Japan

Fréttamynd

Suga hyggst hætta sem for­sætis­ráð­herra

Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans, hefur tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri sem flokksformaður Frjálslynda flokksins á landsfundi síðar í mánuðinum. Hann mun því hætta sem forsætisráðherra eftir um ár í embættinu.

Erlent
Fréttamynd

Gætu lamað varnir Taívans í skyndi

Kínverjar vita nákvæmlega hvar varnir Taívans eru og gætu lamað þær á skömmum tíma. Með umfangsmiklum netárásum, í sambland við eldflaugaárásir og laumuárásir sérsveitarmanna á mikilvæga innviði, væri hægt að draga verulega úr varnargetu Taívans.

Erlent
Fréttamynd

Ólympíukúlan virðist hafa haldið

Svo virðist sem að sóttvarnarkúlan sem sett var upp í kringum ólympíuleikana í Tókýó í Japan hafi haldið. Fyrir leikana voru uppi miklar áhyggjur um Covid-19 myndi leika ólympíuleikana grátt.

Erlent
Fréttamynd

Vildi myrða glaðar konur

Maður var handtekinn fyrir að særa tíu manns með hnífi í lest í Tókýó í Japan í gær. Hann sagði lögregluþjónum að hann hefði séð konur sem virtust glaðar í lestinni og að hann vildi myrða þær.

Erlent
Fréttamynd

Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar

Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim.

Erlent
Fréttamynd

Fyrstu gullverðlaun heimamanna

Na­ohisa Takato varð í dag fyrsti heimamaðurinn til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikunum sem fram fara í Tókýó þessa dagana. Hann hafði bet­ur gegn Yung Wei Yang frá Taív­an í úr­slit­um í -60 kg flokki í júdó.

Sport
Fréttamynd

Tveir Ólympíu­farar hafa greinst smitaðir

Tveir íþróttamenn í Ólympíuþorpinu hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni, aðeins fimm dögum áður en Ólympíuleikarnir hefjast. Íþróttamennirnir eru frá sama landinu og eru í sömu íþrótt og starfsmaðurinn sem greindist smitaður í gær. 

Sport
Fréttamynd

Smit í Ólympíuþorpinu vekur áhyggjur

Mótshaldarar Ólympíuleikana í Japan hafa staðfest smit í Ólympíuþorpinu en fjölmiðlar greina frá þessu í morgun. Smitið kom upp innan veggja Ólympíuþorsins.

Sport
Fréttamynd

Stórlaxinn fyrrverandi lýsir dramatískum flótta frá Japan

Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, hefur nú stigið fram og lýst því í smáatriðum hvernig honum tókst að flýja undan yfirvöldum í Japan. Hann faldi sig meðal annars í hljóðfærakassa til að komast undan eftirliti á flugvelli þar sem einkaþota beið hans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Engir á­horf­endur á Ólympíu­leikunum

Skipuleggjendur Ólympíuleikanna sem hefjast síðar í mánuðinum hafa tilkynnt að engir áhorfendur verða á leikunum. Stóð til að heimamenn gætu séð leikana með eigin augum en nú hefur verið tekið fyrir það.

Sport