Heilbrigðismál

Fréttamynd

Velferð allra landsmanna

Gífurleg tækifæri liggja í því að efla enn frekar fjarheilbrigðisþjónustu sem er bæði ódýrara rekstrarform fyrir ríkið, hagstæðara fyrir einstaklinginn og veitir landsbyggðinni aukinn aðgang að sérfræðiviðtölum og meðferð.

Skoðun
Fréttamynd

Þrír greindust innanlands og allir í sóttkví

Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Enginn greindist með veiruna á landamærum samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til Læknafélags Íslands

Í útvarpsfréttum RÚV í gær, 30.apríl, kom fram að bæði Læknafélag Íslands og Ríkislögreglustjóri legðist gegn frumvarpi Svandísar Svavarsdóttur um afglæpavæðingu vímuefna, sem nú er í ferli inni á Alþingi.

Skoðun
Fréttamynd

Veittu ekki við­unandi leið­beiningar vegna heim­sóknar­banns

Heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis og hjúkrunarheimili veittu manni sem óskaði eftir undanþágu til að geta heimsótt eiginkonu sína á hjúkrunarheimili þegar heimsóknarbann var við lýði vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra ekki viðunandi leiðbeiningar um rétt til að kæra ákvörðunina.

Innlent
Fréttamynd

Konur eiga betra skilið

Það er ljóst að það hefur því miður ríkt ófremdarástand í einu af mikilvægustu heilbrigðismálum þessa kjörtímabils sem snúast um heilbrigði kvenna; breytingar á skimun á legháls – og brjóstakrabbameini.

Skoðun
Fréttamynd

Þúsundir bólusettar í Laugardalshöll í vikunni

Í morgun kl. 9 hófust bólusetningar í Laugardalshöll en stefnt er að því að bólusetja um sex þúsund manns í dag og níu þúsund á morgun. Um 25 þúsund manns verða bólusettir í vikunni, í umfangsmestu bólusetningaraðgerð kórónuveirufaraldursins hingað til.

Innlent
Fréttamynd

Fékk sýkingu eftir sýna­töku á landa­mærum og neyddist til að sæta tveggja vikna sótt­kví

Íslendingur sem kom til landsins fyrir tæpum tveimur vikum segist hafa fengið sýkingu í nefkok vegna sýnatökupinna eftir skimun á landamærum. Hann hafnaði í kjölfarið að gangast undir seinni sýnatöku og gagnrýnir að það hafi ekki verið fyrr en málinu var skotið til dómstóla sem sóttvarnayfirvöld féllust á að taka mætti sýni úr hálskoki. Hann sætir enn sóttkví ásamt maka sínum á sóttvarnahótelinu við Rauðarárstíg sem lýkur í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

„Í guðanabænum þiggið björgina og látið bólusetja ykkur“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vera næstum hættulaust og hvetur hann fólk „í guðanabænum“ til að þiggja bóluefni AstraZeneca. Sjálfur hafi hann fengið bóluefnið fyrir nokkrum vikum og hafi ekki hlotið nokkurn skaða af.

Innlent
Fréttamynd

Síðasta ævi­skeiðið og lífs­lokin

Í fréttum helgarinnar var bent á að stíga þurfi stór skref til að rétta af rekstur hjúkrunarheimila. Langflest þeirra séu rekin með tapi. Samkvæmt niðurstöðu verkefnastjórnar, sem heilbrigðisráðherra skipaði til að greina rekstur hjúkrunarheimila, nemur tapið 3,5 milljarði króna á árunum 2017 til 2019.

Skoðun
Fréttamynd

Björgum heil­brigðis­kerfinu

Í heilbrigðiskerfinu er almennt talað um þrjár tegundir rekstrarforma: opinberan rekstur (eins og Landspítalann), einkarekstur þar sem einkaaðilar veita þjónustu en ríkið greiðir fyrir (ýmsir sérfræðilæknar og tannlækningar barna) og svo einkarekstur án samnings þar sem einkaaðili veitir þjónustu sem greidd er af notendum án þátttöku ríkisins (til dæmis tannlækningar fullorðinna og sjúkraþjálfun).

Skoðun
Fréttamynd

Smáhús í Reykjavík

Á síðustu árum hefur velferðarsvið Reykjavíkurborgar stóreflt þjónustu við einstaklinga sem eiga í miklum vímuefnavanda með hugmyndafræði skaðaminnkunar að leiðarljósi.

Skoðun
Fréttamynd

Rekstrarkostnaður hjúkrunarheimila

Lokins er skýrsla svokallaðrar Gylfanefndar, sem greinir rekstrarkostnað hjúkrunarheimila komin fram. 40 rekstraraðilar (90%) svöruðu umbeðnum spurningum nefndarinar, 21 sjálfstæður aðili og 19 sveitarfélög.

Skoðun
Fréttamynd

Það er enginn glæpur að vera sjúklingur eða fátækur

Við viljum að lágmarkslífeyrir öryrkja og eldri borgara fylgi lágmarkslaunum á almennum vinnumarkaði. Það hefur verið staðreynd um margra ára skeið að lágmarkslífeyrir öryrkja og eldri borgara sé allt of lágur miðað við verðlag. Um miðjan hvern mánuð verður fólkið oftast peningalaust og þarf þá oft að taka lán í banka ef það getur, smálán með ýmsum leiðum eða stóla á ættingja og vini.

Skoðun
Fréttamynd

Bóluefnið frá Noregi komið til landsins

Síðdegis í dag bárust til landsins 16.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca sem Norðmenn hafa veitt Íslendingum að láni. Byrjað verður að bólusetja með efninu strax í næstu viku í samræmi við fyrirmæli sóttvarnalæknis um notkun þess.

Innlent
Fréttamynd

Enn annað breskt afbrigði greinst hér á landi

Einn einstaklingur greindist með nýtt afbrigði af breska afbrigði kórónuveirunnar. Smitið er rakið saman við smit einstaklings á landamærunum. Afbrigðið hefur ekki greinst áður hér á landi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir þetta hafa komið á óvart.

Innlent