Xi líklega við völd í Kína til æviloka Heimir Már Pétursson skrifar 10. mars 2023 19:30 Xi Jinping sver embættiseið sinn að stjórnarskrá Kína í þriðja sinn og verður því að forseti í fimm ár til viðbótar að minnsta kosti AP/Xie Huanchi/ Xi Jinping forseti Kína sór embættiseið að stjórnarskránni fyrir sitt þriðja fimm ára kjörtímabil sem forseti landsins við athöfn á Alþýðuhöllinni í Peking í dag. Margir telja að Xi ætli sér að sitja að völdum til dauðadags. Með þriðja kjörtímabilinu braut forsetinn áratuga hefð um að leiðtogar Kommúnistaflokksins gegndu ekki forsetaembætti lengur en í tíu ár. Xi útnefndi sjálfan sig til að gegna embætti aðalritara kínverska Kommúnistaflokksins á flokksþingi í október. Það þótti til marks að hann hygðist einnig framlengja veru sína á forsetastóli. Lýðræðið í Kína er svo þróað að þar eru allar ákvarðanir teknar í fullkominni sátt og samstöðu og mótframboð gegn forsetanum þekkjast ekki. Enda er hann algerlega óumdeildur leiðtogi Kína.AP/Mark Schiefelbein Áður hafði stjórnarskrá landsins sem takmarkaði setu á forsetastóli við tvö kjörtímabil verið breytt, þannig að Xi gæti gegnt embættinu áfram. Hann er nú 69 ára og valdamesti leiðtogi Kína frá því Mao Zedong fyrsti leiðtogi flokksins tók völdin eftir byltinguna árið 1949. „Ég mun leggja mig hart fram um að skapa nútímalegt og voldugt sósíalískt ríki, sem vegnar vel, verður lýðræðislegt, siðmenntað, samstillt og fallegt," sagði Xi meðal annars þegar hann sór embættiseiðinn. Klippa: Xi hugsanlega forseti til lífstíðar Mao var leiðtogi Kína frá byltingunni 1949 til dauðadags árið 1976 eða í 27 ár. Eftirmaður hans Deng Xiaoping umbylti efnahagsstefnu landsins sem lagði grunninn að miklum uppvexti í landinu og innleiddi að hluta lögmál kapitalismans. Hann var við völd frá árslokum 1978 til ársins 1989, eða í ellefu ár. Síðan þá hafa leiðtogar landsins ekki setið lengur í leiðtogasæti en um 10 ár þar til nú. Kína Tengdar fréttir Þriðja kjörtímabil Xi Jinping tryggt Xi Jinping forseti Kína hefur nú tryggt þriðja kjörtímabil sitt og styrkt stöðu sína enn frekar sem voldugasti leiðtogi Kínverja í margar kynslóðir. 10. mars 2023 07:47 Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Xi Jinping, forseti Kína, hefur kallað eftir því að meiri kraftur verði lagður í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu í Kína, svo herafli ríkisins verði í „heimsklassa“. Þetta sagði forsetinn í ræðu í gær, stuttu eftir að utanríkisráðherra Kína varaði við stríði gegn Bandaríkjunum, breyti Bandaríkjamenn ekki um stefnu gagnvart Kína. 9. mars 2023 23:43 Gagnrýndi Vesturveldin en sagði samskiptin við Rússa til fyrirmyndar Nýskipaður utanríkisráðherra Kína, Qin Gang, var harðorður í garð Bandaríkjamanna á sínum fyrsta blaðamannafundi í nótt en fór hinsvegar fögrum orðum um samband Kína og Rússlands. 7. mars 2023 08:46 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Með þriðja kjörtímabilinu braut forsetinn áratuga hefð um að leiðtogar Kommúnistaflokksins gegndu ekki forsetaembætti lengur en í tíu ár. Xi útnefndi sjálfan sig til að gegna embætti aðalritara kínverska Kommúnistaflokksins á flokksþingi í október. Það þótti til marks að hann hygðist einnig framlengja veru sína á forsetastóli. Lýðræðið í Kína er svo þróað að þar eru allar ákvarðanir teknar í fullkominni sátt og samstöðu og mótframboð gegn forsetanum þekkjast ekki. Enda er hann algerlega óumdeildur leiðtogi Kína.AP/Mark Schiefelbein Áður hafði stjórnarskrá landsins sem takmarkaði setu á forsetastóli við tvö kjörtímabil verið breytt, þannig að Xi gæti gegnt embættinu áfram. Hann er nú 69 ára og valdamesti leiðtogi Kína frá því Mao Zedong fyrsti leiðtogi flokksins tók völdin eftir byltinguna árið 1949. „Ég mun leggja mig hart fram um að skapa nútímalegt og voldugt sósíalískt ríki, sem vegnar vel, verður lýðræðislegt, siðmenntað, samstillt og fallegt," sagði Xi meðal annars þegar hann sór embættiseiðinn. Klippa: Xi hugsanlega forseti til lífstíðar Mao var leiðtogi Kína frá byltingunni 1949 til dauðadags árið 1976 eða í 27 ár. Eftirmaður hans Deng Xiaoping umbylti efnahagsstefnu landsins sem lagði grunninn að miklum uppvexti í landinu og innleiddi að hluta lögmál kapitalismans. Hann var við völd frá árslokum 1978 til ársins 1989, eða í ellefu ár. Síðan þá hafa leiðtogar landsins ekki setið lengur í leiðtogasæti en um 10 ár þar til nú.
Kína Tengdar fréttir Þriðja kjörtímabil Xi Jinping tryggt Xi Jinping forseti Kína hefur nú tryggt þriðja kjörtímabil sitt og styrkt stöðu sína enn frekar sem voldugasti leiðtogi Kínverja í margar kynslóðir. 10. mars 2023 07:47 Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Xi Jinping, forseti Kína, hefur kallað eftir því að meiri kraftur verði lagður í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu í Kína, svo herafli ríkisins verði í „heimsklassa“. Þetta sagði forsetinn í ræðu í gær, stuttu eftir að utanríkisráðherra Kína varaði við stríði gegn Bandaríkjunum, breyti Bandaríkjamenn ekki um stefnu gagnvart Kína. 9. mars 2023 23:43 Gagnrýndi Vesturveldin en sagði samskiptin við Rússa til fyrirmyndar Nýskipaður utanríkisráðherra Kína, Qin Gang, var harðorður í garð Bandaríkjamanna á sínum fyrsta blaðamannafundi í nótt en fór hinsvegar fögrum orðum um samband Kína og Rússlands. 7. mars 2023 08:46 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þriðja kjörtímabil Xi Jinping tryggt Xi Jinping forseti Kína hefur nú tryggt þriðja kjörtímabil sitt og styrkt stöðu sína enn frekar sem voldugasti leiðtogi Kínverja í margar kynslóðir. 10. mars 2023 07:47
Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Xi Jinping, forseti Kína, hefur kallað eftir því að meiri kraftur verði lagður í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu í Kína, svo herafli ríkisins verði í „heimsklassa“. Þetta sagði forsetinn í ræðu í gær, stuttu eftir að utanríkisráðherra Kína varaði við stríði gegn Bandaríkjunum, breyti Bandaríkjamenn ekki um stefnu gagnvart Kína. 9. mars 2023 23:43
Gagnrýndi Vesturveldin en sagði samskiptin við Rússa til fyrirmyndar Nýskipaður utanríkisráðherra Kína, Qin Gang, var harðorður í garð Bandaríkjamanna á sínum fyrsta blaðamannafundi í nótt en fór hinsvegar fögrum orðum um samband Kína og Rússlands. 7. mars 2023 08:46