Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Nektarmyndum fækkar meðal ung­menna

Hlutfall barna og ungmanna sem segist hafa fengið senda nektarmynd eða hafa verið beðin um að senda af sér nektarmynd lækkar frá árinu 2021. Þá eru einnig færri sem hafa upplifað hótanir, einelti, útilokanir frá hópum og ljót komment í tölvuleikjum eða á samfélagsmiðlum. 

Innlent
Fréttamynd

Grínaðist með yfir­lið Binna í Köben

Rapparinn og samfélagsmiðlastjarnan Bassi Maraj ferðaðist til Kaupmannahafnar í morgun. Þar gerði hann góðlátlegt grín að einum af sínum bestu vinum og kollega í Æði, Binna Glee og endurlék atvik fyrir samfélagsmiðla þar sem Binni féll í yfirlið á lestarstöð í borginni.

Lífið
Fréttamynd

Enginn á­vinningur annar en ein­fald­lega hrært vatn

Meistaranemi í næringarfræði segir vörur sem snúast um að hræra upp í vatni enn eitt tískufyrirbrigðið sem sé drifið áfram af markaðsöflum með gylliboðum. Ávinningurinn sé enginn, auk þess sem loforð um virkni séu efnafræðilega ómöguleg. Hún brýnir fyrir fólki að flækja ekki líf sitt að óþörfu en þau sem vilji geti einfaldlega hrært í vatninu sínu sjálf án þess að borga krónu fyrir það. 

Innlent
Fréttamynd

Fékk sér þrjú húð­flúr í and­litið

Eyrún Telma Jóns­dótt­ir aðalstjórnarkona Endósamtakanna fékk sér nýverið þrjú húðflúrið í andlitið. Hún deildi ferlinu með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlinum Tiktok. Eyrún og eiginmaður hennar, Rúnar Hroði Geirmundsson styrktarþjálfari, skarta bæði fjölmörgum húðflúrum víðsvegar um líkamann. Bæði stefna þau á að húðflúra allan líkamann.

Lífið
Fréttamynd

Prufa að neyða not­endur til að horfa á aug­lýsingar

Samfélagsmiðillinn Instagram prufukeyrir nú nýtt viðmót á miðlinum sem neyðir notendur til að horfa á auglýsingar til að halda áfram að nota forritið. Áður fyrr gátu notendur skrunað fram hjá auglýsingum sem birtust þeim en það gæti heyrt sögunni til með nýrri uppfærslu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hvað er að frétta í lífi án frétta?

Í nýlegri skýrslu Fjölmiðlanefndar um traust í íslensku samfélagi kemur fram að helmingur þátttakenda var mjög eða frekar sammála því að þau héldu sér upplýstum án þess að fylgjast með fréttum.

Skoðun
Fréttamynd

Um­deilt kosningamyndband Höllu „bara í gríni gert“

Myndband úr smiðju kosningateymis Höllu Tómasdóttur sem sýnir tvo unga menn kasta bíllyklum í unga konu og hrinda annarri hefur vakið athygli. Annar þeirra segir einungis um létt grín hafa verið að ræða og því hafi ekki verið beint að einum eða neinum. 

Innlent
Fréttamynd

Sam­einumst um for­varnir gegn átröskun

Á undanförnum árum hefur alvarleg átröskun færst í aukana. Fleiri þurfa að leggjast inn á spítala en áður og átröskun meðal barna hefur vaxið. Barna- og unglingageðdeild Landspítala sinnir börnum sem glíma við alvarlega átröskun og nú á alþjóðlegum baráttudegi um átröskun er rétt að staldra við og velta upp ástæðum þessarar fjölgunar barna sem þarfnast sjúkrahúsþjónustu vegna átröskunar.

Skoðun
Fréttamynd

„Er búinn að blokka 237 mann­eskjur á tíu dögum“

Bubbi Morthens kveðst hafa lokað á, eða „blokkað“, 237 manns á samfélagsmiðlum eftir að hann lýsti yfir stuðningi með Katrínu Jakobsdóttir forsetaframbjóðanda. Hann segir kosningabaráttuna, sem eigi að vera gleðileg uppákoma, hafa breyst í skotgrafahernað. 

Innlent
Fréttamynd

Ástþór eyðir lang­mestu

Ástþór Magnússon hefur eytt langmestu allra forsetaframbjóðenda í auglýsingar á samfélagsmiðlum síðustur níutíu daga, 7,8 milljónum króna. Næst á eftir honum er Halla Hrund Logadóttir með aðeins 520 þúsund krónur. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, er með flesta fylgjendur á Instagram, ríflega 36 þúsund, en Katrín Jakobsdóttir fylgir henni fast á hæla með ríflega 34 þúsund. Jón Gnarr er með flesta fylgjendur á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Vilja banna snjallsíma fyrir yngri en 16 ára

Breskir þingmenn kalla nú eftir því að farsímar verði alfarið bannaðir fyrir börn sem eru 16 ára og yngri og bannaðir alveg í skólum. Þá er einnig kallað eftir því að aðgangur að samfélagsmiðlum verði bundinn við sama aldur.

Erlent
Fréttamynd

Binni Glee hrundi til jarðar í Köben

Brynjar Steinn Gylfason, Binni Glee, lenti í því óheppilega atviki í gær að falla í yfirlið þegar hann gekk út úr neðanjarðarlest í Kaupmannahöfn. Hann segist vera í áfalli eftir atvikið þó allt hafi farið vel að lokum. 

Lífið
Fréttamynd

Byrjuðu saman sex árum eftir fyrstu skila­boðin

Ástarsaga Jóhönnu Helgu Jensdóttur, áhrifavalds og útvarpskonu á FM957, og Geirs Ulrich Skaftasonar viðskiptastjóra hjá Isavia á sér langan aðdraganda þar sem þau voru vinir um nokkurra ára skeið áður en þau felldu hugi saman.

Makamál
Fréttamynd

Ætlar ekki að láta fjar­lægja nafn Kleina

Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, segja sögusagnir um meint sambandsslit þeirra stórlega ýktar. Sögusagnirnar fóru á kreik eftir að Hafdís óskaði eftir færum húðflúrara á Facebook til að breyta húðflúri. 

Lífið
Fréttamynd

Dagar Workplace eru taldir

Meta, móðurfélag Facebook og fjölda annarra samfélagsmiðla, hefur tilkynnt að Workplace verði lokað. Félagið ætli að einbeita sér að þróun gervigreindar og svokallaðs Metaverse í staðinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Var beðinn um upp­lýsingar um unga leik­menn vegna veð­máls

Knattspyrnuþjálfari hefur lent í því að fá skilaboð þar sem hann var inntur eftir upplýsingum um stöðu leikmanna fyrir fótboltaleik barna og ungmenna í öðrum flokki en fólkið vildi upplýsingar fyrir veðmál. Hann óttast að börn verði fyrir óþægilegum þrýstingi í æskulýðsstarfi. 

Innlent
Fréttamynd

Facebook bannar Ástþóri að aug­lýsa

Auglýsingareikningi Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda á Facebook hefur verið lokað. Síða hans er enn uppi, en auglýsingar hans eru ekki lengur í birtingu og hann getur ekki keypt fleiri auglýsingar. Einnig hefur Instagram-reikningi hans verið lokað.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldaúrsagnir kvenna úr mann­kyninu

„Íslenska er orða frjósöm móðir/ekki þarf að sníkja, bræður góðir,“ orti Hjálmar Jónsson frá Bólu. Bræður góðir? Hvar eru systurnar? Góðu? Frjó umræða um tungumálið ætti að vera hið besta mál. En frjó umræða er eitt, ofsafengnar deilur um „hið kynlausa“ tungumál er annað. Þar er meira undir.

Innlent
Fréttamynd

Á að banna TikTok?

Í síðasta mánuði samþykkti öldungadeild Bandaríkjaþings frumvarp sem gæti leitt til þess að hinn geysivinsæli samfélagsmiðill TikTok yrði bannaður í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir banninu er meðal annars sögð vera áhyggjur um möguleg áhrif sem miðillinn gæti haft á öryggi Bandaríkjanna þar sem miðillinn er í eigu ByteDance sem ríkisstjórn Kína hefur ítök í.

Skoðun
Fréttamynd

Segir við­mælendur sitja undir hótunum netaktív­ista

Frosti Logason hlaðvarpsstjóri segir baráttuna gegn ofbeldi hafa snúist upp í ranghverfu sína. Hópar sem hafa látið sig þessi mál varða, netakvívistar á borð við þá sem ráða á för í hópum á borð við „Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu“ stundi það að veitast að viðmælendum hans.

Innlent