Félagsfræðiprófessor dregur upp svarta mynd af þróun samfélagsins Eiður Þór Árnason skrifar 15. september 2024 14:14 Viðar Halldórsson, prófessor i félagsfræði við Háskóla Íslands, telur það vera hlutverk sitt að vara við þeirri þróun sem eigi sér stað í samfélaginu. Vísir/Sigurjón Viðar Halldórsson, prófessor i félagsfræði við Háskóla Íslands telur samfélagið vera á slæmri vegferð og að grafið hafi verið undan félagslegu heilbrigði þess. Aukinn einmanaleiki, kvíði, kulnun og misskipting séu til marks um þetta sem og vaxandi skautun. Hann dregur upp fremur svarta mynd af stöðu samfélagsins og telur það hlutverk sitt að hringja viðvörunarbjöllum. Sérhagsmunaöfl séu að hafa betur í baráttunni við almannahagsmuni. Viðar gaf nýverið út bókina Sjáum samfélagið og segist vilja hjálpa fólki að átta sig á því hvað felst í samfélagi og hversu mikil áhrif það hefur á okkur. „Það mótar hugsanir okkar, hugmyndir, athafnir, líðan, árangur, sjálfsmynd okkar og svo framvegis og svo framvegis. En við gerum okkur ekki endilega alltaf grein fyrir því vegna þess að þetta félagslega afl er ósýnilegt og það er erfitt að festa fingur á því,“ segir Viðar. Þannig hafi við sem samfélag á vissan átt leyft því að renna okkur úr greipum. Kristján Kristjánsson ræddi við Viðar í Sprengisandi á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið í spilaranum. „Það er rosaleg einstaklingshyggja sem samfélagið byggir á núna í vaxandi mæli og þegar einstaklingshyggjan tekur yfir og þá trosna þessi bönd samfélagsins og samfélagið veikist og stoðkerfi okkar sem einstaklinga í samfélaginu veikist, samhugurinn, samvitundin, samstaðan, aðstoð við þá sem eru í vanda og allt það. Ég er svolítið að benda á það og þess vegna heitir bókin Sjáum samfélagið, við þurfum að sjá þetta ósýnilega afl og bókinni er ætlað að gera þetta ósýnilega afl sýnilegt.“ Orsökin liggi ekki endilega hjá einstaklingnum Viðar kallar það sem myndast í gegnum félagsleg tengsl félagslega töfra. Þetta sé okkur lífsnauðsynlegt og stuðli að heilbrigði einstaklinga og samfélags. Andstaðan við félagslega töfra sé firring og hún birtist meðal annars í aukinni angist fólks. Viðar hefur unnið með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta.Vísir/vilhelm „Við sjáum að einmanaleiki og kvíði eru að aukast, kulnun er að aukast og allt þetta. Þegar svona vandamál einstaklinga verða svona algeng þá er orsakanna ekki endilega að leita í brestum einstaklinga heldur þá er vísbending um að vandamálin séu félagslegs eðlis. Þá er eitthvað að í grunngerð samfélagsins sem hefur áhrif á einstaklingana.“ Sömuleiðis beinir Viðar sjónum sínum að aukinni skautun sem birtist meðal annars í hatursorðræðu, ótta við ókunnuga, hnífaburði ungmenna og stríðsátökum í heiminum. Aukinn ójöfnuður áhyggjuefni Vaxandi ójöfnuður þar sem ríkasta prósentið er að verða ríkara og ná meiri tökum á samfélaginu er annað dæmi um varhugaverða þróun samfélagsins, að mati Viðars. „Þannig að sérhagsmunaöflin eru að hafa betur í þessari keppni við almannahagsmuni og ná stærri sneið af kökunni sem gerir samfélagið óheilbrigðra.“ Þrátt fyrir að stór hluti jarðarbúa hafi það vissulega betra í dag heldur en áður sé misskiptingin að aukast. „Það verður meiri ótti, það verður meira um glæpi, það verður verri andlegri líðan. Þetta helst allt í hendur, allar rannsóknir sýna að því meira bil sem er milli ríkasta fólksins og hinna, því verri verða samfélögin af ýmsum hætti.“ Íslensk lögregluyfirvöld tóku nýlega í notkun rafbyssur. Getty Sömuleiðis mælist þverrandi öryggiskennd og það sé ágætis mælikvarði á firringu þegar það þurfi að efla löggæslu, sérsveitir, nota rafbyssur, og eftirlitsmyndavélar. Að sögn Viðars eru þetta allt dæmi um aukna firringu samfélagsins. „Svo sjáum við líka þessa stórauknu neysluhegðun þar sem við erum farin að neyta neysluvarnings sem við höfum enga sérstaka þörf fyrir.“ Neyslusamfélagið sé að verða sterkara með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á jörðina. „Við erum kannski að einhverju leyti að reyna að uppfylla einhverjar þarfir sem við fáum ekki í félagslegum samskiptum.“ Tæknin að taka yfir allt Viðar bendir á að á sama tíma sé tæknin að ná yfirhöndinni á mörgum sviðum samfélagsins. Fólk sé farið að sinna öllu sínu lífi í gegnum skjá, í stað þess að hitta fólk. Það ýti frekar undir einstaklingsvæðingu þegar fólk sé í auknum mæli eitt í herbergjunum sínum frekar en að vera með fjölskyldunni fyrir framan sjónvarpið eða matarborðið. „Fólk er ekkert endilega að mæta í skólann, það tekur þetta í gegnum streymi, fólk þarf ekki að fara út í búð og allt þetta. Það dregur úr þessu grunnbyggingarefni samfélagsins sem eru félagsleg tengsl. Félagsleg tengsl og samskipti eru atóm samfélagsins, grunneiningin sem gerir samfélagið að samfélagi. Þegar það kvarnaðist upp úr samskiptunum þá kvarnast upp úr samfélaginu og við verðum meira einstaklingar heldur en samfélag.“ Miklar breytingar hafa orðið á skólastarfi síðustu ár og getur fólk nú stundað háskólanám án þess að umgangast aðra í raunheimi.Vísir/Vilhelm Viðar viðurkennir að hann dragi hér upp svarta mynd af stöðu samfélagsins en telur það vera sitt hlutverk sem félagsfræðings. Rannsóknarnefnd Alþingis hafi eftir bankahrunið árið 2008 vakið máls á því að lítið hafi borið á gagnrýnni umræðu í aðdraganda hrunsins. Kallaði nefndin eftir því að fræðifólk tæki meiri þátt í samfélagsumræðu á sínu sérsviði. „Ég tek það hlutverk mjög alvarlega. Ég er ríkisstarfsmaður og er í þessu hlutverki og á að benda á ef ég tel að samfélagið sé á slæmri vegferð eins og ég er að gera núna.“ Verði að tala um fílinn í stofunni „Við þurfum að átta okkur á að það er fíll í stofunni og átta okkur á því hvað hann er stór og hvað við getum gert til að koma honum út og bæta samfélagið til að draga úr angist fólks, þannig að fólki líði betur og við séum með öruggara samfélag, réttlátara samfélag og heilbrigðara samfélag. Vegna þess að heilbrigði samfélagsins hefur því miður skaðast og ég tel að við séum ekkert endilega á góðri vegferð sem samfélag.“ Viðar telur mörg atriði koma saman og leiða til þessa ástands. Fólk sé til að mynda mjög upptekið við sín daglegu störf og tæknivæðingin gert það að verkum að það er stutt í alla afþreyingu. Samfélagsmiðlarisinn Meta sem rekur Facebook, Instagram og WhatsApp er eitt verðmætasta fyrirtæki í heimi. AP/Thibault Camus „Það er svo mikið að gera hjá okkur, við gefum okkur aldrei tíma til að staldra við og athuga á hvaða leið erum við. Það er ákveðin barátta í samfélaginu eins og ég fjalla um í bókinni milli sérhagsmuna og almannahagsmuna. Sérhagsmunaöflin eru kannski svolítið að vinna vegna þess að þau eru í einhverri skilgreindri keppni í að græða meira og ná meiri völdum, á meðan almannahagsmunir þar erum við meira sofandi á verðinum og áttum okkur ekki endilega á að við séum í þessari keppni.“ Dæmi um þessi sérhagsmunaöfl séu erlendir tæknirisar á sviði samskiptatækni sem eru með verðmætustu fyrirtækjum í heimi. Öfl að tjaldarbaki vinni gegn samfélaginu „Þau eru bara klárlega að misnota aðstöðu sína með því að reyna að gera okkur háð þessum tækjum og tólum,“ segir Viðar um tæknirisana. „Þessi fyrirtæki græða og verða ríkustu fyrirtæki í heimi þegar við eigum samskipti í gegnum tækin og tólin. En þegar við eigum samskipti augliti til auglits þá græða þau ekki neitt.“ „Þau eru að vinna í þessu og bak við skjáinn okkar eru hundruð sérfræðinga sem hafa það hlutverk að brjóta niður varnir okkar og gera okkur háð því að vera í þessum tækjum. Þetta er bara sama aðferð og þau sem hana spilavíti eru að byggja á og allt þetta. Þannig að það eru þessi öfl bak við tjöldin, sérhagsmunir sem vinna gegn almannahagsmunum sem gera það að verkum að þeir ríku verða ríkari en það bitnar á samfélaginu sem heild.“ Snjallsímar og aukin tæknivæðing hafa haft mikil áhrif á vestræn samfélög. Getty/In Pictures Ltd. Viðar segir að heimsfaraldur Covid-19 hafi leitt til þess að tæknin færðist inn á fleiri svið. Ákveðin atburðarás og ýmsir þættir hafi þannig gert það að verkum að við missum tökin á félagslífi okkar og samfélagi að einhverju leyti í hendur stórfyrirtækja. Tal um niðurskurð merki um samfélag keyrt á efnahagslegum forsendum „Sumir vilja gagnrýna samfélagið og segja það að samfélagið er keyrt áfram á efnahagslegum forsendum fremur en manneskjulegum og við sjáum það enn frekar núna. Alls staðar sem við heyrum er bara krafa um niðurskurð. Niðurskurður, niðurskurður, niðurskurður og hvar er skorið niður? Það er skorið niður á þessum félagslegu þáttum. Það er grafið undan félagslegum stofnunum, það er heilbrigðiskerfi, menntakerfi, félagslegur stuðningur og allt það, vegna þess að það er ekki alveg eins hlutbundið og margt annað,“ segir Viðar. Kallar eftir auknu jafnvægi Viðar setur þetta í samhengi við loftslagsbreytingar sem hann segir stóra vandamál heimsbyggðarinnar. Á meðan hnattræn hlýnun ógni öllu lífi á jörðinni þá ógni félagsleg dvínun gæðum þess lífs. Hann leggur áherslu á að fólk átti sig á virði félagslegs samneytis. „Við verðum að styrkja það, við verðum að varðveita það og passa upp á það og við verðum að setja undir það. Það er það sem ég er að tala um til að fá einhvers konar mótvægi við firringuna, við að tæknin sé að taka yfir allt. Við þurfum jafnvægi. Það er ekki jafnvægi eins og staðan er.“ Hlusta má á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Viðar í Sprengisandi í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Samfélagsmiðlar Félagsmál Geðheilbrigði Sprengisandur Streita og kulnun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira
Hann dregur upp fremur svarta mynd af stöðu samfélagsins og telur það hlutverk sitt að hringja viðvörunarbjöllum. Sérhagsmunaöfl séu að hafa betur í baráttunni við almannahagsmuni. Viðar gaf nýverið út bókina Sjáum samfélagið og segist vilja hjálpa fólki að átta sig á því hvað felst í samfélagi og hversu mikil áhrif það hefur á okkur. „Það mótar hugsanir okkar, hugmyndir, athafnir, líðan, árangur, sjálfsmynd okkar og svo framvegis og svo framvegis. En við gerum okkur ekki endilega alltaf grein fyrir því vegna þess að þetta félagslega afl er ósýnilegt og það er erfitt að festa fingur á því,“ segir Viðar. Þannig hafi við sem samfélag á vissan átt leyft því að renna okkur úr greipum. Kristján Kristjánsson ræddi við Viðar í Sprengisandi á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið í spilaranum. „Það er rosaleg einstaklingshyggja sem samfélagið byggir á núna í vaxandi mæli og þegar einstaklingshyggjan tekur yfir og þá trosna þessi bönd samfélagsins og samfélagið veikist og stoðkerfi okkar sem einstaklinga í samfélaginu veikist, samhugurinn, samvitundin, samstaðan, aðstoð við þá sem eru í vanda og allt það. Ég er svolítið að benda á það og þess vegna heitir bókin Sjáum samfélagið, við þurfum að sjá þetta ósýnilega afl og bókinni er ætlað að gera þetta ósýnilega afl sýnilegt.“ Orsökin liggi ekki endilega hjá einstaklingnum Viðar kallar það sem myndast í gegnum félagsleg tengsl félagslega töfra. Þetta sé okkur lífsnauðsynlegt og stuðli að heilbrigði einstaklinga og samfélags. Andstaðan við félagslega töfra sé firring og hún birtist meðal annars í aukinni angist fólks. Viðar hefur unnið með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta.Vísir/vilhelm „Við sjáum að einmanaleiki og kvíði eru að aukast, kulnun er að aukast og allt þetta. Þegar svona vandamál einstaklinga verða svona algeng þá er orsakanna ekki endilega að leita í brestum einstaklinga heldur þá er vísbending um að vandamálin séu félagslegs eðlis. Þá er eitthvað að í grunngerð samfélagsins sem hefur áhrif á einstaklingana.“ Sömuleiðis beinir Viðar sjónum sínum að aukinni skautun sem birtist meðal annars í hatursorðræðu, ótta við ókunnuga, hnífaburði ungmenna og stríðsátökum í heiminum. Aukinn ójöfnuður áhyggjuefni Vaxandi ójöfnuður þar sem ríkasta prósentið er að verða ríkara og ná meiri tökum á samfélaginu er annað dæmi um varhugaverða þróun samfélagsins, að mati Viðars. „Þannig að sérhagsmunaöflin eru að hafa betur í þessari keppni við almannahagsmuni og ná stærri sneið af kökunni sem gerir samfélagið óheilbrigðra.“ Þrátt fyrir að stór hluti jarðarbúa hafi það vissulega betra í dag heldur en áður sé misskiptingin að aukast. „Það verður meiri ótti, það verður meira um glæpi, það verður verri andlegri líðan. Þetta helst allt í hendur, allar rannsóknir sýna að því meira bil sem er milli ríkasta fólksins og hinna, því verri verða samfélögin af ýmsum hætti.“ Íslensk lögregluyfirvöld tóku nýlega í notkun rafbyssur. Getty Sömuleiðis mælist þverrandi öryggiskennd og það sé ágætis mælikvarði á firringu þegar það þurfi að efla löggæslu, sérsveitir, nota rafbyssur, og eftirlitsmyndavélar. Að sögn Viðars eru þetta allt dæmi um aukna firringu samfélagsins. „Svo sjáum við líka þessa stórauknu neysluhegðun þar sem við erum farin að neyta neysluvarnings sem við höfum enga sérstaka þörf fyrir.“ Neyslusamfélagið sé að verða sterkara með tilheyrandi neikvæðum áhrifum á jörðina. „Við erum kannski að einhverju leyti að reyna að uppfylla einhverjar þarfir sem við fáum ekki í félagslegum samskiptum.“ Tæknin að taka yfir allt Viðar bendir á að á sama tíma sé tæknin að ná yfirhöndinni á mörgum sviðum samfélagsins. Fólk sé farið að sinna öllu sínu lífi í gegnum skjá, í stað þess að hitta fólk. Það ýti frekar undir einstaklingsvæðingu þegar fólk sé í auknum mæli eitt í herbergjunum sínum frekar en að vera með fjölskyldunni fyrir framan sjónvarpið eða matarborðið. „Fólk er ekkert endilega að mæta í skólann, það tekur þetta í gegnum streymi, fólk þarf ekki að fara út í búð og allt þetta. Það dregur úr þessu grunnbyggingarefni samfélagsins sem eru félagsleg tengsl. Félagsleg tengsl og samskipti eru atóm samfélagsins, grunneiningin sem gerir samfélagið að samfélagi. Þegar það kvarnaðist upp úr samskiptunum þá kvarnast upp úr samfélaginu og við verðum meira einstaklingar heldur en samfélag.“ Miklar breytingar hafa orðið á skólastarfi síðustu ár og getur fólk nú stundað háskólanám án þess að umgangast aðra í raunheimi.Vísir/Vilhelm Viðar viðurkennir að hann dragi hér upp svarta mynd af stöðu samfélagsins en telur það vera sitt hlutverk sem félagsfræðings. Rannsóknarnefnd Alþingis hafi eftir bankahrunið árið 2008 vakið máls á því að lítið hafi borið á gagnrýnni umræðu í aðdraganda hrunsins. Kallaði nefndin eftir því að fræðifólk tæki meiri þátt í samfélagsumræðu á sínu sérsviði. „Ég tek það hlutverk mjög alvarlega. Ég er ríkisstarfsmaður og er í þessu hlutverki og á að benda á ef ég tel að samfélagið sé á slæmri vegferð eins og ég er að gera núna.“ Verði að tala um fílinn í stofunni „Við þurfum að átta okkur á að það er fíll í stofunni og átta okkur á því hvað hann er stór og hvað við getum gert til að koma honum út og bæta samfélagið til að draga úr angist fólks, þannig að fólki líði betur og við séum með öruggara samfélag, réttlátara samfélag og heilbrigðara samfélag. Vegna þess að heilbrigði samfélagsins hefur því miður skaðast og ég tel að við séum ekkert endilega á góðri vegferð sem samfélag.“ Viðar telur mörg atriði koma saman og leiða til þessa ástands. Fólk sé til að mynda mjög upptekið við sín daglegu störf og tæknivæðingin gert það að verkum að það er stutt í alla afþreyingu. Samfélagsmiðlarisinn Meta sem rekur Facebook, Instagram og WhatsApp er eitt verðmætasta fyrirtæki í heimi. AP/Thibault Camus „Það er svo mikið að gera hjá okkur, við gefum okkur aldrei tíma til að staldra við og athuga á hvaða leið erum við. Það er ákveðin barátta í samfélaginu eins og ég fjalla um í bókinni milli sérhagsmuna og almannahagsmuna. Sérhagsmunaöflin eru kannski svolítið að vinna vegna þess að þau eru í einhverri skilgreindri keppni í að græða meira og ná meiri völdum, á meðan almannahagsmunir þar erum við meira sofandi á verðinum og áttum okkur ekki endilega á að við séum í þessari keppni.“ Dæmi um þessi sérhagsmunaöfl séu erlendir tæknirisar á sviði samskiptatækni sem eru með verðmætustu fyrirtækjum í heimi. Öfl að tjaldarbaki vinni gegn samfélaginu „Þau eru bara klárlega að misnota aðstöðu sína með því að reyna að gera okkur háð þessum tækjum og tólum,“ segir Viðar um tæknirisana. „Þessi fyrirtæki græða og verða ríkustu fyrirtæki í heimi þegar við eigum samskipti í gegnum tækin og tólin. En þegar við eigum samskipti augliti til auglits þá græða þau ekki neitt.“ „Þau eru að vinna í þessu og bak við skjáinn okkar eru hundruð sérfræðinga sem hafa það hlutverk að brjóta niður varnir okkar og gera okkur háð því að vera í þessum tækjum. Þetta er bara sama aðferð og þau sem hana spilavíti eru að byggja á og allt þetta. Þannig að það eru þessi öfl bak við tjöldin, sérhagsmunir sem vinna gegn almannahagsmunum sem gera það að verkum að þeir ríku verða ríkari en það bitnar á samfélaginu sem heild.“ Snjallsímar og aukin tæknivæðing hafa haft mikil áhrif á vestræn samfélög. Getty/In Pictures Ltd. Viðar segir að heimsfaraldur Covid-19 hafi leitt til þess að tæknin færðist inn á fleiri svið. Ákveðin atburðarás og ýmsir þættir hafi þannig gert það að verkum að við missum tökin á félagslífi okkar og samfélagi að einhverju leyti í hendur stórfyrirtækja. Tal um niðurskurð merki um samfélag keyrt á efnahagslegum forsendum „Sumir vilja gagnrýna samfélagið og segja það að samfélagið er keyrt áfram á efnahagslegum forsendum fremur en manneskjulegum og við sjáum það enn frekar núna. Alls staðar sem við heyrum er bara krafa um niðurskurð. Niðurskurður, niðurskurður, niðurskurður og hvar er skorið niður? Það er skorið niður á þessum félagslegu þáttum. Það er grafið undan félagslegum stofnunum, það er heilbrigðiskerfi, menntakerfi, félagslegur stuðningur og allt það, vegna þess að það er ekki alveg eins hlutbundið og margt annað,“ segir Viðar. Kallar eftir auknu jafnvægi Viðar setur þetta í samhengi við loftslagsbreytingar sem hann segir stóra vandamál heimsbyggðarinnar. Á meðan hnattræn hlýnun ógni öllu lífi á jörðinni þá ógni félagsleg dvínun gæðum þess lífs. Hann leggur áherslu á að fólk átti sig á virði félagslegs samneytis. „Við verðum að styrkja það, við verðum að varðveita það og passa upp á það og við verðum að setja undir það. Það er það sem ég er að tala um til að fá einhvers konar mótvægi við firringuna, við að tæknin sé að taka yfir allt. Við þurfum jafnvægi. Það er ekki jafnvægi eins og staðan er.“ Hlusta má á viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Viðar í Sprengisandi í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Samfélagsmiðlar Félagsmál Geðheilbrigði Sprengisandur Streita og kulnun Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira