Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

Sið­menntað fólk pissar ekki úti

Fyrir ekki svo löngu þótti okkur eðlilegt að sjá drukkið fólk pissa úti. Sem betur fer er sú tíð liðin. Þessir gerendur eru nú dregnir til ábyrgðar. Við búum svo vel að siðgæðisverðir sinna því þakklausa hlutverki að vega og meta hegðun fólks.

Skoðun
Fréttamynd

Dyggða­skreytingar­á­rátta á­hrifa­valda

Í mannkynssögunni er það þekkt hversu þægilegt það er að fylgja fjöldanum og að almannarómur eigi að duga til að meta menn og málefni. Dyggðaskreyting þeirra sem vilja auka veg sinn og frama á kostnað annarra er því sígilt fyrirbæri.

Skoðun
Fréttamynd

Bjóða upp á rafrænar kveðjur frá íslenskum stjörnum

„Þann 17. júní næstkomandi verður hægt að panta rafræna kveðju á Boomerang.is frá þínum uppáhalds íslensku stjörnum fyrir allskyns viðburði eins og afmæli, útskrift, fermingu, steggjun, gæsun, mæðradag, bóndadag og svo framvegis,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu Boomerang.

Lífið
Fréttamynd

Kvartað vegna þátt­töku Ás­laugar og Víðis í „Ég trúi“

Kvartað var til um­boðs­manns Al­þingis yfir þátt­töku Ás­laugar Örnu Sigur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra og Víðis Reynis­sonar, yfir­lög­reglu­þjóns al­manna­varna, í mynd­bandinu „Ég trúi“, sem hlað­varpið Eigin konur gaf út til stuðnings þol­endum of­beldis.

Innlent
Fréttamynd

„Löngu kominn tími á að karlar taki þessa vakt“

„Það er lífseig mýta að gerendur í kynferðisbrotamálum séu svona „vondu kallar“, hálfgerð skrýmsli. Þessi skrýmslavæðing gerenda gerir það að verkum að fólk á erfiðara með að horfast í augu við að gerendur kynferðisbrota eru yfirleitt bara venjulegt fólk.“ 

Lífið
Fréttamynd

Face­book-að­gangur Trumps verður lokaður í tvö ár

Facebook hefur ákveðið að loka Facebook- og Instagram-aðgöngum Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í tvö ár. Aðgöngum hans á samfélagsmiðlunum var lokað í janúar vegna færslna sem hann birti um árásina á bandaríska þinghúsið.

Erlent
Fréttamynd

Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“.

Erlent
Fréttamynd

Ræðst fram­tíð Sjálf­stæðis­flokksins á Insta­gram?

Hörð bar­átta tveggja ráð­herra Sjálf­stæðis­flokksins um að verða leið­togar flokksins á þingi fyrir Reyk­víkinga hefur ó­lík­lega farið fram hjá mörgum. Báðir hafa aug­lýst sig ágætlega í að­draganda próf­kjörs flokksins, sem fer fram á föstu­dag og laugar­dag, raunar svo mikið að dósent í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Ís­lands finnst aug­lýsinga­flóðinu svipa til þess sem tíðkaðist rétt fyrir hrun.

Innlent
Fréttamynd

Eitt frægasta mynd­band YouTu­be kveður vefinn

Flestir netverjar ættu að þekkja til bræðranna Charlie og Harry, sem slógu rækilega í gegn á YouTube eftir að fjölskylda þeirra birti myndband af þeim síðarnefnda sitja með barnungan bróður sinn. Hugguleg bræðrastund varð þó fljótlega að einu frægasta augnabliki Internetsins þar sem Harry, sá yngri, bítur í fingur bróður síns á meðan sá eldri kvartar sáran.

Lífið
Fréttamynd

„Charli­e bit my fin­ger“ mynd­bandið til sölu

„Charlie bit my finger!“ er líklega einn þeirra frasa sem flestir, sem vöfruðu um internetið árið 2007, kannast við. Frasinn heyrðist fyrst í myndbandi, sem fór eins og eldur um sinu um netið, þar sem sjá má Charlie bíta bróður sinn Harry í fingurinn.

Viðskipti erlent