Gjaldþrot

Fréttamynd

Magnús Ólafur orðinn gjaldþrota

Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota í Danmörku. Úrskurðurinn var kveðinn upp þann 12. október en birtur í Lögbirtingablaðinu í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Keypti skuldir þrotabúsins og sækir skuldlaus á miðin

Útgerðarmaður og bæjarfulltrúi í Kópavogi segist hafa ákveðið að gera upp við alla kröfuhafa í þrotabú útgerðarinnar Sælindar ehf í topp í stað þess að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli. Guðmundur Gísli var í nóvember 2019 dæmdur í héraðsdómi til að greiða þrotabúinu fimmtíu milljónir króna auk vaxta vegna gjafagjörnings.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

300 milljóna gjaldþrot Orange Project

Gjaldþrot skrifstofuhótelsins Orange Project ehf. sem var með starfsemi í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri nam 329 milljónum króna. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabúið. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Teatime í þrot og öllum sagt upp

Sextán starfsmönnum íslenska tölvuleikjafyrirtækisins Teatime hefur verið sagt upp störfum og verður starfsemi þess hætt. Langar viðræður um viðbótarfjármögnun eða hugsanlega sölu fyrirtækisins sigldu nýlega í strand. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Engin króna fannst í 310 milljóna gjaldþroti Austur

Gjaldþrot einkahlutafélagsins 101 Austurstræti, sem rak skemmtistaðinn Austur í miðbæ Reykjavíkur, nam 310 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Félagið var úrskurðað gjaldþrota þann 7. október síðastliðinn og Sigurður Snædal Júlíusson skipaður skiptastjóri í þrotabúinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verslunarveldi á endastöð

Það varð eflaust mörgum tískuvitanum áfall þegar fregnir bárust af því í byrjun vikunnar að verslunum Geysis hefði verið lokað, starfsmönnum sagt upp og félagið á leið í þrot. Geysir hafði á skömmum tíma, með hraðri útþenslu sem að miklu leyti var fjármögnuð með minjagripasölu, orðið eitt rótgrónasta vörumerki íslensks tísku- og hönnunarheims. En nú virðist komið að endalokum verslunarveldisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eig­endur inn­eignar­nóta muni lík­lega sitja eftir með sárt ennið

Eigendur inneignarnóta og gjafabréfa í verslanir Geysis, sem lokað var nú um mánaðamótin, munu líklega sitja eftir með sárt ennið, fari fyrirtækið í þrot. Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist Neytendasamtökunum um málið en formaður samtakanna segir almennar kröfur í þrotabú því miður sjaldan fást greiddar.

Neytendur
Fréttamynd

Færri gjaldþrot en óttast var

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist búast við því að atvinnuleysi haldist svipað um áramót. Hún á ekki von á því að ástandið batni í fyrsta mánuði næsta árs, en enn eigi eftir að spá fyrir um vormánuðina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gjaldþrota eftir áralanga og opinskáa baráttu

Ellý Ármannsdóttir, listmálari og fjölmiðlakona, var lýst gjaldþrota í dag. Tilkynnt er um fyrirhugaðan skiptafund þrotabúsins í Lögbirtingablaðinu. Ellý segir í samtali við Fréttablaðið að gjaldþrotið hafi verið viðbúið.

Lífið
Fréttamynd

Gjaldþrot Bílanausts nam 855 milljónum króna

Skiptum á þrotabúi Bílanausts er lokið og námu samanlagðar kröfur í búið 855 milljónum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Um 260 milljónir króna fengust greiddar upp í veð- og haldsréttarkröfur sem námu rúmlega 500 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ríflega 130 milljóna gjaldþrot Lækjarbrekku

Lýstar kröfur í þrotabú veitingastaðarins Lækjarbrekku nema hátt í 133 milljónum króna. Félagið Brekkan 101 ehf. var úrskurðað gjaldþrota í sumar en engar eignir fundust í búinu og lauk gjaldþrotaskiptum í lok nóvember að því er fram kemur í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í dag.

Viðskipti innlent