Þjóðadeild karla í fótbolta

Fréttamynd

Brynjar inn fyrir meiddan Sverri

Brynjar Ingi Bjarnason hefur verið kallaður upp í landsliðshóp karla í fótbolta fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Hann tekur sæti Sverris Inga Ingasonar sem er meiddur.

Fótbolti
Fréttamynd

Leist strax vel á Heimi og vill læra af honum

John O‘Shea, fyrrverandi leikmaður Manchester United og írska landsliðsins, talaði fallega um Heimi Hallgrímsson á blaðamannafundi í gær þegar þeir tilkynntu fyrsta írska landsliðshóp Heimis. Hann er sáttur við sitt hlutverk sem aðstoðarþjálfari eftir að hafa stýrt Írlandi tímabundið á undan Heimi.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi snýr aftur í lands­liðið

KSÍ hefur tilkynnt landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni í Þjóðadeildinni. Stóru tíðindin eru þau að Gylfi Þór Sigurðsson er mættur aftur í landsliðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Biðin eftir Gylfa ætti að enda núna

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er búið að spila síðustu átta landsleiki án Gylfa Þórs Sigurðssonar en það er von til þess að biðin eftir Gylfa endi í næsta landsliðsglugga. Hópurinn verður tilkynntur í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Høj­bjerg nýr fyrir­liði Dan­merkur

Hinn 29 ára gamli Pierre-Emile Højbjerg fær það verðuga verkefni að fylla skarðið sem Simon Kjær skilur eftir sig í karlalandsliði Danmerkur í knattspyrnu en Højbjerg er nýr fyrirliði liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Belgía mun ekki taka á móti Ísrael í Þjóða­deildinni

Leikur Belgíu og Ísrael í Þjóðadeild karla í knattspyrnu mun ekki fara fram í Belgíu vegna öryggisástæðna. Í síðasta mánuði var staðfest að leikurinn myndi ekki fara fram í Brussel, höfuðborg Belgíu, en nú hefur verið útilokað að leikurinn fari yfir höfuð fram í Belgíu.

Fótbolti