Bretland Haldlögðu kókaín að andvirði tæplega þrjátíu milljarða króna Sex menn voru handteknir um borð í snekkju við strendur Englands á fimmtudag. Um borð í snekkjunni voru ríflega tvö tonn af kókaíni. Erlent 11.9.2021 19:33 Segir ensku þjóðina þurfa að stíga upp: Gengur ekki upp að „einbeita sér bara að fótbolta“ þaðan sem ég kem Marcus Rashford hefur látið til sín taka utan vallar í Bretlandi. Hefur hann barist ötullega fyrir réttindum barna og er hvergi nærri hættur þó margur ætlist til þess að Rashford loki þverrifunni og einbeiti sér að boltaleik. Fótbolti 9.9.2021 15:01 Hóta stjórnarslitum verði útgöngusamningnum ekki breytt Flokkur sambandssinna á Norður-Írlandi hótar því að sprengja heimastjórnina þar verðir breytingar ekki gerðar á útgöngusamningi Bretland og Evrópusambandsins á næstu vikum. Bresk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að aðlögunartímabil yrði framlengt á Norður-Írlandi. Erlent 9.9.2021 12:08 Breska strandgæslan fær heimild til að snúa flóttamönnum við Innanríkisráðherra Breta, Priti Patel, hefur gefið bresku landamæragæslunni leyfi til að skipa bátum sem flytja flóttafólk yfir Ermarsund að snúa til baka til Frakklands. Erlent 9.9.2021 07:04 Radiohead gróf upp áður óutgefið lag til að kynna nýja endurútgáfu Breska hljómsveitin Radiohead hefur gefið út áður óútgefið lag til þess að kynna nýja endurútgafu af plötunum Kid A og Amnesiac. Hljómsveitin hefur undanfarin ár verið að kafa ofan í fjársjóðskistuna og hafa ýmsir áður faldir gullmolar litið dagsins ljós. Tónlist 7.9.2021 23:22 Hækkar skatta vegna Covid-19 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag frumvarp um að leggja 1,25 prósenta skatt á Breta og bresk fyrirtæki. Þannig á að safna um 36 milljörðum punda (rúmum sex billjónum króna) á þremur árum sem verja á til heilbrigðis -og félagsmála. Erlent 7.9.2021 17:00 Framlengja Brexit-aðlögun Norður-Írlands Bresk stjórnvöld tilkynntu í dag að aðlögunartími fyrir innflutning til Norður-Írlands eftir útgönguna úr Evrópusambandinu verði enn framlengt. Frestinum er ætlað að veita Bretum og Evrópusambandinu meiri tíma til að komast að niðurstöðu um varanlega lausn. Erlent 6.9.2021 22:23 Hyggjast heimila varðveislu eggja, sæðis og fósturvísa í 55 ár Til stendur að heimila varðveislu frosinna eggja, sæðis og fósturvísa í allt að 55 ár í Bretlandi. Hingað til hefur hámarks varðveislutíminn verið tíu ár en ráðamenn segja breytinguna munu veita einstaklingum meira val um það hvenær þeir stofna fjölskyldu. Erlent 6.9.2021 07:56 Sarah Harding er látin Breska tónlistarkonan Sarah Harding er látin, 39 ára að aldri. Hún lést úr brjóstakrabbameini sem hún hafði barist við frá því í ágúst á síðasta ári. Lífið 5.9.2021 15:02 Ráðherra sker upp herör gegn neyslu glaðlofts Innanríkisráðherra Breta, Priti Patel, hefur greint frá því að hún hyggist láta rannsaka áhrif notkunar ungmenna á nituroxíði, sem einnig er kallað glaðloft eða hláturgas. Til greina kemur að gera notkunina ólöglega. Erlent 3.9.2021 07:56 Langvarandi Covid helmingi fátíðara hjá fullbólusettum Rannsakendur við King's College London hafa komist að þeirri niðurstöðu að bólusetningar gegn Covid-19 dragi ekki bara úr líkunum á því að smitast og veikjast alvarlega, heldur séu fullbólusettir síður líklegir til að þjást af langvarandi einkennum. Erlent 2.9.2021 07:44 Fjölmargir breskir og bandarískir ríkisborgarar enn í Afganistan Talíbanar hafa nú tekið alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í Afganistan alfarið á sitt vald. Síðasta bandaríska herflugvélin er farin þaðan og þar með er tuttugu ára stríði Bandaríkjamanna í landinu lokið með, að því er virðist, fullnaðarsigri talíbana. Fjölmargir komust þó ekki úr landi. Erlent 31.8.2021 07:21 Draga heilindi og yfirlýsingar talíbana í efa Bresk stjórnvöld draga það í efa að talíbanar muni standa við yfirlýsingar þess efnis að allir sem eiga rétt á því komist frá Afganistan heilir á húfi. Breskir hermenn hafa snúið aftur heim en Bretar hyggjast áfram aðstoða fólk við að komast burt. Erlent 30.8.2021 08:27 Delta tvöfaldaði líkur á sjúkrahúsinnlögnum Fólk sem smitaðist af delta-afbrigði kórónuveirunnar var tvöfalt líklegra til að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús en þeir sem fengu alfa-afbrigðið sem var algengast við upphafi faraldursins í Bretlandi. Erlent 29.8.2021 07:45 Tómar hillur verslana í Bretlandi Það er ýmislegt sem andstæðingar Evrópusambandsins halda fram og helsta vitleysan er sú að Íslandi sé betur borgið fyrir utan EES og síðan Evrópusambandið sem þetta fólk berst hart gegn aðild Íslands með rangfærslum, fölskum fréttum og „fake news“ og hafa stundað slíkan áróður skipulega á Íslandi í 30 ár síðan EES samningurinn varð að raunveruleika. Skoðun 27.8.2021 13:00 „Átti við“ vörur og íbúum ráðlagt að kasta öllum matvælum Þrjátíu og sjö ára gamall maður hefur verið ákærður fyrir að „menga“ eða „eiga við“ matvæli í þremur matvöruverslunum í Lundúnum. Fólki hefur verið ráðlagt að henda matvælum sem það kann að hafa keypt í umræddum verslunum. Erlent 27.8.2021 07:45 Mendy ákærður fyrir fjórar nauðganir Benjamin Mendy, varnarmaður Englandsmeistara Manchester City, hefur verið ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot. Enski boltinn 26.8.2021 16:00 OnlyFans dregur í land: Klámið áfram leyft Breska vefþjónustan OnlyFans, sem hefur verið hvað þekktust fyrir að miðla klámi, hefur hætt við áform um að banna klám. Fyrr í mánuðinum tilkynnti þjónustan að klámfengið efni yrði bannað á miðlum hennar, þó nekt yrði áfram leyfð. Viðskipti erlent 25.8.2021 14:03 Dregur nokkuð úr vörninni eftir því sem mánuðirnir líða Vísindamenn segja nokkuð draga úr vörn bóluefna Pfizer og AstraZeneca eftir því sem líður frá bólusetningu. Við þessu sé þó að búast og að bóluefnin veiti áfram góða vörn. Erlent 25.8.2021 07:42 Charlie Watts er látinn Charlie Watts, trymbill Rolling Stones, er látinn. Hann varð áttræður. Lífið 24.8.2021 16:51 Rannsaka risastórt hópsmit á tónlistarhátíð á Englandi Heilbrigðisyfirvöld í Englandi hafa hafið opinbera rannsókn eftir að 4.700 manns sem sóttu tónlistar- og brimbrettahátíðina Boardmasters sem haldin var í Cornwall á dögunum greindust smitaðir af kórónuveirunni. Erlent 24.8.2021 10:34 Bandmenn Sex Pistols höfðu betur gegn Johnny Rotten Johnny Rotten, söngvarinn í bresku pönk-sveitinni Sex Pistols, tapaði máli gegn meðlimum sveitarinnar fyrir hæstarétti í Bretlandi í dag. Rotten krafðist þess að fyrrverandi félagar hans fengju ekki að nota Sex Pistols lög í sjónvarpsþáttaseríu um sveitina. Erlent 23.8.2021 16:04 Talibanar voru komnir til Kabúl mánuðum áður en borgin féll „Í byrjun júlí hitti ég einn herforingja Talibana. Ég spurði hvenær hermenn hans myndu koma til Kabúl. Hann svaraði: Þeir eru hérna nú þegar.“ Erlent 23.8.2021 14:43 Einn stofnmeðlima UB40 er látinn Saxófónleikarinn, lagasmiðurinn og liðsmaður bresku reggísveitarinnar UB40, Brian Travers, er látinn, 62 ára að aldri. Hann lést í gær af völdum krabbameins. Lífið 23.8.2021 12:50 Ákvörðunin um að yfirgefa Afganistan byggð á „hálfvitalegum“ pólitískum frasa Ákvörðun Bandaríkjamanna um að yfirgefa Afganistan var röng og drifin af „hálfvitalegum“ pólitískum frasa um að binda enda á svokölluð „eilífðarstríð“ (e. forever wars). Þetta segir Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Erlent 23.8.2021 08:24 Myndu leyfa mótefnalyfið ef Landspítali óskaði eftir því Lyfjastofnun myndi samþykkja notkun mótefnalyfsins Ronapreve ef Landspítalinn óskaði eftir því að fá að nota það í meðferð sjúklinga með Covid-19. Lyfið fékk leyfi í Bretlandi í gær. Innlent 21.8.2021 22:26 Mælirinn fullur hjá drottningu: Vill höfða meiðyrðamál gegn Harry og Meghan Elísabet Englandsdrottning hefur skipað starfsmönnum hallarinnar að hefja undirbúning á málaferlum við hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle. Hún hefur fengið nóg af ummælum þeirra um sig og konungsfjölskylduna í viðtölum við fjölmiðla vestanhafs þar sem hjónin búa nú. Erlent 21.8.2021 21:32 Bretar gefa leyfi fyrir mótefnalyfi gegn Covid sem á að létta álag á spítölum Lyfjastofnun Bretlands hefur veitt leyfi fyrir notkun mótefnalyfsins Ronapreve í meðferð við Covid-19. Lyfið er það fyrsta sinnar tegundar sem fær leyfi í Evrópu en Japanir samþykktu notkun þess fyrir rúmum mánuði. Menn binda vonir við að lyfið geti létt álag á breskum spítölum. Erlent 21.8.2021 07:00 Búist við röskunum í London vegna loftslagsmótmæla Lögreglan í London varar við því að raskanir verði á daglegu lífi í borginni næstu tvær vikurnar vegna boðaðra loftslagsmótmælum sem eiga að hefjast á mánudag. Boðað hefur verið til setuverkfalla og mótmælagangna. Erlent 20.8.2021 13:22 Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. Erlent 19.8.2021 12:53 « ‹ 50 51 52 53 54 55 56 57 58 … 128 ›
Haldlögðu kókaín að andvirði tæplega þrjátíu milljarða króna Sex menn voru handteknir um borð í snekkju við strendur Englands á fimmtudag. Um borð í snekkjunni voru ríflega tvö tonn af kókaíni. Erlent 11.9.2021 19:33
Segir ensku þjóðina þurfa að stíga upp: Gengur ekki upp að „einbeita sér bara að fótbolta“ þaðan sem ég kem Marcus Rashford hefur látið til sín taka utan vallar í Bretlandi. Hefur hann barist ötullega fyrir réttindum barna og er hvergi nærri hættur þó margur ætlist til þess að Rashford loki þverrifunni og einbeiti sér að boltaleik. Fótbolti 9.9.2021 15:01
Hóta stjórnarslitum verði útgöngusamningnum ekki breytt Flokkur sambandssinna á Norður-Írlandi hótar því að sprengja heimastjórnina þar verðir breytingar ekki gerðar á útgöngusamningi Bretland og Evrópusambandsins á næstu vikum. Bresk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að aðlögunartímabil yrði framlengt á Norður-Írlandi. Erlent 9.9.2021 12:08
Breska strandgæslan fær heimild til að snúa flóttamönnum við Innanríkisráðherra Breta, Priti Patel, hefur gefið bresku landamæragæslunni leyfi til að skipa bátum sem flytja flóttafólk yfir Ermarsund að snúa til baka til Frakklands. Erlent 9.9.2021 07:04
Radiohead gróf upp áður óutgefið lag til að kynna nýja endurútgáfu Breska hljómsveitin Radiohead hefur gefið út áður óútgefið lag til þess að kynna nýja endurútgafu af plötunum Kid A og Amnesiac. Hljómsveitin hefur undanfarin ár verið að kafa ofan í fjársjóðskistuna og hafa ýmsir áður faldir gullmolar litið dagsins ljós. Tónlist 7.9.2021 23:22
Hækkar skatta vegna Covid-19 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag frumvarp um að leggja 1,25 prósenta skatt á Breta og bresk fyrirtæki. Þannig á að safna um 36 milljörðum punda (rúmum sex billjónum króna) á þremur árum sem verja á til heilbrigðis -og félagsmála. Erlent 7.9.2021 17:00
Framlengja Brexit-aðlögun Norður-Írlands Bresk stjórnvöld tilkynntu í dag að aðlögunartími fyrir innflutning til Norður-Írlands eftir útgönguna úr Evrópusambandinu verði enn framlengt. Frestinum er ætlað að veita Bretum og Evrópusambandinu meiri tíma til að komast að niðurstöðu um varanlega lausn. Erlent 6.9.2021 22:23
Hyggjast heimila varðveislu eggja, sæðis og fósturvísa í 55 ár Til stendur að heimila varðveislu frosinna eggja, sæðis og fósturvísa í allt að 55 ár í Bretlandi. Hingað til hefur hámarks varðveislutíminn verið tíu ár en ráðamenn segja breytinguna munu veita einstaklingum meira val um það hvenær þeir stofna fjölskyldu. Erlent 6.9.2021 07:56
Sarah Harding er látin Breska tónlistarkonan Sarah Harding er látin, 39 ára að aldri. Hún lést úr brjóstakrabbameini sem hún hafði barist við frá því í ágúst á síðasta ári. Lífið 5.9.2021 15:02
Ráðherra sker upp herör gegn neyslu glaðlofts Innanríkisráðherra Breta, Priti Patel, hefur greint frá því að hún hyggist láta rannsaka áhrif notkunar ungmenna á nituroxíði, sem einnig er kallað glaðloft eða hláturgas. Til greina kemur að gera notkunina ólöglega. Erlent 3.9.2021 07:56
Langvarandi Covid helmingi fátíðara hjá fullbólusettum Rannsakendur við King's College London hafa komist að þeirri niðurstöðu að bólusetningar gegn Covid-19 dragi ekki bara úr líkunum á því að smitast og veikjast alvarlega, heldur séu fullbólusettir síður líklegir til að þjást af langvarandi einkennum. Erlent 2.9.2021 07:44
Fjölmargir breskir og bandarískir ríkisborgarar enn í Afganistan Talíbanar hafa nú tekið alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í Afganistan alfarið á sitt vald. Síðasta bandaríska herflugvélin er farin þaðan og þar með er tuttugu ára stríði Bandaríkjamanna í landinu lokið með, að því er virðist, fullnaðarsigri talíbana. Fjölmargir komust þó ekki úr landi. Erlent 31.8.2021 07:21
Draga heilindi og yfirlýsingar talíbana í efa Bresk stjórnvöld draga það í efa að talíbanar muni standa við yfirlýsingar þess efnis að allir sem eiga rétt á því komist frá Afganistan heilir á húfi. Breskir hermenn hafa snúið aftur heim en Bretar hyggjast áfram aðstoða fólk við að komast burt. Erlent 30.8.2021 08:27
Delta tvöfaldaði líkur á sjúkrahúsinnlögnum Fólk sem smitaðist af delta-afbrigði kórónuveirunnar var tvöfalt líklegra til að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús en þeir sem fengu alfa-afbrigðið sem var algengast við upphafi faraldursins í Bretlandi. Erlent 29.8.2021 07:45
Tómar hillur verslana í Bretlandi Það er ýmislegt sem andstæðingar Evrópusambandsins halda fram og helsta vitleysan er sú að Íslandi sé betur borgið fyrir utan EES og síðan Evrópusambandið sem þetta fólk berst hart gegn aðild Íslands með rangfærslum, fölskum fréttum og „fake news“ og hafa stundað slíkan áróður skipulega á Íslandi í 30 ár síðan EES samningurinn varð að raunveruleika. Skoðun 27.8.2021 13:00
„Átti við“ vörur og íbúum ráðlagt að kasta öllum matvælum Þrjátíu og sjö ára gamall maður hefur verið ákærður fyrir að „menga“ eða „eiga við“ matvæli í þremur matvöruverslunum í Lundúnum. Fólki hefur verið ráðlagt að henda matvælum sem það kann að hafa keypt í umræddum verslunum. Erlent 27.8.2021 07:45
Mendy ákærður fyrir fjórar nauðganir Benjamin Mendy, varnarmaður Englandsmeistara Manchester City, hefur verið ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot. Enski boltinn 26.8.2021 16:00
OnlyFans dregur í land: Klámið áfram leyft Breska vefþjónustan OnlyFans, sem hefur verið hvað þekktust fyrir að miðla klámi, hefur hætt við áform um að banna klám. Fyrr í mánuðinum tilkynnti þjónustan að klámfengið efni yrði bannað á miðlum hennar, þó nekt yrði áfram leyfð. Viðskipti erlent 25.8.2021 14:03
Dregur nokkuð úr vörninni eftir því sem mánuðirnir líða Vísindamenn segja nokkuð draga úr vörn bóluefna Pfizer og AstraZeneca eftir því sem líður frá bólusetningu. Við þessu sé þó að búast og að bóluefnin veiti áfram góða vörn. Erlent 25.8.2021 07:42
Charlie Watts er látinn Charlie Watts, trymbill Rolling Stones, er látinn. Hann varð áttræður. Lífið 24.8.2021 16:51
Rannsaka risastórt hópsmit á tónlistarhátíð á Englandi Heilbrigðisyfirvöld í Englandi hafa hafið opinbera rannsókn eftir að 4.700 manns sem sóttu tónlistar- og brimbrettahátíðina Boardmasters sem haldin var í Cornwall á dögunum greindust smitaðir af kórónuveirunni. Erlent 24.8.2021 10:34
Bandmenn Sex Pistols höfðu betur gegn Johnny Rotten Johnny Rotten, söngvarinn í bresku pönk-sveitinni Sex Pistols, tapaði máli gegn meðlimum sveitarinnar fyrir hæstarétti í Bretlandi í dag. Rotten krafðist þess að fyrrverandi félagar hans fengju ekki að nota Sex Pistols lög í sjónvarpsþáttaseríu um sveitina. Erlent 23.8.2021 16:04
Talibanar voru komnir til Kabúl mánuðum áður en borgin féll „Í byrjun júlí hitti ég einn herforingja Talibana. Ég spurði hvenær hermenn hans myndu koma til Kabúl. Hann svaraði: Þeir eru hérna nú þegar.“ Erlent 23.8.2021 14:43
Einn stofnmeðlima UB40 er látinn Saxófónleikarinn, lagasmiðurinn og liðsmaður bresku reggísveitarinnar UB40, Brian Travers, er látinn, 62 ára að aldri. Hann lést í gær af völdum krabbameins. Lífið 23.8.2021 12:50
Ákvörðunin um að yfirgefa Afganistan byggð á „hálfvitalegum“ pólitískum frasa Ákvörðun Bandaríkjamanna um að yfirgefa Afganistan var röng og drifin af „hálfvitalegum“ pólitískum frasa um að binda enda á svokölluð „eilífðarstríð“ (e. forever wars). Þetta segir Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Erlent 23.8.2021 08:24
Myndu leyfa mótefnalyfið ef Landspítali óskaði eftir því Lyfjastofnun myndi samþykkja notkun mótefnalyfsins Ronapreve ef Landspítalinn óskaði eftir því að fá að nota það í meðferð sjúklinga með Covid-19. Lyfið fékk leyfi í Bretlandi í gær. Innlent 21.8.2021 22:26
Mælirinn fullur hjá drottningu: Vill höfða meiðyrðamál gegn Harry og Meghan Elísabet Englandsdrottning hefur skipað starfsmönnum hallarinnar að hefja undirbúning á málaferlum við hertogahjónin af Sussex, þau Harry Bretaprins og Meghan Markle. Hún hefur fengið nóg af ummælum þeirra um sig og konungsfjölskylduna í viðtölum við fjölmiðla vestanhafs þar sem hjónin búa nú. Erlent 21.8.2021 21:32
Bretar gefa leyfi fyrir mótefnalyfi gegn Covid sem á að létta álag á spítölum Lyfjastofnun Bretlands hefur veitt leyfi fyrir notkun mótefnalyfsins Ronapreve í meðferð við Covid-19. Lyfið er það fyrsta sinnar tegundar sem fær leyfi í Evrópu en Japanir samþykktu notkun þess fyrir rúmum mánuði. Menn binda vonir við að lyfið geti létt álag á breskum spítölum. Erlent 21.8.2021 07:00
Búist við röskunum í London vegna loftslagsmótmæla Lögreglan í London varar við því að raskanir verði á daglegu lífi í borginni næstu tvær vikurnar vegna boðaðra loftslagsmótmælum sem eiga að hefjast á mánudag. Boðað hefur verið til setuverkfalla og mótmælagangna. Erlent 20.8.2021 13:22
Virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta virðist dvína Greining á gögnum frá Bretlandi bendir til þess að virkni bóluefna Pfizer og AstraZeneca gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar dvíni nokkuð að þremur mánuðum liðnum. Þau veita þó áfram sterka vernd gegn alvarlegum veikindum. Erlent 19.8.2021 12:53