Viðskipti innlent

Gjaldþrot Capacent nam ríflega 750 milljónum króna

Árni Sæberg skrifar
Capacent var stofnað í núverandi mynd árið 2010.
Capacent var stofnað í núverandi mynd árið 2010.

Bú ráðgjafafyrirtækisins Capacent var tekið til gjaldsþrotaskipta þann 3. júní 2020 og er skiptum nú lokið. Gjaldþrotið nam 755 milljónum króna.

Capacent sótti um gjaldþrotaskipti 28. maí. 2020. Halldór Þorkelsson, þáverandi framkvæmdastjóri Capacent á Íslandi, sagði þá gjaldþrot betri kost en „óhjákvæmilega skuldasöfnun“ Enn fremur sagði hann mega rekja rekstrarörðuleika félagsins til heimsfaraldurs COVID-19

Fimm fyrrum starfsmenn Capacent stofnuðu nýtt ráðgjafafyrirtæki, Intenta, beint í kjölfar gjaldþrotsins. 

Forveri Capacent var Capacent á Íslandi en það fór í þrot árið 2010. Starfsmenn Capacent á Íslandi stofnuðu þá Capacent. Nú virðist nafninu hafa verið lagt endanlega. 

Capacent var á sínum tíma eitt stærsta ráðgjafafyrirtæki landsins en hjá því störfuðu um fimmtíu manns undir lokin. Fyrirtækið var hluti af sænska móðurfélaginu Capacent Holding AB sem stofnað var árið 1983 og lifir enn góðu lífi.

Skipaður skiptastjóri búsins, Berglind Svavarsdóttir hrl., birti í dag auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu þess efnis að skiptum hafi lokið þann 27. maí síðastliðinn. 

Samkvæmt úthlutunargerð greiddust að fullu veðkröfur sem námu um 23 milljónum króna og forgangskröfur upp á 12 milljónir króna. Ekkert fékkst greitt upp í almennar eða eftirstæðar kröfur.


Tengdar fréttir

Ráðgjafafyrirtækið Capacent gjaldþrota

Ráðgjafafyrirtækið Capacent mun óska eftir gjaldþrotaskiptum á morgun. Þetta herma heimildir fréttastofu en síðasti dagur starfsfólksins var í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×