Fékk kökk í hálsinn yfir „bestu auglýsingunni“: Trúverðugt að Katrín sé komin í þvottahúsið Snorri Másson skrifar 21. september 2021 17:38 Andrés Jónsson almannatengill, Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og þar til fyrir skemmstu aðstoðarmaður fjármálaráðherra, og Máni Pétursson fjölmiðlamaður, gestir Pallborðsins á Vísi í dag. Vísir Álitsgjafar Pallborðsins voru á einu máli um ágæti sjónvarpsauglýsingar Vinstri grænna, þar sem daglegt líf frambjóðenda flokksins er í forgrunni við tilfinningaþrungið undirspil íslenskrar tónlistar. Bæði Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og Andrés Jónsson almannatengill sögðu auglýsingu VG áhrifamesta útspil stjórnmálaflokks í kosningabaráttunni hingað til. Farið var yfir frammistöðu hvers og eins flokks í Pallborðinu á Vísi í dag: Andrés sagði borðleggjandi að auglýsing þar sem fjölbreyttir Íslendingar væru sýndir gera alls kyns hluti sem fólki þykir vænt um næði til fólks. Ekkert væri óeðlilegt við að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra væri sýnd í þvottahúsinu. „Það er trúverðugt. Hún býr í þessari blokk og það er þvottahús í kjallaranum. Sumir eru með þvottahús líka upp á hæðinni. Ég veit ekki hvort hún sé með þvottavél uppi á hæðinni líka. En hún er líka sýnd vera að stýra fundi þar sem hún er að tala um styrki til nýsköpunar. Hún er sýnd í ólíkum hlutverkum og við viljum bara svona venjulega konu sem er eins og ég og þú,“ sagði Andrés. Auglýsingin, þar sem yfirskriftin er að það skipti máli hver stjórni, var framleidd af TVIST. Haukur Björgvinsson leikstýrði auglýsingunni. Kvikmyndatakan var í höndum Skot og Hákon Sverrisson hafði umsjón með henni. „Ég held að þetta sé ein besta kosningaauglýsing sem ég hef séð, af því að hún snertir svona hjartastrengi. Þetta er listin að segja hlutina án orða. Þau eru með eitthvað landslið þarna í tónlist til að spila undir og spila á tilfinningar og þetta er rosalega vel gerð auglýsing. Ég er til dæmis ekkert rosalega grátgjörn manneskja en ég var alveg komin með kökk í hálsinn,“ segir Svanhildur. Máni Pétursson fjölmiðlamaður var á öðru máli um besta kosningaútspilið, sem hann sagði vera mynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með hrátt hakk. Svanhildur tók undir að þar væri Sigmundur sannarlega í karakter. Álitsgjafarnir lýstu að lokum mestri ánægju með Flokk fólksins þegar kosningabaráttan er skoðuð í heild, en sá flokkur þótti hafa rekið best skipulögðu herferðina á samfélagsmiðlum. Umrædd auglýsing Vinstri grænna: Alþingiskosningar 2021 Pallborðið Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Vinstri græn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Tengdar fréttir Hölluðust að því að Flokkur fólksins væri sigurvegari kosningabaráttunnar Í Pallborðinu í dag var punktstaðan tekin í kosningabaráttunni, spáð í spilin fyrir næstu daga og um leið litið um öxl og farið yfir frammistöðu hvers flokks fyrir sig hingað til. 21. september 2021 13:26 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Sjá meira
Bæði Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og Andrés Jónsson almannatengill sögðu auglýsingu VG áhrifamesta útspil stjórnmálaflokks í kosningabaráttunni hingað til. Farið var yfir frammistöðu hvers og eins flokks í Pallborðinu á Vísi í dag: Andrés sagði borðleggjandi að auglýsing þar sem fjölbreyttir Íslendingar væru sýndir gera alls kyns hluti sem fólki þykir vænt um næði til fólks. Ekkert væri óeðlilegt við að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra væri sýnd í þvottahúsinu. „Það er trúverðugt. Hún býr í þessari blokk og það er þvottahús í kjallaranum. Sumir eru með þvottahús líka upp á hæðinni. Ég veit ekki hvort hún sé með þvottavél uppi á hæðinni líka. En hún er líka sýnd vera að stýra fundi þar sem hún er að tala um styrki til nýsköpunar. Hún er sýnd í ólíkum hlutverkum og við viljum bara svona venjulega konu sem er eins og ég og þú,“ sagði Andrés. Auglýsingin, þar sem yfirskriftin er að það skipti máli hver stjórni, var framleidd af TVIST. Haukur Björgvinsson leikstýrði auglýsingunni. Kvikmyndatakan var í höndum Skot og Hákon Sverrisson hafði umsjón með henni. „Ég held að þetta sé ein besta kosningaauglýsing sem ég hef séð, af því að hún snertir svona hjartastrengi. Þetta er listin að segja hlutina án orða. Þau eru með eitthvað landslið þarna í tónlist til að spila undir og spila á tilfinningar og þetta er rosalega vel gerð auglýsing. Ég er til dæmis ekkert rosalega grátgjörn manneskja en ég var alveg komin með kökk í hálsinn,“ segir Svanhildur. Máni Pétursson fjölmiðlamaður var á öðru máli um besta kosningaútspilið, sem hann sagði vera mynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með hrátt hakk. Svanhildur tók undir að þar væri Sigmundur sannarlega í karakter. Álitsgjafarnir lýstu að lokum mestri ánægju með Flokk fólksins þegar kosningabaráttan er skoðuð í heild, en sá flokkur þótti hafa rekið best skipulögðu herferðina á samfélagsmiðlum. Umrædd auglýsing Vinstri grænna:
Alþingiskosningar 2021 Pallborðið Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Vinstri græn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Tengdar fréttir Hölluðust að því að Flokkur fólksins væri sigurvegari kosningabaráttunnar Í Pallborðinu í dag var punktstaðan tekin í kosningabaráttunni, spáð í spilin fyrir næstu daga og um leið litið um öxl og farið yfir frammistöðu hvers flokks fyrir sig hingað til. 21. september 2021 13:26 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Sjá meira
Hölluðust að því að Flokkur fólksins væri sigurvegari kosningabaráttunnar Í Pallborðinu í dag var punktstaðan tekin í kosningabaráttunni, spáð í spilin fyrir næstu daga og um leið litið um öxl og farið yfir frammistöðu hvers flokks fyrir sig hingað til. 21. september 2021 13:26