Gerði ónauðsynlegar ennisholu- og nefaðgerðir og beitti gömlum aðferðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. júlí 2021 11:46 Læknirinn var sviptur starfsleyfi í byrjun árs í fyrra. VÍSIR/ARNAR Læknirinn á Handlæknastöðinni, sem sviptur var starfsleyfi, gerði fyrst og fremst ónauðsynlegar ennisholuaðgerðir og ónauðsynlegar skurðaðgerðir á nefi. Þá notaðist hann í sumum tilfellum við aðferðir í aðgerðum sínum sem hafa ekki verið viðurkenndar í mörg ár. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir lækninn hafa misfarið með almannafé og að til skoðunar sé hvort farið verði í dýpri rannsókn á málinu. Umfangsmesta rannsókn sem embætti landlæknis hefur ráðist í fór af stað í lok árs 2019 eftir ábendingar um vafasama starfshætti háls, nef- og eyrnalæknis sem starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að læknirinn hefði framkvæmt tólf ónauðsynlegar skurðaðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Þá hafi hann framkvæmt 53 aðgerðir á þriggja mánaða tímabili á meðan aðrir læknar á sömu stofu framkvæmdu núll til tvær aðgerðir af sama toga. Athugasemdir voru gerðar við verklag læknisins í 22 af þessum aðgerðum. Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun landlæknisembættisins um að svipta lækninn starfsleyfi sínu. Sjúkratryggingar Íslands kröfðu lækninn um endurgreiðslu á fjórum milljónum vegna greiðsla úr sjúkratryggingum sem áttu ekki rétt á sér að sögn Maríu Heimisdóttur forstjóra stofnunarinnar. „Þetta er auðvitað bara afskaplega sorglegt og fyrst og fremst vegna þeirrar ógnar við öryggi sjúklinga sem þarna virðist hafa verið til staðar. Það er auðvitað þannig líka að þarna virðist hafa verið misfarið með almannafé og það er sömuleiðis alvarlegt en auðvitað er alvarleikinn í okkar augum fyrst og fremst ógn við öryggi sjúklinga sem þarna átti sér stað,“ segir María. Verið sé að skoða hvort farið verði í dýpri rannsókn á málinu hjá Sjúkratryggingum. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands Heimildir fréttastofu herma að fyrst og fremst sé um að ræða ennisholuaðgerðir og skurðaðgerðir á nefi. Þá herma heimildir fréttastofu að læknirinn hafi ekki beitt nútíma læknisfræði í aðgerðum sínum. Hann hafi framkvæmt aðgerðir á ennis- og kynnholum á örfáum mínútum með aðferð sem hefur ekki verið viðurkennd í mörg ár. í dag eru slíkar aðgerðir framkvæmdar með sérstökum speglunarbúnaði, sem læknirinn notaðist ekki við, og taka að jafnaði um eina klukkustund. Aðgerðartíminn hjá lækninum hafi vakið upp grunsemdir meðal samstarfsfélaga hans. „Það gilda auðvitað ákveðnar reglur um aðferðafræðina sem beitt er og hvaða aðgerðir er hægt að fá endurgreiddar frá Sjúkratryggingum Íslands og það virðist vera að það hafi verið misbrestur á hvoru tveggja þarna,“ segir María. Einnig hafi læknirinn rukkað fyrir fegrunaraðgerðir. „Sem voru skráðar sem annars konar aðgerðir og innheimt fyrir þær frá Sjúkratryggingum Íslands, en við tökum auðvitað ekki þátt í kostnaði vegna fegrunaraðgerða,“ segir María. Í byrjun árs var sérstök eftirlitsdeild sett á laggirnar hjá Sjúkratryggingum Íslands. „Þetta mál sýnir enn og aftur hvað gott eftirlit skiptir miklu máli og við erum einmitt ný búin að stofna eftirlitsdeild sem hefur þegar sannað mikilvægi sitt,“ segir María. Heilbrigðismál Landspítalinn Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Tengdar fréttir Vissu ekki að lækninum hafi áður verið bannað að framkvæma skurðaðgerðir Stjórnendur Handlæknastöðvarinnar voru ekki upplýstir um að læknir, sem hefur nú verið sviptur starfsleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, hafi verið settur í bann við skurðstofuvinnu á öðrum vinnustað og starfshæfi hans tekið til athugunar. 8. júlí 2021 18:05 Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15 Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. 8. júlí 2021 10:43 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Umfangsmesta rannsókn sem embætti landlæknis hefur ráðist í fór af stað í lok árs 2019 eftir ábendingar um vafasama starfshætti háls, nef- og eyrnalæknis sem starfaði á Handlæknastöðinni í Glæsibæ. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að læknirinn hefði framkvæmt tólf ónauðsynlegar skurðaðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Þá hafi hann framkvæmt 53 aðgerðir á þriggja mánaða tímabili á meðan aðrir læknar á sömu stofu framkvæmdu núll til tvær aðgerðir af sama toga. Athugasemdir voru gerðar við verklag læknisins í 22 af þessum aðgerðum. Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun landlæknisembættisins um að svipta lækninn starfsleyfi sínu. Sjúkratryggingar Íslands kröfðu lækninn um endurgreiðslu á fjórum milljónum vegna greiðsla úr sjúkratryggingum sem áttu ekki rétt á sér að sögn Maríu Heimisdóttur forstjóra stofnunarinnar. „Þetta er auðvitað bara afskaplega sorglegt og fyrst og fremst vegna þeirrar ógnar við öryggi sjúklinga sem þarna virðist hafa verið til staðar. Það er auðvitað þannig líka að þarna virðist hafa verið misfarið með almannafé og það er sömuleiðis alvarlegt en auðvitað er alvarleikinn í okkar augum fyrst og fremst ógn við öryggi sjúklinga sem þarna átti sér stað,“ segir María. Verið sé að skoða hvort farið verði í dýpri rannsókn á málinu hjá Sjúkratryggingum. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands Heimildir fréttastofu herma að fyrst og fremst sé um að ræða ennisholuaðgerðir og skurðaðgerðir á nefi. Þá herma heimildir fréttastofu að læknirinn hafi ekki beitt nútíma læknisfræði í aðgerðum sínum. Hann hafi framkvæmt aðgerðir á ennis- og kynnholum á örfáum mínútum með aðferð sem hefur ekki verið viðurkennd í mörg ár. í dag eru slíkar aðgerðir framkvæmdar með sérstökum speglunarbúnaði, sem læknirinn notaðist ekki við, og taka að jafnaði um eina klukkustund. Aðgerðartíminn hjá lækninum hafi vakið upp grunsemdir meðal samstarfsfélaga hans. „Það gilda auðvitað ákveðnar reglur um aðferðafræðina sem beitt er og hvaða aðgerðir er hægt að fá endurgreiddar frá Sjúkratryggingum Íslands og það virðist vera að það hafi verið misbrestur á hvoru tveggja þarna,“ segir María. Einnig hafi læknirinn rukkað fyrir fegrunaraðgerðir. „Sem voru skráðar sem annars konar aðgerðir og innheimt fyrir þær frá Sjúkratryggingum Íslands, en við tökum auðvitað ekki þátt í kostnaði vegna fegrunaraðgerða,“ segir María. Í byrjun árs var sérstök eftirlitsdeild sett á laggirnar hjá Sjúkratryggingum Íslands. „Þetta mál sýnir enn og aftur hvað gott eftirlit skiptir miklu máli og við erum einmitt ný búin að stofna eftirlitsdeild sem hefur þegar sannað mikilvægi sitt,“ segir María.
Heilbrigðismál Landspítalinn Læknir sviptur leyfi vegna ónauðsynlegra aðgerða Tengdar fréttir Vissu ekki að lækninum hafi áður verið bannað að framkvæma skurðaðgerðir Stjórnendur Handlæknastöðvarinnar voru ekki upplýstir um að læknir, sem hefur nú verið sviptur starfsleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, hafi verið settur í bann við skurðstofuvinnu á öðrum vinnustað og starfshæfi hans tekið til athugunar. 8. júlí 2021 18:05 Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15 Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. 8. júlí 2021 10:43 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Vissu ekki að lækninum hafi áður verið bannað að framkvæma skurðaðgerðir Stjórnendur Handlæknastöðvarinnar voru ekki upplýstir um að læknir, sem hefur nú verið sviptur starfsleyfi vegna ónauðsynlegra skurðaðgerða, hafi verið settur í bann við skurðstofuvinnu á öðrum vinnustað og starfshæfi hans tekið til athugunar. 8. júlí 2021 18:05
Umfangsmesta mál sem ratað hefur á borð landlæknis Landlæknir segir mál háls, nef- eyrnalæknis sem sviptur var starfsleyfi fyrir að framkvæma fjölda ónauðsynlegra skurðaðgerða vera umfangsmesta mál sem komið hefur á borð embættisins. Embættið skoði nú hvort máli læknisins verði vísað til lögreglu. Landspítalinn hafði sett lækninn í bann við skurðstofuvinnu en það ljáðist að tilkynna um það til landlæknis. 8. júlí 2021 15:15
Fjöldi ónauðsynlegra aðgerða þar á meðal á tveggja ára barni Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun embættis landlæknis um að svipta háls, nef- og eyrnalækni starfsleyfi sem læknir fyrir að gera ónauðsynlegar skurðaðgerðir. Læknirinn framkvæmdi að mati óháðra sérfræðinga tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni. Hann er talinn hafa stefnt sjúklingum í hættu. 8. júlí 2021 10:43