Kína Japanir saka Kínverja um hefndaraðgerðir Stjórnvöld í Japan hafa mótmælt þeirri ákvörðun Kínverja að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til Japana og segja um að ræða hefndaraðgerðir vegna ákvörðunar japanskra stjórnvalda að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 skimun frá kínverskum ferðalöngum. Erlent 11.1.2023 07:28 Engin fagleg rök fyrir aðgerðum á landamærum vegna Covid í Kína Sóttvarnalæknir telur engin fagleg rök fyrir því að taka upp aðgerðir á landamærum hér á landi til að vernda lýðheilsu vegna útbreiðslu Covid-19 í Kína. Þetta kemur fram í nýju minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra. Innlent 10.1.2023 11:46 Gífurlegur fórnarkostnaður ráðist Kína inn í Taívan Geri Kína innrás í Taívan er líklegt að það muni skila sér í bandarískum sigri, en þó með miklum fórnarkostnaði fyrir alla sem koma að stríðsátökunum með beinum hætti. Bandaríski herinn mun laskast töluvert og kínverski flotinn verða að engu. Erlent 9.1.2023 11:56 Gangast við miklum fjölda smita en ekki fjölda dauðsfalla Nærri 90 prósent íbúa í þriðja fjölmennasta héraði Kína hafa greinst með Covid-19, að sögn yfirmanns heilbrigðismála. Þetta þýðir að um 88,5 milljónir manna í héraðinu hafi veikst. Erlent 9.1.2023 07:30 ESB mælir eindregið með því að Kínverjar verði skyldaðir í próf Evrópusambandið leggur eindregið til að aðildarþjóðir þess krefjist neikvæðs kórónuveiruprófs af kínverskum ferðamönnum áður en þeir komast inn í landið. Erlent 5.1.2023 06:44 Veðmálaskandall skekur snókerheiminn Tíu kínverskir snókerspilarar hafa verið dæmdir í bann af Alþjóðasnókersambandinu vegna gruns um aðild þeirra að stórfelldu veðmálasvindli innan íþróttarinnar. Sport 4.1.2023 10:45 Kínverjar hóta gagnaðgerðum vegna skimunar ferðamanna á Vesturlöndum Stjórnvöld í Pekíng hafa gagnrýnt fyrirætlanir annarra ríkja um að skima ferðamenn frá Kína og hóta gagnaðgerðum. Kórónuveirubylgja gengur nú yfir Kína, eftir að stjórnvöld þar í landi afléttu sóttvarnaaðgerðum. Erlent 4.1.2023 06:52 „Það má ekkert við miklu þegar kerfið er þanið“ Sóttvarnalæknir segir skimanir á landamærum og raðgreiningu vera til skoðunar vegna tilslakana í Kína. Hún segir heilbrigðiskerfin í Evrópu nú undir miklu álagi og ekki mega við miklu meira. Innlent 3.1.2023 19:15 „Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“ „Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“ spyr Sirrý Arnardóttir, rithöfundur og kennari við Háskólann á Bifröst, sem sat heillengi föst fyrir aftan bílaleigubíl sem kínverskur ferðamaður hafði leigt ásamt fjölskyldu sinni. Sá virtist ekki kunna að skipta um gír, aka út í kant eða keyra í hringtorgi. Innlent 2.1.2023 21:22 AGS spáir samdrætti hjá þriðjungi ríkja heims Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir þriðjung ríkja heims standa frammi fyrir samdrætti árið 2023. Framkvæmdastjórinn Kristalina Georgieva segir árið munu verða erfiðara en árið 2022. Viðskipti erlent 2.1.2023 07:38 Íhuga að skima úrgangsvatn úr vélum frá Kína Bandarísk yfirvöld eru nú að íhuga að láta rannsaka úrgangsvatn í farþegaþotum sem koma frá Kína til að reyna að finna og greina ný möguleg afbrigði kórónuveirunnar. Erlent 30.12.2022 07:24 Engin ákvörðun tekin um landamæraskimun vegna afléttinga í Kína Fleiri ríki bætast í hóp þeirra sem bregðast við frelsi Kínverja með kórónuveiruskimun á landamærum, nú síðast Bandaríkin. Sóttvarnalæknir segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um landamæraskimun hér á landi en að vel sé fylgst með stöðunni. Innlent 29.12.2022 11:44 Bandaríkjamenn skylda fólk frá Kína í kórónuveirupróf Bandaríkin hafa nú bæst í hóp þeirra ríkja sem ætla að krefjast kórónuveiruprófa á ný frá ferðalöngum frá Kína, eftir að þarlend stjórnvöld tilkynntu um það að landamæri landsins verði að fullu opnuð frá og með næstu viku. Erlent 29.12.2022 07:25 Sérfræðingar eru uggandi vegna afléttinga takmarkana í Kína Sérfræðingar eru nú uggandi vegna fyrirætlana stjórnvalda í Kína að aflétta verulega ferðatakmörkunum og reglum um sóttkví ferðalanga, þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. Erlent 28.12.2022 08:26 Sóttkví verði ekki lengur skilyrði í Kína Kínversk stjórnvöld hafa gefið út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði inngöngu í landið frá og með 8. janúar. Hægt og bítandi hefur sóttvarnartakmörkunum verið aflétt síðustu vikur en enn er langt í land. Erlent 26.12.2022 23:41 Hætta að birta smittölur eftir sprengingu í smitum Kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að birta smittölur með reglubundnum hætti. Mikill fjöldi hefur greinst smitaður af Covid í kjölfar afléttinga. Efast hefur verið um áreiðanleika gagnanna. Erlent 25.12.2022 09:50 Gagnrýndi starfsmenn fyrir að slappa af og leika sér um helgar Stofnandi kínverska samfélagsmiðla- og leikjarisans Tencent, sagði starfsmönnum nýverið að spilling, leti og lélegir stjórnarhættir hefði komið niður á rekstri fyrirtækisins og grafið undan því. Viðskipti erlent 23.12.2022 16:33 Um milljón manns gætu smitast á hverjum degi í Kína Kínverjar glíma nú við stærstu bylgju kórónuveirusmita í landinu frá upphafi heimsfaraldursins 2020. Yfirvöld boða aukinn viðbúnað og bendir rannsókn til að milljón manns gætu smitast af veirunni og um fimm þúsund manns látist á hverjum degi. Erlent 23.12.2022 07:37 WHO skortir gögn frá Kína þar sem biðraðir myndast við líkbrennslur Opinberar tölur yfirvalda í Kína yfir fjölda þeirra sem látist hafa vegna Covid eru líklega ekki í takt við raunveruleikann. Þetta segja forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) en sérfræðingar segja mögulegt að fjölmargir muni deyja vegna faraldursins þar á árinu. Erlent 22.12.2022 14:42 Vilja banna ríkisstarfsmönnum að nota Tiktok Bandarískum alríkisstarfsmönnum verður bannað að nota kínverska samfélagsmiðilinn Tiktok á tækjum í eigum ríkisins verði frumvarp að um útgjöld ríkisins að lögum í óbreyttri mynd. Þarlend yfirvöld telja forritið geta ógnað þjóðaröryggi. Viðskipti erlent 20.12.2022 11:13 Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Deilur um það hvernig fjármagna eigi umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Japan eru sagðar ógna stjórnarsamstarfinu þar í landi. Fumio Kishida, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, vill fjármagna uppbygginguna með skattlagningu en sú áætlun er ekki vinsæl innan flokksins. Erlent 14.12.2022 23:00 Indverjar og Kínverjar börðust á umdeildum landamærum Yfirvöld í Indlandi hafa sakað Kínverja um að reyna að leggja undir sig indverskt landsvæði í austurhluta Indlands í síðustu viku. Til átaka kom á milli indverskra og kínverskra hermanna við landamæri ríkjanna sem lengi hefur verið deilt um. Erlent 13.12.2022 19:38 Stríð um Tævan? Samskipti Kína og Bandaríkjanna eru á 50 ára lágpunkti um þessar mundir. Sumir kenna Donald Trump um þá stöðu. En í sögulegu tilliti var Trump meira eins og drengurinn sem hellti olíu á bál sem þegar logaði. Það voru kínverskir leiðtogar sem kveiktu eldinn með misnotkun á alþjóðahagkerfinu í gegnum kaupauðgistefnu, þjófnaði á vestrænum hugverkum og vígvæðingu eyjaklasa í Suður-Kínahafi. Umræðan 11.12.2022 11:47 