Landspítalinn Fastlaunasamningum allra stétta verður sagt upp á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans telur að hægt verði að spara hundruð milljóna króna þegar búið verður að segja upp fastlaunasamningum á spítalanum. Innlent 9.12.2019 18:54 Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum í haust sem hluti af aðhaldsaðgerðum spítalans. Þetta kemur fram í forstjórapistil Páls Matthíassonar sem birtist á vef spítalans. Innlent 8.12.2019 17:35 Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. Innlent 5.12.2019 17:40 Beit lögreglumann á bráðamóttökunni Karlmaður hefur verið dæmdur í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa bitið lögreglumann á bráðamóttöku Landspítalands í Fossvogi á síðasta ári. Innlent 2.12.2019 09:19 Ellefu forstöðumenn ráðnir til starfa á Landspítalanum Í samræmi við nýtt skipurit Landspítalans sem tók gildi þann 1. október síðastliðinn hefur verið gengið frá ráðningu ellefu forstöðumanna þjónustukjarna á spítalanum. Innlent 2.12.2019 07:50 Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. Innlent 30.11.2019 20:00 Mikil óánægja á BUGL Mikil starfsmannavelta er á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna lélegra launa og álags. Fagfólk segir ástandið ganga í berhögg við vilja stjórnvalda um að bæta þjónustu við börn og unglinga. Innlent 29.11.2019 02:06 Lækkun framlaga tefur ekki verklok Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga. Innlent 13.11.2019 02:19 Burknagata opnuð fyrir umferð Burknagata verður opnuð fyrir umferð á morgun en um er að ræða hluta af gömlu Hringbrautinni sem lokað var vegna framkvæmda við nýja Landspítalann. Innlent 8.11.2019 22:48 "Það eru ekki nógu mörg rúm fyrir allt þetta veika fólk“ Róbert Marvin Gíslason vekur athygli á brotalömum í heilbrigðiskerfinu í nýlegum pistli þar sem hann fer yfir síðustu daga aldraðrar frænku sinnar. Innlent 3.11.2019 11:29 Skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins hjá Landspítala Benedikt Olgeirsson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins á Landspítala frá og með deginum í dag. Viðskipti innlent 1.11.2019 13:11 Tvö gjörgæslurúm fyrir sjúklinga með alvarleg brunasár á Landspítalanum Landspítalinn er ekki í stakk búinn til að meðhöndla marga slasaða með alvarleg brunasár. Einungis tvö gjörgæslupláss eru til staðar fyrir sjúklinga með slíka áverka. Innlent 29.10.2019 16:34 Læknaráð átelur Landspítalann fyrir litlar kröfur Stjórn læknaráðs Landspítala telur afleitt að ekki hafi verið gerð skýr krafa um fagmenntun og reynslu lykilstjórnenda þegar störf forstöðumanna á Landspítalanum voru auglýst nýverið. Innlent 29.10.2019 10:31 Fleiri hálkuslys geta orðið frysti aftur í kvöld Vel á fjórða tug þurft að leita sér aðhlynningar á slysadeild á höfuðborgarsvæðinu vegna hálkuslysa sem hefur orsakaði mikið álag á bráðamóttöku. Viðbúið að fleiri slys verði frysti aftur í kvöld. Innlent 28.10.2019 16:53 Mikið álag á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Tuttugu og fimm einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa í morgun. Innlent 28.10.2019 11:49 Fjarri sanni að fjárskortur í rekstri Landspítalans sé „innanhúss stjórnunarvandi“ Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að það sé fjarri sanni að rekja megi fjárskort í rekstri Landspítalans og hnökra á flæði til og frá spítalanum sé "einhvers konar innanhúss stjórnunarvandi“. Innlent 26.10.2019 12:02 40 til 50 einstaklingar á Landspítala sem ættu að vera á hjúkrunarheimili Á bilinu 40 til 50 manns liggja nú á Landspítalanum sem ættu að vera á hjúkrunarheimilum. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Innlent 21.10.2019 15:38 Landspítalinn þarf um milljarð í launabætur frá ríkinu Launabætur ríkisins til Landspítalans eru vanáætlaðar um allt að milljarði á ári að sögn forstjórans. Hann segir að aðhaldsaðgerðir spítalans eigi að skila um tveimur og hálfum milljarði í sparnað á næsta ári. Þá verður fólki fækkað í einhverjum tilvikum í gegnum starfsmannaveltu. Innlent 20.10.2019 17:24 Vanda þarf aðhaldsaðgerðir til að þær bitni ekki á starfsfólki Spara á milljarð króna á þessu ári og tvo og hálfan milljarð á því næsta með aðhaldsaðgerðum á Landspítala. Forstjóri segir alla áherslu lagða á að vernda klíníska þjónustu á kostnað stoðþjónustu. Innlent 19.10.2019 01:41 Skortir lagaheimildir fyrir þvingunarrúrræðum sem beitt er á geðdeild Fullnægjandi lagaheimildir eru ekki til staðar í íslenskri löggjöf til að taka ákvarðanir gagnvart frelsissviptum einstaklingum á geðheilbrigðisstofnunum sem geta falið í sér inngrip í réttindi sem varin eru í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Innlent 16.10.2019 15:50 Lýðræðið og skipulagið Dómharka í umræðu um Borgarlínu, LSH, flugvöll í Vatnsmýri og uppbyggingu þar, beinist of oft að persónum með grófum ummælum um gáfnafar þeirra og eða geðheilsu. Oftast er um að ræða ónafngreinda sérfræðinga, starfsmenn borgar- eða ríkisstofnana og að sjálfsögðu stjórnmálamenn. Skoðun 15.10.2019 07:48 Strákarnir okkar heimsóttu Grensásdeild Landspítalans Íslensku landsliðsmennirnir Alfreð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson tóku sér örstutta pásu frá undirbúningi fyrir stórleik dagsins Fótbolti 10.10.2019 22:18 Þörf sé fyrir 72 nýja sérnámslækna á ári Formaður framhaldsmenntunarráðs lækninga segir fyrirkomulag sérnáms snúast um grundvallarspurningar varðandi framtíðarskipulag heilbrigðiskerfisins. Mikilvægt sé að byggja upp alþjóðlega viðurkennt vinnuumhverfi. Innlent 10.10.2019 06:36 Frábær árangur í hjartalokuaðgerðum hér á landi Árangur lokaskiptaaðgerða vegna ósæðarloku þrengsla hér á landi hefur batnað mikið hér á landi undanfarin 15 ár. Innlent 6.10.2019 16:39 Brjóstaskurðlæknir kannast hvorki við bið né frestun á Landspítalanum Brjóstaskurðlæknir á Landspítalanum hafnar því alfarið að konum með stökkbreytingu í brakkageni sé ekki sinnt nægilega vel á spítalanum. Bið eftir fyrsta viðtali sé engin og aðgerðum sé afar sjaldan frestað. Innlent 4.10.2019 11:46 Árið hefur farið í bið eftir uppbyggingu á brjóstum Konur sem greinast með brakkagenið þurfa oft að bíða mánuðum saman eftir viðtölum og aðgerðum. Varaformaður Brakkasamtakanna segir dæmi um að aðgerðum sé jafnvel frestað kvöldið áður. Konur utan af landi eru í sérstaklega erfiðri stöðu. Innlent 3.10.2019 19:16 Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. Innlent 28.9.2019 02:01 Leggja niður stöður níu framkvæmdastjóra hjá Landspítalanum Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greinir frá því að níu stöður framkvæmdastjóra verði lagðar niður sem hluti af skipuritsbreytingum á spítalanum. Innlent 27.9.2019 11:45 Börn bíða mánuðum saman eftir að komast í aðgerðir Sjö ára drengur hefur beðið í sex mánuði eftir að komast í aðgerð sem getur bætt líf hans. Móðir hans segist engin svör fá um hvenær hann komist að. Framkvæmdastjóri Einstakra barna segir mörg dæmi sem þetta og að börn bíði allt að tíu mánuði eftir að komast í aðgerðir á Landspítalanum. Innlent 22.9.2019 17:03 Læknar á varðbergi vegna rafretta Lungnalæknir segir mikið áhyggjuefni hversu mörg íslensk börn nota rafrettur. Innlent 21.9.2019 14:36 « ‹ 51 52 53 54 55 56 57 58 59 … 60 ›
Fastlaunasamningum allra stétta verður sagt upp á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans telur að hægt verði að spara hundruð milljóna króna þegar búið verður að segja upp fastlaunasamningum á spítalanum. Innlent 9.12.2019 18:54
Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum Gripið hefur verið til uppsagna á Landspítalanum í haust sem hluti af aðhaldsaðgerðum spítalans. Þetta kemur fram í forstjórapistil Páls Matthíassonar sem birtist á vef spítalans. Innlent 8.12.2019 17:35
Taka hagræðingu út á fólkinu á gólfinu Formaður Læknafélags Íslands vonar að læknar á Landspítalanum grípi ekki til uppsagna vegna kjaraskerðingar sem þeir standa frammi fyrir. Mikil óánægja sé á meðal lækna, ekki síst í ljósi þess að yfirstjórn spítalans hefur ekki svarað því hvort sömu skerðingar muni ná til stjórnenda. Innlent 5.12.2019 17:40
Beit lögreglumann á bráðamóttökunni Karlmaður hefur verið dæmdur í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa bitið lögreglumann á bráðamóttöku Landspítalands í Fossvogi á síðasta ári. Innlent 2.12.2019 09:19
Ellefu forstöðumenn ráðnir til starfa á Landspítalanum Í samræmi við nýtt skipurit Landspítalans sem tók gildi þann 1. október síðastliðinn hefur verið gengið frá ráðningu ellefu forstöðumanna þjónustukjarna á spítalanum. Innlent 2.12.2019 07:50
Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema. Innlent 30.11.2019 20:00
Mikil óánægja á BUGL Mikil starfsmannavelta er á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna lélegra launa og álags. Fagfólk segir ástandið ganga í berhögg við vilja stjórnvalda um að bæta þjónustu við börn og unglinga. Innlent 29.11.2019 02:06
Lækkun framlaga tefur ekki verklok Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga. Innlent 13.11.2019 02:19
Burknagata opnuð fyrir umferð Burknagata verður opnuð fyrir umferð á morgun en um er að ræða hluta af gömlu Hringbrautinni sem lokað var vegna framkvæmda við nýja Landspítalann. Innlent 8.11.2019 22:48
"Það eru ekki nógu mörg rúm fyrir allt þetta veika fólk“ Róbert Marvin Gíslason vekur athygli á brotalömum í heilbrigðiskerfinu í nýlegum pistli þar sem hann fer yfir síðustu daga aldraðrar frænku sinnar. Innlent 3.11.2019 11:29
Skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins hjá Landspítala Benedikt Olgeirsson hefur verið skipaður framkvæmdastjóri Hringbrautarverkefnisins á Landspítala frá og með deginum í dag. Viðskipti innlent 1.11.2019 13:11
Tvö gjörgæslurúm fyrir sjúklinga með alvarleg brunasár á Landspítalanum Landspítalinn er ekki í stakk búinn til að meðhöndla marga slasaða með alvarleg brunasár. Einungis tvö gjörgæslupláss eru til staðar fyrir sjúklinga með slíka áverka. Innlent 29.10.2019 16:34
Læknaráð átelur Landspítalann fyrir litlar kröfur Stjórn læknaráðs Landspítala telur afleitt að ekki hafi verið gerð skýr krafa um fagmenntun og reynslu lykilstjórnenda þegar störf forstöðumanna á Landspítalanum voru auglýst nýverið. Innlent 29.10.2019 10:31
Fleiri hálkuslys geta orðið frysti aftur í kvöld Vel á fjórða tug þurft að leita sér aðhlynningar á slysadeild á höfuðborgarsvæðinu vegna hálkuslysa sem hefur orsakaði mikið álag á bráðamóttöku. Viðbúið að fleiri slys verði frysti aftur í kvöld. Innlent 28.10.2019 16:53
Mikið álag á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Tuttugu og fimm einstaklingar hafa leitað á bráðamóttöku vegna hálkuslysa í morgun. Innlent 28.10.2019 11:49
Fjarri sanni að fjárskortur í rekstri Landspítalans sé „innanhúss stjórnunarvandi“ Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að það sé fjarri sanni að rekja megi fjárskort í rekstri Landspítalans og hnökra á flæði til og frá spítalanum sé "einhvers konar innanhúss stjórnunarvandi“. Innlent 26.10.2019 12:02
