Blendnar tilfinningar fyrir langþráð ferðalag Lovísa Arnardóttir skrifar 1. september 2024 10:01 Tinna heldur út til Srí Lanka á þriðjudag til að hitta fjölskyldu sína. Með henni í för verður eiginmaður hennar Marino. Aðsend Tinna Rúnarsdóttir heldur á þriðjudag út til Srí Lanka til að hitta fjölskyldu sína þar. Tinna er ættleidd frá Srí Lanka árið 1984 en kom til landsins í upphafi árs 1985. Í vor ákvað hún að hefja leit að blóðforeldrum sínum á Srí Lanka. Stuttu eftir að hún hóf leitina komst hún að því að báðir foreldrar hennar væru látnir. Móðir hennar hafði verið myrt 2002 en faðir hennar lést stuttu eftir fæðingu hennar. Tinna sagði sögu sína í viðtali á Vísi fyrr í vor og frá því þegar hún svo loks fékk þær erfiðu fréttir að foreldrar henni væru látnir. Á sama tíma komst hún samt að því að hún ætti tvær systur, ömmu og móðurbræður úti. Á þriðjudaginn heldur hún því út til Colombo í Srí Lanka til að hitta þau. Með henni í för verður eiginmaður hennar Marinó Magnús Guðmundsson. „Það eru blendnar tilfinningar. Ég er að reyna að fara út með litlar sem engar væntingar, til að koma í veg fyrir vonbrigði,“ segir Tinna og að hún viti ekki almennilega við hverju hún eigi að búast. Tinna og Marinó leggja af stað á þriðjudagsmorgun. Þau fljúga fyrst til Frankfurt, svo til Doha í Katar og lenda svo í Colombo á Srí Lanka seint á miðvikudagskvöldi. Alls eru þetta sautján klukkustundir í flugi. „Þegar við lendum þá gerum við ekkert meira en að fá okkur að borða og fara svo að sofa,“ segir Tinna en um sex klukkustunda tímamismunur er á Srí Lanka og Íslandi. Við komuna tekur Peshan á móti þeim en hann starfar með Auri Hinriksson. Auri hefur aðstoðað ættleidda einstaklinga á Íslandi við að finna fjölskyldu sína á Srí Lanka í fjölda ára. „Hann keyrir okkur, passar okkur, túlkar fyrir okkur og gerir allt,“ segir Tinna og að það séu ótrúleg verðmæti falin í því að hafa þessa aðstoð. Alls munu þau vera í Srí Lanka í tólf daga og er dagskráin nokkuð vel skipulögð. Fær loks að vita nákvæma fæðingarstund Fyrsta stopp á fimmtudagsmorgninum verður á spítalanum þar sem Tinna fæddist samkvæmt ættleiðingarskjölunum sínum. „Til að ganga úr skugga um að ég hafi örugglega fæðst þar og til að fá upplýsingar um tímasetningu fæðingarinnar og hversu stór ég var við fæðingu. Þetta eru upplýsingar sem flestir, allavega hér á landi, hafa aðgang að og finnst sjálfsagt að hafa. Ég get aldrei sagt þetta því ég veit bara að þegar ég kom hingað í febrúar var ég 53 sentímetrar og fimm kíló,“ segir Tinna en hún fæddist í nóvember og því líklega búin að stækka töluvert á þessum fjórum mánuðum sem líða. Eftir það fara þau til ömmu hennar. „Hjá henni verða móðurbræður mínir og allt þeirra fólk,“ segir Tinna og að þau ætli að fylgja henni að leiði foreldra hennar. „Mér finnst það gríðarlega mikilvægt,“ segir Tinna og að hún ætli að leggja bangsa frá sonum sínum á leiðið. Daginn eftir þetta ætlar hún að hitta systur sínar tvær. Þær eigi heima í nokkurri fjarlægð frá Colombo og því gerir hún ráð fyrir að gista eina nótt til að geta varið góðum tíma með hvor í sínu lagi. Tinna ætlar að hitta systur sínar og fjölskyldur þeirra. Pavani er vinstri megin og Yosintha hægra megin. Aðsendar „Ég er búin að kaupa systrahálsmen handa þeim og alls konar minjagripi og sælgæti,“ segir Tinna og að hún sé búin að framkalla aragrúa ljósmynda af sjálfri sér, uppvexti sínum og fjölskyldu til að sýna og skilja eftir hjá fjölskyldu sinni. „Eftir það ætlum við að reyna að skoða eitthvað og vera túristar. En það fer reyndar allt eftir því hvort að gögnin reynast rétt. Ef það kemur eitthvað annað í ljós á spítalanum munum við verja þessum dögum í að reyna að finna rétt gögn,“ segir Tinna. Hittir eflaust ömmu sína ekki aftur „Áður en ég fer heim ætla ég að hitta ömmu mína einu sinni eða tvisvar áður en ég fer. Hún er það gömul að ég vil hitta hana eins oft og ég get áður en ég fer heim. Hún er orðin það gömul að ég efast um að ég muni hitta hana aftur eftir þessa heimsókn.“ Tinna segir þetta ferðalag eflaust verða henni erfitt en líka fjölskyldu hennar. „Þetta er eflaust fyrir þau líka ákveðin lokun. Að vita hvað varð um mig og hvernig mér vegnaði.“ Colombo í Srí Lanka.Vísir/Getty Eins og fram kom að ofan verða þau úti í tólf daga. Tinna segist ekki hafa verið svo lengi í burtu frá börnunum sínum áður. Mágkona Tinnu ætlar að vera heima hjá þeim á meðan þau eru úti auk þess sem fjölskylda og vinir ætla að aðstoða. „Við gætum þetta ekki án þess að vera með gott bakland. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn og það þarf líka heilt þorp til að fara í svona vegferð.“ Langar að kaupa nýjan sari Tinna er með hóp á Facebook þar sem hún hefur deilt fréttum og myndum af vegferð sinni. Hún segist ætla að leyfa fólki að fylgjast áfram með á meðan þau eru úti og að eiginmaðurinn fái það verkefni að taka myndir og myndbönd. „Ég er að reyna að halda mér rólegri. Ég er auðvitað spennt. Þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því að ég var lítil. Það er svo óraunverulegt að þetta sé að gerast. Ég er að fara eftir helgi til landsins sem ég fæddist í að hitta fjölskyldu mína. Ég mun falla inn í hópinn sem ég geri auðvitað ekki á Íslandi. Menningin, umhverfið, náttúran og maturinn. Þetta er allt hluti af mér,“ segir Tinna. Hún segist vera með nokkur markmið fyrir ferðina en eitt af þeim er að kaupa þjóðbúning Srí Lanka, sari, fyrir sig og drengina sína. „Þegar ég er ættleidd þá kaupir mamma mín sari úti sem ég bæði fermdist í og útskrifaðist úr í framhaldsskóla. Þetta var tenging fyrir mig. Nú er ég að fara og ætla að kaupa mér minn eigin sari,“ segir Tinna. Hana langi líka að kaupa þjóðbúning á strákana sína til að eiga þegar þeir verða stærri. „Þetta er líka arfleið. Þeir eru hálfir þaðan. Það stekkur enginn til Srí Lanka og mér þætti afskaplega vænt um að þeir myndu eiga þjóðbúning frá landinu sem mamma þeirra kemur frá.“ Þakklát Auri og öllum sem styrktu söfnun Tinna segir mikla spennu innan fjölskyldunnar og þakklæti að hún fái tækifæri til að fá þessa lokun. Hún segist sjálf afar þakklát Auri fyrir að hafa aðstoðað hana við leitina og hvetur aðra, sem ættleiddir eru frá Srí Lanka, til að gera það líka. Hvorki foreldrar þeirra né Auri séu að yngjast og því betra að gera þetta fyrr en seinna. „Hún er engill í mannsmynd og reddar hlutunum og tekur ekki krónu fyrir. Það er svo gott að geta nýtt sér þetta til að fá þessa lokun. Eftir þetta þarf ég ekki að velta því fyrir mér daglega hverjir foreldrar mínir eru eða fjölskylda mín. Í fyrsta skipti frá því ég fæddist hef ég nánast ekkert spáð í þessu. Það fylgir þessu alveg líka sorg. Ef eiginmaður mömmu hefði ekki drepið hana væri ég örugglega að hitta hana núna. En ég hugga mig við það að eftir að hún var drepin hefur hún getað fylgst með mér og börnunum mínum „þarna uppi“. Hún hefur getað séð hvað það er mikil guðs gjöf að ég hafi verið ættleidd.“ Tinna safnaði fyrir ferðinni á Karolinafund og segist afar þakklát þeim sem studdu hana í þessari vegferð. „Ég væri ekki að fara í þessa ferð nema með góðvild annarra. Ég er þeim svo virkilega þakklát. Þetta kemur manni trú á að við séum öll góð og að fólk vilji hjálpa náunganum.“ Srí Lanka Réttindi barna Börn og uppeldi Fjölskyldumál Tengdar fréttir „Heyrðu, hún er fundin“ Fanney Ýr Gunnlaugsdóttir var ungabarn þegar hún var ættleidd frá Sri Lanka. Eftir að hafa horft á sjónvarpsþættina Leitin að upprunanum kviknaði hjá henni löngun; hún vildi finna blóðmóður sína. Hana grunaði hins vegar aldrei að það ættu einungis eftir að líða tvær vikur þar til að móðir hennar kæmi í leitirnar. Atburðarásin var að mörgu leyti lygileg. 3. mars 2024 11:43 Lygar og skjalafals en allt í einu komst önnur kona á Íslandi á sporið Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka árið 1985 og sagði sögu sína í annarri þáttaröð af Leitinni að upprunanum fyrir fimm árum. Þá kom í ljós að ættleiðingarskjöl hennar voru fölsuð. 15. nóvember 2022 12:30 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Tinna sagði sögu sína í viðtali á Vísi fyrr í vor og frá því þegar hún svo loks fékk þær erfiðu fréttir að foreldrar henni væru látnir. Á sama tíma komst hún samt að því að hún ætti tvær systur, ömmu og móðurbræður úti. Á þriðjudaginn heldur hún því út til Colombo í Srí Lanka til að hitta þau. Með henni í för verður eiginmaður hennar Marinó Magnús Guðmundsson. „Það eru blendnar tilfinningar. Ég er að reyna að fara út með litlar sem engar væntingar, til að koma í veg fyrir vonbrigði,“ segir Tinna og að hún viti ekki almennilega við hverju hún eigi að búast. Tinna og Marinó leggja af stað á þriðjudagsmorgun. Þau fljúga fyrst til Frankfurt, svo til Doha í Katar og lenda svo í Colombo á Srí Lanka seint á miðvikudagskvöldi. Alls eru þetta sautján klukkustundir í flugi. „Þegar við lendum þá gerum við ekkert meira en að fá okkur að borða og fara svo að sofa,“ segir Tinna en um sex klukkustunda tímamismunur er á Srí Lanka og Íslandi. Við komuna tekur Peshan á móti þeim en hann starfar með Auri Hinriksson. Auri hefur aðstoðað ættleidda einstaklinga á Íslandi við að finna fjölskyldu sína á Srí Lanka í fjölda ára. „Hann keyrir okkur, passar okkur, túlkar fyrir okkur og gerir allt,“ segir Tinna og að það séu ótrúleg verðmæti falin í því að hafa þessa aðstoð. Alls munu þau vera í Srí Lanka í tólf daga og er dagskráin nokkuð vel skipulögð. Fær loks að vita nákvæma fæðingarstund Fyrsta stopp á fimmtudagsmorgninum verður á spítalanum þar sem Tinna fæddist samkvæmt ættleiðingarskjölunum sínum. „Til að ganga úr skugga um að ég hafi örugglega fæðst þar og til að fá upplýsingar um tímasetningu fæðingarinnar og hversu stór ég var við fæðingu. Þetta eru upplýsingar sem flestir, allavega hér á landi, hafa aðgang að og finnst sjálfsagt að hafa. Ég get aldrei sagt þetta því ég veit bara að þegar ég kom hingað í febrúar var ég 53 sentímetrar og fimm kíló,“ segir Tinna en hún fæddist í nóvember og því líklega búin að stækka töluvert á þessum fjórum mánuðum sem líða. Eftir það fara þau til ömmu hennar. „Hjá henni verða móðurbræður mínir og allt þeirra fólk,“ segir Tinna og að þau ætli að fylgja henni að leiði foreldra hennar. „Mér finnst það gríðarlega mikilvægt,“ segir Tinna og að hún ætli að leggja bangsa frá sonum sínum á leiðið. Daginn eftir þetta ætlar hún að hitta systur sínar tvær. Þær eigi heima í nokkurri fjarlægð frá Colombo og því gerir hún ráð fyrir að gista eina nótt til að geta varið góðum tíma með hvor í sínu lagi. Tinna ætlar að hitta systur sínar og fjölskyldur þeirra. Pavani er vinstri megin og Yosintha hægra megin. Aðsendar „Ég er búin að kaupa systrahálsmen handa þeim og alls konar minjagripi og sælgæti,“ segir Tinna og að hún sé búin að framkalla aragrúa ljósmynda af sjálfri sér, uppvexti sínum og fjölskyldu til að sýna og skilja eftir hjá fjölskyldu sinni. „Eftir það ætlum við að reyna að skoða eitthvað og vera túristar. En það fer reyndar allt eftir því hvort að gögnin reynast rétt. Ef það kemur eitthvað annað í ljós á spítalanum munum við verja þessum dögum í að reyna að finna rétt gögn,“ segir Tinna. Hittir eflaust ömmu sína ekki aftur „Áður en ég fer heim ætla ég að hitta ömmu mína einu sinni eða tvisvar áður en ég fer. Hún er það gömul að ég vil hitta hana eins oft og ég get áður en ég fer heim. Hún er orðin það gömul að ég efast um að ég muni hitta hana aftur eftir þessa heimsókn.“ Tinna segir þetta ferðalag eflaust verða henni erfitt en líka fjölskyldu hennar. „Þetta er eflaust fyrir þau líka ákveðin lokun. Að vita hvað varð um mig og hvernig mér vegnaði.“ Colombo í Srí Lanka.Vísir/Getty Eins og fram kom að ofan verða þau úti í tólf daga. Tinna segist ekki hafa verið svo lengi í burtu frá börnunum sínum áður. Mágkona Tinnu ætlar að vera heima hjá þeim á meðan þau eru úti auk þess sem fjölskylda og vinir ætla að aðstoða. „Við gætum þetta ekki án þess að vera með gott bakland. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn og það þarf líka heilt þorp til að fara í svona vegferð.“ Langar að kaupa nýjan sari Tinna er með hóp á Facebook þar sem hún hefur deilt fréttum og myndum af vegferð sinni. Hún segist ætla að leyfa fólki að fylgjast áfram með á meðan þau eru úti og að eiginmaðurinn fái það verkefni að taka myndir og myndbönd. „Ég er að reyna að halda mér rólegri. Ég er auðvitað spennt. Þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því að ég var lítil. Það er svo óraunverulegt að þetta sé að gerast. Ég er að fara eftir helgi til landsins sem ég fæddist í að hitta fjölskyldu mína. Ég mun falla inn í hópinn sem ég geri auðvitað ekki á Íslandi. Menningin, umhverfið, náttúran og maturinn. Þetta er allt hluti af mér,“ segir Tinna. Hún segist vera með nokkur markmið fyrir ferðina en eitt af þeim er að kaupa þjóðbúning Srí Lanka, sari, fyrir sig og drengina sína. „Þegar ég er ættleidd þá kaupir mamma mín sari úti sem ég bæði fermdist í og útskrifaðist úr í framhaldsskóla. Þetta var tenging fyrir mig. Nú er ég að fara og ætla að kaupa mér minn eigin sari,“ segir Tinna. Hana langi líka að kaupa þjóðbúning á strákana sína til að eiga þegar þeir verða stærri. „Þetta er líka arfleið. Þeir eru hálfir þaðan. Það stekkur enginn til Srí Lanka og mér þætti afskaplega vænt um að þeir myndu eiga þjóðbúning frá landinu sem mamma þeirra kemur frá.“ Þakklát Auri og öllum sem styrktu söfnun Tinna segir mikla spennu innan fjölskyldunnar og þakklæti að hún fái tækifæri til að fá þessa lokun. Hún segist sjálf afar þakklát Auri fyrir að hafa aðstoðað hana við leitina og hvetur aðra, sem ættleiddir eru frá Srí Lanka, til að gera það líka. Hvorki foreldrar þeirra né Auri séu að yngjast og því betra að gera þetta fyrr en seinna. „Hún er engill í mannsmynd og reddar hlutunum og tekur ekki krónu fyrir. Það er svo gott að geta nýtt sér þetta til að fá þessa lokun. Eftir þetta þarf ég ekki að velta því fyrir mér daglega hverjir foreldrar mínir eru eða fjölskylda mín. Í fyrsta skipti frá því ég fæddist hef ég nánast ekkert spáð í þessu. Það fylgir þessu alveg líka sorg. Ef eiginmaður mömmu hefði ekki drepið hana væri ég örugglega að hitta hana núna. En ég hugga mig við það að eftir að hún var drepin hefur hún getað fylgst með mér og börnunum mínum „þarna uppi“. Hún hefur getað séð hvað það er mikil guðs gjöf að ég hafi verið ættleidd.“ Tinna safnaði fyrir ferðinni á Karolinafund og segist afar þakklát þeim sem studdu hana í þessari vegferð. „Ég væri ekki að fara í þessa ferð nema með góðvild annarra. Ég er þeim svo virkilega þakklát. Þetta kemur manni trú á að við séum öll góð og að fólk vilji hjálpa náunganum.“
Srí Lanka Réttindi barna Börn og uppeldi Fjölskyldumál Tengdar fréttir „Heyrðu, hún er fundin“ Fanney Ýr Gunnlaugsdóttir var ungabarn þegar hún var ættleidd frá Sri Lanka. Eftir að hafa horft á sjónvarpsþættina Leitin að upprunanum kviknaði hjá henni löngun; hún vildi finna blóðmóður sína. Hana grunaði hins vegar aldrei að það ættu einungis eftir að líða tvær vikur þar til að móðir hennar kæmi í leitirnar. Atburðarásin var að mörgu leyti lygileg. 3. mars 2024 11:43 Lygar og skjalafals en allt í einu komst önnur kona á Íslandi á sporið Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka árið 1985 og sagði sögu sína í annarri þáttaröð af Leitinni að upprunanum fyrir fimm árum. Þá kom í ljós að ættleiðingarskjöl hennar voru fölsuð. 15. nóvember 2022 12:30 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
„Heyrðu, hún er fundin“ Fanney Ýr Gunnlaugsdóttir var ungabarn þegar hún var ættleidd frá Sri Lanka. Eftir að hafa horft á sjónvarpsþættina Leitin að upprunanum kviknaði hjá henni löngun; hún vildi finna blóðmóður sína. Hana grunaði hins vegar aldrei að það ættu einungis eftir að líða tvær vikur þar til að móðir hennar kæmi í leitirnar. Atburðarásin var að mörgu leyti lygileg. 3. mars 2024 11:43
Lygar og skjalafals en allt í einu komst önnur kona á Íslandi á sporið Ása Nishanthi Magnúsdóttir var ættleidd frá Sri Lanka árið 1985 og sagði sögu sína í annarri þáttaröð af Leitinni að upprunanum fyrir fimm árum. Þá kom í ljós að ættleiðingarskjöl hennar voru fölsuð. 15. nóvember 2022 12:30