Kínverskir tölvuþrjótar grunaðir um að stela milljörðum af Covid-styrkjum Kínverskir tölvuþrjótar sem taldir eru tengjast yfirvöldum í Kína, rændu milljónum dala af Covid-styrkjum í Bandaríkjunum. Þeir eru sagðir hafa rænt minnst tuttugu milljónum dala af atvinnuleysisbótum og stuðningslánum til fyrirtækja í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Erlent 6.12.2022 11:25 Hafa borið kennsl á fleiri en 100 „lögreglustöðvar“ Kína erlendis Spænsku mannréttindasamtökin Safeguard Defenders segja stjórnvöld í Kína starfrækja fleiri en hundrað óopinberar „lögreglustöðvar“ út um allan heim. Erlent 5.12.2022 07:37 Formúlu eitt aflýst í Kína á næsta ári Kínverjar áttu að hýsa fjórða kappaksturinn á 2023 tímabilinu í formúlunni en ekkert verður af því. Formúla 1 2.12.2022 18:01 Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Kínverjar eru að smíða fleiri kjarnorkusprengjur og gera fleiri tilraunir með langdrægar eldflaugar en öll önnur ríki heimsins samanlagt. Á næstu árum gæti kjarnorkuvopnabúr Kínverja meira en þrefaldast í umfangi. Erlent 30.11.2022 15:40 Ráðamenn vestanhafs lýsa yfir stuðningi við mótmælendur í Kína Ráðamenn í Bandaríkjunum og Kanada hvetja stjórnvöld í Kína til að virða rétt borgara sinna til mótmæla og til að ógna ekki eða meiða þá sem mótmæla nú ströngum sóttvarnatakmörkunum í landinu. Erlent 30.11.2022 09:43 Fyrrverandi forseti Kína látinn Jiang Zemin, fyrrverandi forseti Kína og leiðtogi Kommúnistaflokksins, er látinn, 96 ára að aldri. Hann komst til valda eftir mótmælin á Torgi hins himneska friðar og hafði meðal annars umsjón með því þegar Kínverjar tóku aftur við Hong Kong úr höndum Breta. Erlent 30.11.2022 09:30 Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. Erlent 29.11.2022 10:56 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 42 ›
Japanir saka Kínverja um hefndaraðgerðir Stjórnvöld í Japan hafa mótmælt þeirri ákvörðun Kínverja að hætta að gefa út vegabréfsáritanir til Japana og segja um að ræða hefndaraðgerðir vegna ákvörðunar japanskra stjórnvalda að krefjast neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 skimun frá kínverskum ferðalöngum. Erlent 11.1.2023 07:28
Engin fagleg rök fyrir aðgerðum á landamærum vegna Covid í Kína Sóttvarnalæknir telur engin fagleg rök fyrir því að taka upp aðgerðir á landamærum hér á landi til að vernda lýðheilsu vegna útbreiðslu Covid-19 í Kína. Þetta kemur fram í nýju minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra. Innlent 10.1.2023 11:46
Gífurlegur fórnarkostnaður ráðist Kína inn í Taívan Geri Kína innrás í Taívan er líklegt að það muni skila sér í bandarískum sigri, en þó með miklum fórnarkostnaði fyrir alla sem koma að stríðsátökunum með beinum hætti. Bandaríski herinn mun laskast töluvert og kínverski flotinn verða að engu. Erlent 9.1.2023 11:56
Gangast við miklum fjölda smita en ekki fjölda dauðsfalla Nærri 90 prósent íbúa í þriðja fjölmennasta héraði Kína hafa greinst með Covid-19, að sögn yfirmanns heilbrigðismála. Þetta þýðir að um 88,5 milljónir manna í héraðinu hafi veikst. Erlent 9.1.2023 07:30
ESB mælir eindregið með því að Kínverjar verði skyldaðir í próf Evrópusambandið leggur eindregið til að aðildarþjóðir þess krefjist neikvæðs kórónuveiruprófs af kínverskum ferðamönnum áður en þeir komast inn í landið. Erlent 5.1.2023 06:44
Veðmálaskandall skekur snókerheiminn Tíu kínverskir snókerspilarar hafa verið dæmdir í bann af Alþjóðasnókersambandinu vegna gruns um aðild þeirra að stórfelldu veðmálasvindli innan íþróttarinnar. Sport 4.1.2023 10:45
Kínverjar hóta gagnaðgerðum vegna skimunar ferðamanna á Vesturlöndum Stjórnvöld í Pekíng hafa gagnrýnt fyrirætlanir annarra ríkja um að skima ferðamenn frá Kína og hóta gagnaðgerðum. Kórónuveirubylgja gengur nú yfir Kína, eftir að stjórnvöld þar í landi afléttu sóttvarnaaðgerðum. Erlent 4.1.2023 06:52
„Það má ekkert við miklu þegar kerfið er þanið“ Sóttvarnalæknir segir skimanir á landamærum og raðgreiningu vera til skoðunar vegna tilslakana í Kína. Hún segir heilbrigðiskerfin í Evrópu nú undir miklu álagi og ekki mega við miklu meira. Innlent 3.1.2023 19:15
„Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“ „Þarf ekki að kunna að keyra til að leigja bílaleigubíl?“ spyr Sirrý Arnardóttir, rithöfundur og kennari við Háskólann á Bifröst, sem sat heillengi föst fyrir aftan bílaleigubíl sem kínverskur ferðamaður hafði leigt ásamt fjölskyldu sinni. Sá virtist ekki kunna að skipta um gír, aka út í kant eða keyra í hringtorgi. Innlent 2.1.2023 21:22
AGS spáir samdrætti hjá þriðjungi ríkja heims Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir þriðjung ríkja heims standa frammi fyrir samdrætti árið 2023. Framkvæmdastjórinn Kristalina Georgieva segir árið munu verða erfiðara en árið 2022. Viðskipti erlent 2.1.2023 07:38
Íhuga að skima úrgangsvatn úr vélum frá Kína Bandarísk yfirvöld eru nú að íhuga að láta rannsaka úrgangsvatn í farþegaþotum sem koma frá Kína til að reyna að finna og greina ný möguleg afbrigði kórónuveirunnar. Erlent 30.12.2022 07:24
Engin ákvörðun tekin um landamæraskimun vegna afléttinga í Kína Fleiri ríki bætast í hóp þeirra sem bregðast við frelsi Kínverja með kórónuveiruskimun á landamærum, nú síðast Bandaríkin. Sóttvarnalæknir segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um landamæraskimun hér á landi en að vel sé fylgst með stöðunni. Innlent 29.12.2022 11:44
Bandaríkjamenn skylda fólk frá Kína í kórónuveirupróf Bandaríkin hafa nú bæst í hóp þeirra ríkja sem ætla að krefjast kórónuveiruprófa á ný frá ferðalöngum frá Kína, eftir að þarlend stjórnvöld tilkynntu um það að landamæri landsins verði að fullu opnuð frá og með næstu viku. Erlent 29.12.2022 07:25
Sérfræðingar eru uggandi vegna afléttinga takmarkana í Kína Sérfræðingar eru nú uggandi vegna fyrirætlana stjórnvalda í Kína að aflétta verulega ferðatakmörkunum og reglum um sóttkví ferðalanga, þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. Erlent 28.12.2022 08:26
Sóttkví verði ekki lengur skilyrði í Kína Kínversk stjórnvöld hafa gefið út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði inngöngu í landið frá og með 8. janúar. Hægt og bítandi hefur sóttvarnartakmörkunum verið aflétt síðustu vikur en enn er langt í land. Erlent 26.12.2022 23:41
Hætta að birta smittölur eftir sprengingu í smitum Kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að birta smittölur með reglubundnum hætti. Mikill fjöldi hefur greinst smitaður af Covid í kjölfar afléttinga. Efast hefur verið um áreiðanleika gagnanna. Erlent 25.12.2022 09:50
Gagnrýndi starfsmenn fyrir að slappa af og leika sér um helgar Stofnandi kínverska samfélagsmiðla- og leikjarisans Tencent, sagði starfsmönnum nýverið að spilling, leti og lélegir stjórnarhættir hefði komið niður á rekstri fyrirtækisins og grafið undan því. Viðskipti erlent 23.12.2022 16:33
Um milljón manns gætu smitast á hverjum degi í Kína Kínverjar glíma nú við stærstu bylgju kórónuveirusmita í landinu frá upphafi heimsfaraldursins 2020. Yfirvöld boða aukinn viðbúnað og bendir rannsókn til að milljón manns gætu smitast af veirunni og um fimm þúsund manns látist á hverjum degi. Erlent 23.12.2022 07:37
WHO skortir gögn frá Kína þar sem biðraðir myndast við líkbrennslur Opinberar tölur yfirvalda í Kína yfir fjölda þeirra sem látist hafa vegna Covid eru líklega ekki í takt við raunveruleikann. Þetta segja forsvarsmenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) en sérfræðingar segja mögulegt að fjölmargir muni deyja vegna faraldursins þar á árinu. Erlent 22.12.2022 14:42
Vilja banna ríkisstarfsmönnum að nota Tiktok Bandarískum alríkisstarfsmönnum verður bannað að nota kínverska samfélagsmiðilinn Tiktok á tækjum í eigum ríkisins verði frumvarp að um útgjöld ríkisins að lögum í óbreyttri mynd. Þarlend yfirvöld telja forritið geta ógnað þjóðaröryggi. Viðskipti erlent 20.12.2022 11:13
Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Deilur um það hvernig fjármagna eigi umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Japan eru sagðar ógna stjórnarsamstarfinu þar í landi. Fumio Kishida, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, vill fjármagna uppbygginguna með skattlagningu en sú áætlun er ekki vinsæl innan flokksins. Erlent 14.12.2022 23:00
Indverjar og Kínverjar börðust á umdeildum landamærum Yfirvöld í Indlandi hafa sakað Kínverja um að reyna að leggja undir sig indverskt landsvæði í austurhluta Indlands í síðustu viku. Til átaka kom á milli indverskra og kínverskra hermanna við landamæri ríkjanna sem lengi hefur verið deilt um. Erlent 13.12.2022 19:38
Stríð um Tævan? Samskipti Kína og Bandaríkjanna eru á 50 ára lágpunkti um þessar mundir. Sumir kenna Donald Trump um þá stöðu. En í sögulegu tilliti var Trump meira eins og drengurinn sem hellti olíu á bál sem þegar logaði. Það voru kínverskir leiðtogar sem kveiktu eldinn með misnotkun á alþjóðahagkerfinu í gegnum kaupauðgistefnu, þjófnaði á vestrænum hugverkum og vígvæðingu eyjaklasa í Suður-Kínahafi. Umræðan 11.12.2022 11:47
Kínverskir tölvuþrjótar grunaðir um að stela milljörðum af Covid-styrkjum Kínverskir tölvuþrjótar sem taldir eru tengjast yfirvöldum í Kína, rændu milljónum dala af Covid-styrkjum í Bandaríkjunum. Þeir eru sagðir hafa rænt minnst tuttugu milljónum dala af atvinnuleysisbótum og stuðningslánum til fyrirtækja í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Erlent 6.12.2022 11:25
Hafa borið kennsl á fleiri en 100 „lögreglustöðvar“ Kína erlendis Spænsku mannréttindasamtökin Safeguard Defenders segja stjórnvöld í Kína starfrækja fleiri en hundrað óopinberar „lögreglustöðvar“ út um allan heim. Erlent 5.12.2022 07:37
Formúlu eitt aflýst í Kína á næsta ári Kínverjar áttu að hýsa fjórða kappaksturinn á 2023 tímabilinu í formúlunni en ekkert verður af því. Formúla 1 2.12.2022 18:01
Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Kínverjar eru að smíða fleiri kjarnorkusprengjur og gera fleiri tilraunir með langdrægar eldflaugar en öll önnur ríki heimsins samanlagt. Á næstu árum gæti kjarnorkuvopnabúr Kínverja meira en þrefaldast í umfangi. Erlent 30.11.2022 15:40
Ráðamenn vestanhafs lýsa yfir stuðningi við mótmælendur í Kína Ráðamenn í Bandaríkjunum og Kanada hvetja stjórnvöld í Kína til að virða rétt borgara sinna til mótmæla og til að ógna ekki eða meiða þá sem mótmæla nú ströngum sóttvarnatakmörkunum í landinu. Erlent 30.11.2022 09:43
Fyrrverandi forseti Kína látinn Jiang Zemin, fyrrverandi forseti Kína og leiðtogi Kommúnistaflokksins, er látinn, 96 ára að aldri. Hann komst til valda eftir mótmælin á Torgi hins himneska friðar og hafði meðal annars umsjón með því þegar Kínverjar tóku aftur við Hong Kong úr höndum Breta. Erlent 30.11.2022 09:30
Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. Erlent 29.11.2022 10:56