40 til 50 einstaklingar á Landspítala sem ættu að vera á hjúkrunarheimili Á bilinu 40 til 50 manns liggja nú á Landspítalanum sem ættu að vera á hjúkrunarheimilum. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Innlent 21.10.2019 15:38
Landspítalinn þarf um milljarð í launabætur frá ríkinu Launabætur ríkisins til Landspítalans eru vanáætlaðar um allt að milljarði á ári að sögn forstjórans. Hann segir að aðhaldsaðgerðir spítalans eigi að skila um tveimur og hálfum milljarði í sparnað á næsta ári. Þá verður fólki fækkað í einhverjum tilvikum í gegnum starfsmannaveltu. Innlent 20.10.2019 17:24
Vanda þarf aðhaldsaðgerðir til að þær bitni ekki á starfsfólki Spara á milljarð króna á þessu ári og tvo og hálfan milljarð á því næsta með aðhaldsaðgerðum á Landspítala. Forstjóri segir alla áherslu lagða á að vernda klíníska þjónustu á kostnað stoðþjónustu. Innlent 19.10.2019 01:41
Skortir lagaheimildir fyrir þvingunarrúrræðum sem beitt er á geðdeild Fullnægjandi lagaheimildir eru ekki til staðar í íslenskri löggjöf til að taka ákvarðanir gagnvart frelsissviptum einstaklingum á geðheilbrigðisstofnunum sem geta falið í sér inngrip í réttindi sem varin eru í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Innlent 16.10.2019 15:50
Lýðræðið og skipulagið Dómharka í umræðu um Borgarlínu, LSH, flugvöll í Vatnsmýri og uppbyggingu þar, beinist of oft að persónum með grófum ummælum um gáfnafar þeirra og eða geðheilsu. Oftast er um að ræða ónafngreinda sérfræðinga, starfsmenn borgar- eða ríkisstofnana og að sjálfsögðu stjórnmálamenn. Skoðun 15.10.2019 07:48
Strákarnir okkar heimsóttu Grensásdeild Landspítalans Íslensku landsliðsmennirnir Alfreð Finnbogason og Gylfi Þór Sigurðsson tóku sér örstutta pásu frá undirbúningi fyrir stórleik dagsins Fótbolti 10.10.2019 22:18
Þörf sé fyrir 72 nýja sérnámslækna á ári Formaður framhaldsmenntunarráðs lækninga segir fyrirkomulag sérnáms snúast um grundvallarspurningar varðandi framtíðarskipulag heilbrigðiskerfisins. Mikilvægt sé að byggja upp alþjóðlega viðurkennt vinnuumhverfi. Innlent 10.10.2019 06:36
Frábær árangur í hjartalokuaðgerðum hér á landi Árangur lokaskiptaaðgerða vegna ósæðarloku þrengsla hér á landi hefur batnað mikið hér á landi undanfarin 15 ár. Innlent 6.10.2019 16:39
Brjóstaskurðlæknir kannast hvorki við bið né frestun á Landspítalanum Brjóstaskurðlæknir á Landspítalanum hafnar því alfarið að konum með stökkbreytingu í brakkageni sé ekki sinnt nægilega vel á spítalanum. Bið eftir fyrsta viðtali sé engin og aðgerðum sé afar sjaldan frestað. Innlent 4.10.2019 11:46
Árið hefur farið í bið eftir uppbyggingu á brjóstum Konur sem greinast með brakkagenið þurfa oft að bíða mánuðum saman eftir viðtölum og aðgerðum. Varaformaður Brakkasamtakanna segir dæmi um að aðgerðum sé jafnvel frestað kvöldið áður. Konur utan af landi eru í sérstaklega erfiðri stöðu. Innlent 3.10.2019 19:16
Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. Innlent 28.9.2019 02:01
Leggja niður stöður níu framkvæmdastjóra hjá Landspítalanum Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, greinir frá því að níu stöður framkvæmdastjóra verði lagðar niður sem hluti af skipuritsbreytingum á spítalanum. Innlent 27.9.2019 11:45
Börn bíða mánuðum saman eftir að komast í aðgerðir Sjö ára drengur hefur beðið í sex mánuði eftir að komast í aðgerð sem getur bætt líf hans. Móðir hans segist engin svör fá um hvenær hann komist að. Framkvæmdastjóri Einstakra barna segir mörg dæmi sem þetta og að börn bíði allt að tíu mánuði eftir að komast í aðgerðir á Landspítalanum. Innlent 22.9.2019 17:03
Læknar á varðbergi vegna rafretta Lungnalæknir segir mikið áhyggjuefni hversu mörg íslensk börn nota rafrettur. Innlent 21.9.2019 14:36