Verið í samskiptum við Facebook vegna umdeildrar kosningaáminningar Eiður Þór Árnason skrifar 26. september 2021 02:40 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Vísir/Egill Líkt og í fyrri kosningum birti Facebook á kjördag sérstaka kosningaáminningu sem var ætlað hvetja Íslendinga til að nýta kosningarétt sinn. Kosningameldingar Facebook eru ekki óumdeildar og hafa eftirlitsaðilar í Evrópu óskað eftir upplýsingum um það hvaða notendur fái áminningarnar og hvaða gögn tæknirisinn safni um þá sem smelli á hnappinn. Persónuvernd hefur verið í samskiptum við Facebook í aðdraganda kosninganna og óskað eftir upplýsingum um framkvæmdina. Stofnunin hafði fyrst samband við samfélagsmiðlarisann eftir Alþingiskosningarnar árið 2017 þegar hún fékk ábendingu um að sumum notendum Facebook hafi birst áminningarhnappur en öðrum ekki. Fékk Persónuvernd þá þau svör að hnappurinn hafi verið stilltur þannig að hann birtist öllum íslenskum Facebook-notendum sem voru komnir með kosningarrétt. Ekki notað í markaðslegum tilgangi Fram kemur á vef Persónuverndar að Facebook hafi staðfest fyrir kosningarnar í ár að eingöngu sé unnið með upplýsingar á borð við tímastimplun og aðrar tæknilegar upplýsingar svo að áminningin birtist á viðeigandi hátt auk lýðfræðilegra upplýsinga. Þá sagði fyrirtækið að engar upplýsingar verði notaðar í markaðssetningartilgangi í tengslum við virkni áminningarinnar. Að lokum var ítrekað að áminningin birtist eingöngu þeim sem staðsettir eru á Íslandi og hafi aldur til að kjósa. Erfitt er að leggja mat á það hversu margir Íslendingar hafi séð meldingu Facebook og hvort hún hafi haft áhrif á kosningahegðun. Getty/Chesnot Upplýsingar um aldur séu fengnar frá notendum við skráningu á Facebook og upplýsingar um staðsetningu séu upplýsingar sem notendur skrái á notendasíður sínar eða upplýsingar sem fengnar séu í gegnum IP-tölur þeirra. Í eldri fyrirspurn Persónuverndar var spurt hvað hafi valdið því að aðeins sumir Facebook-notendur sem heyrðu undir framangreindan hóp sáu hnappinn en aðrir ekki. Voru ýmsar ástæður sagðar geta legið þar að baki, til dæmis að þeir sem ekki hafi séð hnappinn hafi notað eldri gerðir af tölvum eða símtækjum eða óuppfærðar útgáfur af smáforriti Facebook. Þá geti það hafa haft áhrif hafi nettenging verið hæg. Facebook geti haft áhrif á kosningaþátttöku Í áliti Persónuverndar frá árinu 2020 segir að með því að gera kosningahnappinn aðgengilegan íslenskum notendum geti Facebook haft áhrif á kosningaþátttöku á Íslandi og jafnframt fylgst með þeim notendum sem deildu því að þeir hefðu mætt á kjörstað. „Miðað við hvaða forsendur liggja fyrir er erfitt að ráða hvort og þá hvaða áhrif hnappurinn hafði á úrslit alþingiskosninganna 2017, en miðað við þá staðreynd að rúmlega níu af hverjum tíu fullorðnum einstaklingum á Íslandi nota miðilinn er ekki óvarlegt að ætla að hnappurinn kunni að hafa haft áhrif.“ Tækni Alþingiskosningar 2021 Samfélagsmiðlar Persónuvernd Facebook Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Innlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira
Kosningameldingar Facebook eru ekki óumdeildar og hafa eftirlitsaðilar í Evrópu óskað eftir upplýsingum um það hvaða notendur fái áminningarnar og hvaða gögn tæknirisinn safni um þá sem smelli á hnappinn. Persónuvernd hefur verið í samskiptum við Facebook í aðdraganda kosninganna og óskað eftir upplýsingum um framkvæmdina. Stofnunin hafði fyrst samband við samfélagsmiðlarisann eftir Alþingiskosningarnar árið 2017 þegar hún fékk ábendingu um að sumum notendum Facebook hafi birst áminningarhnappur en öðrum ekki. Fékk Persónuvernd þá þau svör að hnappurinn hafi verið stilltur þannig að hann birtist öllum íslenskum Facebook-notendum sem voru komnir með kosningarrétt. Ekki notað í markaðslegum tilgangi Fram kemur á vef Persónuverndar að Facebook hafi staðfest fyrir kosningarnar í ár að eingöngu sé unnið með upplýsingar á borð við tímastimplun og aðrar tæknilegar upplýsingar svo að áminningin birtist á viðeigandi hátt auk lýðfræðilegra upplýsinga. Þá sagði fyrirtækið að engar upplýsingar verði notaðar í markaðssetningartilgangi í tengslum við virkni áminningarinnar. Að lokum var ítrekað að áminningin birtist eingöngu þeim sem staðsettir eru á Íslandi og hafi aldur til að kjósa. Erfitt er að leggja mat á það hversu margir Íslendingar hafi séð meldingu Facebook og hvort hún hafi haft áhrif á kosningahegðun. Getty/Chesnot Upplýsingar um aldur séu fengnar frá notendum við skráningu á Facebook og upplýsingar um staðsetningu séu upplýsingar sem notendur skrái á notendasíður sínar eða upplýsingar sem fengnar séu í gegnum IP-tölur þeirra. Í eldri fyrirspurn Persónuverndar var spurt hvað hafi valdið því að aðeins sumir Facebook-notendur sem heyrðu undir framangreindan hóp sáu hnappinn en aðrir ekki. Voru ýmsar ástæður sagðar geta legið þar að baki, til dæmis að þeir sem ekki hafi séð hnappinn hafi notað eldri gerðir af tölvum eða símtækjum eða óuppfærðar útgáfur af smáforriti Facebook. Þá geti það hafa haft áhrif hafi nettenging verið hæg. Facebook geti haft áhrif á kosningaþátttöku Í áliti Persónuverndar frá árinu 2020 segir að með því að gera kosningahnappinn aðgengilegan íslenskum notendum geti Facebook haft áhrif á kosningaþátttöku á Íslandi og jafnframt fylgst með þeim notendum sem deildu því að þeir hefðu mætt á kjörstað. „Miðað við hvaða forsendur liggja fyrir er erfitt að ráða hvort og þá hvaða áhrif hnappurinn hafði á úrslit alþingiskosninganna 2017, en miðað við þá staðreynd að rúmlega níu af hverjum tíu fullorðnum einstaklingum á Íslandi nota miðilinn er ekki óvarlegt að ætla að hnappurinn kunni að hafa haft áhrif.“
Tækni Alþingiskosningar 2021 Samfélagsmiðlar Persónuvernd Facebook Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Innlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira