Börn og uppeldi

Fréttamynd

Yngstu börnin inn­rituð í Garða­bæ og Mos­fells­bæ

Á höfuðborgarsvæðinu er nú unnið að því að innrita börn í leikskóla fyrir bæði næsta haust og sum þetta vorið. Um er að ræða árganga barna sem fæddust árin 2022 og 2023 en misjafnt er eftir sveitarfélögum hversu langt þau ná inn í árið 2023. 

Innlent
Fréttamynd

Ekkert öðru­vísi að eiga barn með Downs

Íris Lilja Þórðardóttir fagnar í dag í fyrsta sinn Alþjóðlegum degi Downs-heilkennis með dóttur sinni, Emblu Rún, sem er með Downs. Fjölskyldan klæddi sig öll upp í mislita sokka í morgun og ætlar seinna í dag að halda á hitting hjá Downs-félaginu sem haldinn er í Þróttaraheimilinu.

Lífið
Fréttamynd

Ætlar þú að gefa bestu fermingar­gjöfina?

Það hefur varla farið framhjá neinum síðustu daga að vor er í lofti. Vorið markar nýtt upphaf með lengri og bjartari dögum. Umhverfið lifnar við eftir langan vetur, páskarnir eru handan við hornið og fermingar ársins eru þegar hafnar.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lensk ung­menni ó­hamingju­samari en eldri kyn­slóðir

Ísland vermir þriðja sætið á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Þetta sýnir ný alþjóðleg hamingjuskýrsla. Talsverður munur er á hamingju ungmenna og þeirra sem eldri eru en íslensku ungmennin eru þó hamingjusamari en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum sem jafnan eru þau lönd sem Íslendingar bera sig saman við.

Innlent
Fréttamynd

Ráðist á nemanda Valhúsaskóla í Haga­skóla

Lögregla hefur líkamsárás á sameiginlegu skólaballi Valhúsaskóla og Hagaskóla, sem haldið var í síðarnefnda skólanum í gærkvöldi, til rannsóknar. Óttast var að nemandi við Valhúsaskóla hefði handleggsbrotnað eftir árásina en við nánari skoðun reyndist það ekki rétt.

Innlent
Fréttamynd

Eflum fjár­mála­læsi barna og ung­menna

Nú þegar dregur úr notkun reiðufjár til þess að greiða fyrir vörur og þjónustu er eðlilegt að erfiðara verði að skilja og ná utan um virði peninga og að fjármálalæsi minnki. Frammi fyrir þessari áskorun stöndum við með börnunum okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Frelsi og fjár­hags­legt öryggi ung­barna­fjöl­skyldna

Í síðustu viku var skrifað undir svokallaðan stöðugleikasamning á milli Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaga. Ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga lögðu sameiginlega fram aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga sem gilda til næstu fjögurra ára.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki barnarán í til­felli móður

Sakfellingu konu, sem flutti með tvö börn sín til útlanda í trássi við vilja föður barnanna, hefur verið snúið við í Hæstarétti. Foreldrar barnanna fara báðir með forsjá þeirra og því taldi Hæstiréttur að ákvæði hegningarlaga um barnarán ætti ekki við um háttsemi konunnar.

Innlent
Fréttamynd

Ertu til eða er þér al­veg sama?

Ég lagði leið mína á KR-völlinn síðastliðna helgi til að horfa á drenginn minn spila fótboltaleik, en hann er á ellefta ári og spilar því í fimmta flokki.

Skoðun
Fréttamynd

Öll fjöl­skyldan sefur í sama rúminu

Björg Kristjánsdóttir segist ekki geta hugsað sér að sofa öðruvísi en í fjölskyldurúmi. Hún og eiginmaður hennar sofa í 270 sentímetra rúmi með fjögurra ára dóttur sinni og hafa gert allt frá því dóttir þeirra fæddist.

Lífið
Fréttamynd

Með alls konar í bak­pokanum eftir að hún varð móðir

Sara Linneth, förðunarfræðingur og meistaranemi, segir að það hafi haft ýmsar áskoranir í för með sér að vera móðir, meðal annars á edrúlífið. Sara ræðir málin á einlægan hátt í hlaðvarpsþættinum Mömmulífið með þeim Ástrósu Trausta og Guðrúnu Sørtveit.

Lífið
Fréttamynd

Boðað til fundar með börnum frá Grinda­vík

Umboðsmaður barna býður 6-17 ára börnum frá Grindavík til fundar í Laugardalshöll á fimmtudag. Markmið fundarins er að heyra hvað börnunum liggur á hjarta og átta sig á því hvernig stjórnvöld geta með sem bestum hætti staðið vörð um réttindi þeirra við  þær aðstæður sem nú eru uppi.

Innlent
Fréttamynd

Er eldra fólk ó­þarfi?

Kona ein var sauðfjárbóndi til margra ára. Hún var út slitin og þreytt fór til læknis því hún fann svo til í hnjánum. „Ég skal bara segja þér góða mín að ef þú værir rolla væri löngu búið að slátra þér“.

Skoðun
Fréttamynd

Breytum við­horfum – bætum sam­fé­lagið

Ég hef notið þeirrar gæfu að eignast fjórar dætur. Það þekkja allir foreldrar þá reynslu að eignast barn, reynsla sem maður á sameiginlega með svo mörgum en samt er hún á margan hátt ólýsanleg og sérstök með hverju barni.

Skoðun
Fréttamynd

Glitrandi skáta­starf í frí­stunda­heimilinu Gulu­hlíð

Skátastarf er fyrir öll börn, það er bæði einstakt og mjög fjölbreytt og því auðvelt að aðlaga að mismunandi hópum. Skátastarf er einstakt æskulýðsstarf vegna þess að það leggur áherslu á fjölbreytileika, sjálfstæði, samvinna, tengsl við náttúruna og skapandi hugsun.

Skoðun
Fréttamynd

Til allra stéttar­fé­laga og at­vinnu­rek­enda

Vissuð þið að 1 af hverjum 6 pörum glímir við frjósemisvanda? Vissuð þið að sú tala fer hækkandi? Vissuð þið að frjósemisvandi margra er svo flókin að ekki fæst lausn mála á Íslandi svo fólk leitar út fyrir landsteinana?

Skoðun
Fréttamynd

„Ég á ekkert DNA í syni mínum“

Aðalbjörgu Evu Sigurðardóttur dreymdi um að verða móðir alla tíð. Hún stóð á fertugu, einhleyp og barnlaus, og hún vissi að ef hún ætlaði að láta drauminn um barn verða að veruleika þá gæti hún ekki beðið. Ferlið sem leiddi til þess að sonur hennar, Sigurður Hrafn, kom í heiminn reyndist hins vegar langt, sársaukafullt og kostnaðarsamt.

Lífið
Fréttamynd

Völd óskast – Allra vegna

Löngum hefur það verið sagt að eftir því yngri sem við erum þá sjáum við hlutina og lífið í skýrara ljósi, tært án umhverfisáhrifa eða „skoðanamengunar“. Börn sjái alltaf hlutina með afar einföldum og hreinskilnum hætti, svo hreint og beint.

Skoðun
Fréttamynd

For­eldrar þurfi ekki að efast um hafra­grautinn

Meistaranemi í næringarfræði segir margar mýtur í gangi um hollustu hafragrauts. Hún þekki dæmi þess að foreldrar setji þrýsting á leikskólastjóra barna sinna að hætta að bera hann á borð fyrir börnin.

Lífið
Fréttamynd

Eigum við að banna síma í skólum?

Næstum öll íslensk börn í grunnskólum á Íslandi eiga eigin farsíma, 95% barna í 4.–7. bekk og 98% barna í 8.–10. bekk. Ég ætla að gefa mér að í langflestir þessara síma séu snjallsímar sem þýðir að í einu litlu tæki eru börnin með hlaðborð af afþreyingarefni af ýmsum toga með sér í vasanum allan daginn alla daga.

Skoðun