinu eru það einna helst þessi atriði sem er vert að hafa í huga: Íslendingar sem flytja til Bretlands þurfa að sækja um dvalarleyfi og uppfylla skilyrði samkvæmt nýju innflytjendakerfi Reglur EES-samningsins um gagnkvæma viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi gilda ekki lengur Ekki verður lengur sjálfkrafa viðurkenning á að vörur uppfylli tæknilegar reglur og staðla Evrópska sjúkratryggingakortið gildir ekki lengur og þurfa þeir sem fara til Bretlands að huga að viðeigandi tryggingum Hvað breytist ekki? Sumt breytist þó ekki, meðal annars vegna bráðabirgðafríverslunarsamningsins sem Ísland, og Bretland undirrituðu í gær. Íslendingar búsettir í Bretlandi fyrir lok árs 2020 halda dvalar- og búseturéttindum sínum en verða að sækja um svokallaðan „settled status“. Áfram verður hægt að heimsækja Bretland án vegabréfsáritunar. Óbreytt tollkjör verða í vöruviðskiptum vegna bráðabirgðafríverslunarsamnings. Réttindi þeirra sem hafa fengið prófskírteini frá Bretlandi viðurkennd fyrir lok aðlögunartímabilsins, eða umsókn um slíkt lögð fram fyrir lok aðlögunartímabilsins, hafa verið tryggð.
Evrópusambandið Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Ráðist á ferðamann í borginni Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Sjá meira