Ásta Kristín í skaðabótamál við ríkið: Orðstír hennar sagður hafa beðið hnekki Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2016 11:44 Ásta Kristín við uppkvaðningu sýknudómsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Stefán Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur hefur gert bótakröfu á hendur íslenska ríkinu vegna fjártjóns og miska sem hún varð fyrir vegna sakamálarannsóknar og ákæru á hendur sér. Var Ásta Kristín sökuð um yfirsjón í starfi sem leiddi til dauða sjúklings á gjörgæsludeild Landspítalans 3. október árið 2012. Hún var sýknuð af ákæru embættis ríkissaksóknara og ákvað embættið að áfrýja þeim dómi ekki fyrir Hæstarétti og var því þar með lokið. Í tilkynningu frá lögmanni hennar, Einari Gauti Steingrímssyni, byggist fjárkrafa hennar annars vegar á launatekjutapi vegna breytinga á starfi hennar meðan hún var undir ákæru og hins vegar á launtekjutapi erlendis en henni var ókleift að vinna þar meðan hún var undir ákæru. Er krafan um miska er reist á nokkrum atriðum, að því er fram kemur í tilkynningunni. Nefnir Einar Gautur að í fyrsta lagi hafi samspil spítalarannsóknar og lögreglurannsóknar orðið til þess að Ástu var í raun talin trú um að hún væri völd að dauða manns. Það hefði ekki gerst ef lögreglan hefði sjálf séð um fyrstu yfirheyrslu og lögmaður komið að málinu að mati Einars. „Sömuleiðis ef spítalinn hefði klárað það sem hann byrjaði á í rannsókn þess. Við réttarhöldin kom í loks í ljós að atvik gátu ekki hafa gerst með þeim hætti sem talið var og hún sýknuð,“ skrifar Einar. Í öðru lagi er byggt á því að lagaumgjörðin um rannsókn málsins hafi verið í andstöðu við stjórnarskrá og það hafi verið aðalástæða þess hvernig fór. „Spítalinn var settur í þá aðstöðu að eiga að rannsaka atvikið og senda tilkynningu til lögregluyfirvalda. Spítalinn rannsakar málið í fyrirbyggjandi tilgangi og hefur þá eðlilega ekki í huga réttarreglur sakamálalaga sem eiga að koma í veg fyrir að saklaust fólk liggi undir grun. Lögreglu var síðan ætlað að framkvæma hina eiginlegu rannsókn. Í stað þess að rannsaka málið í þaula hrapaði lögreglan að þeirri niðurstöðu að málið lægi ljóst fyrir í stað. Það er síðan ekki fyrr en við aðalmeðferð málsins fyrir dómi að endanlega kemur í ljós að enginn glæpur hafði verið framinn og þar með gat enginn hafa gerst sekur um hann.“ Í þriðja lagi er tiltekið hve lengi Ásta var undir grun og ákæru. Það hafi valdið henni og fjölskyldu hennar mikilli vanlíðan og skaðaði hana bæði á líkama og sál og er fjölmiðlaumfjöllun sögð ekki hafa bætt úr. Í fjórða lagi hefur orðstír hennar sagður hafa beðið hnekki og segir Einar Gautur að það breyti engu þó Ásta Kristín hafi verið hvítþvegin fyrir dómstólum. „Almennt er fólk ekki svo vel lesið í málinu að hún verði hvítþvegin í huga margra samborgara sinna. Orðstír hennar mun því alltaf bíða hnekki.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Dómsmál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 Ásta Kristín: Þriggja ára martröð lokið Glöð að sjá að dómararnir trúðu henni. 9. desember 2015 14:10 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur hefur gert bótakröfu á hendur íslenska ríkinu vegna fjártjóns og miska sem hún varð fyrir vegna sakamálarannsóknar og ákæru á hendur sér. Var Ásta Kristín sökuð um yfirsjón í starfi sem leiddi til dauða sjúklings á gjörgæsludeild Landspítalans 3. október árið 2012. Hún var sýknuð af ákæru embættis ríkissaksóknara og ákvað embættið að áfrýja þeim dómi ekki fyrir Hæstarétti og var því þar með lokið. Í tilkynningu frá lögmanni hennar, Einari Gauti Steingrímssyni, byggist fjárkrafa hennar annars vegar á launatekjutapi vegna breytinga á starfi hennar meðan hún var undir ákæru og hins vegar á launtekjutapi erlendis en henni var ókleift að vinna þar meðan hún var undir ákæru. Er krafan um miska er reist á nokkrum atriðum, að því er fram kemur í tilkynningunni. Nefnir Einar Gautur að í fyrsta lagi hafi samspil spítalarannsóknar og lögreglurannsóknar orðið til þess að Ástu var í raun talin trú um að hún væri völd að dauða manns. Það hefði ekki gerst ef lögreglan hefði sjálf séð um fyrstu yfirheyrslu og lögmaður komið að málinu að mati Einars. „Sömuleiðis ef spítalinn hefði klárað það sem hann byrjaði á í rannsókn þess. Við réttarhöldin kom í loks í ljós að atvik gátu ekki hafa gerst með þeim hætti sem talið var og hún sýknuð,“ skrifar Einar. Í öðru lagi er byggt á því að lagaumgjörðin um rannsókn málsins hafi verið í andstöðu við stjórnarskrá og það hafi verið aðalástæða þess hvernig fór. „Spítalinn var settur í þá aðstöðu að eiga að rannsaka atvikið og senda tilkynningu til lögregluyfirvalda. Spítalinn rannsakar málið í fyrirbyggjandi tilgangi og hefur þá eðlilega ekki í huga réttarreglur sakamálalaga sem eiga að koma í veg fyrir að saklaust fólk liggi undir grun. Lögreglu var síðan ætlað að framkvæma hina eiginlegu rannsókn. Í stað þess að rannsaka málið í þaula hrapaði lögreglan að þeirri niðurstöðu að málið lægi ljóst fyrir í stað. Það er síðan ekki fyrr en við aðalmeðferð málsins fyrir dómi að endanlega kemur í ljós að enginn glæpur hafði verið framinn og þar með gat enginn hafa gerst sekur um hann.“ Í þriðja lagi er tiltekið hve lengi Ásta var undir grun og ákæru. Það hafi valdið henni og fjölskyldu hennar mikilli vanlíðan og skaðaði hana bæði á líkama og sál og er fjölmiðlaumfjöllun sögð ekki hafa bætt úr. Í fjórða lagi hefur orðstír hennar sagður hafa beðið hnekki og segir Einar Gautur að það breyti engu þó Ásta Kristín hafi verið hvítþvegin fyrir dómstólum. „Almennt er fólk ekki svo vel lesið í málinu að hún verði hvítþvegin í huga margra samborgara sinna. Orðstír hennar mun því alltaf bíða hnekki.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Dómsmál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 Ásta Kristín: Þriggja ára martröð lokið Glöð að sjá að dómararnir trúðu henni. 9. desember 2015 14:10 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34
Ásta Kristín: Þriggja ára martröð lokið Glöð að sjá að dómararnir trúðu henni. 9. desember 2015 14:10