Kína

Fréttamynd

Segjast hafa fundið kínverskan belg í Taívan

Varnarmálaráðuneyti Taívan hefur tilkynnt það að kínverskur veðurbelgur hafi fundist á einni af smærri eyjum klasans í gær. Bandaríkjamenn hafa undanfarnar tvær vikur haldið því fram að þar í landi hafi fundist kínverskur njósnabelgur.

Erlent
Fréttamynd

Ekki orðið vart við ó­þekkt loft­för yfir Ís­landi

Ekki hefur orðið vart við óþekkt loftför á borð við þau sem grandað var í Bandaríkjunum á dögunum á loftrýmiseftirlitissvæði Atlantshafsbandalagsins sem Ísland ber ábyrgð á. Kæmu óþekkt loftför inn á svæðið yrðu mögulega sendar herþotur frá Keflavík til móts við þau.

Innlent
Fréttamynd

Engin merki um geimverur að sögn Hvíta hússins

Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins tók það skýrt fram á fréttamannafundi í gær að ekkert bendi til þess að hlutirnir þrír sem skotnir voru niður yfir Bandaríkjunum og Kanada á dögunum tengist geimverum.

Erlent
Fréttamynd

Ýmsir kostir við njósna­belgi en vont að vera nappaður

Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum.

Erlent
Fréttamynd

Saka Kín­verja um lygar sem vísa á­sökunum á bug

Bandarísk yfirvöld halda að óþekktir hlutir sem skotnir voru á flugi yfir Norður-Ameríku í gær og á föstudag hafi verið einhvers konar blöðrur. Bandaríkjamenn saka Kínverja um lygar en vika er síðan Bandaríkjamenn skutu niður meintan njósnabelg Kínverja.

Erlent
Fréttamynd

Vilj­a eig­in kjarn­ork­u­vopn af ótta við Norð­ur-Kór­e­u

Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjum fækkar í fyrsta sinn frá árinu 1961

Kínverjum fer nú fækkandi í fyrsta sinn síðan árið 1961. Í lok síðasta árs voru Kínverjar 1.41175 milljarðar en ári áður voru þeir 1.41260 milljarðar, sem er fækkun um 850 þúsund einstaklinga á einu ári.

Erlent
Fréttamynd

Japanir saka Kín­verja um hefndar­að­gerðir

Stjórnvöld í Japan hafa mótmælt þeirri ákvörðun Kínverja að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til Japana og segja um að ræða hefndaraðgerðir vegna ákvörðunar japanskra stjórnvalda að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 skimun frá kínverskum ferðalöngum.

Erlent
Fréttamynd

Gífur­legur fórnar­kostnaður ráðist Kína inn í Taí­van

Geri Kína innrás í Taívan er líklegt að það muni skila sér í bandarískum sigri, en þó með miklum fórnarkostnaði fyrir alla sem koma að stríðsátökunum með beinum hætti. Bandaríski herinn mun laskast töluvert og kínverski flotinn verða að engu.

Erlent
Fréttamynd

Veðmálaskandall skekur snókerheiminn

Tíu kínverskir snókerspilarar hafa verið dæmdir í bann af Alþjóðasnókersambandinu vegna gruns um aðild þeirra að stórfelldu veðmálasvindli innan íþróttarinnar.

Sport
Fréttamynd

„Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“

„Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“ spyr Sirrý Arnardóttir, rithöfundur og kennari við Háskólann á Bifröst, sem sat heillengi föst fyrir aftan bílaleigubíl sem kínverskur ferðamaður hafði leigt ásamt fjölskyldu sinni. Sá virtist ekki kunna að skipta um gír, aka út í kant eða keyra í hringtorgi. 

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn skylda fólk frá Kína í kórónuveirupróf

Bandaríkin hafa nú bæst í hóp þeirra ríkja sem ætla að krefjast kórónuveiruprófa á ný frá ferðalöngum frá Kína, eftir að þarlend stjórnvöld tilkynntu um það að landamæri landsins verði að fullu opnuð frá og með næstu viku.

Erlent