Lækkun framlaga tefur ekki verklok Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. nóvember 2019 06:00 Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala. Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga. „Það er ekki gert ráð fyrir öðru en að meðferðarkjarninn verði tilbúinn sem byggingarframkvæmd árið 2024 eins og áætlanir segja til um,“ segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, um áhrif breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar um 3,5 milljarða lækkun framlaga til verkefnisins á næsta ári. Gunnar segir að þrátt fyrir þessa lækkun sé gert ráð fyrir um fimm milljarða króna framlögum til Hringbrautarverkefnisins á næsta ári sem sé hæsta heimildin á fjárlögum til þessa. Hann segir lækkun fjárframlaga á næsta ári meðal annars skýrast af því að ákveðið hafi verið að fullvinna grunn hússins áður en næsti verktaki hæfi störf. Þá sé nú einnig unnið að jarðvinnu vegna bílakjallara við hlið hússins, undir Sóleyjartorgi. „Þetta hefur í för með sér að uppsteypa meðferðarkjarnans og önnur jarðvinnuverkefni hliðrast til á árinu 2020. Áhrifin á sjóðstreymisáætlun verða um þrír milljarðar með fyrirvara um heimild til útboðs og samninga vegna uppsteypuhluta verksins. Jarðvinna vegna rannsóknarhússins mun líka hliðrast til á árinu,“ segir Gunnar. Forval stendur nú yfir vegna uppsteypuhlutans og segir Gunnar að mikill áhugi sé á því verki. Samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að framkvæmdir við Nýjan Landspítala nái hámarki á árunum 2021-2022. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, frá því í júní í fyrra var heildarkostnaður verkefnisins áætlaður tæpir 55 milljarðar króna. Miðað við hækkun byggingarvísitölu er sá kostnaður í dag um 58,5 milljarðar. Birtist í Fréttablaðinu Landspítalinn Reykjavík Skipulag Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Framkvæmdastjóri Nýs Landspítala segir að enn þá sé gert ráð fyrir því að meðferðarkjarninn verði tilbúinn árið 2024 þrátt fyrir boðaða lækkun á fjárheimildum næsta árs. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til 3,5 milljarða króna lækkun framlaga. „Það er ekki gert ráð fyrir öðru en að meðferðarkjarninn verði tilbúinn sem byggingarframkvæmd árið 2024 eins og áætlanir segja til um,“ segir Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, um áhrif breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar um 3,5 milljarða lækkun framlaga til verkefnisins á næsta ári. Gunnar segir að þrátt fyrir þessa lækkun sé gert ráð fyrir um fimm milljarða króna framlögum til Hringbrautarverkefnisins á næsta ári sem sé hæsta heimildin á fjárlögum til þessa. Hann segir lækkun fjárframlaga á næsta ári meðal annars skýrast af því að ákveðið hafi verið að fullvinna grunn hússins áður en næsti verktaki hæfi störf. Þá sé nú einnig unnið að jarðvinnu vegna bílakjallara við hlið hússins, undir Sóleyjartorgi. „Þetta hefur í för með sér að uppsteypa meðferðarkjarnans og önnur jarðvinnuverkefni hliðrast til á árinu 2020. Áhrifin á sjóðstreymisáætlun verða um þrír milljarðar með fyrirvara um heimild til útboðs og samninga vegna uppsteypuhluta verksins. Jarðvinna vegna rannsóknarhússins mun líka hliðrast til á árinu,“ segir Gunnar. Forval stendur nú yfir vegna uppsteypuhlutans og segir Gunnar að mikill áhugi sé á því verki. Samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að framkvæmdir við Nýjan Landspítala nái hámarki á árunum 2021-2022. Í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, frá því í júní í fyrra var heildarkostnaður verkefnisins áætlaður tæpir 55 milljarðar króna. Miðað við hækkun byggingarvísitölu er sá kostnaður í dag um 58,5 milljarðar.
Birtist í Fréttablaðinu Landspítalinn Reykjavík Skipulag Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira