Landspítalinn

Fréttamynd

Var í taugaáfalli við yfirheyrslu

Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku.

Innlent
Fréttamynd

Rakalausar á­sakanir gegn ís­lenskum læknum

Landspítalinn hefur nú lokið eigin rannsókn á aðkomu tveggja lækna, sem sætt hafa hörðum ásökunum í Svíþjóð vegna aðkomu þeirra að fyrstu gervibarkaígræðslu sem framkvæmd var í heiminum. Framkvæmdastjóri lækninga segir ásakanirnar ekki eiga við nein rök að styðjast.

Innlent
Fréttamynd

Hjúkrunarfræðingurinn tók sér frest

Lögfræðingur hjúkrunarfræðingsins, sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi vegna vanrækslu í starfi, fór fram á frest til að taka afstöðu til ákærunnar þegar málið var þingfest í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Segir ákæru gegn hjúkrunarfræðingi áfall

Forstjóri Landspítalans segir að tilkynningar um mistök eigi ekki að leiða til leitar að sökudólgum. Heilbrigðisráðherra vonar að málið verði ekki til þess að heilbrigðisstarfsmenn hylmi yfir mistök.

Innlent