Fékk kökk í hálsinn yfir „bestu auglýsingunni“: Trúverðugt að Katrín sé komin í þvottahúsið Snorri Másson skrifar 21. september 2021 17:38 Andrés Jónsson almannatengill, Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs og þar til fyrir skemmstu aðstoðarmaður fjármálaráðherra, og Máni Pétursson fjölmiðlamaður, gestir Pallborðsins á Vísi í dag. Vísir Álitsgjafar Pallborðsins voru á einu máli um ágæti sjónvarpsauglýsingar Vinstri grænna, þar sem daglegt líf frambjóðenda flokksins er í forgrunni við tilfinningaþrungið undirspil íslenskrar tónlistar. Bæði Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og Andrés Jónsson almannatengill sögðu auglýsingu VG áhrifamesta útspil stjórnmálaflokks í kosningabaráttunni hingað til. Farið var yfir frammistöðu hvers og eins flokks í Pallborðinu á Vísi í dag: Andrés sagði borðleggjandi að auglýsing þar sem fjölbreyttir Íslendingar væru sýndir gera alls kyns hluti sem fólki þykir vænt um næði til fólks. Ekkert væri óeðlilegt við að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra væri sýnd í þvottahúsinu. „Það er trúverðugt. Hún býr í þessari blokk og það er þvottahús í kjallaranum. Sumir eru með þvottahús líka upp á hæðinni. Ég veit ekki hvort hún sé með þvottavél uppi á hæðinni líka. En hún er líka sýnd vera að stýra fundi þar sem hún er að tala um styrki til nýsköpunar. Hún er sýnd í ólíkum hlutverkum og við viljum bara svona venjulega konu sem er eins og ég og þú,“ sagði Andrés. Auglýsingin, þar sem yfirskriftin er að það skipti máli hver stjórni, var framleidd af TVIST. Haukur Björgvinsson leikstýrði auglýsingunni. Kvikmyndatakan var í höndum Skot og Hákon Sverrisson hafði umsjón með henni. „Ég held að þetta sé ein besta kosningaauglýsing sem ég hef séð, af því að hún snertir svona hjartastrengi. Þetta er listin að segja hlutina án orða. Þau eru með eitthvað landslið þarna í tónlist til að spila undir og spila á tilfinningar og þetta er rosalega vel gerð auglýsing. Ég er til dæmis ekkert rosalega grátgjörn manneskja en ég var alveg komin með kökk í hálsinn,“ segir Svanhildur. Máni Pétursson fjölmiðlamaður var á öðru máli um besta kosningaútspilið, sem hann sagði vera mynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með hrátt hakk. Svanhildur tók undir að þar væri Sigmundur sannarlega í karakter. Álitsgjafarnir lýstu að lokum mestri ánægju með Flokk fólksins þegar kosningabaráttan er skoðuð í heild, en sá flokkur þótti hafa rekið best skipulögðu herferðina á samfélagsmiðlum. Umrædd auglýsing Vinstri grænna: Alþingiskosningar 2021 Pallborðið Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Vinstri græn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Tengdar fréttir Hölluðust að því að Flokkur fólksins væri sigurvegari kosningabaráttunnar Í Pallborðinu í dag var punktstaðan tekin í kosningabaráttunni, spáð í spilin fyrir næstu daga og um leið litið um öxl og farið yfir frammistöðu hvers flokks fyrir sig hingað til. 21. september 2021 13:26 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bæði Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og Andrés Jónsson almannatengill sögðu auglýsingu VG áhrifamesta útspil stjórnmálaflokks í kosningabaráttunni hingað til. Farið var yfir frammistöðu hvers og eins flokks í Pallborðinu á Vísi í dag: Andrés sagði borðleggjandi að auglýsing þar sem fjölbreyttir Íslendingar væru sýndir gera alls kyns hluti sem fólki þykir vænt um næði til fólks. Ekkert væri óeðlilegt við að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra væri sýnd í þvottahúsinu. „Það er trúverðugt. Hún býr í þessari blokk og það er þvottahús í kjallaranum. Sumir eru með þvottahús líka upp á hæðinni. Ég veit ekki hvort hún sé með þvottavél uppi á hæðinni líka. En hún er líka sýnd vera að stýra fundi þar sem hún er að tala um styrki til nýsköpunar. Hún er sýnd í ólíkum hlutverkum og við viljum bara svona venjulega konu sem er eins og ég og þú,“ sagði Andrés. Auglýsingin, þar sem yfirskriftin er að það skipti máli hver stjórni, var framleidd af TVIST. Haukur Björgvinsson leikstýrði auglýsingunni. Kvikmyndatakan var í höndum Skot og Hákon Sverrisson hafði umsjón með henni. „Ég held að þetta sé ein besta kosningaauglýsing sem ég hef séð, af því að hún snertir svona hjartastrengi. Þetta er listin að segja hlutina án orða. Þau eru með eitthvað landslið þarna í tónlist til að spila undir og spila á tilfinningar og þetta er rosalega vel gerð auglýsing. Ég er til dæmis ekkert rosalega grátgjörn manneskja en ég var alveg komin með kökk í hálsinn,“ segir Svanhildur. Máni Pétursson fjölmiðlamaður var á öðru máli um besta kosningaútspilið, sem hann sagði vera mynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með hrátt hakk. Svanhildur tók undir að þar væri Sigmundur sannarlega í karakter. Álitsgjafarnir lýstu að lokum mestri ánægju með Flokk fólksins þegar kosningabaráttan er skoðuð í heild, en sá flokkur þótti hafa rekið best skipulögðu herferðina á samfélagsmiðlum. Umrædd auglýsing Vinstri grænna:
Alþingiskosningar 2021 Pallborðið Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Vinstri græn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Sósíalistaflokkurinn Viðreisn Flokkur fólksins Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Tengdar fréttir Hölluðust að því að Flokkur fólksins væri sigurvegari kosningabaráttunnar Í Pallborðinu í dag var punktstaðan tekin í kosningabaráttunni, spáð í spilin fyrir næstu daga og um leið litið um öxl og farið yfir frammistöðu hvers flokks fyrir sig hingað til. 21. september 2021 13:26 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hölluðust að því að Flokkur fólksins væri sigurvegari kosningabaráttunnar Í Pallborðinu í dag var punktstaðan tekin í kosningabaráttunni, spáð í spilin fyrir næstu daga og um leið litið um öxl og farið yfir frammistöðu hvers flokks fyrir sig hingað til. 21. september 2021 13:26