Stuðlar orðnir að gæsluvarðhaldsfangelsi fyrir börn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2024 14:06 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur mikla trú á að samfélagslögregla geti gert gæfumuninn í átaki gegn vopnaburði og ofbeldi meðal barna og ungmenna. Vísir/Steingrímur Dúi Dómsmálaráðherra segir brýnt að bregðast við stöðu sem upp sé komin á Stuðlum sem nái ekki að sinna hlutverki sínu sem meðferðarúrræði vegna þess að meðferðarheimilið sé orðið að gæsluvarðhaldsfangelsi. Hún hefur mikla trú á samfélagslögreglu til að bregðast við vopnaburði barna. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var spurð út í aðgerðir vegna aukins vopnaburðar og ofbeldis ungmenna undanfarna viku sem náði lágpunkti með manndrápi ungrar stúlku í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt. „Áður en ég svara því vil ég byrja á því að votta fjölskyldu og aðstandendum Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínum um helgina mína innilegustu samúð. Ég held að þjóðin öll finni afskaplega mikið til með fjölskyldunni og held að þjóðin öll sé reiðubúin til að stöðva þessa óheillaþróun sem við höfum séð á síðustu árum og við erum að sjá raungerast hraðar en við áttuðum okkur á. Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin er búin að ræða þetta mál og þessa auknu ofbeldishegðun á öllum okkar ríkisstjórnarfundum síðan þessi hörmulegu atburður átti sér stað. Við erum staðföst í því að við ætlum að koma með aðgerðir,“ segir Guðrún. Sigríður Björk Guðjónsdóttir fundaði með ráðherrum að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ríkislögreglustjóri kynnti skýrslu sem sýndi að ofbeldi meðal barna og ungmenna er að aukast. Í kjölfarið á því settum ég og ráðherra barna- og menntamála af stað vinnu. Við kynntum aðgerðaráætlun í júní og nú erum við að setja af stað aðgerðahóp sem ætlar að hittast á morgun. Hann á að taka þessar tillögur okkar, forgangsraða og við væntum tillögum frá þeim á næstum dögum svo við getum stigið mjög fast inn í þessa þróun með ákveðnum bráðaaðgerðum en einnig erum við að horfa til framtíðar hvernig við förum í meiri forvarnir, afbrotavarnir, og þá hef ég horft til dæmis á fjölgun í samfélagslöggæslu sem ég tel mjög brýnt að fara í,“ segir Guðrún. Hún beindi einnig sjónum sínum að meðferðarheimilinu Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára. Stuðlar skiptast í þrjár deildir; neyðarvistun Stuðla, meðferðardeild Stuðla og stuðningsheimilið Fannafold. Stuðlar hafi í ljósi stöðunnar tekið að sér nýtt hlutverk. „En einnig er mjög brýnt að bregðast strax við stöðunni sem upp er komin á Stuðlum. Þar erum við komin með marga einstaklinga sem eru komnir þangað í gæslu. Stuðlar eru hugsaðir sem meðferðarúrræði en geta ekki sinnt því núna því það er að hluta til orðið gæsluvarðhaldsfangelsi. En þarna er líka vöktun með einstaklingum sem á því þurfa að halda,“ segir Guðrún. „Við erum að sjá þessa aukningu í að börnin okkar séu með hnífa, eru að grípa til þess vopns, í vondum samskiptum sín á milli. Þessa þróun verðum við að stöðva. Ég hef mesta trú á að við náum því með því að efla samfélagslöggæslunni en á sama tíma erum við með bráðavanda að Stuðlum sem við verðum að bregðast við.“ Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Börn og uppeldi Fangelsismál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var spurð út í aðgerðir vegna aukins vopnaburðar og ofbeldis ungmenna undanfarna viku sem náði lágpunkti með manndrápi ungrar stúlku í miðbæ Reykjavíkur á Menningarnótt. „Áður en ég svara því vil ég byrja á því að votta fjölskyldu og aðstandendum Bryndísar Klöru sem lést af sárum sínum um helgina mína innilegustu samúð. Ég held að þjóðin öll finni afskaplega mikið til með fjölskyldunni og held að þjóðin öll sé reiðubúin til að stöðva þessa óheillaþróun sem við höfum séð á síðustu árum og við erum að sjá raungerast hraðar en við áttuðum okkur á. Það er alveg ljóst að ríkisstjórnin er búin að ræða þetta mál og þessa auknu ofbeldishegðun á öllum okkar ríkisstjórnarfundum síðan þessi hörmulegu atburður átti sér stað. Við erum staðföst í því að við ætlum að koma með aðgerðir,“ segir Guðrún. Sigríður Björk Guðjónsdóttir fundaði með ráðherrum að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. „Ríkislögreglustjóri kynnti skýrslu sem sýndi að ofbeldi meðal barna og ungmenna er að aukast. Í kjölfarið á því settum ég og ráðherra barna- og menntamála af stað vinnu. Við kynntum aðgerðaráætlun í júní og nú erum við að setja af stað aðgerðahóp sem ætlar að hittast á morgun. Hann á að taka þessar tillögur okkar, forgangsraða og við væntum tillögum frá þeim á næstum dögum svo við getum stigið mjög fast inn í þessa þróun með ákveðnum bráðaaðgerðum en einnig erum við að horfa til framtíðar hvernig við förum í meiri forvarnir, afbrotavarnir, og þá hef ég horft til dæmis á fjölgun í samfélagslöggæslu sem ég tel mjög brýnt að fara í,“ segir Guðrún. Hún beindi einnig sjónum sínum að meðferðarheimilinu Stuðlum, meðferðarstöð ríkisins fyrir börn og unglinga frá 12 til 18 ára. Stuðlar skiptast í þrjár deildir; neyðarvistun Stuðla, meðferðardeild Stuðla og stuðningsheimilið Fannafold. Stuðlar hafi í ljósi stöðunnar tekið að sér nýtt hlutverk. „En einnig er mjög brýnt að bregðast strax við stöðunni sem upp er komin á Stuðlum. Þar erum við komin með marga einstaklinga sem eru komnir þangað í gæslu. Stuðlar eru hugsaðir sem meðferðarúrræði en geta ekki sinnt því núna því það er að hluta til orðið gæsluvarðhaldsfangelsi. En þarna er líka vöktun með einstaklingum sem á því þurfa að halda,“ segir Guðrún. „Við erum að sjá þessa aukningu í að börnin okkar séu með hnífa, eru að grípa til þess vopns, í vondum samskiptum sín á milli. Þessa þróun verðum við að stöðva. Ég hef mesta trú á að við náum því með því að efla samfélagslöggæslunni en á sama tíma erum við með bráðavanda að Stuðlum sem við verðum að bregðast við.“
Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Börn og uppeldi Fangelsismál Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Málefni Stuðla Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira