Konur í landinu fá hrós dagsins Halla Þorvaldsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir skrifa 2. júlí 2021 08:00 Í gær, þann 1. júlí 2021, bárust þau tíðindi að heilbrigðisyfirvöld hefðu ákveðið að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur til Íslands eftir að þær voru fluttar til Danmerkur í janúar. Krabbameinsfélagið fagnar þessari ákvörðun, sem er stórt skref í þá átt að vinda ofan af þeim vandræðum sem uppi eru varðandi leghálsskimanir. Ákvörðunin mun á endanum draga úr vantrausti kvenna og stytta biðtíma eftir niðurstöðum verulega. Flutningur rannsóknanna til Danmerkur var að mati Krabbameinsfélagsins algerlega ónauðsynlegur. Einungis sex mánuðir eru liðnir síðan rannsóknirnar voru alfarið gerðar hér á landi. Nauðsynleg þekking og búnaður kann því að vera enn til staðar. Ef raunverulegur áhugi og metnaður er fyrir því að flytja rannsóknirnar frá Danmörku og hefja þær á ný hér á landi getur það verið auðvelt í framkvæmd. Ákvörðunin er mjög gott fyrsta skref. Enn vantar hins vegar mjög mikið upp á að konur í landinu fái skýrar upplýsingar um þær breytingar sem gerðar hafa verið á skimunum og að þjónusta, eftirlit og upplýsingagjöf sé gagnsæ og skilvirk. Viðvarandi vandræði eftir flutning skimananna hafa valdið miklu óöryggi og vanlíðan hjá fjölda kvenna og aðstandenda þeirra. Allt kapp þarf að leggja á að endurvekja traust þeirra. Konur í landinu og fjöldi fagfólks hefur með mjög eindregnum hætti sýnt að þeim stendur ekki á sama um skimanir heldur láta sig málin varða. Ákall kvenna er gríðarlega sterkt eins og sést á fjöldahreyfingu á samfélagsmiðlum og fjölmiðlaumræðu. Þátttaka í skimunum jókst verulega frá haustinu 2018 og hélst þannig út árið 2020, ef horft er framhjá áhrifum Covid-19. Með lækkun komugjalds má búast við stóraukinni mætingu kvenna – en til að svo megi verða þarf að laga ákveðin atriði strax. Um leið og við gleðjumst yfir þessu fyrsta skrefi í átt að kerfi sem virkar, verðum við að muna að bráðnauðsynlegt er að koma á góðri upplýsingagjöf, lifandi samtali og upplýstu samráði við konur í landinu um þeirra eigin heilsu. Markmið með skimununum er að Ísland haldi sig í fremstu röð varðandi árangur gegn leghálskrabbameini. Til þess þarf traust og tiltrú kvenna, þátttaka þeirra í skimunum er forsenda árangurs. Konur á Íslandi bíða og mikið er í húfi. Nú er lag að greikka sporið af alvöru og láta verkin tala. Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og Valgerður Sigurðardóttir er formaður Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Halla Þorvaldsdóttir Valgerður Sigurðardóttir Heilsugæsla Landspítalinn Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í gær, þann 1. júlí 2021, bárust þau tíðindi að heilbrigðisyfirvöld hefðu ákveðið að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur til Íslands eftir að þær voru fluttar til Danmerkur í janúar. Krabbameinsfélagið fagnar þessari ákvörðun, sem er stórt skref í þá átt að vinda ofan af þeim vandræðum sem uppi eru varðandi leghálsskimanir. Ákvörðunin mun á endanum draga úr vantrausti kvenna og stytta biðtíma eftir niðurstöðum verulega. Flutningur rannsóknanna til Danmerkur var að mati Krabbameinsfélagsins algerlega ónauðsynlegur. Einungis sex mánuðir eru liðnir síðan rannsóknirnar voru alfarið gerðar hér á landi. Nauðsynleg þekking og búnaður kann því að vera enn til staðar. Ef raunverulegur áhugi og metnaður er fyrir því að flytja rannsóknirnar frá Danmörku og hefja þær á ný hér á landi getur það verið auðvelt í framkvæmd. Ákvörðunin er mjög gott fyrsta skref. Enn vantar hins vegar mjög mikið upp á að konur í landinu fái skýrar upplýsingar um þær breytingar sem gerðar hafa verið á skimunum og að þjónusta, eftirlit og upplýsingagjöf sé gagnsæ og skilvirk. Viðvarandi vandræði eftir flutning skimananna hafa valdið miklu óöryggi og vanlíðan hjá fjölda kvenna og aðstandenda þeirra. Allt kapp þarf að leggja á að endurvekja traust þeirra. Konur í landinu og fjöldi fagfólks hefur með mjög eindregnum hætti sýnt að þeim stendur ekki á sama um skimanir heldur láta sig málin varða. Ákall kvenna er gríðarlega sterkt eins og sést á fjöldahreyfingu á samfélagsmiðlum og fjölmiðlaumræðu. Þátttaka í skimunum jókst verulega frá haustinu 2018 og hélst þannig út árið 2020, ef horft er framhjá áhrifum Covid-19. Með lækkun komugjalds má búast við stóraukinni mætingu kvenna – en til að svo megi verða þarf að laga ákveðin atriði strax. Um leið og við gleðjumst yfir þessu fyrsta skrefi í átt að kerfi sem virkar, verðum við að muna að bráðnauðsynlegt er að koma á góðri upplýsingagjöf, lifandi samtali og upplýstu samráði við konur í landinu um þeirra eigin heilsu. Markmið með skimununum er að Ísland haldi sig í fremstu röð varðandi árangur gegn leghálskrabbameini. Til þess þarf traust og tiltrú kvenna, þátttaka þeirra í skimunum er forsenda árangurs. Konur á Íslandi bíða og mikið er í húfi. Nú er lag að greikka sporið af alvöru og láta verkin tala. Halla Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins og Valgerður Sigurðardóttir er formaður Krabbameinsfélagsins.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar