Kópavogsmódelið er lífgjöf til leikskólans Rakel Ýr Isaksen skrifar 6. september 2024 09:01 Ísland er eina Evrópuríkið sem hefur tekist að stytta vinnutíma launafólks verulega á síðustu árum með því markmiði að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna (bsrb.is).Eiga börnin okkar ekki að njóta góðs af því? Hart hefur verið tekist á um Kópavogsmódelið í leikskólamálum undanfarið. Einkum vegna þess að gjöld fyrir dvalartíma barna í leikskólum Kópavogs, umfram 30 gjaldfrjálsar stundir á viku, hafa hækkað. Margir foreldrar sem hafa tök á því, hafa stytt dvalartíma barna sinna og þar með dregið úr útgjöldum heimilisins. Styttri viðvera einstakra barna dregur jafnframt úr álagi, hávaða og þrengslum fyrir þau börn sem dvelja þar lengur. Tekjulágir foreldrar og starfsfólk leikskóla fá verulegan afslátt af dvalargjöldum barna sinna umfram gjaldfrjálsa tímann. Allir foreldrar sem kjósa eða þurfa dvalartíma umfram sex gjaldfrjálsar klukkustundir á dag hafa því tök á því, óháð efnahag eða aðstæðum. Það var þó ekki skortur á fjármagni sem knúði fram breytingarnar heldur var megin orsök vanda leikskólanna of langur dvalartími barna. Fyrir breytingar var meðal dvalartími barna vel umfram daglegt vinnuframlag starfsmanns í fullu starfi. Kópavogsbær niðurgreiðir áfram 6 milljarða króna í leikskólagjöld eða 3,3 milljónir með hverju leikskólabarni. Vellíðan barna í leikskólum er ekki eingöngu skilgreind út frá lengd dvalartíma þeirra í leikskólanum, heldur gæðum þeirrar þjónustu sem hægt er að veita, stöðugleika í starfsmannahaldi og fagmennsku leikskólakennara. Rannsóknir sýna jafnframt að þegar hávaði, lítið pláss og mannekla einkennir leikskólastarfið hefur það neikvæð áhrif á börn og starfsfólk. Kópavogsbær leiðir þessar breytingar í þágu barna til þess að tryggja gæði og tilvist leikskólans. Mikilvægrar stofnunar sem ýtir undir jafnrétti í samfélaginu. Eins og komið hefur fram var ekki unnt að sinna þessari mikilvægu þjónustu án umfangsmikilla breytinga. Við finnum hve mikið hefur dregið úr áreiti og hávaða sérstaklega í upphafi og lok dags. Betur hefur gengið að ráða inn starfsfólk og því geta fleiri börn fengið leikskólapláss. Ekki hefur þurft að senda börn heim eða loka deildum vegna manneklu, en slík skerðing á þjónustu bitnaði líklega áður meira á tekjulægra foreldri barns. Ekki finnum við markverðan mun á því hvort móðir eða faðir sæki börnin oftar í leikskólann fyrir eða eftir breytingar. Það er þó mín upplifun að feður hafa flestir, undanfarin ár, verið mjög virkir þátttakendur í daglegu lífi barna sinna og að þeir ekki síður en mæður hagræði vinnutíma sínum til þess að stytta vinnudag barna sinna. Hins vegar sjáum við fleiri ömmur og afa taka þátt í að sækja börnin einstaka sinnum sem er ánægjuleg viðbót og styrkir tengsl fjölskyldu og leikskóla enn frekar. Það þarf þorp til að ala upp barn og þessi lífgjöf til leikskóla í Kópavogi er samstarfsverkefni foreldra og starfsfóks sveitarfélagsins. Að eyða örlítið minni tíma í vinnunni og meiri tíma með barni sínu tel ég ekki vera fórn eða afturför í réttindabaráttu kvenna. Né heldur að verið sé að velta vanda leikskólans yfir á foreldra eða konur sérstaklega. Ábyrgð á velferð barna liggur alltaf fyrst og fremst hjá foreldrum. Fæstir foreldrar myndu sætta sig til langframa við þann raunveruleika sem blasti við í leikskólamálum, þar sem foreldrar þurftu ítrekað að sækja börnin vegna manneklu og vanmáttugt starfsfólk gerði sitt besta í óbærilegum aðstæðum. Ég er leikskólakennari með 20 ára starfsreynslu, aðstoðarleikskólastjóri með meistaragráðu í stjórnun menntastofnana og mér er annt um leikskólastarf. Að mínu mati er Kópavogsmódelið velheppnuð björgunaraðgerð þjónustu sem var nær dauða en lífi. Virkilega flott og hugrakkt framfaraskref sem þjónar okkar besta fólki, leikskólabörnunum. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Börn og uppeldi Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Ísland er eina Evrópuríkið sem hefur tekist að stytta vinnutíma launafólks verulega á síðustu árum með því markmiði að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna (bsrb.is).Eiga börnin okkar ekki að njóta góðs af því? Hart hefur verið tekist á um Kópavogsmódelið í leikskólamálum undanfarið. Einkum vegna þess að gjöld fyrir dvalartíma barna í leikskólum Kópavogs, umfram 30 gjaldfrjálsar stundir á viku, hafa hækkað. Margir foreldrar sem hafa tök á því, hafa stytt dvalartíma barna sinna og þar með dregið úr útgjöldum heimilisins. Styttri viðvera einstakra barna dregur jafnframt úr álagi, hávaða og þrengslum fyrir þau börn sem dvelja þar lengur. Tekjulágir foreldrar og starfsfólk leikskóla fá verulegan afslátt af dvalargjöldum barna sinna umfram gjaldfrjálsa tímann. Allir foreldrar sem kjósa eða þurfa dvalartíma umfram sex gjaldfrjálsar klukkustundir á dag hafa því tök á því, óháð efnahag eða aðstæðum. Það var þó ekki skortur á fjármagni sem knúði fram breytingarnar heldur var megin orsök vanda leikskólanna of langur dvalartími barna. Fyrir breytingar var meðal dvalartími barna vel umfram daglegt vinnuframlag starfsmanns í fullu starfi. Kópavogsbær niðurgreiðir áfram 6 milljarða króna í leikskólagjöld eða 3,3 milljónir með hverju leikskólabarni. Vellíðan barna í leikskólum er ekki eingöngu skilgreind út frá lengd dvalartíma þeirra í leikskólanum, heldur gæðum þeirrar þjónustu sem hægt er að veita, stöðugleika í starfsmannahaldi og fagmennsku leikskólakennara. Rannsóknir sýna jafnframt að þegar hávaði, lítið pláss og mannekla einkennir leikskólastarfið hefur það neikvæð áhrif á börn og starfsfólk. Kópavogsbær leiðir þessar breytingar í þágu barna til þess að tryggja gæði og tilvist leikskólans. Mikilvægrar stofnunar sem ýtir undir jafnrétti í samfélaginu. Eins og komið hefur fram var ekki unnt að sinna þessari mikilvægu þjónustu án umfangsmikilla breytinga. Við finnum hve mikið hefur dregið úr áreiti og hávaða sérstaklega í upphafi og lok dags. Betur hefur gengið að ráða inn starfsfólk og því geta fleiri börn fengið leikskólapláss. Ekki hefur þurft að senda börn heim eða loka deildum vegna manneklu, en slík skerðing á þjónustu bitnaði líklega áður meira á tekjulægra foreldri barns. Ekki finnum við markverðan mun á því hvort móðir eða faðir sæki börnin oftar í leikskólann fyrir eða eftir breytingar. Það er þó mín upplifun að feður hafa flestir, undanfarin ár, verið mjög virkir þátttakendur í daglegu lífi barna sinna og að þeir ekki síður en mæður hagræði vinnutíma sínum til þess að stytta vinnudag barna sinna. Hins vegar sjáum við fleiri ömmur og afa taka þátt í að sækja börnin einstaka sinnum sem er ánægjuleg viðbót og styrkir tengsl fjölskyldu og leikskóla enn frekar. Það þarf þorp til að ala upp barn og þessi lífgjöf til leikskóla í Kópavogi er samstarfsverkefni foreldra og starfsfóks sveitarfélagsins. Að eyða örlítið minni tíma í vinnunni og meiri tíma með barni sínu tel ég ekki vera fórn eða afturför í réttindabaráttu kvenna. Né heldur að verið sé að velta vanda leikskólans yfir á foreldra eða konur sérstaklega. Ábyrgð á velferð barna liggur alltaf fyrst og fremst hjá foreldrum. Fæstir foreldrar myndu sætta sig til langframa við þann raunveruleika sem blasti við í leikskólamálum, þar sem foreldrar þurftu ítrekað að sækja börnin vegna manneklu og vanmáttugt starfsfólk gerði sitt besta í óbærilegum aðstæðum. Ég er leikskólakennari með 20 ára starfsreynslu, aðstoðarleikskólastjóri með meistaragráðu í stjórnun menntastofnana og mér er annt um leikskólastarf. Að mínu mati er Kópavogsmódelið velheppnuð björgunaraðgerð þjónustu sem var nær dauða en lífi. Virkilega flott og hugrakkt framfaraskref sem þjónar okkar besta fólki, leikskólabörnunum. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri í Kópavogi.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun