Halda sig inni vegna gosmóðu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. júlí 2021 18:33 Gunnhildur Hlöðversdóttir varaformaður Samtaka lungnasjúklinga hefur haldið sig inni vegna mengunar síðan á föstudag. Vísir Viðkvæmustu hóparnir hafa haldið sig við inni við síðustu daga vegna gosmóðu frá Eldgosinu í Geldingadölum að sögn varaformanns Samtaka lungnasjúklinga . Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að fylgjast vel með loftgæðum. Svokölluð gosmóða frá eldgosinu í Geldingadölum hefur legið yfir suðvestanverðu landinu síðustu daga en hún hefur líka sést annars staðar á landinu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg fyrir helgi kom fram að gosmóða greinist á svifryksmælum en ekki á SO2 eða brennisteinsdíoxíð mælum. Gosmóðan getur valdið höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þá ættu viðkvæmir og börn að forðast útivist í lengri tíma. Á samfélagsmiðlum hefur borið nokkuð á því að fólk kvarti yfir einkennum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði í hádegisfréttum mikilvægt að fólk fylgist vel með mengun frá eldgosinu eða SO2 og PM mengun í nágrenni við sig á vefnum Loftgæði.is. Svifryk, PM10 og minna kemst inni í öndunarfæri manna samkvæmt vefnum Belgingi. Þaðan getur það borist í lungnaberkjurnar og í blóðrásarkerfið. Þá getur brennisteinsdíoxíð haft áhrif á heilsufar viðkvæmra ef magn þess fer yfir 351. Gunnhildur Hlöðversdóttir varaformaður Samtaka lungnasjúklinga hefur haldið sig inni vegna mengunar síðan á föstudag. „Ég nenni ekki að fara að missa heilsuna. Ég held að við lungnasjúklingar viljum heldur vera inni við en að fara út í góða veðrið meðan mengunin er svona. Heilt yfir er fólk ofboðslega lítið að fara út núna. Fyrst vorum við heima í 15 mánuði vegna Covid-19 og nú vegna mengunar,“ segir Gunnhildur og brosir. Hún telur að margir geri sér ekki grein fyrir að þeir verði fyrir áhrifum á menguninni. „Þeir sem eru lungnaveikir halda kannski að sjúkdómur sinn sé að versna og þeir sem eru heilbrigðir gera sér kannski ekki grein fyrir því að þessi erting í hálsinum og höfuðverkur sé vegna mengunarinnar,“ segir Gunnhildur. Hún vill nákvæmari merkingar á loftgæði.is „Þetta er ekki nógu aðgengilegt þarna inni. Það eru litlar útskýringar og maður þarf að fara svo langa leið til að finna út úr því hvernig ástandið er. Það er mikilvægt að hafa þessar upplýsingar eins einfaldar og mögulegt er fyrir einkum fyrir eldri aldurshópinn. Það er t.d. skrítið að sjá einstakan stað á höfborgarsvæðinu rauðan en staðir í næsta nágrenni eru grænir,“ segir Gunnhildur að lokum. Eldgos í Fagradalsfjalli Loftslagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þurfum að setja okkur í loftgæðagosgír“ Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndunarfærasjúkdóma eigi að forðast útiveru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku. 5. júlí 2021 12:01 Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Móðan sem liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hefur gert frá því snemma í morgun er gosmóða frá eldgosinu í Fagradalsfjalli í bland við þokuloft. Gosmóðan inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2). 2. júlí 2021 14:33 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Svokölluð gosmóða frá eldgosinu í Geldingadölum hefur legið yfir suðvestanverðu landinu síðustu daga en hún hefur líka sést annars staðar á landinu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg fyrir helgi kom fram að gosmóða greinist á svifryksmælum en ekki á SO2 eða brennisteinsdíoxíð mælum. Gosmóðan getur valdið höfuðverk, ertingu í augum og hálsi auk flensueinkenna. Þá ættu viðkvæmir og börn að forðast útivist í lengri tíma. Á samfélagsmiðlum hefur borið nokkuð á því að fólk kvarti yfir einkennum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði í hádegisfréttum mikilvægt að fólk fylgist vel með mengun frá eldgosinu eða SO2 og PM mengun í nágrenni við sig á vefnum Loftgæði.is. Svifryk, PM10 og minna kemst inni í öndunarfæri manna samkvæmt vefnum Belgingi. Þaðan getur það borist í lungnaberkjurnar og í blóðrásarkerfið. Þá getur brennisteinsdíoxíð haft áhrif á heilsufar viðkvæmra ef magn þess fer yfir 351. Gunnhildur Hlöðversdóttir varaformaður Samtaka lungnasjúklinga hefur haldið sig inni vegna mengunar síðan á föstudag. „Ég nenni ekki að fara að missa heilsuna. Ég held að við lungnasjúklingar viljum heldur vera inni við en að fara út í góða veðrið meðan mengunin er svona. Heilt yfir er fólk ofboðslega lítið að fara út núna. Fyrst vorum við heima í 15 mánuði vegna Covid-19 og nú vegna mengunar,“ segir Gunnhildur og brosir. Hún telur að margir geri sér ekki grein fyrir að þeir verði fyrir áhrifum á menguninni. „Þeir sem eru lungnaveikir halda kannski að sjúkdómur sinn sé að versna og þeir sem eru heilbrigðir gera sér kannski ekki grein fyrir því að þessi erting í hálsinum og höfuðverkur sé vegna mengunarinnar,“ segir Gunnhildur. Hún vill nákvæmari merkingar á loftgæði.is „Þetta er ekki nógu aðgengilegt þarna inni. Það eru litlar útskýringar og maður þarf að fara svo langa leið til að finna út úr því hvernig ástandið er. Það er mikilvægt að hafa þessar upplýsingar eins einfaldar og mögulegt er fyrir einkum fyrir eldri aldurshópinn. Það er t.d. skrítið að sjá einstakan stað á höfborgarsvæðinu rauðan en staðir í næsta nágrenni eru grænir,“ segir Gunnhildur að lokum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Loftslagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þurfum að setja okkur í loftgæðagosgír“ Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndunarfærasjúkdóma eigi að forðast útiveru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku. 5. júlí 2021 12:01 Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Móðan sem liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hefur gert frá því snemma í morgun er gosmóða frá eldgosinu í Fagradalsfjalli í bland við þokuloft. Gosmóðan inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2). 2. júlí 2021 14:33 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
„Þurfum að setja okkur í loftgæðagosgír“ Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun brýnir fyrir fólki að tileinka sér að kanna loftgæði í nágrenni við sig vegna mengunar frá eldgosinu í Geldingadölum. Fólk með öndunarfærasjúkdóma eigi að forðast útiveru þegar mengun er mikil. Búast megi við færri sólardögum í sumar vegna gosmóðu og þoku. 5. júlí 2021 12:01
Vara við gosmóðunni sem greinist ekki í mælingum Móðan sem liggur yfir höfuðborgarsvæðinu og hefur gert frá því snemma í morgun er gosmóða frá eldgosinu í Fagradalsfjalli í bland við þokuloft. Gosmóðan inniheldur mengun sem hefur náð að umbreytast og greinist hún því ekki með hefðbundnum mælingum á brennisteinsdíoxíði (SO2). 2. júlí 2021 14:33