Erlent

Elstu tilvik Omíkron í sýnum í Hollandi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Japanir eru meðal þeirra þjóða sem hafa lokað á ferðalög frá suðurhluta Afríku en það er alls óvíst að Omíkron sé upprunnið þaðan.
Japanir eru meðal þeirra þjóða sem hafa lokað á ferðalög frá suðurhluta Afríku en það er alls óvíst að Omíkron sé upprunnið þaðan. AP/Yukie Nishizawa

Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar dreifist nú hratt um heimsbyggðina en í morgun var tilkynnt um að fyrstu tilfellin hefðu verið staðfest í Brasilíu og Japan.

Þá virðast ný gögn benda til þess að afbrigðið hafi fundist fyrst í Evrópu, tæpri viku áður en yfirvöld í Suður-Afríku greindu frá því að það hefði fundist þar. 

Þetta kom fram í yfirlýsingu frá heilbrigðisyfirvöldum í Hollandi, þar sem segir að Omíkron finnist í sýnum sem tekin voru 19. nóvember í landinu en tilkynning Suður-Afríku kom 24. nóvember. 

Japanir tóku þá ákvörðun að loka alfarið á ferðalög útlendinga til landsins skömmu eftir að Omíkron-afbrigðið uppgötvaðist en það virðist ekki hafa dugað til að halda því frá ströndum landsins. 

Allir hinna smituðu í Japan og Brasilíu hafa þó skýr tengsl við suðurhluta Afríku en í Japan var um að ræða diplómata frá Namibíu sem nýverið hafði snúið til baka frá heimalandi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×